Fara í efni

Sveitarstjórn

258. fundur 27. febrúar 2018 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
 • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Björgvin Helgason oddviti
Dagskrá
Skúli Þórðarson boðaði forföll.
Upptaka fellur niður vegna tæknilegra vandamála.

1.Sveitarstjórn - 257

1801005F

Fundargerð framlögð.

2.Fjölskyldunefnd - 67 fundur

1802001F

Fundur haldinn 20 febrúar.
JS fór yfir fundargerð fjölskyldunefndar
Fundargerð framlögð.
 • Fjölskyldunefnd - 67 fundur Nefndin fór yfir drög að erindisbréfum fyrir velferðarnefnd og frístundanefnd. Félagsmálastjóra var falið að koma tillögum nefndarinnar til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla fjölskyldunefndar á erindisbréfi framlögð, vísað til frekari vinnu hjá sveitarstjórn.

3.Menningar- og atvinnuþróunarnefnd - 44 fundur

1802002F

Haldinn 21 febrúar.
BÞ fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
Fundargerð framlögð.
AH ræddi dagsetningu Hvalfjarðardaga.
BH ræddi dagsetningu Hvalfjarðardaga. BH sagði frá að unnið sé að endurnýjun á heimasíðunni.
 • Menningar- og atvinnuþróunarnefnd - 44 fundur Nefndin fór yfir drög að erindisbréfi menningar - og markaðsnefndar. Formanni nefndarinnar var falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við sveitastjóra. Bókun fundar Afgreiðsla menningar og atvinnuþróunarnefndar á erindisbréfi framlögð, vísað til frekari vinnu hjá sveitarstjórn.

4.Fræðslu- og skólanefnd - 143

1802003F

DO fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
Fundargerð framlögð.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 143 Fræðslu og skólanefnd telur að brýnt að fjölga leikskólakennurum í Skýjaborg og leggur hér fram tillögur til sveitastjórnar þess efnis.
  Nefndin mælir með tillögu 1) um styttingu vinnuvikunar og 4) stuðning við starfsmenn í leikskólakennaranámi. Nefndin telur mikilvægt að tillögurnar komi til framkvæmda eins fjótt og auðið er.
  Bókun fundar Tillaga að afgreiðslu:
  "Sveitarstjórn tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir og felur nefndinni að vinna málið áfram.
  Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 143 Nefndin sér ekki ástæðu til að stofna sérstaka frístundanefnd og telur verkefnum fyrirhugaðar frístundanefndar sé ágætlega fyrirkomið undir fjölslkyldunefnd að undanskildum þeim verkefnum sem heyra undir skólastjóra. Bókun fundar Afgreiðsla fræðslu og skólanefndar á erindisbréfi framlögð, vísað til frekari vinnu hjá sveitarstjórn.
  Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 143 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að óska eftir viðræðum við leyfishafa um framlengingu á samningi um eitt ár.
  Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að hugað verði tímalega að gerð nýs samnings útboðs með tilliti til öryggis barna í skólabifreiðum.
  EJR vék af fundi.
  Bókun fundar Tillaga að afgreiðslu:
  Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra, formanni fræðslu-og skólanefndar og skólastjóra um að taka upp viðræður við skólabílstjóra um að framlengja núgildandi samning um eitt ár, eins og heimild er um í gildandi samning.
  Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5.Þjónustusamningar-heimaþjónusta eldri borgara.

1501026

Frá Ásu Líndal Hinriksdóttur, félagsmálastjóra.
Tillaga um samræmingu á verðlagningu á heimssendum mat til eldri borgara.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um samræmingu á verðlagningu vegna heimssendra máltíða til eldri borgara"
Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

6.Afskriftabeiðnir.

1802022

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi. Vegna fyrndra krafna.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að afskrift krafna vegna útsvarstekna auk vaxtagjalda. Skuldirnar voru fyrndar að fullu 1.12.2015. samtals að fjárhæð kr. 1.132.902-"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

1802023

Fundurinn fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi mánudaginn 19. mars 2018.
Fundarboð framlagt.
Tillaga um að Stefán G. Ármannsson og Brynja Þorbjörnsdóttir verði fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi SSV.
Varamenn þeirra verða Skúli Þórðarson og Daníel A. Ottesen.

8.Beiðni um afrit af samstarfssamningum milli sveitarfélaga.

1802005

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Tillaga að afgreiðslu:
"Sveitarstjórn felur oddvita að svara erindinu".
Tillagan samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

9.Breytingar á gerð kjörskrárstofns.

1802024

Frá Þjóðskrá Íslands.
Erindið framlagt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar