Fara í efni

Fasteignagjöld

Fasteignagjöld eru árlega lögð á allar fasteignir og ber eigandi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. 

Almennt um fasteignagjöld:
Fasteignagjöld eru samheiti um fasteignaskatt og fasteignatengd gjöld sem skiptast í eftirfarandi:  lóðarleiga (þar sem við á),  vatnsgjald (þar sem við á), sorphirðugjald, sorpurðunargjald og rotþróargjald.  Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar annast álagningu, reikningagerð og innheimtu fasteignagjalda. 

Álagning fasteignaskatts er framkvæmd samkvæmt 2. kafla laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.  Sveitarfélögum er skylt að leggja á fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári samkvæmt fasteignaskrá.  Fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðarmótum eftir að þau eru skráð og metin í fasteignaskrá.  Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðarmót eftir að mannvirki eru afskráð í fasteignaskrá.  Gjaldstofn til álagningar fasteignaskatts er fasteignamat. 

Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2022 verða 8 talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar.  Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst og september.  Fyrsti gjalddagi 15. febrúar.   Ef álagning er  25.000 kr. eða minna er einn gjalddagi 15. maí.

Nánar um álagningu gjalda : Álagningarforsendur fasteignagjalda 2022

Álagningarseðill:
Álagningarseðla fasteigna er hægt að nálgast rafrænt  á vefnum www.island.is. Leiðbeiningar fyrir www.island.is :
1. Velja skal efst til hægri á vefsíðunni: ,,Mínar síður“
2. Til að skrá sig inn skal nota annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil
3. Þegar komið er inn á ,,þína síðu" birtist pósthólf þar sem smellt er á „skjöl frá opinberum aðilum“ en þar birtist álagningarseðil 2021.

 

Þeir sem óska geta fengið álagningarseðil sendan í tölvupósti eða pósti og er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433 8500 eða senda tölvupóst á netfangið Ingunn@hvalfjardarsveit.is

Málefni elli- og örorkulífeyrisþega:

Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur og ekki þarf að sækja um lækkun, gerður er vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2019.

Örorkulífeyrisþegar þurfa að leggja fram örorkuskírteini.

Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi eigi lögheimili í Hvalfjarðarsveit og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignaskatt.

Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Sjá nánar reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.  Sjá reglur hér.

Kæruleiðir vegna álagningar:

Álagning fasteignagjalda er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu.  Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá álagningu.

Frekari upplýsingar um yfirfasteignamatsnefnd :

 https://www.innanrikisraduneyti.is/raduneyti/nefndir/urskurdarnefndir/nr/24393