Fara í efni

Fræðslunefnd

36. fundur 20. janúar 2022 kl. 16:30 - 18:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Unnur Tedda Toftum áheyrnafulltrúi
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Sólrún Jörgensdóttir mætti ekki á fundinn.

1.Beiðni um undirbúningstíma.

2201032

Erindi frá leikskólastjóra.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

2.Erindi til Fræðslunefndar.

2110029

Erindi frá Heiðarskóla.
Fræðslunefnd fellst á áframhaldandi aukningu stöðugilda stuðningsfulltrúa í Heiðarskóla um 19% frá 1.02.2022 - 8.06.2022. Gert er ráð fyrir stöðugildinu í fjárhagsáætlun 2022.

3.Menntastefna Hvalfjarðarsveitar - drög

2201038

Drög að Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar
Fræðslunefnd rýnir drög að Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar og leggur drögin jafnframt til umsagnar í sveitarstjórn, fjölskyldu- og frístundanefnd, umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd, mannvirkja- og framkvæmdanefnd, menningar- og markaðsnefnd, ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar, nemendaráði Heiðarskóla, Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, skólaráði og til starfsfólks Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

4.Viðhorfskönnun 2022

2111024

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að kaupa þjónustu af Skólapúlsinum við framkvæmd viðhorfskannana foreldra og starfsmanna Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Ekki mun koma til verulegs kostnaðarauka vegna fyrirlagnar viðhorfskannana með þessum hætti og frístunda- og menningarfulltrúa falið að fá raunkostnað sem lagður verður fyrir sveitarstjórn.

5.Vinnuumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum

2111020

Skýrsla frá Skýjaborg.
Taka saman lið 5 og 7.
Formanni falið að koma á samstarfi við Mannvirkja- og framkvæmdanefnd um húsnæðismál leikskólans Skýjaborgar. Nefndin leggur til að sameiginlegur fundur nefndanna verði haldinn í febrúar.

6.Menningarstefna Vesturlands 2021-2024.

2110001

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

7.Húsnæði Skýjaborgar

2201039

Umræða.
Umræða.

8.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar

2201029

Drög að húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.

9.Breytingar á skólaumhverfi sveitarfélaga.

2111028

Erindi frá Menntamálastofnun.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar