Fara í efni

Sveitarstjórn

433. fundur 10. desember 2025 kl. 15:43 - 16:36 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2512016 - Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. - Aðalfundarboð.

Málið verður nr. 14 á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 432

2511006F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 87

2511008F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 87 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til að hafin verði vinna við hönnun göngustígs frá núverandi stíg við Eiðisvatn og í gegnum land Klafastaða. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna í samvinnu við Umhverfis- og skipulagsdeild verði falið að hefja vinnu við verðkönnun og gerð kostnaðaráætlunar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að hafin verði vinna við hönnun göngustígs frá núverandi stíg við Eiðisvatn og í gegnum land Klafastaða. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna í samvinnu við Umhverfis- og skipulagsdeild falið að hefja vinnu við verðkönnun og gerð kostnaðaráætlunar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 61

2511010F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Velferðar- og fræðslunefnd - 6

2512001F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • 4.1 2512001 Frístundastyrkur
    Velferðar- og fræðslunefnd - 6 Á barnaþingi sem haldið var í Heiðarskóla 23. apríl kom fram að börn vilja betri frístundastyrk því ekki fá allir jöfn tækifæri á að stunda íþróttir. Árlegur frístundastyrkur til barna 0-18 ára í Hvalfjarðarsveit hefur verið 70.000 kr.- frá 1. janúar 2021. Frístundastyrkur er ætlaður til að styðja við þátttöku barna og ungmenna í íþrótta-og tómstundastarfi.

    Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að hækka styrkinn í 80.000 kr. til að mæta auknum kostnaði við æfingagjöld.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að frá og með 1. janúar nk. hækki frístundastyrkur í 80.000 kr. til að mæta auknum kostnaði æfingagjalda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 6 Á 5. fundi Velferðar- og fræðslunefndar var farið yfir stöðu dvalarrýma og starfsaðstæður í Skýjaborg og Velferðar- og fræðsludeild og leikskólastjóra var falið að vinna málið áfram.

    Nefndin hefur nú farið yfir stöðuna og áætlaðan barnafjölda fyrir árið 2026. Ljóst er að leikskólinn verður fullnýttur í janúar 2026 og að umsóknir fyrir vor og haust 2026 eru þegar umfram það rými sem til staðar er. Þróun barnahóps bendir jafnframt til áframhaldandi fjölgunar næstu ár.

    Velferðar- og fræðslunefnd telur því brýna þörf á að bæta við dvalarrými í leikskólanum Skýjaborg. Í ljósi þess að núverandi húsnæði er fullnýtt og umsóknir liggja fyrir umfram áætlaðan hámarksfjölda barna, leggur nefndin til við sveitarstjórn að sett verði færanleg kennslustofa við Skýjaborg til að mæta fyrirliggjandi og fyrirsjáanlegri þörf.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmynd um færanlega kennslustofu, við leikskólann Skýjaborg, á grundvelli framlagðs minnisblaðs og felur Velferðar- og fræðsludeild að fullvinna útfærslu framkvæmdarinnar í samstarfi við leikskólastjóra og verkefnastjóra framkvæmda og eigna. Að lokinni þeirri vinnu verði málið lagt aftur fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 6 Velferðar- og fræðslunefnd tók til umfjöllunar erindi frá Oddi Ottesen þar sem hann hefur óskað lausnar frá störfum sínum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir að verða við ósk Odds frá og með 4. desember. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar Oddi kærlega fyrir hans störf í sveitarfélaginu og óskar honum velfarnaðar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að verða við ósk Odds Ottesen um lausn frá störfum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Sveitarstjórn þakkar Oddi kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 6 Velferðar- og fræðslunefnd tók til umfjöllunar erindi frá Mikael Bjarka Ómarssyni þar sem hann hefur óskað lausnar frá störfum sínum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir að verða við ósk Mikaels frá og með 17. nóvember. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar Mikael Bjarka kærlega fyrir hans störf í sveitarfélaginu og óskar honum velfarnaðar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að verða við ósk Mikaels Bjarka Ómarssonar um lausn frá störfum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Sveitarstjórn þakkar Mikael kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 6 Velferðar- og fræðslunefnd tók til umfjöllunar erindi frá Rakel Sunnu Bjarnadóttur þar sem hún hefur óskað lausnar frá störfum sínum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir að verða við ósk Rakelar frá og með 17. nóvember. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar Rakel kærlega fyrir hennar störf í sveitarfélaginu og óskar honum velfarnaðar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að verða við ósk Rakel Sunnu Bjarnadóttur um lausn frá störfum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Sveitarstjórn þakkar Rakel Sunnu kærlega fyrir hennar störf og óskar henni velfarnaðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 6 Óskað var eftir að fulltrúar ungmennaráðs gæfu kost á sér í Ungmennaráð Vesturlands. Einn fulltrúi gaf kost á sér.

