Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

108. fundur 15. maí 2014 kl. 17:15 - 19:15

Ása Helgadóttir, Dagný Hauksdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Helgi Pétur Ottesen. Stefán Ármannsson boðaði forföll.


Auk þeirra Ragna Kristmundsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskóla, Guðrún Dadda Ásmundsdóttir fulltrúi grunnskólabarna og Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri.

Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri ritaði fundargerð.

 

1.  Setning fundar.


Ása Helgadóttir, formaður, setti síðasta fund nefndarinnar á þessu kjörtímabili og bauð fundargesti velkomna.


2.  Kynning á mánaðarskýrslu skólastjóra fyrir apríl mánuð.


3.  Kynning á skýrslu starfsdaga leikskólans Skýjaborgar


4.  Kynning á skýrslu vegna úttektar á mötuneyti skólans og leikskólans


5.  Drög að skóladagatali á starfsári Heiðarskóla fyrir skólaárið 2014- 2015 kynnt


6.  Drög að skóladagatali leikskólans Skýjaborgar fyrir skólaárið 2014- 2015 kynnt


Fræðslu- og skólanefnd samþykkir þau drög er liggja fyrir vegna starfsárs bæði
grunn- og leikskólans


7.  Niðurstöður könnunar foreldra barna í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar árið 2014 kynntar.


8.  Niðurstöður könnunar starfsmanna leikskóla- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar kynntar.


9. Fræðslu- og skólanefnd þakkar Valgerði Oddsdóttur fyrir vandaða vinnu varðandi kannanirnar og kynningu á þeim og leggur til að skýrslurnar verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Þá munu kannanirnar verða lagðar fyrir sveitarstjórn.


10.  Drög lögð fram að viðbrögðum við meintri óviðeigandi framkomu við barn, nemanda eða ungmenna í leikskóla, grunnskóla eða í frístundastarfi.


Reglur um viðbrögð við slíkri framkomu eru í vinnslu hjá skólastjóra.

 

11. Erindi frá Dagnýju Hauksdóttur, formanni Ungmennafélags Hvalfjarðarsveitar og Hildi Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar um leikjanámskeið fyrir börn fædd 2004- 2008 í sumar.


Lagt er til að tvö tímabil verði í boði fyrir nemendur á þessum aldri, þann 10. – 20. júní og svo aftur 11. – 22. ágúst frá klukkan 9:00 – 16:00. Lagt er til við sveitarstjórn að 5.000 króna gjald verði tekið fyrir hvert barn þá viku sem það dvelur á námskeiðinu.


Fræðslu- og skólanefnd tekur vel í erindið og vísar því til sveitarstjórnar til
samþykktar.


12. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir umsóknum leiðbeinanda í vinnuskólann og tilhögun þeirrar vinnu í júní og júlí nk.


13. Umræður um skólaakstur og öryggi barna í umferðinni.


Mál til kynningar:


14. Niðurstöður á könnun sem Capacent gerði um framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum kynnt.

15. Kynning á fundargerð samráðsnefndar leik- og grunnskóla 24.september 2013.


16. Kynning á innleiðingu aðalnámskráa og námsmats sem unnin var á vegum
Mennta- og menningamálaráðuneytisins af Björgu Pétursdóttur deildarstjóra
stefnumótunar- og þróunardeildar ráðuneytisins.


17. Kynning á formennsku Íslands í norrænu samstarfi 2014 – Björk Óttarsdóttir hjá
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.


18. Kynning á úttekt á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins á
styrkleikum og veikleikum skóla árin 2010 – 2012


19. Kynning á úttekt faghóps um innra og ytra mat skóla og frístundastarfi


20. Kynning á úttekt um ytra mat á skólastarfi – Þóra Björk Jónsdóttir


21. Kynning á aðgerðum til eflingar leikskólastigssins sem unnin var fyrir
Menntamálaráðherra árið 2012

 


Fleira ekki tekið fyrir og þakkar formaður fræðslu- og skólanefndar nefndinni fyrir störf sín þetta kjörtímabil. Fundi slitið klukkan 19:36.


Ása Helgadóttir        Valgerður Jóna Oddsdóttir
Helgi Pétur Ottesen         Dagný Hauksdóttir

Efni síðunnar