Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

23. fundur 05. september 2011 kl. 18:00 - 20:00

Ragna Kristmundsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Stefán Ármannsson, varamaður Söru Margrétar og Sævar Finnbogason sem ritar fundargerð.


Auk þeirra sat Karl Marinósson félagsmálastjóri fundinn.
 

1.Forvarnaráætlun. Val fulltrúa fjölskyldunefndar til að stýra gerð forvarnaráætlunar fyrir Hvalfjarðarsveit ásamt fulltrúa frá Fræðslu- og skólanefnd.

Nefndin ræddi um forvarnarmál. Hannesína Ásgeirsdóttir kjörin fulltrúi fjölskyldunefndar í samráðshópinn auk þess sem fjölskyldunefnd leggur til að félagsmálastjóri starfi með hópnum.


2.Staða og starfsmannamál í heimaþjónustu.

Félagsmálastjóri upplýsti nefndarmenn um framgang og verkefnastöðu í heimaþjónustu.


3.Kynningarmál fjölskyldumála – umræður

Nefndarmenn ræddu um aðgengi upplýsinga til almennings og skjólstæðinga um rétt sinn og starfsemi félagsþjónustunnar. Nefndarmenn voru sammála um að taka mætti upplýsingar betur saman á heimasíðu sveitarfélagsins á einn stað. Félagsmálastjóri lagði til að fjölskyldumál yrði gerð meira áberandi með sérstökum hnappi á forsíðu vefs sveitarfélagsins. Formanni og félagsmálastjóra falið að ræða við sveitarstjóra um málið.


4.Landsfundur jafnréttisnefnda í Kópavogi 9.-10. september nk. Fjölskyldunefnd samþykkir að senda félagsmálastjóra á ráðstefnuna fyrir sína hönd og hann upplýsi nefndarmenn á næsta fundi um það sem fram fór.


5.Málefni fatlaðra - Fundargerðir þjónusturáðs lagðar fram og ræddar

Fundargerðir framlagðar.


6.Umsögn um starfsreglur Ungmennaráðs

Fjölskyldunefnd lýsir ánægju með drögin en vill þó koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum:

 

a. Í 4. lið segir „Fundir skulu fara fram fyrir luktum dyrum“ Þessu mætti breita í samræmi við lýðræðisáherslur Hvalfjarðarsveitar. Fjölskyldunefnd telur eðlilegt að ungmenni sem hafa áhuga á málefnunum geti sótt fundina
og fylgst með starfi ráðsins. Ráðið er gott tækifæri til að virkja ungt fólk til þátttöku og efla með því lýðræðislegar dygðir.

 

b. Ef skipa á í ungmennaráðið á septemberfundi þarf að vera búið að kjósa í nemendafélag í skólanum, svo það geti kosið sína fulltrúa. Það kann að reynast knappur tími fyrir nemendafélag skólans.


c. Í 2 gr. um starfsfyrirkomulag er kveðið á um að fundir skulu boðaðir með 2 daga fyrirvara. Þetta þykir fjölskyldunefnd of skammur tími. Hafa verður í huga að ráðið fundar aðeins tvisvar á ári og vegna eðlis þess og lýðræðisþátta er nauðsynlegt að dagskrá liggji fyrir með góðum fyrirvara og að fundartími sé vel auglýstur. Álýtur nefndin að til þess þurfi lengri tíma, að minnsta kosti 10 daga. Formanni falið að kynna formanni fræðslu- og skólanefndar álitið.


7.Önnur mál

a. Til kynningar – nýir staðlar um visun barna.

Vakin er athygli á að Barnaverndarstofa hefur endurskoðað staðla fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda sem fyrst voru gefnir út árið 2008. Staðlarnir eru ætlaðir til að skilgreina kröfur um verklag, bæta gæði umönnunar og meðferðar og treysta öryggi og rétt barna sem vistuð eru utan heimilis á Íslandi. Sjá meðfylgjandi frétt á slóð BVS: http://www.bvs.is/?s=9&id=377&m= Framlagt

 

b. Efld og bætt sálfræðiþjónusta fyrir langveik börn á Landspítala

Framlagt

 

c. Til kynningar - Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga.

Áhugaverður samanburður á milli sveitarfélaga. Framlagt d. Vísað til kynningar í fjölskyldunefd af sveitarstjón – Landsmót UMFÍ 50+
Framlagt


e. Erindi frá Velferðarvaktinni – Í upphafi skólaárs.

Rædd var skuldastaða fjölskyldna í Hvalfjarðarsveit.
Formanni og félagsmálastjóra falið að ræða við viðeigandi starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins um málfenið.


Fundargerð upplesin.
Fleira var ekki gert
Fundi slitið kl: 19:55

Stefán Ármannsson Ragna Kristmundsdóttir,

Hannesína Ásgeirsdóttir, Margrét Magnúsdóttir,

Sævar Finnbogason

Efni síðunnar