Fara í efni

Sveitarstjórn

296. fundur 12. nóvember 2019 kl. 15:00 - 16:40 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 295

1910007F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 26

1911002F

Fundargerðin framlögð.

GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tóku RÍ, GJ og DO.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 26 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja Framkvæmdaráætlun 2020-2023. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framkvæmdaáætlun 2020-2023."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 26 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðhaldsáætlun fyrir árin 2020-2023. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðhaldsáætlun 2020-2023."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 105

1909007F

 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 105 Nefndin gerir ekki athugasemd við útgáfu á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús í landi Skorholtsnesi 5. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir útgáfu byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við sumarhús í landi Skorholtsness 5."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 107

1910003F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

5.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108

1910009F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tóku RÍ, GJ, DO, BÞ.

Oddviti lagði til eftirfarandi bókun vegna liðar 9 í fundargerðinni:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að óska eftir frekari gögnum vegna málsins, m.a. er varða ásýnd, aðkomu, hljóðvist og aðra þá þætti sem þarf til þess að unnt sé að taka afstöðu til málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Tangavegur 3, L215938 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast L133674. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir samruna iðnaðar- og athafnalóðanna Tangavegs 3, L215938 og Grundartangal.-Klafast., L133674."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Katanesvegur 2-4 L191794 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast L133674. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir samruna iðnaðar- og athafnalóðanna Katanesvegar 2-4, L191794 og Grundartangal.-Klafast., L133674."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna sumarbústaðarlóðarinnar Katanesland, L133196 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast L133674. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir samruna sumarbústaðarlóðarinnar Katanesland, L133196 og iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal.-Klafast., L133674."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna annars lands Vestra Katanesland 1, L210049 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast L133674. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir samruna annars lands Vestra Katanesland 1, L210049 og iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal.-Klafast., L133674."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Klafastaðavegur 6, L215937 og sameinast iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal-Klafast L133674. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir samruna iðnaðar- og athafnalóðanna Klafastaðavegs 6, L215937 og Grundartangal.-Klafast., L133674."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Katanesvegur 6, L219482 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast, L133674. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir samruna iðnaðar- og athafnalóðanna Klafastaðavegs 6, L219482 og Grundartangal.-Klafast., L133674."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Áformuð breyting felur í sér færslu Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu, við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengurinn færður í jörð.
  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna beiðni bréfritara um breytingu á aðalskipulagi vegna Skólastígs 3.
  Nefndin telur að standa eigi við ákvæði um takmarkanir á notkun húsnæðisins sem gerðar voru í samningi um sölu á gamla Heiðarskólahúsinu sem gert var á sínum tíma.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að breytingu á aðalskipulagi vegna Skólastígs 3 verði hafnað. Sveitarstjórn er sammála nefndinni að standa eigi við ákvæði um takmarkanir á notkun húsnæðisins sem gerðar voru í sölusamningi þess."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 1.mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir deiliskipulag Narfastaðalands sem hefur verið auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Um er að ræða stækkun lóða Fögrubrekku L174355 og Sólvalla 3 L194793.
  Stofnuð verður lóð úr landi Fögrubrekkulandi sem mun heita Fögrubrekkuland A, sem rennur síðan við lóð Sólvalla 3.
  Við samruna mun lóðarstærð Fögrubrekku L174355, verða 74.736m²
  og lóðarstærð Sólvalla 3 verða 26.524m². sbr, teikningu 1901-01, dags, 04.11.2019
  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna lóðanna.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um samruna og stækkun lóða Fögrubrekku, L174355 og Sólvalla 3, L194793. Eftir breytingarnar mun lóðarstærð Fögrubrekku, L174355, verða 74.736 fm. og lóðarstærð Sólvalla 3 verða 26.524 fm."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa útboð vegna hreinsunar fráveitu í Hvalfjarðarsveit á grundvelli framlagðra útboðsgagna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir á grundvelli framlagðra útboðsgagna að auglýsa útboð vegna hreinsunar rotþróa í sveitarfélaginu og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu á færslu á byggingarreits á Sólheimum nr. 7 í landi Hafnar II. Grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna færslu á byggingarreit Sólheima nr. 7 í landi Hafnar II fyrir aðliggjandi lóðarhöfum."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 108 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 til kynningar viðeigandi stofnunum og aðligggjandi sveitarfélögum með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig lög um umhverfisáhrif, nr. 106/2006. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að auglýsa breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 til kynningar viðeigandi stofnunum og aðliggjandi sveitarfélögum með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfisáhrif nr. 106/2006."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Menningar- og markaðsnefnd - 10

