Fara í efni
Hafnarfjall
5 W 2 m/s
Akrafjall
4 E 5 m/s
Þyrill
3 ENE 5 m/s

Hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðarsveitar

Hin árlega hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðarsveitar verður haldin í fjárhúsinu í Skorholti miðvikudaginn 13. október nk. kl. 17:00.
Veitt verða verðlaun fyrir bestu hvítu kollóttu hrútana, bestu mislitu hrútana og bestu hvítu hyrndu hrútana.
Í boði er stigun á lömbum fyrir sýninguna.
Fjáreigendur eru hvattir til að mæta og njóta spennandi samverustundar.
Gætum að almennum sóttvörnum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Deila