Fara í efni

Sveitarstjórn

344. fundur 25. janúar 2022 kl. 15:00 - 15:46 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Guðjón Jónasson og Ragna Ívarsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Sveitarstjórn - 343

2201003F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 30

2201002F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
 • 2.1 2201017 Leynileikhúsið
  Fjölskyldu- og frístundanefnd - 30 Nefndin óskar eftir endurgjaldslausum afnotum af Heiðarborg fyrir Leynileikhúsið við sveitarstjórn á þriðjudögum frá klukkan 16:00-18:00 frá 1. febrúar til 15. mars. Afnotin verða bókuð til tekna á Íþróttamiðstöðina Heiðarborg og til gjalda sem styrkveiting til Æskulýðs- og íþróttamála. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir beiðni nefndarinnar um endurgjaldslaus afnot af Íþróttamiðstöðinni Heiðarborg á þeim tímum sem fram kemur í bókun nefndarinnar. Afnotin verða bókuð til tekna á Íþróttamiðstöðina Heiðarborg og til gjalda sem styrkveiting til Æskulýðs- og íþróttamála."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 30 Nefndin fór yfir reglur um fjárhagsaðstoð og gerði nokkrar breytingartillögur.

  Lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 9. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr 186,750 kr. í 196,272 kr.

  Nefndin vísar breytingartillögunum til samþykktar hjá sveitarstjórn.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir breyttar reglur um fjárhagsaðstoð, jafnframt samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 9. gr. reglna um fjárhagsaðstoð. Breytingin felur í sér hækkun úr 186.750 kr. í 196.272 kr."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 151

2201004F

Fundargerð framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152

2201005F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152 Umhverfis,-skipulags- og náttúruverndarnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína um að uppfæra þurfi gildandi deiliskipulag svæðisins.
  Nefndin tekur undir ábendingar frá Hafrannsóknarstofnun um vöktun á lífríki Laxár. Einnig að ávallt verði notuð besta fáanlega tækni vegna útblásturs frá eldishúsunum til að sporna við því að lyktarmengun berist yfir nálæga byggð. Nefndin vill einnig benda á að hauggeymslur séu þannig úr garði gerðar að búpeningur og vargfuglar komist ekki í þær.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn tekur undir afstöðu Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar og ítrekar að hún telur að fullt tilefni sé til að farið verði í endurskoðun deiliskipulags á svæðinu en gildandi skipulag er frá árinu 1999 og hafa ýmsar forsendur breyst frá þeim tíma. Gangi útgáfa starfsleyfisins eftir er um að ræða 70% stækkun búsins í fyrsta áfanga frá núverandi starfsleyfi, komi til síðari heimildar sem starfsleyfisdrögin gera ráð fyrir að 2 árum liðnum þá er um að ræða 140% stækkun frá núverandi leyfi.
  Sveitarstjórn vill ennfremur taka undir ábendingar sem fram koma í umsögn Hafrannsóknarstofnunar varðandi vöktun á lífríki Laxár í Leirársveit. Rétt er að benda á í því sambandi að vatnasvæði Laxár endar í Grunnafirði sem er friðlýstur og er á lista yfir svæði sem eru vernduð og viðkvæm skv. 25. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Grunnafjörður hefur einnig verið samþykktur sem Ramsarsvæði frá árinu 1996.
  Sveitarstjórn lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum með aukna lyktarmengun frá búinu við stækkun þess en þekkt er að lykt frá þauleldisrekstri berist langar leiðir í lofti frá búunum og valdi íbúum og útivistarfólki óþægindum. Vert er í því sambandi að benda á að ekki eru miklar vegalengdir í bæði verðmæt útivistarsvæði við Laxá í Leirársveit og að híbýlum fólks á næstu bújörðum. Þá er einnig mikil og þétt frístundabyggð í nálægð við búið. Telur sveitarstjórn því eðlilegt að farið verði fram á ítrustu kröfur um hreinsun á útblásturslofti frá búinu.
  Sveitarstjórn vill líka ítreka kröfu um að hauggeymslur á búinu og hjá þeim aðilum sem búið er með samninga við um móttöku skíts, sé með þeim hætti að búpeningur og vargfuglar eigi ekki aðgang að.
  Sveitarstjórn áréttar áhyggjur sínar af áhrifum stækkunar búsins á nærsamfélag þess. Að auki vill sveitarstjórn benda á nauðsyn þess að samhliða stækkun búsins þarf að ráðast í endurbætur á veginum frá Hvalfjarðarvegi, vegamótum við Galtarholt og að Tungu en stækkun búsins mun skapa verulega aukna umferð á þeim vegi, bæði á uppbyggingartíma sem og þegar rekstur er kominn í gang."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hana formlega. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2022-2033."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd álítur að línuleið Holtavörðuheiðarlínu 1 verði best fyrir komið meðfram núverandi lagnaleið Vatnshamralínu. En verði Bjarnarholtsleið fyrir valinu að þá verði strengur lagður í jörðu.
  Í tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er fjallað um Holtavörðuheiðarlínu 1, m.a. í forsendum skipulagstillögunnar, sem er undirstaðan fyrir ákvarðanatöku um landnotkun og þróun byggðar í Hvalfjarðarsveit.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og álítur að línuleið Holtavörðuheiðarlínu 1 sé best fyrir komið samhliða núverandi Vatnshamralínu. Komi til þess að Bjarnarholtsleið verði fyrir valinu verði að leggja strengi í jörðu. Í tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er fjallað um Holtavörðuheiðarlínu 1, m.a. í forsendum skipulagstillögunnar, sem er undirstaðan fyrir ákvarðanatöku um landnotkun og þróun byggðar í Hvalfjarðarsveit."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um lagfæringu á skipulagstillögu í samræmi við umræður á fundinum.
  Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi svæðisins samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar sbr. meðfylgjandi uppdrátt."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152 Með erindinu fylgdi undirritað samþykki landeiganda.
  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir erindið með þeim áskilnaði að gengið verði frá kvöð um aðgengi og umferð þar sem við á, einnig kvöð um aðgengi að neysluvatni.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir skiptingu lóðar sbr. meðfylgjandi uppdrátt með þeim áskilnaði að gengið verði frá kvöð um aðgengi og umferð þar sem við á, ásamt kvöð um aðgengi að neysluvatni."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hafnar erindinu á grundvelli þess að umrædd bygging er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að hafna erindinu þar sem það samræmist ekki skilmálum deiliskipulags."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við uppdrættina og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að afla undirritunar aðliggjandi lóðarhafa vegna málsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 152 Lagt fram til kynningar.
  Umhverfis,- skipulags og náttúruverndarnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð fyrir lóðir í landi Hlíðarbæjar og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir framlögð lóðarblöð og felur byggingarfulltrúa að klára vinnslu málsins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 36

