Fara í efni

Sveitarstjórn

372. fundur 22. mars 2023 kl. 17:10 - 17:50 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
 • Helga Harðardóttir varaoddviti
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
 • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
 • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
 • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
 • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Helgi Pétur Ottesen boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 371

2303001F

Fundargerðin framlögð.

2.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 11

2303002F

Fundargerðin framlögð.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 38

2303004F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 58

2303005F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 58 Verið er að ljúka við vinnu á útboðslýsingu íþróttahúss við Heiðarborg. Mannvit mun sjá um útboðsferlið fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar.
  Verið er að ljúka við vinnu verðkönnunargagna fyrir verkið vegna eftirlits og byggingarstjórnar. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að senda út verðkönnun á grundvelli þeirra gagna.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að senda út verðkönnun á grundvelli framlagðra gagna."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 58 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að ganga að framlögðu tilboði og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi við Mannvit. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir að ganga að framlögðu tilboði og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi við Mannvit."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 58 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í gerð styrkingar á varnargarði þar sem rennsli úr Eiðisvatni rennur út í Urriðaá.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í gerð styrkingar á varnargarði þar sem rennsli úr Eiðisvatni rennur út í Urriðaá. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falin framkvæmd verksins að undangenginni verðkönnun."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 17

2303003F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 17 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, framlagða samþykkt fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 17 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, að veita stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps heimild fyrir allt að sex stjórnarfundum á árinu 2023 vegna vinnu við endurskoðun fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 og nr. 714/2015."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 17 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vil benda á eftirfarandi texta úr samkomulagi um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga, þar sem segir í 2. gr.: „Að við úthlutun lóða til nýrra fyrirtækja, sem við gerð samnings þessa eru ekki starfandi á Grundartanga á skilgreindum iðnaðarsvæðum, samkvæmt gildandi aðalskipulagi, verði gerðar ríkar kröfur til þess að starfsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarks umhverfisáhrif“. Samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, fellur umrædd framkvæmd undir tl. 6.01 í viðauka 1 skv. þessari lýsingu: Efnaverksmiðjur með samþætta framleiðslu þar sem fram fer umfangsmikil iðnaðarframleiðsla með efnaumbreytingu og framleiða: i. Lífrænt hráefni, ii. Ólífrænt hráefni.

  Raforkuþörf verksmiðjunnar er mikil og fullbyggð getur framleiðslan notað um 840 MW af raforku.
  Þróun verkefnisins er m.a. háð raforkuöflun en Qair vinnur að öflun orku, m.a. með vindorkugörðum og óskar USNL-nefnd eftir nánari upplýsingum hvað þetta atriði varðar og að þessum þáttum verði gerð betur skil í umhverfismati framkvæmdanna, og bendir nefndin jafnframt á að í óstaðfestu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er ekki gert ráð fyrir vindorkugörðum í sveitarfélaginu.

  Hins vegar segir í sama Aðalskipulagi að talið sé að iðnaðarsvæðið á Grundartanga sé ákjósanleg staðsetning fyrir framleiðslu rafeldsneytis þar sem nóg sé af landrými með góðri höfn. Traustir innviðir eru vissulega til staðar á Grundartanga.

  Ekki kemur skýrt fram hvernig vatnsöflun fyrir starfsemina verði háttað, annað en að samningar verði gerðir við Faxaflóahafnir um útvegun vatns til framleiðslunnar. Óskar USNL-nefnd eftir nánari upplýsingum um þennan grundvallarþátt og sömuleiðis að þeim verði gerð betur skil í umhverfismati framkvæmdanna.

  Starfsemi sem þessari getur fylgt áhætta vegna efnanotkunar, en á þessu stigi er ekki ljóst hvernig framkvæmdinni verður háttað og enn eru margir þættir óvissir þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða efni verði framleidd. Vetni, ammoníak, metanól og metan eru eldfim efni og þegar slík efni eru undir þrýstingi getur fylgt því sprengihætta. Gæta þarf varúðar við meðferð slíkra efna vegna fyrrgreindra eiginleika varðandi geymslu, meðhöndlun og flutning. Ljóst er því að huga verður sérlega vel að áhættumati og greiningu vegna framleiðsluferla, geymslu og flutnings efna, auk þess sem ráðstafanir og aðgerðir þarf til að tryggja öryggi á rekstrartíma. Í því ljósi telur USNL-nefnd rétt að settar verði upp ólíkar sviðsmyndir fyrir þessa áhættugreiningu, þar sem „worst case scenario“ verði lýst.

  Að lokum bendir nefndin á, að umfangsmikil starfsemi er nú þegar á Grundartanga og almennar kvartanir hafa borist sveitarfélaginu varðandi ljósmengun og hljóðmengun svo dæmi séu tekin. Því telur nefndin nauðsynlegt að umhverfisþættir eins og hljóðvist séu metnir í samhengi við aðra starfsemi, en ljóst er að hljóð getur skert upplifun og lífsgæði fólks í næsta nágrenni við verksmiðjusvæðið, jafnvel þótt slík hljóðmengun sé innan hættumarka.

  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi umsögn:
  Í upphafi vill Hvalfjarðarsveit benda á eftirfarandi texta úr samkomulagi um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga segir í 2. gr.: „Að við úthlutun lóða til nýrra fyrirtækja, sem við gerð samnings þessa eru ekki starfandi á Grundartanga á skilgreindum iðnaðarsvæðum, samkvæmt gildandi aðalskipulagi verði gerðar ríkar kröfur til þess að starfsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarks umhverfisáhrif“. Samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, fellur umrædd framkvæmd undir tl. 6.01 í viðauka 1 skv. þessari lýsingu: Efnaverksmiðjur með samþætta framleiðslu þar sem fram fer umfangsmikil iðnaðarframleiðsla með efnaumbreytingu og framleiða: i. Lífrænt hráefni, ii. Ólífrænt hráefni.

  Raforkuþörf verksmiðjunnar er mikil og fullbyggð getur framleiðslan notað um 840 MW af raforku. Þróun verkefnisins er m.a. háð raforkuöflun en Qair vinnur að öflun orku, m.a. með vindorkugörðum og óskar Hvalfjarðarsveit eftir nánari gögnum hvað þetta varðar og bendir jafnframt á að í óstaðfestu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er ekki gert ráð fyrir vindorkugörðum í sveitarfélaginu. Hins vegar segir í sama Aðalskipulagi að talið er að iðnaðarsvæðið á Grundartanga sé ákjósanleg staðsetning fyrir framleiðslu rafeldsneytis þar sem nóg er af landrými með góðri höfn. Traustir innviðir eru vissulega til staðar á Grundartanga.

  Ekki kemur skýrt fram hvernig vatnsöflun fyrir starfsemina verður háttað, annað en að samningar verði gerðir við Faxaflóahafnir um útvegun vatns til framleiðslunnar. Óskar Hvalfjarðarsveit eftir nánari upplýsingum um þennan grundvallarþátt.

  Ljóst er að áhætta fylgir starfseminni vegna efnanotkunar, en á þessu stigi er ekki ljóst hvernig framkvæmdinni verður háttað og enn eru margir þættir óvissir þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða efni verði framleitt. Vetni, ammoníak, metanól og metan eru eldfim efni og sprengihætta er þar sem efni eru undir þrýstingi. Gæta þarf varúðar við meðferð þeirra vegna hættulegra eiginleika varðandi geymslu, meðhöndlun og flutning. Ljóst er því að huga verður sérlega vel að áhættumati og greiningu vegna framleiðsluferla, geymslu og flutningi efna og ráðstafanir og aðgerðir til að tryggja öryggi á rekstrartíma. Telur Hvalfjarðarsveit rétt að settar verði upp ólíkar sviðsmyndir fyrir þessa áhættugreiningu.

  Að lokum bendir Hvalfjarðarsveit á, að umfangsmikil starfsemi er nú þegar á Grundartanga og almennar kvartanir berast reglulega varðandi ljósmengun og hljóðmengun svo dæmi sé tekið. Því telur Hvalfjarðarsveit nauðsynlegt að umhverfisþættir eins og hljóðvist séu metnir í samhengi við aðra starfsemi, það er löngu ljóst að hljóð getur skert upplifun og lífsgæði fólks í næsta nágrenni við verksmiðjusvæðið, þó hljóðmengun sé langt innan hættumarka."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 17 Flæðigryfjurnar eru ætlaðar til að taka við úrgangi frá Norðuráli og Elkem en þær hafa verið reknar á grundvelli starfsleyfa hvors rekstraraðila fyrir sig um árabil.
  Uppbygging flæðigryfju fer þannig fram að útbúinn er grjótgarður til að aðskilja flæðigryfjuna frá hafi. Gryfjan er síðan fyllt með efni frá fyrirtækjunum. Veggir gryfjunnar (grjótgarðurinn) hindrar að fínar, tiltölulega léttar, fastar rykagnir gruggi sjóinn. Skeljasandi er blandað saman við kerbrot í flæðigryfjunum, en efni úr skeljasandinum ásamt uppleystum efnum í sjónum hvarfast við málma og sýaníð og hlutleysa þannig óæskileg efni. Vegna áhrifa sjávarfalla skolar sjórinn með þessu móti smám saman uppleysanleg efni og hlutleysir úrganginn í gryfjunni. Þegar flæðigryfjan er komin að efri mörkum er hún hulin jarðvegi og skeljasandi.
  USNL-nefnd bendir á að notkun á flæðigryfjum er skilgreind sem urðun (ekki landfylling) og í anda hringrásarhagkerfisins og skuldbindinga á sviði úrgangsmála er æskilegt að draga úr allri urðun. Einnig bendir nefndin á að ekki er rétt að tala um hlutleysingu, þar sem þungmálmar hlutleysast ekki.

  Þá eru kerbrot flokkuð sem hættulegur úrgangur vegna útskolunar á flúoríði (F-) og sýaniði (CN-), en þau efni geta verið hættuleg fyrir lífríki vatns. Samkvæmt upplýsingum í umhverfismatsskýrslunni hafa flæðigryfjurnar reynst vel og niðurstöður umhverfisvöktunar hafa sýnt fram á að mengunar gætir í óverulegu mæli utan við garða flæðigryfjanna og að lítil hætta sé á áhrifum á umhverfið. Að mati Norðuráls hafa flæðigryfjur þannig sannað gildi sitt sem úrræði við meðhöndlun þeirra efna sem þar eru losuð. Engu að síður vill USNL-nefnd leggja á það áherslu að frekari mælingar verði gerðar til að taka af allan vafa um ágæti flæðigryfja og að efnahvörf í þeim tryggi skaðleysi hættulegra efna og neikvæð áhrif á lífríkið. USNL-nefnd leggur áherslu á aukið samráð við sérfræðinga á þessu sviði enda er Ísland eina landið sem leyfir aðferðina og því enn brýnna að aðferðin sé ítarlega rannsökuð miðað við íslenskar aðstæður.

  Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er í vinnslu. Elkem og Norðurál gerðu athugasemdir við aðalskipulagstillöguna þar sem þess var óskað að losun í flæðigryfjur væri heimil og að afmörkun gryfjanna verði útfærð í deiliskipulagi, líkt og verið hefur. Þann 29. ágúst sl. barst erindi frá skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar þar sem framangreindum athugasemdum var svarað og því komið á framfæri að tillit verði tekið til athugasemda fyrirtækjanna.
  Fyrirhuguð áform um flæðigryfju á svæði 1 kalla á breytingu á deiliskipulagi þar sem fram kemur í starfsleyfi Norðuráls, að staðsetning flæðigryfja þurfi að vera hnitsett í samræmi við gildandi deiliskipulag. Þegar deiliskipulag með hnitsetningu flæðigryfjanna hefur verið staðfest og álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati gryfjanna liggur fyrir þarf að óska eftir framkvæmdaleyfi Hvalfjarðarsveitar.

  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Flæðigryfjurnar eru ætlaðar til að taka við úrgangi frá Norðuráli og Elkem en þær hafa verið reknar á grundvelli starfsleyfa hvors rekstraraðila fyrir sig um árabil.
  Uppbygging flæðigryfju fer þannig fram að útbúinn er grjótgarður til að aðskilja flæðigryfjuna frá hafi. Gryfjan er síðan fyllt með efni frá fyrirtækjunum. Veggir gryfjunnar (grjótgarðurinn) hindrar að fínar, tiltölulega léttar, fastar rykagnir gruggi sjóinn. Skeljasandi er blandað saman við kerbrot í flæðigryfjunum, en efni úr skeljasandinum ásamt uppleystum efnum í sjónum hvarfast við málma og sýaníð og hlutleysa þannig óæskileg efni. Vegna áhrifa sjávarfalla skolar sjórinn með þessu móti smám saman uppleysanleg efni og hlutleysir úrganginn í gryfjunni. Þegar flæðigryfjan er komin að efri mörkum er hún hulin jarðvegi og skeljasandi.

  Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi umsögn:
  Hvalfjarðarsveit bendir á að notkun á flæðigryfjum er skilgreind sem urðun (ekki landfylling) og í anda hringrásarhagkerfisins og skuldbindinga á sviði úrgangsmála er æskilegt að draga úr allri urðun. Einnig bendir Hvalfjarðarsveit á að ekki er rétt að tala um hlutleysingu, þar sem þungmálmar hlutleysast ekki.

