Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

58. fundur 14. mars 2023 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Framlögð eru drög að útboðslýsingu byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
Framlögð eru drög að verðkönnunargögnum fyrir eftirlit og byggingarstjórn íþróttahúss við Heiðarborg.
Verið er að ljúka við vinnu á útboðslýsingu íþróttahúss við Heiðarborg. Mannvit mun sjá um útboðsferlið fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar.
Verið er að ljúka við vinnu verðkönnunargagna fyrir verkið vegna eftirlits og byggingarstjórnar. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að senda út verðkönnun á grundvelli þeirra gagna.

2.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Undirbúningur framkvæmda vegna göngustígs á milli Innrimels og Hagamels.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að ganga að framlögðu tilboði og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi við Mannvit.

3.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Undirbúningur framkvæmda vegna göngustígs við Eiðisvatn.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í gerð styrkingar á varnargarði þar sem rennsli úr Eiðisvatni rennur út í Urriðaá.

4.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2023-2026

2209041

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu framkvæmda.

5.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - Úttekt á starfsemi.

2111040

Erindi frá HMS vegna úttektar á starfsemi Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.

6.Samstarf slökkviliða á Vesturlandi.

2302012

Erindi frá stjórn samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um samstarf slökkviliða á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

7.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar