Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

74. fundur 04. febrúar 2009 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Benoný Halldórsson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir

1. Hafnarskógar 1, nýtt sumarhús og bátaskýli (00.0287.10) Mál nr. BH090005

080557-2059 Ingimar Þorsteinsson, Æsufelli 4, 111 Reykjavík

Umsókn Ingimars um heimild til þess að reisa sumarhús ásamt bátakýli

samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Björns Jónatans Emilssonar verkfræðings.

Stærð sumarhúss: 68,1 m2 - 261,9 m3

Stærð bátaskýlis: 29,9 m2 - 95,7 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr: 37.980,-

Úttektargjald 8 aðk. kr: 66.400,-

Mælingagjald kr: 86.200,-

Lokaúttekta gjald kr: 46.400,-

_________________________________

Heildargjöld kr: 236.980,-

Leiðréttar teikningar liggja ekki fyrir. Frestað.

 

2. Skálatangi 133711, viðbygging við skemmu (00.0480.00) Mál nr. BH090006

040181-5399 Sigurveig Gunnlaugsdóttir, Presthúsabraut 25, 300 Akranes

Umsókn Sigurveigar um heimild til þess að byggja við geymsluhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar byggingarfræðings.

Stærð viðbyggingar: 78,0 m2 - 269,1 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr: 23.902,-

Úttektargjald 5 aðk. kr: 41.500,-

Lokaúttekta gjald kr: 46.400,-

_________________________________

Heildargjöld kr: 111.902,-

Samþykkt.

 

 

Önnur mál

3. Kjarrás 1a, (29.0100.11) Mál nr. BH080147

201265-2159 Zoran Kokotovic, Digranesvegi 26, 200 Kópavogur

Bréf Zorans móttekið 2. desember 2008, varðandi skýringar á stöðu

framkvæmda.

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur rætt við lóðarhafa aðliggjandi lóðar

(2.2.2009) og fengið skýr svör þess efnis að hann mótmælir því að bygging Zorans eða pallur fari nær lóðar mörkum en 10 m. eins og kemur fram í byggingarskilmálum svæðisins.

Nefndin telur ekki heimilt til að byggt sé nær lóðarmörkum en 10 m. Þar sem óljóst er um nákvæma staðsetningu bygginga er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að mæla aðstæður.

4. Kúludalsárland 7 133702, auglýsingaskilti (00.0380.70) Mál nr. BH070155

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

590602-3610 Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður

Erindi Huga Hreiðarssonar fh. Atlantsolíu dags. 28 janúar 2009 varðandi

auglýsingaskilti. Atlantsolía óskar eftir fundi vegna málsefnisins. Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að boða til fundar.

5. Stóra-Fellsöxl 133650, náma - umhverfismat (00.0400.00) Mál nr. BH080012

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi Skipulagsstofnunar dags. 28 janúar 2009 varðandi ákvörðun um tillögu að matsáætlun vegna malarnámu í landi Stóru Fellsaxlar.

Lagt er til að tillaga að matsáætlun verði samþykkt.

6. Tunga 133209, varðar breytta notkun húsa (00.0560.00) Mál nr. BH090008

290656-3979 Linda Guðbjörg Samúelsdóttir, Tungu 1, 301 Akranes

Erindi Lindu dags. 27.janúar 2009 varðandi heimild til breyttrar notkunar húsa.  Nefndin tekur jákvætt í erindið, en telur það þurfa nánari athugunar. Skipulags og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samvinnu við hagsmunaaðila.

7. Umhverfismál, meðhöndlun úrgangs 2009 -

2020

Mál nr. BH090010

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Kynning á svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu sjá http://samlausn.is/Aaetlun/

lagt fram.

 

Skipulagsmál

8. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar,

Aðalskipulag

Mál nr. BH060064

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi Þórðar Þórðarsonar hjá Landlínum dags. 29. janúar 2009, varðandi

vatnsvernd í Akrafjalli.

Erindi formanns varðandi könnun á skilgreiningu á ræktunarlandi.

Nefndin tekur jákvætt í erindi varðandi könnun á vatnsverndarsvæðum í

Akrafjalli, en telur að afla þurfi fyllri upplýsingum varðandi hugsanlegan

kostnað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla gagna.

Nefndin óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að setja af stað vinnu við

skilgreiningu á ræktunarlandi í sveitarfélaginu.

9. Aðalskipulag Skilmannahrepps, breyting vegna Melahverfis Mál nr. BH080043

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna deiliskipulags Melahverfis.

Aukinn þéttleiki byggðar.  Verslunar og þjónustukjarni verði við innkomu í hverfið.  Tillagan var auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Lagt er til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

10. Digrilækur 1, nýtt deiliskipulag (00.0485.05) Mál nr. BH080058

471293-2109 Tekton ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Erindi Tektons ehf. fh. landeigenda varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Digralæk 1 Hvalfjarðarsveit.

Tillagan hefur verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Erindi Skipulagsstofnunar varðandi samþykkt sveitarstjórnar deiliskipulagsins dags. 15. desember 2008.

Nefndin leggur til að breytingin verði samþykkt, enda hefur breyting á

aðalskipulagi fyrrum Hvalfjarðarstrandarhrepps verði staðfest og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

11. Grundartangi stóriðnaðarsvæði, Matslýsing Mál nr. BH090011

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi Faxaflóahafna varðandi Umhverfismat áætlana, matslýsing, dags.

30.jan.2009.

Nefndin leggur til að tillaga að matslýsingu verði samþykkt.

 

12. Laxárbakki 133656, deiliskipulag (00.0420.03) Mál nr. BH080114

530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes

Tillaga Ingvars Þ. Gunnarssonar fh. Vattar ehf. um deiliskipulag Laxárbakka.

Erindið var auglýst samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Ein athugsemd barst frá Veiðifélags Laxár dags. 12.12. 2008.

Athugasemd frá Veiðifélagi Laxár er ekki talin vera athugasemd varðandi

skipulagsmál, enda engar breytingar verið að gera við rotþró, staðsetningu

hennar, eða frágang í skipulaginu. Erindi veiðifélagsins er talið eiga að beinast að Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna að lausn málsins í samvinnu við heilbrigðisfulltrúa.

Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

13. Melahverfi, deiliskipulag Mál nr. BH070133

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Fjórar tillögur frá íbúum Hvalfjarðarsveitar að nöfnum á götur Melahverfis II.  Lagt fram.

14. Melar 133788, Skiljuhús og haugtankur, útrás (00.0420.00) Mál nr. BH060032

600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116

Bréf Umhverfisstofnunar dags. 20. nóvember 2007 og umfjöllun umhverfisnáttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar frá 15. október 2007 varðandi fyrispurn vegna afgreiðslu nefndarinnar á erindi Stjörnugrís hf., um að breyta deiliskipulagi fyrir skiljuhús og haugtank og gera ráð fyrir úthlaupi til sjávar sbr. meðfylgjandi uppdrættir Verkfræðiþjónustu Þráinn Víkingur ehf. og deiliskipulagsuppdráttur frá Hús og Skipulag og skýrslu frá verkfræðistofunni Vatnaskil.

Nefndin óskar eftir því að nýjum uppdráttum verið skilað þar sem breytingarnar

hafi verið færðar inn.

15. Skipulagsmál, gókartbraut Mál nr. BH090009

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi sveitarstjóra, þar sem framsent er erindi Sigmars H. Gunnarssonar,

varðandi aðstöðu fyrir gókartbraut í landi Narfastaða.

Umrædd lóð er inni á skilgreindu frístundasvæði. Umrædd starfsemi er ekki talin falla að þeirri landnotkun og mundi kalla á breytingu á aðalskipulagi. Umrædd starfsemi er ekki talin falla vel að frístundasvæði, jafnvel þótt skipulagi væri breytt. Staðsetning, stærð og útlit byggingarinnar er talin kalla á sérstaka

málsmeðferð, enda er talið að byggingin yrði áberandi. Nefndin tekur ekki

jákvætt í erindið.

 

16. Stóri-Lambhagi 2 133657, skipting lands (00.0440.00) Mál nr. BH090007

010329-4939 Svandís Haraldsdóttir, Brekkubyggð 7, 210 Garðabær

Umsókn Svandísar um heimild til þess að skipta landi eins og meðfylgjandi

uppdráttur Ólafs K. Guðmundssonar sýnir dags. janúar 2009.

Meðfylgjandi heimild landeiganda aðliggjandi lands um aðkomu dags. 26.1.2009

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10

Efni síðunnar