    Velferðar- og fræðsludeild tilnefndir Veroniku Jöru Heimisdóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í Ungmennaráð Vesturlands.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar og tilnefnir Veroniku Jöru Heimisdóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í Ungmennaráð Vesturlands."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Inga María Sigurðardóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

5.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56

2511007F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56 Með tölvupósti dags. 20. nóvember 2025 óskaði Skipulagsstofnun eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar við mál nr. 75/2025 í Skipulagsgátt, sem varðar umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðs landeldis Aurora fiskeldis ehf. á Grundartanga, þar sem ætlunin er að framleiða 28.000 tonn af laxi árlega.
    Það er mat umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar að umhverfismatsskýrslan sé byggð á traustum gögnum, að úrvinnsla gagna hafi verið vönduð og að mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa sé nægilega rökstutt og skipulega fram sett. Í skýrslunni er m.a. fjallað með skýrum hætti um þau atriði sem sérstaklega voru tilgreind í umsögn Hvalfjarðarsveitar um matsáætlun vegna framkvæmdarinnar, dags. 27.2.2025. Í skýrslunni kemur m.a. fram að horfið hafi verið frá því að fá ferskvatn úr grunnvatnsgeymi og að í þess stað verði vatnið unnið úr sjó. Einnig er rakið hvernig lágmarka eigi hættu á slysasleppingum, þannig að líkur á slíkum atburðum verði hverfandi.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar minnir á að framkvæmdin sem um ræðir er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar, mannvirki á framkvæmdasvæðinu eru háð byggingarleyfi og framkvæmdin kallar á breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar og deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar-, og athafnasvæðis á Grundartanga, austursvæði. Vinna við breytingar á þessum skipulagsáætlunum eru eftir atvikum þegar í gangi. Nefndin gerir ekki athugasemdir við umhverfismatsskýrsluna.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56 Með tölvupósti dags. 24. nóvember 2025 óskaði Skipulagsstofnun eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar við mál nr. 1565/2025 í Skipulagsgátt, sem varðar tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna endurvinnslu á saltgjalli og gjallsandi í verksmiðju Als Álvinnslu á Grundartanga. Það er mat umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar að matstilkynningin gefi glögga mynd af fyrirhugaðri framkvæmd og áhrifum hennar á umhverfið, að öðru leyti en því að draga þarf betur fram hvar á lóðinni og nánar tiltekið í hvaða húsnæði, fyrirhuguð starfsemi eigi að fara fram. Í tilkynningunni kemur m.a. fram að fyrirhuguð vinnsla muni fara fram í núverandi húsnæði Als, að framkvæmdin kalli ekki á breytingar á skipulagsáætlunum og að framkvæmdin muni hafa óveruleg eða óverulega jákvæð áhrif á þá þætti í umhverfinu sem ástæða þótti til að taka til skoðunar. Auk þess er framkvæmdin til þess fallin að draga úr flutningi á hættulegum úrgangi milli landa, minnka urðun í flæðigryfju og framleiða söluvöru, m.a. ál, úr efni sem nú fer að miklu leyti til spillis. Nefndin telur meginniðurstöður matsskyldutilkynningarinnar nægilega rökstuddar, að undanskyldu því atriði sem viðkemur að skilgreina betur í hvaða húsnæði fyrirhuguð starfsemi eigi að fara fram, og bendir einnig á að framkvæmdin stuðlar að bættri nýtingu auðlinda í anda hringrásarhagkerfisins.
    Nefndin telur að ekki sé um matsskylda framkvæmd að ræða, að teknu tilliti til 1. og 2. Viðauka við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Hafnarland Ölver L238859 skv. 3. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Hafnarland Ölver L238859 skv. 3. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir umræddar skilmálabreytingar skv. 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Verða tillögurnar og forsendur þeirra kynntar íbúum sveitarfélagsins, aðliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir umræddar skilmálabreytingar skv. 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Verða tillögurnar og forsendur þeirra kynntar íbúum sveitarfélagsins, aðliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56 Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem eftir atvikum hefur verið tekið tillit til ábendinga sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar.

