Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

108. fundur 05. nóvember 2019 kl. 16:00 - 18:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Daníel Ottesen formaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Magnusen skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Tangavegur 3 L215938 - Grundartangal-Klafast L133674 - Samruni

1910025

Faxaflóahafnir óska eftir samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Tangavegur 3, L215938, stærð 6.160 fm við iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal-Klafast, L133674, stærð 69 ha.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Tangavegur 3, L215938 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast L133674.

2.Katanesvegur 2-4 L191794 - Grundartangal-Klafast L133674 - Samruni

1910019

Faxaflóahafnir óska eftir samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Katanesvegur 2-4, L191794, stærð 0,96 ha við iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal-Klafast, L133674, stærð 69 ha.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Katanesvegur 2-4 L191794 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast L133674.

3.Katanesland L133196 - Grundartangal-Klafast L133674 - Samruni

1910026

Faxaflóahafnir óska eftir samruna sumarbústaðarlóðarinnar Katanesland, L133196, stærð 0,5 ha við iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal-Klafast, L133674, stærð 69 ha.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna sumarbústaðarlóðarinnar Katanesland, L133196 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast L133674.

4.Vestra Katanesland 1 L210049 - Grundartangal-Klafast L133674 - Samruni

1910027

Faxaflóahafnir óska eftir samruna annars lands Vestra Katanesland 1, L210049, stærð 122 ha við iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal-Klafast, L133674, stærð 69 ha.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna annars lands Vestra Katanesland 1, L210049 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast L133674.

5.Klafastaðavegur 6 L215937 - Gundartangal-Klafast L133674 - Samruni

1910024

Faxaflóahafnir óska eftir samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Klafastaðavegur 6, L215937, stærð 3.109 fm við iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal-Klafast, L133674, stærð 69 ha.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Klafastaðavegur 6, L215937 og sameinast iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal-Klafast L133674.

6.Katanesvegur 6 L219482 - Grundartangal-Klafast L133674 - Samruni

1910023

Faxaflóahafnir óska eftir samruna iðanðar- og athafnalóðarinnar Katanesvegur 6, L219482, stærð 400 fm við iðnaðar- og athafnalóðarinnar Grundartangal-Klafast, L133674, stærð 69 ha.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna iðnaðar- og athafnalóðarinnar Katanesvegur 6, L219482 og sameina iðnaðar- og athafnalóðinni Grundartangal-Klafast, L133674.

7.Br. aðalskipulag í Reykjavík - Korpulína

1910028

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi(drög).
Áformuð breyting felur í sér færslu Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu, við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengurinn færður í jörð.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

8.Hleðslustaurar í Heiðarskóla

1910029

Erindi frá Erni Arnarsyni.
Nefndin þakkar Erni fyrir erindið.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið. Vinna er þegar farin af stað innan sveitarfélagsins við að kanna grundvöll fyrir uppsetningu á hleðslustöðvum við Stjórnsýsluhús og Heiðarskóla.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

9.Fyrirhuguð áform um Vindorkugarð í landi Brekku í Hvalfjarðarsveit.

1909031

Erindi frá Baldri Bergmann.
USN nefnd samþykkir að vísa erindinu í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar sem nú stendur yfir.

10.Fornistekkur 18 - Sumarhús - Fyrirspurn

1909041

Fyrirspurn vegna snúnings á mænisás á lóð Fornastekk 18.
Nefndin hafnar því að breytt verði mænisás hússins þar sem tillagan samræmist ekki gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 22.október 2013, þar stendur : "Mænisás allra bygginga skal vísa suður/norður eða suður-suðvestur/norð-norðaustur".

11.Stofnun lóðar Brekkukinn

1910051

Umsókn um stofnun lóðar frá Brekkmann ehf.
Nefndin óskar eftir frekari gögnum, afgreiðslu frestað.

12.Ósk um breytingu á notkun á skipulagi fyrir Skólastíg 3

1910061

Erindi frá Lögvernd fyrir hönd Latona Asset Management ehf.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna beiðni bréfritara um breytingu á aðalskipulagi vegna Skólastígs 3.
Nefndin telur að standa eigi við ákvæði um takmarkanir á notkun húsnæðisins sem gerðar voru í samningi um sölu á gamla Heiðarskólahúsinu sem gert var á sínum tíma.

13.Húsafriðunarsjóður-auglýsing styrkveitingar fyrir árið 2020

1910067

Húsafriðunarsjóður-styrkumsóknir fyrir árið 2020.
Erindið framlagt.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að kynna erindið á heimasíðu sveitarfélagsins.

14.Narfastaðaland skipulag

1812012

Narfastaðaland-skipulag.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 1.mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.

15.Fagrabrekka - skipting lóðar.

1910074

Um er að ræða stækkun lóða Fögrubrekku L174355 og Sólvalla 3 L194793.
Stofnuð verður lóð úr landi Fögrubrekkulandi sem mun heita Fögrubrekkuland A, sem rennur síðan við lóð Sólvalla 3.
Við samruna mun lóðarstærð Fögrubrekku L174355, verða 74.736m²
og lóðarstærð Sólvalla 3 verða 26.524m². sbr, teikningu 1901-01, dags, 04.11.2019
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna lóðanna.

16.Skipulagsdagurinn 2019 - vettvangur umræðu um skipulagsmál.

1910076

Skipulagsdagur á vegum Skipulagsstofnunar.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúi og ÁH munu sækja ráðstefnuna fyrir hönd nefndarinnar.

17.Fráveitu-Rotþróarsamningur- útboð

1910075

Útboðsgögn.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa útboð vegna hreinsunar fráveitu í Hvalfjarðarsveit á grundvelli framlagðra útboðsgagna.

18.USN - fjárhagsáætlun 2020.

1911001

Fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar.

19.Ferstikla 2 - Stofnun lóðar - Stöðvarhús

1911002

Nefndin samþykkir stofnun nýrrar lóðar "Ferstikla rofastöð" úr landi Ferstiklu 2 L133170.

20.Ferstikla 2 - Stöðvarhús - Byggingarleyfi

1911003

Nefndin samþykkir byggingarleyfið af framhaldi að stofnun lóðar og lóðarleigusamningi við landeigendur.

21.Sólheimar 7 - Breyting á deiliskipulagi

1911004

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu á færslu á byggingarreits á Sólheimum nr. 7 í landi Hafnar II. Grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

22.Br.ASK-Draghálsvirkjun

1911008

Um er að ræða tillögu á breytingu Aðalskipulags Hvalafjarðarsveitar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36gr. skipulagslaga nr 123/2010. Breytingin fellst í að hluti opins svæðis til sérstakra nota við bæinn Dragháls er breytt í landbúnaðarsvæði. Aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr.105/2006 og fylgir þessari breytingu umhverfisskýrsla.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 til kynningar viðeigandi stofnunum og aðligggjandi sveitarfélögum með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig lög um umhverfisáhrif, nr. 106/2006.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar