Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

59. fundur 03. febrúar 2011 kl. 17:45 - 19:45

Birna María Antonsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,

Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar og María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.

 


1. Setning fundar.


Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.


2. Fundargerð 58. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 13.janúar 2011.


Formaður fer yfir fundargerð 58. fundar.


3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir september 2010.


Sjöundi bekkur ásamt umsjónarkennara sínum átti indæla viku á Reykjum í Hrútafirði í byrjun mánaðarins. Þann 17. janúar komu verðandi skólabörn í heimsókn og voru með fyrsta bekk hluta úr degi. Þann 19. janúar vorum við með útikennslu eftir hádegi þar sem þemað var stærðfræði.
Við réðum Björn Valsson sem 15% stuðningsfulltrúa/baðvörð í íþróttahúsið frá miðjum janúar og fram í miðjan maí, 3 mánuði til að koma til móts við árekstra og einelti í strákaklefunum á álagstímum.
Aðstoðarskólastjóri og tveir kennarar sóttu námskeið hjá Mentor um hvernig við notum möguleika sem heitir „Námsframvinda“ í skólastarfinu.
Skólastjóri ásamt æskulýðsfulltrúa og foreldri sóttu spjallfund í FVA þar sem „Árnamessa“ var til umræðu og hvernig þeirra hugmyndafræði gæti komið að skólunum í tengslum við forvarnir unglinga. Á fundinn voru boðaðir fulltrúar úr öllum skólum á svæðinu en einungis mættum við fulltrúar Heiðarskóla og fulltrúar FVA enda var fundurinn á staðnum.
3.,4. og 5 bekkir fóru í námsferð til Reykjavíkur í lok janúar þar sem þau heimsóttu Mjólkursamsöluna og Þjóðminjasafnið.
Við hófum „Lífshlaupið“ í gær með hópgöngu, þeir sem lengst gegnu fóru að Hávarstöðum og til baka. Við höfum fengið silfurverðlaun fyrir hönd skólans sl. tvö ár, og stefnum á gullið í ár.
Í dag er Þorrablót í skólanum. Skemmtun á sal milli 11 og 12 þar sem bæði nemendur og starfsfólk sprella og syngja . Þorramatur í mötuneytinu, kórónur og trog.
Í kvöld er Vesturlandskeppni Samfés, haldin á Hlöðum, þar sem skólar á Vesturlandi keppa um þau atriði sem fara í aðalkeppnina, að lokinni keppni er ball......
Um mánaðarmótin fengu allir almennir starfsmenn uppsagnarbréf þar sem þeim störfum sem þeir gegna í dag var sagt upp með eðlilegum fyrirvara. Ástæða þessa eru skipulagsbreytingar og endurskilgreining starfa í nýjum skóla. Við unnum þetta í samvinnu við Laufeyju og Kristjönu og teljum okkur hafa staðið bæði rétt og vel að þessum uppsögnum. Okkur kom saman um að heppilegast væri að vera óbundinn þegar störf í nýjum skóla verða skilgreind. Störf í nýjum skóla verða auglýst þegar liggur fyrir hve þörfin verður en áður þurfa ýmsar stjórnsýslulegar ákvarðanir að liggja fyrir. Við eigum von á því að stór hluti þessara starfsmanna sæki um þau störf sem verða í boði.


4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir janúar 2011.


Elstu börnin fóru í sína aðra heimsókn í Heiðarskóla þann 17. janúar þar sem þau hittu nemendur og kennara 1. bekkjar. Börnin léku sér, fóru í frímínutur, fengu ávexti í matsal og unnu verkefni. Allir voru ánægðir með heimsóknina.


Kalla (karla) kaffi var á bóndadag 21. febrúar og fengum við kalla af öllum stærðum og gerðum í heimsókn til okkar. Að venju fengu þeir kaffi og kleinur í tilefni dagsins. Þessi viðburður er orðin að venju í leikskólanum sem mælist vel fyrir hjá karlpeningi sveitarinnar.


Þorrablót leikskólans var haldið 27. janúar. Börnin bjuggu til þorrahatta (víkingahjálma) og mættu í lopapeysum. Að sjálfsögðu var alvöru þorrahlaðborð sett upp þar sem börnin gátu valið sér það að snæða sem þeim leist best á. Furðu vel gekk á allan mat á hlaðborðinu. Stóri hópur sá um skemmtiatriði á blótinu, þau bæði sungu og fóru með þulu.


Starfsfólk leikskólans Hnoðrabóls í Borgarbyggð heiðraði okkur með heimsókn á starfsdegi sínum þann 1. febrúar. 7 starfsmenn mættu og kynntu sér starfið hjá okkur. Hnoðraból er núna að stíga sín fyrstu skref í átt að Grænfánanum.


Síðustu daga hafa starfsfólk og börn verið að undirbúa sýningu fyrir dag leikskólans. Sýningin verður opnuð föstudaginn 4. febrúar í stjórnsýsluhúsinu.
Yngri nemendur sýna teikningar og mósaíklist og eldri nemendur sýna verkefni sem unnin voru í vetur með svokallaðri könnunaraðferð. Í könnunaraðferð er viðfangsefni valið með lýðræðislegri kosningu og síðan ræður áhugahvöt og forvitni barna hvernig verkefnið vinnst. Hér er það ferlið sem skiptir máli en ekki útkoman, þó hún sé að sjálfsögðu glæsileg. Í tilefni af Degi leikskólans og opnun sýningarinnar verður gestum og gangandi boðið að koma í heimsókn í leikskólann, fá sér kaffisopa og fræðast um leikskólastarfið.


Dagur leikskólans er 6. febrúar en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er fjórða árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan.


5 ný börn byrjuðu í leikskólanum í janúar og eitt hætti.


Mikil veikindi hafa verið hjá okkur, starfsfólk hefur verið mikið frá sem og leikskólabörn.


5. Uppsagnir í Heiðarskóla 28. janúar 2011.


Helga Stefanía skólastjóri Heiðarskóla tilgreindi ástæður uppsagna.


Umræður voru um uppsagnirnar.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd þykir leitt að heyra af uppsögnunum.


Fræðslu- og skólanefnd vill benda á að nefndin er stefnumótandi fyrir skóla Hvalfjarðarsveitar en fer ekki með starfsmannamál né daglegan rekstur skólanna.


Nefndin mun leggja sitt af mörkum til að drög að skipulagsbreytingum fyrir nýja húsnæðið liggji fyrir sem fyrst.


6. 15. fundur foreldrafélags Heiðarskóla.


Farið yfir fundargerðina, umræður.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd bendir fólki á að samkv. samningum. reka Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit sameiginlega á Akranesi mannvirki til félagsstarfs unglinga og íþróttamannvirki fyrir almenning og íþróttafélög. Eiga því íbúar beggja sveitarfélaga sama aðgengi að þjónustunni. Því hvetur nefndinn börn og unglinga að nýta sér þann rétt.


7. Erindi frá æskulýðs og tómstundarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.


Lagt fram til kynningar


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd þakkar æskulýðsfulltrúa fyrir erindið.
Nefndin leggur til að notkun á Heiðarborg verði höfð með þegar farið verður í heildarskipulagningu Heiðarskóla.


Fræðslu- og skólanefnd leggur til að skipulags-og byggingarfulltrúa verði falið að fara yfir að sundlaugar Hvalfjarðarsveitar uppfylli nýja reglugerð um hollustuhætti á sund-og baðstöðum.


Nefndin felur formanni að kanna kostnað við aukið tómstundastarf í Fannahlíð


Fræðslu- og skólanefnd er hlynnt því að sumarvinna og vinnuskólinn verði skipulögð í tíma.


8 Önnur mál.


Helga Stefanía var með fyrirspurn um samning við Tónlistarskóla Akraness.
Drög að starfsáætlun Heiðarskóla fyrir 2011var lögð fram og Fræðslu- og skólanefnd kallaði eftir skólanámsskrá Heiðarskóla.
Valgerður Jóna sagði frá því að nefndin legði til að viðhorfskannanir starfsmanna verði lagðar fyrir á vormánuðum en með því gefst tækifæri til að nýta niðurstöður þeirra fyrir starf komandi skólaár og var það samþykkt.


Fundi slitið kl. 19:23


Birna María Antonsdóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð

Efni síðunnar