Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

143. fundur 22. febrúar 2018 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Dagný Hauksdóttir varaformaður
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Eyþórsdóttir 1. varamaður
  • Marie Greve Rasmussen áheyrnafulltrúi
  • Örn Arnarson áheyrnafulltrúi
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Aðgerðir til að bæta starfsaðstæður í Skýjaborg og þannig fjölga leikskólakennurum

1711020

Fræðslu og skólanefnd telur að brýnt að fjölga leikskólakennurum í Skýjaborg og leggur hér fram tillögur til sveitastjórnar þess efnis.
Nefndin mælir með tillögu 1) um styttingu vinnuvikunar og 4) stuðning við starfsmenn í leikskólakennaranámi. Nefndin telur mikilvægt að tillögurnar komi til framkvæmda eins fjótt og auðið er.

2.Erindisbréf fræðslu- og skólanefndar.

1506043

Nefndin sér ekki ástæðu til að stofna sérstaka frístundanefnd og telur verkefnum fyrirhugaðar frístundanefndar sé ágætlega fyrirkomið undir fjölslkyldunefnd að undanskildum þeim verkefnum sem heyra undir skólastjóra.

3.Skóladagatal Leik - og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2018-2019.

1802020

SLG og EJR kynntu fyrstu drög af skóladagatölum fyrir leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar skólaárið 2018-2019. Afgreiðslu frestað.

4.Skólaakstur - samningar.

1703030

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að óska eftir viðræðum við leyfishafa um framlengingu á samningi um eitt ár.
Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að hugað verði tímalega að gerð nýs samnings útboðs með tilliti til öryggis barna í skólabifreiðum.
EJR vék af fundi.

5.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1602004

Frístundarfulltrúi kynnti framkvæmd könnunar
Nefndin þakkar foreldrum og starfsfólki fyrir þátttökuna.
Nefndin felur frístundafulltrúa að vinna að úrvinnslu könnunar fyrir næsta fund.

6.Samræmd könnunarpróf haustið 2017.

1612003

SLG greindi munnlega frá meðaltals niðurstöðum.

7.Ósk um yfirlit á sérfræðiþjónustu í leik-og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1802021

Fyrirspurn frá Birni Páli Fálka Valssyni.
Skólastjórar fóru yfir sérfræðiþjónustu sem veitt er í leik -og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Efni síðunnar