Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

37. fundur 05. mars 2009 kl. 17:45 - 19:45

Mættir:

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Þórdís Þórisdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar, Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar,

María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldraráðs Heiðarskóla.

Dagskrá

1. Setning fundar.

2. Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar dags. 11. feb. 2009 er varðar kjör í nefndir skv. nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar. Kosning formanns, varaformanns og ritara fræðslu- og  skólanefndar í samræmi áðurnefndar samþykktir.

3. Formaður fer yfir fundargerð 36. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 5. feb. 2009.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir febrúar 2009.

5. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir febrúar 2009.

6. ”Fréttaþjálfun unga fólksins”, verkefni sem UNICEF á Íslandi stendur fyrir í mars og apríl. Lagt fram til kynningar.

7. Málefni vinnuskóla unglinga Hvalfjarðarsveitar fyrir sumarið 2009.

8. Bréf frá sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, dags. 11. feb. 2009, er varðar áskorun skólastjórafélags Vesturlands um að standa vörð um starf grunnskólanna á svæðinu.

9. Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 10. febrúar 2009, er varða skólamál, lagðar fram.

10 Staða viðhorfakönnunar til skóla / skólastarfs Hvalfjarðarsveitar

11. Önnur mál.

Fundargerð

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

2. Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar dags. 11. feb. 2009 er varðar kjör í nefndir skv. nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar. Kosning formanns, varaformanns og ritara fræðslu- og skólanefndar í samræmi áðurnefndar samþykktir.

• Formaður fór yfir bréfið. Tillaga formanns um að verkskipting nefndarinnar verði óbreytt var samþykkt samhljóða.

3. Formaður fer yfir fundargerð 36. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 5. feb. 2009.

• Sigurður og Sara upplýstu okkur um hvernig gengið hefur með móttöku barns af erlendum uppruna í leikskólanum Skýjaborg.

• Aðilar á vegum Menntamálaráðuneytinu komu í Heiðarskóla til að ráðleggja varðandi sjálfsmat skólans.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir febrúar 2009.

• Þessi febrúarmánuður sem nú er liðinn hefur verið ótrúlega veðragóður miðað við undanfarin ár.

• Vikuna 9 – 13 febrúar dvaldi 7. bekkur í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði ásamt umsjónarkennara sínum Sigríði Björk Kristinsdóttur.

• Fimmtudaginn 12. febrúar keppti lið Heiðarskóla í Skólahreysti í Kópavogi og fórum við með öflugt klapplið til að styðja okkar fólk sem lenti í 5 sæti í keppninni. Lið Heiðarskóla skipuðu þau Arnar Ólafsson og Eiður Hjaltason, Daníela Hafsteinsdóttir og Sara Árnadóttir. Til vara voru Davíð Hallgrímsson og Svandís Stefánsdóttir. Gaman er að geta þess að Daníela varð efst í armbeygjukeppninni. Að keppni lokinni

buðu Skipaneshjónin keppendum og íþróttakennurum upp á pizzur í Reykjavík.

• Föstudaginn 13. febrúar voru foreldraviðtöl í lok miðannarinnar og var mæting mjög góð eins og alltaf. Almenn ánægja var með skólann og starfið.

• Mánudaginn 16. febrúar var vetrarfrí og starfsdagur þriðjudaginn 17. febrúar þannig að nemendur fengu ágætis hvíld frá lærdómnum.

• Vorönnin hófst svo miðvikudaginn 18. febrúar. Komu elstu nemendur leikskólans í heimsókn þann dag.

• Fimmtudaginn 19. febrúar fengum við heimsókn frá Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem aðstoðarskólastjóri, námsráðgjafi og 2 nemendur kynntu skólann fyrir nemendum í 9. og 10. bekkjum.

• Vikuna 23 – 27 febrúar dvaldi 9. bekkur í Ungmenna og íþróttabúðunum að Laugum í Sælingsdal ásamt Sigurði Tómassyni.

• Mánudaginn 23. febrúar var fundur með skólastjórum, Laufeyju, Hallfreði og Hlyni

• Síðdegis þennan sama dag kom framkvæmdahópurinn og hönnuðir nýs skóla með kynningu fyrir starfsfólkið.

• Þriðjudaginn 24. febrúar var haldinn fundur með forsvarsmönnum; skólastjórum beggja skólanna ásamt Skúla, Laufeyju og Kristjönu þar sem farið var yfir ýmis mál.

• Fjölbrautarskóli Vesturlands hélt kynningu fyrir 10. bekk þennan þriðjudag.

• Miðvikudagurinn 25. febrúar var öskudagur og raskaðist hefðbundið skólastarf hjá yngsta stiginu svolítið þar sem komið var upp nokkrum sælgætisstöðvum í skólanum og gátu þau ferðast milli þeirra og sungið

fyrir sælgæti. Síðan var “kötturinn sleginn úr tunnunni”.

• Miðstigið hélt grímuball seinna um daginn.

• Mánudaginn 2. mars komu hönnuðir nýs Heiðarskóla og fóru yfir hugmyndir um verkgreinastofur og eldhús með viðkomandi fólki.

• Þriðjudaginn 3. mars var Hæfileikakeppni Heiðarskóla þar sem heldur fá atriði kepptu að þessu sinni, en oft hafa fleiri troðið upp. Sigurinn lenti í höndum hljómsveitar skipuðum Guðjóni Bjarkasyni, Heiðmari

Eyjólfssyni og Svandísi Stefánsdóttur.

• Miðvikudag og fimmtudag er Sigurður Tómasson ásamt tveimur nemendum á ungmennaþingi norður á Akureyri.

5. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir febrúar 2009.

• Starfsmannafundur var haldinn 11.feb. og þá gafst tækifæri til að hittast öll saman og fara yfir starfið okkar. Þegar fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var gerð var þá var skorið niður á ýmsum sviðum og þar á

meðal var starfsmannafundum fækkað. Þessa sparnaðarleið þarf að endurskoða því okkur er nauðsynlegt að hittast reglulega, miðla upplýsingum, skipuleggja næstu vikur og endurmeta unnið verk. Í

framhaldi af starfsmannafundi héldu Regnboginn og Dropinn deildarfundi 18. og 19. Febrúar til að efla sitt starf.

• Öskudagurinn er alltaf stór dagur hjá okkur og að venju héldum við nátt- og furðufataball og slógum köttinn úr tunnunni. Eftir var ball popp og bíó.

• 12. febrúar héldum við okkar þorrablót. Allir hópar höfðu æft atriði sem þeir svo sýndu á þorrablótinu. Elsti hóður hafði gert boðsmiða fyrir starfsfólk skrifstofu Hvalfjarðarsveitar sem mætti á sýninguna og

borðaði með okkur þorramat.

• Leikskólastjóri fór á athyglisverða ráðstefnu um skóla án aðgreiningar meðal fyrirlesara voru reyndir kennarar, rannsakendur, foreldrar fatlaðra barna og fatlaður einstaklingur.

• 18. febrúar heimsótti elsti hópur leikskólans Heiðarskóla.

• Við fengum eitt nýtt barn í elsta hóp leikskólans og er þá fjöldi þeirra aftur kominn í 7.

• Móttökuáætlun vegna nemanda af erlendum uppruna var unnin í febrúar. Sara Margrét tók að sér þessa vinnu og var hún unnin samhliða aðlögun á nemanda af erlendum uppruna. Leikskóli sem við

erum í góðu sambandi við, Akrasel á Akranesi, hefur mikla reynslu á þessu sviði aðstoðaði okkur við þessa vinnu. Mikill tími hefur farið í að merkja og gera starf okkar myndrænt með ”boardmaker myndum”,

tákn með tali og íslenskur/ þýddum skilaboðum. Þessi reynsla okkar hjálpar til við að gera góða móttökuáætlun fyrir næstu börn af erlendum uppruna sem til okkar munu koma.

• Þessa dagana er verið að vinna HLJÓM-2 próf með elstu börnunum til að meta hljóðkerfisvitund þeirra. Góður málþroski og þar á meðal hljóðkerfisvitund, eykur líkur á farsælu lestrarnámi.

• Guðbjörg matráður verður á trúnaðarmannanámskeiði dagana 3. til 6. mars . Eva fer í veikindaleyfi í 3 vikur frá 9. til 27. mars.

• Mikil fjarvera barna vegna veikinda og þar áður fjarvera starfsmanna vegna veikinda eða veikinda barna þeirra síðustu vikur hefur sett svip sinn á hópavinnu og þemavinnu okkar. Á eldri deild leikskólans er 21

barn en hefur mæting dottið niður í að vera 8-9 börn.

• Framundan hjá okkur eru fjölmörg námskeið og fyrirlestrar sem við ætlum að sækja, foreldraviðtöl og undirbúiningur fyrir þau.

6. ”Fréttaþjálfun unga fólksins”, verkefni sem UNICEF á Íslandi stendur fyrir í mars og apríl. Lagt fram til kynningar.

• Lagt fram.

7. Málefni vinnuskóla unglinga Hvalfjarðarsveitar fyrir sumarið 2009.

• Unglingavinna stendur til boða fyrir unglinga sem nú eru í 8. til 10. bekk. Umræður urðu um málið og formanni og sveitasjóra falið að auglýsa eftir starfsfólki til að hafa umsjón með vinnuskólanum.

Formanni falið að ræða við forsvarsmenn stóriðju- fyrirtækjana um mögulega samvinnu. Nefndin mun á næstu fundum vinna að rammaáætlun fyrir vinnuskólann.

8. Bréf frá sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, dags. 11. feb. 2009, er varðar áskorun skólastjórafélags Vesturlands um að standa vörð um starf grunnskólanna á svæðinu.

• Lagt fram til kynningar.

9. Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 10. febrúar 2009, er varða skólamál, lagðar fram.

• Lagt fram.

10. Staða viðhorfakönnunar til skóla / skólastarfs Hvalfjarðarsveitar.

• Þórdís upplýsti okkur um málið, góð skil hafa verið frá Skýjaborg og búið er að vinna úr þeirri könnun. Ekki hafa verið ásættanleg skil frá foreldrum og starfsfólki Heiðarskóla. Áfram verður unnið að því að fá

betri skil t.a.m. með úthringingum í foreldra.

11. Önnur mál.

• Undanþágubeiðni um vistun fyrir barn yngra en 18 mánaða I leikskólanum Skýjaborg frá 1. apríl n.k.. Fræðslu- og skólanefnd samþykkir fyrir sitt leiti þessa beiðni, þar sem ekkert dagforeldri er

starfandi í sveitafélaginu og pláss og starfsfólk er til staðar I leikskólanum.

• Tilkynning frá skólastjóra Heiðarskóla á agabroti nemanda er varðar brottvísun úr skólanum í einn dag.

• Fyrirspurn frá kennara í Heiðarskóla um breytingu á reglum um bókasafnskort skólans hjá Bókasafni Akraness. Bókasafnið synjaði kennaranum um úttekt á þessu korti.

• Tillaga kom frá skólastjóra Heiðarskóla um það hvort fækka mætti fundum fræðslu- og skólanefnadar í sparnaðarskyni.

 

Fundi slitið kl 18.50

 

Hlynur Sigurbjörnsson Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen Þórdís Þórisdóttir

Bjarni Jónsson

Efni síðunnar