Fara í efni
Hafnarfjall
7 NNE 10 m/s
Akrafjall
7 E 8 m/s
Þyrill
7 ESE 6 m/s

Hvalfjarðardagar 2019

Nú er komið að því að skipuleggja Hvalfjarðardaga. Óskað er eftir samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í Hvalfjarðarsveit fyrir sumarhátíðina Hvalfjarðardagar sem haldin verður helgina 21.-23. júní  en aðaláherslan verður á laugardaginn 22. júní.

Ert þú með góða hugmynd og vilt framkvæma? Ertu með eitthvað áhugavert að sýna? Langar þig að bjóða fólki heim? Viltu taka þátt í að gera Hvalfjarðardaga 2019 að skemmtilegum viðburði?

Með ykkar þátttöku og öflugu samstarfi er hægt að halda áfram að bjóða upp á fjölbreytta viðburði og skemmtun sem bæði íbúar og gestir hafa áhuga á að sækja og njóta.

Íbúar eru hvattir til að skreyta hjá sér og veitt verða verðlaun fyrir flottustu/frumlegustu skreytinguna.

Ef þú hefur góða hugmynd eða áhuga á að vera með viðburð þá hvetjum við þig að hafa samband fyrir 1. júní  í síma 842 5585 (Ása Líndal) eða senda póst á netfangið hvalfjardardagar@hvalfjardarsveit.is

 Hafir þú ekki aðgang að húsnæði til að hýsa viðburði eða sýningar en langar til að taka þátt þá ert þú eindregið hvött/hvattur til að hafa samband sem fyrst.