Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

19. fundur 14. febrúar 2007 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúa

Byggingarleyfis umsóknir
1.
Innrimelur 1, viðbygging við leikskóla
(22.0000.10)
Mál nr. BH060121
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Umsókn Bjarna Vésteinssonar kt. 250945-4429 byggingarfræðings fh. Hvalfjarðarsveitar um heimild til þess að byggja við leikóla eins og meðfylgjandi uppdrættir Bjarna sýna.
Stærð viðbyggingar er 127,0 m2 - 339,2 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald: 26.566,-
Úttektargjöld 10 útt: 60.042,-
Lokaúttektargjald: 33.708,-
----------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 120.316,-
Erindið er í samræmi við skipulag og er samþykkt.
2.
Lækjarmelur 3, breyttir aðaluppdrættir
(22.1000.30)
Mál nr. BH070012
210666-5919 Hjalti Hafþórsson, Heiðarskóla raðhúsi 2, 301 Akranes
Umsókn Hjalta um heimild til þess að breyta áður samþykktum uppdráttum af einbýlishúsi og bílgeymslu, eins og meðfylgjandi uppdrættir Sigrúnar Óladóttur arkitekts FAÍ sýna.
Stærð eftir breytingu 278,3 m2 - 1.069,8 m3
Gjöld:
Byggingarleyfisgjald: 15.820,-
Breytingin rúmast innan skipulags og er samþykkt.
3.
Másstaðaland 133707, nýbygging einbýlishús
(00.0440.01)
Mál nr. BH070014
190353-5329 Áskell Þórisson, Ekrusmára 9, 201 Kópavogur
Umsókn Áskels um heimild til þess að reisa einbýlishús á lóðinni eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Sæmundar Óskarssonar kt. 180160-3109 byggingartæknifræðings og Þórhalls Aðalsteinssonar kt. 160244-3059 byggingartæknifræðings.
Stærð hús199,6 m2 - 899,0 m3
Byggingarfulltrúa falið í að vinna málið frekar.
1
Önnur mál
4.
Galtarvík 133628, Skipting lands
(00.0180.00)
Mál nr. BH070015
080353-3919 Hörður Jónsson, Galtarvík, 301 Akranes
100254-7869 Guðný Elín Geirsdóttir, Galtarvík, 301 Akranes
Umsókn Harðar og Guðnýjar Elínar um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum frá Sigurbjörgu Ósk Áskelsdóttur landslagsarkitekts FÍLA hjá Landlínum.
Erindið er í samræmi við fyrri afgreiðslur og aðalskipulag og er samþykkt. Nefndin bendir á að hluti landsins liggur innan þynningarsvæðis iðnaðarsvæðis við Grundartanga.
5.
Gatnamót Hringvegar og nokkurra vega., Umferðarmál
Mál nr. BH060050
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tilboð Smára Ólafssonar hjá V.S.Ó varðandi viðbótargögn vegna gatnamóta Innnesvegar og Akranesvegar.
Skýrsla Smára Ólafssonar lögð fram. Umfjöllun frestað.
6.
Ytri Hólmur I 133694, Skipting lands
(00.0310.00)
Mál nr. BH070001
240860-2609 Guðmundur Brynjólfur Ottesen, Ytra-Hólmi 1, 301 Akranes
Umsókn Guðmundar Brynjólfs um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Ólafi K. Guðmundssyni.
Fram hafa verið lögð viðbótargögn. Erindið talið í samræmi við aðalskipulag og er samþykkt.
Sameiginleg mál
7.
Staðardagskrá 21, minnispunktar
Mál nr. BH070004
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Áframhald á vinnu við minnispunktar vinnufundar 30. nóv.
Loka vinna
2
Skipulagsmál
8.
Beitistaðir 133732, deiliskipulag
(00.0140.00)
Mál nr. BH060088
621099-2569 Tjörn ehf, Stillholti 14, 300 Akranes
Erindi Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts fh. landeigenda um að samþykkja að auglýsa meðfylgjandi deiliskipulag og greinargerð fyrir Beitistaði gert af Guðlaugu Ernu hjá Landlínum.