  Þá eru kerbrot flokkuð sem hættulegur úrgangur vegna útskolunar á flúoríði (F-) og sýaniði (CN-), en þau efni geta verið hættuleg fyrir lífríki vatns. Samkvæmt upplýsingum í umhverfismatsskýrslunni hafa flæðigryfjurnar reynst vel og niðurstöður umhverfisvöktunar hafa sýnt fram á að mengunar gætir í óverulegu mæli utan við garða flæðigryfjanna og að lítil hætta sé á áhrifum á umhverfið. Að mati Norðuráls hafa flæðigryfjur þannig sannað gildi sitt sem úrræði við meðhöndlun þeirra efna sem þar eru losuð. Engu að síður vill Hvalfjarðarsveit leggja á það áherslu að frekari mælingar verði gerðar til að taka af allan vafa um ágæti flæðigryfja og að efnahvörf í þeim tryggi skaðleysi hættulegra efna og neikvæð áhrif á lífríkið. Hvalfjarðarsveit leggur áherslu á aukið samráð við sérfræðinga á þessu sviði enda er Ísland eina landið sem leyfir aðferðina og því enn brýnna að aðferðin sé ítarlega rannsökuð miðað við íslenskar aðstæður.

  Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er í vinnslu. Elkem og Norðurál gerðu athugasemdir við aðalskipulagstillöguna þar sem þess var óskað að losun í flæðigryfjur væri heimil og að afmörkun gryfjanna verði útfærð í deiliskipulagi, líkt og verið hefur. Þann 29. ágúst sl. barst erindi frá skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar þar sem framangreindum athugasemdum var svarað og því komið á framfæri að tillit verði tekið til athugasemda fyrirtækjanna.
  Fyrirhuguð áform um flæðigryfju á svæði 1 kalla á breytingu á deiliskipulagi þar sem fram kemur í starfsleyfi Norðuráls, að staðsetning flæðigryfja þurfi að vera hnitsett í samræmi við gildandi deiliskipulag. Þegar deiliskipulag með hnitsetningu flæðigryfjanna hefur verið staðfest og álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati gryfjanna liggur fyrir þarf að óska eftir framkvæmdaleyfi Hvalfjarðarsveitar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 17 Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar hefur farið yfir gögn vinnslutillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendisins ásamt umhverfismatsskýrslu og hefur kynnt nefndinni sína niðurstöðu.
  Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við vinnslutillöguna á þessu stigi málsins.

  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við vinnslutillöguna á þessu stigi málsins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 17 Vegir í náttúru Íslands.

  Vefsjá / tillaga var kynnt og send á umsagnar- og samráðsaðila fyrr á vinnslustigi aðalskipulagsins. Tillaga var áfram unnin í kjölfarið, kynnt samhliða kynningu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og send á Umhverfisstofnun og Vegagerðina til umsagnar. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemdir við skrána varðandi slóða í kring um Grunnafjörð, en tekur ekki afstöðu til annarra slóða. Vegagerðin gerir athugasemd um að tengingar við þjóðvegakerfið uppfylli ekki öryggiskröfur varðandi vegtengingar. Það er tekið fram í vegaskrá um vegi í náttúru Íslands í Hvalfjarðarsveit að slóðar uppfylli ekki öryggiskröfur um tengingar við þjóðvegakerfið. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur ekki grundvöll fyrir að útfæra vegteningar að kröfum Vegagerðarinnar á þessu stigi, fremur en aðrar landbúnaðartengingar innan sveitarfélags og samþykkir því skrá um vegi í náttúru Íslands í samræmi við reglugerð nr. 260/2018.

  Aðalskipulag
  Tillaga aðalskipulags var auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga. Sveitarfélagið hefur tekið saman lista yfir þær athugasemdir sem borist hafa og hver séu viðbrögð sveitarfélagsins og hefur þeim aðilum sem athugasemdir gerðu, verið send viðbrögð sveitarfélagsins. Auk þess hefur sveitarfélagið gert nokkrar orðlagsbreytingar til lagfæringa og skýringar á aðalskipulagsgögnum, sé um efnislegar breytingar að ræða. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 með áorðnum breytingum, sbr. meðfylgjandi gögn, í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um að vísa tillögunni til afgreiðslu og staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. ákvæði 32. greinar skipulagslaga nr. 1213/2010.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og vísar því til afgreiðslu og staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. ákvæði 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir einnig Vegaskrá vegna vega í náttúru Íslands."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fræðslunefnd - 48

2303006F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
 • 6.4 2204059 Frístundastefna
  Fræðslunefnd - 48 Fræðslunefnd samþykkir frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar með breytingartillögum sem fram komu á fundinum. Nefndin þakkar stýrihópi um mótun frístundastefnu fyrir vel unnin störf.

  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skoðað verði af fullri alvöru að ráða til starfa tómstunda- og félagsmálafræðing eða aðila með sambærilega háskólamenntun til að efla enn frekar faglegt frístundastarf í sveitarfélaginu.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn felur oddvita að skoða málið áfram með hlutaðeigandi aðilum."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2022.

