Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

10. fundur 05. nóvember 2019 kl. 18:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Marý Stefánsdóttir varaformaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit

1902016

Merking sögu og merkisstaða.
Nefndin átti mjög góðan fund með Margréti B. Björnsdóttur forstöðumanns Markaðsstofu Vesturlands í gær, þar sem hún upplýsti okkur um það hvað önnur sveitarfélög og landssvæði eru að gera í merkingarmálum. Hún deildi okkar sýn á verkefnið og kom með ýmsan fróðleik sem án efa á eftir að nýtast vel m.a. varðandi kostnað og önnur hagnýt atriði. Hún sagði frá umræðu sem kom upp í vinnu við áfangastaðaáætlun varðandi markaðssetningu á strandlengju Hvalfjarðar og gerir ráð fyrir samstarfi þriggja sveitarfélaga við Hvalfjörð. Þetta gæti verið gott framhald á verkefninu sem nefndin er að vinna að.

Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að tveimur milljónum króna verði ráðstafað til þessa verkefnis á næsta ári. Jafnframt óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að fá heimild til að óska eftir samvinnu við Markaðsstofu um ofangreint verkefni varðandi strandlengju Hvalfjarðar.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Efni síðunnar