Meðfylgjandi yfirlýsing frá Fornleifastofnun Ísland dags. 18.09.2006.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Engin athugasemd barst en umsögn barst frá Umhverfisstofnun dags. 17. janúar 2007
Umsögn hefur borist frá Umhverfisstofnun með ábendingum. Nefndin gerir kröfu um að rotþrær verði sameinaðar þannig að þær verði sem allra fæstar og að hámarki 5 og aðgengi að þeim gott til hreinsunar. Jafnframt gerir nefndin kröfu um að burðarþol vega verði að lágmarki 10 tonna öxulþungi. Að öðru leyti telur nefndin ekki ástæðu til að breyta fyrri drögum að deiliskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
9.
Kalastaðir 133190, deiliskipulag- Birkihlíð, frístundabyggð
(00.0440.00)
Mál nr. BH060105
271254-3779 Þorvaldur Ingi Magnússon, Kalastöðum 2, 301 Akranes
Tillaga Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts hjá Landlínum fh. Þorvaldar Inga, að deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Kalastaða lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir 49 lóðum frá 1/2 upp í tvo hektara að stærð.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Engar athugasemdir bárust en umsögn Umhverfisstofnunar barst á auglýsingatíma.
Jón Haukur vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu erindisins. Umhverfisstofnun hefur veitt umsögn um tillöguna og bent á nokkur atriði. Nefndin tekur undir ábendingu um frágang rotþróa og lagna frá þeim. Nefndin gerir kröfu um að frárennsli frá efstu lóðunum, nánar tiltekið ofan brunahana við lóð 30, verði sameinaðar í eina rotþró og sami háttur verði hafður á í öllu hverfinu og rotþrær sameinaðar eins og kostur er og að hámarki 10. Burðarþol vega verði að lágmarki 10 tonna öxulþungi. Nefndin lítur ekki svo á að af skipulagstillögunni verði svo umtalsverð áhrif á hinn náttúrlega birkiskóg að framkvæmdin sé umhverfismatsskyld og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
3
10.
Narfastaðir 133790, deiliskipulag
(00.0460.00)
Mál nr. BH060109
021148-3699 Steini Þorvaldsson, Heiðarhjalla 19, 200 Kópavogur
Tillaga Gísla Gíslasonar landslagsarkitekts hjá Landmótun fh. landeigenda, að deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Narfastaða lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir 47 lóðum frá 0,4 upp 0,8 hektara að stærð.
Meðfylgjandi umsögn Fornleifaverndar.
Bréf umsækjenda varðandi vatnsöflun.
Erindi frá Vegagerð varðandi vegtengingar verður lagt fram á fundinum
Erindið er talið fullnægjandi og í samræmi við skipulag. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst m.v.t. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
11.
Saurbæjarland/Heimar 172883, deiliskipulag
(50.0000.10)
Mál nr. BH070013
700300-3310 Hvalfjörður hf, Skipholti 50D, 105 Reykjavík
Erindi Guðlaugar Ernu Jónsdóttur hjá Landlínum ehf. varðandi deiliskipulag og skilmálar fyrir viðbyggingu við Hótel Glym, SPA aðstöðu, einbýlishús með bílgeymslu, starfsmannahús og fimm útleigubústaði á lóðinni.
Hugmyndir um deiliskipulag lagðar fram til kynningar. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir um starfsmannahús NV við hótelið og 5 útleigubústaði neðan verðu við hótelið og viðbyggingar við hótelið. Nefndin telur staðsetningu íbúðarhúss þarfnast nánari úrvinnslu og vegtengingar og ökuleiðir við útleigubústaði. Frestað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15

Efni síðunnar