    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill í ljósi framkominna athugasemda sem bárust á auglýsingatíma skipulagslýsingar benda á að í tillögunni hefur verið reynt að gera grein fyrir því hvaða áhrif breytingarnar hafa á umhverfið og hvernig dregið verði úr umhverfisáhrifum vegna breytinganna, má þar nefna að skv. breyttu aðalskipulagi verður heimilt að vera með hreinlegan iðnað eins og matvælaiðnað og aðra iðnaðarstarfsemi sem hefur ekki mengun í för með sér. Öll mengun skal vera undir viðmiðunarmörkum sem skilgreind eru í lögum og kveðið á um það í aðalskipulaginu að í deiliskipulagi skuli útfærðar aðgerðir til að tryggja hreinleika starfseminnar og draga úr ásýndaráhrifum s.s. með jarðvegsmönum, skógrækt og vandaðri uppbyggingu, þ.m.t. góðum mengunarvörnum. Í aðalskipulaginu eru ákvæði um að ekki sé heimilt að hefja nýja starfsemi á iðnaðarsvæðinu sem hefur í för með sér losun mengandi efna s.s. flúors eða brennisteinstvíoxíðs, og varðandi mengunarvarnir skuli notast við bestu fáanlegu tækni sem uppfyllir BAT staðal og besta hreinsibúnað sem völ er á hverju sinni. Í gildi er samkomulag milli Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga dags. 06.05.2015 sem ber að horfa til við skipulag og uppbyggingu svæðisins.

    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Verður tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins, aðliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.



    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar.
    Sveitarstjórn leggur áherslu á það sem fram kemur í bókun nefndarinnar um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma skipulagslýsingar. Í tillögunni hefur verið reynt að gera grein fyrir því hvaða áhrif breytingarnar hafa á umhverfið og hvernig dregið verði úr umhverfisáhrifum vegna breytinganna, má þar nefna að skv. breyttu aðalskipulagi verður heimilt að vera með hreinlegan iðnað eins og matvælaiðnað og aðra iðnaðarstarfsemi sem hefur ekki mengun í för með sér. Öll mengun skal vera undir viðmiðunarmörkum sem skilgreind eru í lögum og kveðið á um það í aðalskipulaginu að í deiliskipulagi skuli útfærðar aðgerðir til að tryggja hreinleika starfseminnar og draga úr ásýndaráhrifum s.s. með jarðvegsmönum, skógrækt og vandaðri uppbyggingu, þ.m.t. góðum mengunarvörnum. Í aðalskipulaginu eru ákvæði um að ekki sé heimilt að hefja nýja starfsemi á iðnaðarsvæðinu sem hefur í för með sér losun mengandi efna s.s. flúors eða brennisteinstvíoxíðs, og varðandi mengunarvarnir skuli notast við bestu fáanlegu tækni sem uppfyllir BAT staðal og besta hreinsibúnað sem völ er á hverju sinni. Í gildi er samkomulag milli Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga dags. 06.05.2015 sem ber að horfa til við skipulag og uppbyggingu svæðisins.
    Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Verður tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins, aðliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt til framkvæmdaraðila Norðuráls Grundartanga ehf, vegna losunar framleiðsluúrgangs í nýjar flæðigryfjur á Grundartanga, á svæði Faxaflóahafna, Grundartanga Klafastöðum, L133674, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum, skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar.

    Skv. Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 kemur fram í lýsingu og skilmálum í greinargerð með skipulagsuppdrætti fyrir Grundartangahöfn að urðun í flæðigryfjur sé heimil í samræmi við starfsleyfi. Framkvæmdaleyfið er því bundið því skilyrði að ekki hafi aðrir aðilar en Norðurál Grundartanga ehf, heimild til losunar í umrædda flæðigryfju sbr. ákvæði aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar um að urðun sé í samræmi við starfsleyfi.

    Framkvæmdaleyfið er með þeim áskilnaði að fyrir liggi skriflegt samþykki landeiganda / Faxaflóahafna fyrir losun í flæðigryfjurnar og að lokaúttekt á framkvæmdum við uppbyggingu flæðigryfjanna sé lokið af hálfu Hvalfjarðarsveitar sbr. ákvæði framkvæmdaleyfis þar um.

    Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.

    Gildistími framkvæmdaleyfis verði til 13 ára frá afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar eða til 26.11.2039.

    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt til framkvæmdaraðila Norðuráls Grundartanga ehf., vegna losunar framleiðsluúrgangs í nýjar flæðigryfjur á Grundartanga, á svæði Faxaflóahafna, Grundartanga Klafastöðum, L133674, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum, skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt til framkvæmdaraðila Elkem Íslands ehf, vegna losunar framleiðsluúrgangs í nýjar flæðigryfjur á Grundartanga, á svæði Faxaflóahafna, Grundartanga Klafastöðum, L133674, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum, skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar.

    Skv. Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 kemur fram í lýsingu og skilmálum í greinargerð með skipulagsuppdrætti fyrir Grundartangahöfn að urðun í flæðigryfjur sé heimil í samræmi við starfsleyfi. Framkvæmdaleyfið er því bundið því skilyrði að ekki hafi aðrir aðilar en Elkem Ísland ehf, heimild til losunar í umrædda flæðigryfju sbr. ákvæði aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar um að urðun sé í samræmi við starfsleyfi.