2201006F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.

 • Fræðslunefnd - 36 Fræðslunefnd rýnir drög að Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar og leggur drögin jafnframt til umsagnar í sveitarstjórn, fjölskyldu- og frístundanefnd, umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd, mannvirkja- og framkvæmdanefnd, menningar- og markaðsnefnd, ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar, nemendaráði Heiðarskóla, Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, skólaráði og til starfsfólks Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Framlögð drög að menntastefnu Hvalfjarðarsveitar.

6.Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2022.

2201016

Framhald máls frá 343. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um 5,6% hækkun tekjumarka vegna afsláttar af fasteignskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Uppsögn á starfi skipulags- og umhverfisfulltrúa.

2112001

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu starfshópsins að auglýsa 60% stöðugildi skipulagsfulltrúa annars vegar og hins vegar að auglýsa 50% stöðu umhverfisfulltrúa. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra, Björgvini Helgasyni, oddvita, Daníel Ottesen, formanni umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar og Rögnu Ívarsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa að meta umsóknir, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um ráðningu í 60% starf skipulagsfulltrúa og 50% starf umhverfisfulltrúa hjá Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar.

2201029

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Stjórnsýslukæra nr 90/2018 - vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur.

1806042

Á 263. fundi sínum, sem haldinn var þann 8. maí 2018, tók sveitarstjórn ákvörðun í máli nr. 1805004 - Áskorun til sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar.
Í ákvörðuninni fólst að hafna kröfu Félags eignarlóða í Svarfhólsskógi um endurgreiðslu álagðs hreinsunargjalds rotþróa.
Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í enduruppteknu máli fyrir nefndinni nr. 90/2018, sem upp var kveðinn þann 10. nóvember sl., var framangreind ákvörðun sveitarstjórnar felld úr gildi.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Eftir yfirferð sveitarstjóra og lögmanns sveitarfélagsins yfir málið ákveður sveitarstjórn nú að hreinsunargjald rotþróa sem innheimt var árið 2016 skuli endurgreitt þeim félagsmönnum félagsins sem greiddu 4 ársgjöld vegna áranna 2013-2016 en fengu aðeins 1 rotþróarhreinsun á því tímabili.
Endurgreiðslan skal fara fram í samræmi við lög nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Umhverfismál í Melahverfi.

2106051

Erindi frá Björgvin Þorleifssyni og Hönnu Ásgeirsdóttur.
Framlagt erindi frá Björgvin Þorleifssyni og Hannesínu Ásgeirsdóttur vegna umgengnismála, númerslausra bifreiða og óhóflegs tíma til byggingarframkvæmda.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til kynningar hjá USN nefnd ásamt minnisblaði byggingarfulltrúa um þau mál sem fram koma í erindinu. Sveitarstjórn getur að nokkru leyti tekið undir þær athugasemdir sem fram koma í erindinu. Byggingarfulltrúi hefur verið að vinna að verkefninu og horfir það til betri vegar. Sveitarstjórn vill jafnframt hvetja alla íbúa og landeigendur í sveitarfélaginu til að huga að sínu nærumhverfi og leggjast á eitt um að bæta ásýnd og ímynd okkar ágæta sveitarfélags."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Beiðni vegna leigu í Miðgarði.

2201030

Erindi frá Áskeli Þórissyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið sem styður við nýsköpun í sveitarfélaginu og samþykkir að veita 50% afslátt af gjaldskrá vegna verkefnisins. Leigufjárhæð færist 100% til tekna á félagsheimilið og 50% leigunnar sem styrkur til atvinnumála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Afskriftabeiðni.

2201046

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi samtals að fjárhæð kr. 2.302.102."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.

2201045

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

14.905. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2201040

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:46.

Efni síðunnar