Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

41. fundur 13. september 2007 kl. 15:30 - 17:30

Ása Helgadóttir sem einnig á sæti í sveitarstjórn, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, sem einnig á sæti í sveitarstjórn, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra úr sveitarstjórn Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Daniel Ottesen, Hlynur Sigurbjörnsson og Sigurður Sverrir Jónsson. Sveitarstjóri Einar Örn Torlacíus var fundarstóri og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fundarritari.

Skipulagsmál
1.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Framhald vinnu við aðalskipulag.
Sameiginlegur fundur með sveitarstjórn (fundur 2)
Nokkur stefnumarkandi mál, sem verða til umræðu, í framhaldi af síðasta sameiginlega fundi nefndarinnar með sveitarstjórn.
3. Frístundabyggð
A. Frístundabyggð í náttúrulegum birkiskógum
B. Fjöldi frístundasvæða í Hvalfjarðarsveit.
C. Fjarlægð framkvæmda frá Ramsarsvæði. 50 m skv. reglum, þrýstingur um 100 m.
D. Þéttleiki innan frístundasvæða? Fjöldi bústaða á hektara? Stærðir bygginga á frístundasvæðum, á að setja e-h viðmið.
4. Landbúnaður.
A. Varsla landbúnaðarlands til framtíðarnota. (til grasræktar, akuryrkju og kvikfjárræktar.)
B. Þauleldislandbúnaður, mótvægisaðgerðir , hreinsun útblásturs.
C. Fjöldi íbúðarhúsa á jörð.
D. Landsskipti og fjölgun lögbýla.
E. Frístundabyggð á landbúnaðarlandi.
5. Smábýlabyggð.
A. Á að stuðla að slíkri uppbyggingu í sveitarfélaginu?
B. Hvar þá í sveitarfélaginu og hversu stór svæði?
6. Iðnaður.
A. Stefna sveitarfélagsins um framtíðaruppbyggingu við Grundartanga.
B. Iðnaðarlóðir fyrir einyrkja. Aðeins við Grundartanga eða víðar?
7. Sorpförgun.

A. Moldartippur í sveitarfélaginu. Hvar? Fleiri en einn?
B. Sorpurðunarstaður í sveitarfélaginu?
Fundastjóri setti fund og vék að máli nr. 1 B og C. Tvöföldun hringvegar 1 gegnum sveitarfélagið og Grunnarfjarðarleið, sem var frestað á síðasta fundi, vegna fyrirhugaðs fundar með Vegamálastjóra sem haldinn var 10. september.
Fundarmenn leggja til óbreytta legu og stöðu þjóðvegar 1, og leggja til að Grunnafjarðarleið verði tekin út. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar að gatnamótum við Melahverfi verði sett inn á aðalskipulagið.
Mál nr. 2 Ás urðunarstaður. sem frestað var á síðasta fundi og óskað var eftir frekari gögnum frá Sorpu.
Fundarmenn hafna beiðni bréfritara Áss um að breyta landnoktun jarðarinnar úr landbúnaðarnotkun í urðunarstað.
3. Frístundabyggð
A. Frístundabyggð í náttúrulegum birkiskógum
Skiptar skoðanir eru um hvort takmarka eigi byggð í náttúrulegum birkiskógum.
C. Fjarlægð framkvæmda frá Ramsarsvæði. 50 m skv. reglum, þrýstingur um 100 m.
Fjarlægð verði óbreytt að tillögu meirihluta fundarmanna.
D. Þéttleiki innan frístundasvæða? Fjöldi bústaða á hektara? Stærðir bygginga á frístundasvæðum, á að setja e-h viðmið.
Umræðan er á þann veg að meirihluti fundarmanna aðhyllist minni nýtingu.
4. Landbúnaður.
A. Varsla landbúnaðarlands til framtíðarnota. (til grasræktar, akuryrkju og kvikfjárræktar.)
Fundarmenn almennt sammála um að vernda beri gott ræktunarland.
B. Þauleldislandbúnaður, mótvægisaðgerðir , hreinsun útblásturs.
Gerð verði krafa um hreinsun á útblæstri og frárennsli.
C. Fjöldi íbúðarhúsa á jörð.
Fundarmenn taka undir það sjónarmið sem nefndin leggur til.
D. Landsskipti og fjölgun lögbýla.
Verði takmörkuð vegna liðs c.
E. Frístundabyggð á landbúnaðarlandi.
Verði heimiluð lítt ræktanlegu á landi
5. Smábýlabyggð.

A. Á að stuðla að slíkri uppbyggingu í sveitarfélaginu?
Fundarmennn leggja til að landnotkun fyrir búgarðarbyggð verði tekin út úr aðalskipulagi
6. Iðnaður.
A. Stefna sveitarfélagsins um framtíðaruppbyggingu við Grundartanga.
Fundamenn leggja til að uppbygging inðnaðarsvæðis verði að Grundartanga.
B. Iðnaðarlóðir fyrir einyrkja. Aðeins við Grundartanga eða víðar?
Einyrkjum verði beint á svæðið við Grundartanga.
7. Sorpförgun.
A. Moldartippur í sveitarfélaginu. Hvar? Fleiri en einn?
Fundarmenn leggja til að moldartippir verði fleiri en einn og að stefnt skuli að nýta aflagðar námur til urðunnar á jarðvegi.
B. Sorpurðunarstaður í sveitarfélaginu?
Ekki er hljómgrunnur fyrir því að sorpurðun fari fram innan sveitarfélagsmarka.
Þá var dagskrá tæmd og formaður skipulags- og byggingarnefndar þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50

Efni síðunnar