1911003F

Fundargerðin framlögð.

BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Menningar- og markaðsnefnd - 10 Nefndin átti mjög góðan fund með Margréti B. Björnsdóttur forstöðumanns Markaðsstofu Vesturlands í gær, þar sem hún upplýsti okkur um það hvað önnur sveitarfélög og landssvæði eru að gera í merkingarmálum. Hún deildi okkar sýn á verkefnið og kom með ýmsan fróðleik sem án efa á eftir að nýtast vel m.a. varðandi kostnað og önnur hagnýt atriði. Hún sagði frá umræðu sem kom upp í vinnu við áfangastaðaáætlun varðandi markaðssetningu á strandlengju Hvalfjarðar og gerir ráð fyrir samstarfi þriggja sveitarfélaga við Hvalfjörð. Þetta gæti verið gott framhald á verkefninu sem nefndin er að vinna að.

  Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að tveimur milljónum króna verði ráðstafað til þessa verkefnis á næsta ári. Jafnframt óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að fá heimild til að óska eftir samvinnu við Markaðsstofu um ofangreint verkefni varðandi strandlengju Hvalfjarðar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tveggja milljóna króna fjárveitingu til merkingu sögu og merkisstaða í sveitarfélaginu á árinu 2020. Fjármagnið verður sett inn á fjárhagsáætlun ársins 2020, deild 05045. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að heimila nefndinni að óska eftir samvinnu við Markaðsstofu Vesturlands um ofangreint verkefni."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Staðarhöfði.

1911015

Opnun tilboða.
Tvö tilboð bárust frá landeigendum aðliggjandi jarða og voru þau opnuð á fundinum.
Tilboðin voru bæði að fjárhæð 5.500.000 kr.

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ósk um viðbótarframlag eigenda til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna fyrirsjáanlegs halla á yfirstandandi ári.

1910078

Erindi frá HeV.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni HEV um kr. 386.503 viðbótarframlag árið 2019. Vegna framlagsins samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun ársins 2019 að fjárhæð kr. 386.503 á deild 03022, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2020-2023, ásamt greinargerð.

1910070

Erindi frá framkvæmdastjóra Höfða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2020-2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Beiðni um niðurfellingu á leigu af Fannahlíð.

1911017

Erindi frá Karlakórnum Söngbræðrum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni Karlakórsins Söngbræðra um endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Fannahlíð þann 1. nóv. sl. þegar kórinn hélt þar tónleika."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins; Bændur græða landið á árinu 2019.

1911016

Erindi frá Landgræðslunni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við erindi Landgræðslunnar um styrkveitingu að fjárhæð kr. 30.000 eða sem nemur 6.000 króna framlagi á hvern þátttakanda frá Hvalfjarðarsveit í verkefninu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Beiðni um styrk vegna jólaúthlutunar Mæðrastyrksnefndar Akraness.

1911010

Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akraness.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness um kr. 100.000 en nefndin þjónar Akranesi, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók RÍ.

13.Umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

1910068

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (ritfangakostnaður).
Lagt fram og vísað til fræðslunefndar.

14.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138-2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

1911011

Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
Framlagt.

15.Umsögn um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.

1911014

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, með síðari breytingum (neyslurými).
Framlagt.

16.103. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1910072

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

17.875. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1910073

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

18.66. - 77. fundur menningar- og safnanefndar.

1910077

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Efni síðunnar