2303004

Síðari umræða.
Ársreikningur, síðari umræða ásamt endurskoðunarskýrslu.
Ársreikningur 2022 lagður fram til síðari umræðu.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2022 námu tæpum 1.258,7mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta rúmum 1.247mkr.

Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2022 voru 1.098,4mkr. fyrir A og B hluta en 1.090,1mkr. fyrir A hluta. Fjármagnsliðir námu 122,8mkr. og aðrar tekjur og gjöld voru 1,7mkr.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 284,9mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 3.875,7mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 26,32%, veltufjárhlutfall 9,38% og eiginfjárhlutfall 96%.

Samanburður á fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga milli áranna 2021 og 2022 eru að skuldaviðmið sveitarfélagsins er áfram jákvætt, fer úr 110,98% í 99,23% árið 2022 og rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára er 691,4mkr.

Rekstrarniðurstaða einstakra málaflokka og deilda er almennt innan áætlunar ársins 2022 og er það vel auk þess sem styrkur er af auknu handbæru fé til framtíðar uppbyggingar innviða líkt og byggingu nýs íþróttahúss og leikskóla.

Starfsfólki Hvalfjarðarsveitar eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra aðkomu og vinnu við gerð ársreikningsins.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir ársreikning vegna ársins 2022 og staðfestir hann með undirritun sinni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

8.Beiðni um styrk vegna starfsmannaferða starfsfólks Heiðarskóla og Skýjaborgar vorið 2023.

2212018

Erindi frá skólastjóra Leik- og grunnskóla Heiðarskóla.
Erindi til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá skólastjóra Heiðarskóla lagt fram en um er að ræða afþökkun á veittum styrk vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks Heiðarskóla þar sem nú er fyrirséð að styrkur frá Sveitamennt muni brúa allan kostnað við ferðina sökum breyttra reglna hjá sjóðnum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en í honum felst að viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023 sem samþykktur var 25. janúar sl. vegna beiðni frá Heiðarskóla um styrk til náms- og starfsmannaferðar er bakfærður. Í viðauka nr. 4 er samþykkt útgjaldalækkun að fjárhæð kr. 200.000 á deild 04022, lykil 4240 og á móti hækkar liðurinn óviss útgjöld, deild 21085, lykill 5971 um sömu fjárhæð, kr. 200.000."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Innra-Hólmskirkja - Beiðni um fjárstuðning vegna viðgerða.

2303027

Erindi frá Árgangi 1949 í Innri-Akraneshreppi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni frá Árgangi 1949 í Innri-Akraneshreppi um styrk að fjárhæð 1.500.000.- til að ljúka við viðgerð á Innra- Hólmskirkju. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 1,5mkr. á deild 05090, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með kostnaðarlækkun á óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971. Sveitarstjórn vill einnig koma á framfæri þakklæti fyrir móttökurnar í kirkjunni í síðastliðinni viku. Ánægjulegt var að sjá afrakstur vinnunnar og hefur kirkjan tekið stakkaskiptum utan sem innan. Sveitarstjórn þakkar fyrir framtakið og vonar að vel gangi að ljúka við viðgerðina."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2023.

2303026

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 31. mars nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Ósk um stækkun friðlands í Grunnafirði

2212037

Erindi frá Umhverfisstofnun.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Erindisbréf stýrihóps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins Barnvænt sveitarfélag.
Hlutverk stýrihóps er að; Samræma og stýra innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna innan Hvalfjarðarsveitar. Hafa umsjón með stöðumati á réttindum og velferð barna innan sveitarfélagsins. Meta þörf fyrir fræðslu um réttindi barna innan sveitarfélagsins. Gera aðgerðaráætlun sem byggir á stöðumatinu. Fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar. Miðla upplýsingum um verkefnið og kynna aðgerðaáætlun á barnvænan hátt, hafa samskipti við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið, ásamt skýrslugjöf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - Úttekt á starfsemi.

2111040

Erindi frá HMS.
Lagt fram til kynningar.

14.Umsögn um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

2303031

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.

15.Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum - könnun á stöðu skýrslu til Sameinuðu þjóðanna.

2303034

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

16.Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

2303033

Erindi frá Innviðaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

17.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálstofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál.

2303020

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

18.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.

2303021

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram.

19.Umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.

2303022

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

20.Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53-1972, með síðari breytingum, 165. mál.

2303023

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram.

21.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál.

2303024

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

22.180. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2303035

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Til máls tók BSG.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 17:50.

Efni síðunnar