Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

44. fundur 08. október 2009 kl. 17:45 - 19:45

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Pétur Sigurjónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir,

Arna Arnórsdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía skólastjóri Heiðarskóla, Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar og Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar

Dagskrá

1. Setning fundar.

 

2. Formaður fer yfir fundargerð 43. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 10. sept. 2009.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir september 2009.

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir september 2009.

 

5. Samanburður nemendalista Heiðarksóla við nafnalista nemenda á grunnskólaaldri í Hvalfjarðarsveit, veturinn 2009-2010.

 

6. Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 29. september 2009, er varða skólamál, lögð fram.

 

7. Bréf leikskólastjóra Skýjaborgar dags. 22. sept. 2009 er varðar hugmyndafræðina ”Lærdómssamfélag”.

 

8. Yfirferð á verkefnalista fræðslu- og skólanefndar.

 

9. Umsjónarmaður æskulýðsmála í Hvalfjarðarsveit / Heiðarskóla.

 

10. Önnur mál.

 

Fundargerð

 

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

2. Formaður fer yfir fundargerð 43. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 10. sept. 2009.

• Fundargerð lögð fram.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir september 2009.

• Samræmd könnunarpróf fóru fram vikuna 14. til 18. september, mánudag, þriðjudag og miðvikudag var 10. bekkur í prófum en fimmtudag og föstudag 4. og 7. bekkir.

• Við fengum lettneska túlkinn til að koma á föstudeginum þar sem 2 lettar tóku stærðfræðiprófið. Félagsþjónustan (Karl Marinósson) nýtti tækifærið til að spjalla við foreldrana með aðstoð túlksins.

• Mánudagurinn 21. september var skipulags/starfsdagur og heimsótti

starfsfólkið 2 skóla á Akranesi. Fyrst var farið í Fjölbrautaskólann þar sem vel var tekið á móti hópnum og við fengum leiðsögn um skólann. Við höfðum óskað eftir því að skoða verknámsdeildir sérstaklega og fengum við það.  Okkur fannst afskaplega vel búið að verknámsgreinum þarna og urðum mjög hrifin. Eftir hádegið heimsóttum við síðan Brekkubæjarskóla og vorum þar fram eftir degi. Við fengum góðar móttökur þar einnig.

• Þriðjudaginn 22. september fengum við síðan “fyrrverandi” skólastjóra

samstarfsskólanna í heimsókn. Þeir voru á yfirreið um héröð og byrjuðu á að heimsækja Heiðarskóla en héldu þaðan áfram upp í Borgarfjörð. Þetta voru þeir Guðmundur Sigurmonsson (Lýsuhólsskóla), Þrúður Kristjánsdóttir

(Búðardalur), Guðlaugur Óskarsson og Hjörtur Þórarinsson (Kleppjárnsreykir), Gyða Bergþórsdóttir (Hvanneyri), Guðjón Sigurðsson (Laugar), Höskuldur Goði Karlsson (Laugargerði), Sigurður R Guðmundsson (Heiðarskóli) og Vígþór H Jörundsson (Varmaland)

• Gídeonfélagar komu í heimsókn þann 23 og afhentu nem. 5. bekkjar Nýja testamenntið.

• Núverandi skólastjórar samstarfsskólanna hittust síðan á fundi fimmtudaginn 24. september í Borgarnesi.

• 25. september sóttu 2 starfsmenn skólans (Andrea og Sólrún) endurmenntun í tengslum við uppbyggingarstefnuna. Þetta námskeið var ætlað fyrir þá sem vinna með hugmyndafræðina og gerir þeim kleift að halda námskeið fyrir foreldra. Þær hafa síðan æft sig á starfsfólki skólans og meiningin er að halda foreldranámskeið fyrr en síðar.

• Sigríður Lára, Katrín og Sigríður Björk sem hafa umsjón með lettnesku

bræðrunum sóttu endurmenntun á Akranes þann 1. okt, en þá var fræðsla fyrir þá sem koma að nýbúum í skólum.

• Mánudagurinn 5. október var sérlegur haust/uppskerudagur við skólann. Við höfum undanfarin ár sett niður kartöflur á vorin og tekið upp á haustin. Nú ákváðum við að útvíkka þennan dag og taka auk þess slátur. Yngri deildin sá um kartöfluupptöku og eldri deildin um sláturgerð. Þetta tókst frábærlega vel, sjónvarpið mætti á staðinn og gerð var út þessu frétt sem flutt var á þriðjudegi, þar var talað við nokkra nemendur og sýnt frá deginum.

• Foreldrafélag var stofnað við skólann þriðjudaginn 6. október. Boðað var til stofnfundar og mættu 10 foreldrar.

• Í stjórn foreldrafélagsins voru kosnar þær; Dagný Hauksdóttir, Fjóla Lind

Guðnadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og María Hlín Eggertsdóttir. Einn

starfsmaður skólans Samúel Þorsteinsson ,sem hefur umsjón með

félagsmálum við skólann, mun vinna með foreldrafélaginu og vera

tengiliður þess við skólann

• Til stóð að hafa árlega “gistinótt” unglinga n.k. föstudag og fram á

laugardag. Vegna ýmissa ástæðna var ákveðið að breyta gistinóttinni í

gistikvöld og bjóða unglingunum upp á að vera til klukkan 01:00 en þá

yrðu þau sótt.

• Tveir kennaranemar þær Auður Vestman og Anna Dórótea

(fyrstaársnemar) voru hjá okkur í tvo daga í byrjun október og koma aftur í nóvember.

• Einar Sigurðsson sem er á lokasprettinum í KHÍ er hjá okkur þessa viku og næstu.

Umræður urðu um stofnun skólaráðs sem stofna á, samkvæmt nýjum

menntalögum. Skólastjóri lagði fram bréf til fræðslu- og skólanefndar frá

starfsmönnum Heiðarskóla varðandi greiðslur fyrir fundarsetu. Formanni

falið að fylgja málinu eftir til sveitastjórnar. Einnig að málið verði athugað

varðandi Skýjaborg.

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir september 2009.

• Einn starfsmaður fór á námskeiðið, málörvun og lestur, þar sem fjallað var um gagnlegar og skemmtilegar aðferðir sem hjálpa leik- og grunnskólabörnum við lestrarnám.

• Tveir starfsmenn fóru á námskeið til að fá réttindi til að nota íslenska

þroskalistann sem er staðlaður matslisti til að meta mál- og hreyfiþroska

þriggja til sex ára barna.

• Starfsdagur leikskólans 21. september var nýttur í kynningar og endurskoðun á hluta af skólanámskránni okkar.

• kynning á kennismiðum og kenningum þeirra um nám ungra barna

• kynning á grænfánaverkefninu

• endurskoðun á námssviðum leikskólans

• kynning og umræður um leikinn, námssviðin og tenging við kenningar um nám barna, grænfánaverkefni og markmið leikskólans.

• Foreldrafundur og aðalfundur foreldrafélag var haldinn 23. september.

Starfsfólk var kynnt og farið var yfir starf vetrarins. Foreldrafélagið hélt

aðalfund og kosið var í stjórn foreldrafélagsins sem sem sér einnig um

verkefni foreldraráðs samkvæmt nýjum menntalögum. Í stjórn

foreldrafélags/foreldraráðs sitja:

Guðný Kristín Guðnadóttir

Þorri Helgason

Pétur Sigurjónsson

Sigurbjörg Kristmundsdóttir (til vara)

• Inga Bryndís íþróttafræðingur byrjaði hjá okkur 28. september.

• Nú starfa við leikskólann:

3 leikskólakennarar

1 íþróttafræðingur

1 talmeinafræðingur í 10% starfi

matráður

5 ófaglærðir starfsmenn

• Tvö börn hafa hætt í leikskólanum vegna flutnings en 2 önnur börn byrjað í þeirra stað.

• Íþróttir í Heiðarborg eru byrjaðar aftur með breyttu sniði. Við förum í

íþróttasalinn eftir lokun grunnskólans og mun Inga Bryndís sjá um íþróttirnar.

• Búið er að skipuleggja samstarf skólanna og munum við fara samtals 7 ferðir í Heiðarskóla 3 heimsóknir og 4 vorskóladagar. Heiðarskóli kemur í 2

heimsóknir til okkar og foreldrar fá kynningu í Heiðarskóla áður en vorskólinn hefst.

Fyrirspurn kom um hversu mörg stöðugildi væru við leikskólann. Sigurði,

leikskólastjóra, falið að senda nefndarmönnum upplýsingar þar um.

 

5. Samanburður nemendalista Heiðarskóla við nafnalista nemenda á grunnskólaaldri í Hvalfjarðarsveit, veturinn 2009-2010.

• Farið var yfir listann. Formanni falið að kanna þar sem er ósamræmi.

 

6. Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 29. september 2009, er varða skólamál, lögð fram.

• Lagt fram.

Umræður urðu um málið.

 

7. Bréf leikskólastjóra Skýjaborgar dags. 22. sept. 2009 er varðar hugmyndafræðina ”Lærdómssamfélag”.

• Lagt fram.

Jákvæðar umræður urðu um málið og formanni falið að vinna málið áfram.

 

8. Yfirferð á verkefnalista fræðslu- og skólanefndar.

• Farið var yfir listann.

Fræðslu og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að fengin verði

næringarfræðingur til að leiðbeina við gerð matseðla beggja skóla.

Tilgangurinn er að stuðla að sem mestri hollustu auk hagræðis með

sameiginleg matarinnkaup í huga.

 

9. Umsjónarmaður æskulýðsmála í Hvalfjarðarsveit / Heiðarskóla.

• Umræður urðu um málið.

Fræðslu og skólanefnd leggur til við sveitastjórn að fundinn verði starfsmaður með góð tengsl við grunnskólann til að sinna æskulýðs og tómstundamálum í sveitarfélaginu. Nefndin telur það sérlega brýnt á þessum tímum þrenginga í þjóðfélaginu.

 

10. Önnur mál.

• Umræður urðu um þann niðurskurð sem verið hefur til reksturs skóla

Hvalfjarðarsveitar s.l. ár.

Fræðslu og skólanefnd óskar eftir því við sveitastjórn að fá umsagnarrétt um fjárhagsáætlun fræðslu og skólamála, 2010, í Hvalfjarðarsveit.

 

Fundi slitið kl: 20.00

 

Hlynur Sigurbjörnsson

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen

Arna Arnórsdóttir

Pétur Sigurjónsson

Efni síðunnar