    Framkvæmdaleyfið er með þeim áskilnaði að fyrir liggi skriflegt samþykki landeiganda / Faxaflóahafna fyrir losun í flæðigryfjurnar og að lokaúttekt á framkvæmdum við uppbyggingu flæðigryfjanna sé lokið af hálfu Hvalfjarðarsveitar sbr. ákvæði framkvæmdaleyfis þar um.

    Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.

    Gildistími framkvæmdaleyfis verði til 13 ára frá afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar eða til 26.11.2039.

    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt til framkvæmdaraðila Elkem Íslands ehf., vegna losunar framleiðsluúrgangs í nýjar flæðigryfjur á Grundartanga, á svæði Faxaflóahafna, Grundartanga Klafastöðum, L133674, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum, skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 56 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Skrifstofa sveitarfélagsins.

2402047

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita heimild til ótímabundinnar ráðningar í eitt stöðugildi verkefnastjóra á Velferðar- og fræðsludeild. Sveitarstjórn samþykkir einnig að starfsheitið aðalbókari verði fjármálastjóri."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Viðverustefna Hvalfjarðarsveitar.

2311029

Uppfærð viðverustefna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir uppfærða viðverustefnu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2025-2028

2406020

Viðaukar nr. 30 - 34.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð 50mkr. vegna hækkunar á vaxtatekjum. Breytingin kemur til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 31 við fjárhagsáætlun 2025 þar sem fjárheimildir eru fluttar á milli deilda. Lögfræðikostnaður er áætlaður á einni deild 21048 í upphafi árs, hann er nú færður með þessum viðauka á þær deildir sem hafa þurft að nýta sér lögfræðiþjónustu á árinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun ársins 2025 þar sem auknum rekstrarkostnaði, að fjárhæð 401.559 kr., vegna breytinga á reglum Hvalfjarðarsveitar um laun til fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum, ráðum og kjörstjórn verður mætt með lækkun kostnaðar á óvissum útgjöldum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2025 þar sem auknum rekstrarkostnaði í Heiðarskóla, að fjárhæð kr. 1.045.425, verður mætt með kostnaðarlækkun á óvissum úgjöldum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun ársins 2025 vegna tilfærslu á milli deilda. Breytingin felur í sér hækkun á rekstrarkostnaði ljósleiðara en kemur til lækkunar á kostnaði vegna umferðamerkinga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Niðurfelling næsta sveitarstjórnarfundar.

2512007

Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fella niður seinni fund sveitarstjórnar í desember sem vera ætti miðvikudaginn 24. desember nk. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar verður því miðvikudaginn 14. janúar 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Styrkumsókn vegna endurbóta við Leirárkirkju.

2512010

Erindi frá Sóknarnefnd Leirárkirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en samþykkir að fresta afgreiðslu þess þar til staðfesting um fjármögnun endurbóta á Leirárkirkju liggur fyrir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Styrkbeiðni vegna kaupa á björgunarskipinu Gísla Jóns frá Ísafirði.

2512006

Erindi frá Björgunarfélagi Akraness.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur oddvita að óska eftir fundi með Björgunarfélagi Akraness."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Styrkbeiðni vegna Skólahreysti.

2512005

Erindi frá stofnanda Skólahreysti og Hreystismiðjunni ehf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til afgreiðslu hjá Velferðar- og fræðslunefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Samstarf við Hvalfjarðarsveit - 2026.

2511036

Erindi frá ADHD samtökunum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til afgreiðslu hjá Velferðar- og fræðslunefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.

2512016

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. verður haldinn í ferðaþjónustunni á Bjarteyjarsandi miðvikudaginn 17. desember nk. kl. 19. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð og atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á fundinum, til vara er tilnefndur Birkir Snær Guðlaugsson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Beiðni um að ráðist verði í þjónustu-og íbúakönnun við fyrsta tækifæri.

2511033

Erindi frá Axel Helgasyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og tekur undir að þjónustu- og íbúakannanir geti verið gagnlegt innlegg í umræðu og til framtíðargreiningar. Nú þegar hefur sveitarstjórn samþykkt kannanir sem annaðhvort eru fyrirhugaðar, í framkvæmd eða hafa þegar farið fram.

Má þar nefna að á fundi sveitarstjórnar 26. nóvember sl. var samþykkt að samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum fari fram óbindandi viðhorfskönnun, meðal kjörgengra íbúa, þar sem spurt verður um afstöðu til sameiningar við önnur sveitarfélög. Þá hefur íbúagátt sveitarfélagsins hýst könnun með opnum svörum þar sem íbúar geta komið á framfæri hugmyndum og sjónarmiðum varðandi framtíð Heiðarborgar-samfélagsmiðstöðvar. Að auki er Skólapúlsinn lagður árlega fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skóla.

Næsta könnun sem fyrirhuguð er snýr að þjónustu- og frístundamálum íbúa 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit, sú könnun hefur verið samþykkt af Öldungaráði og Velferðar- og fræðslunefnd.

Sveitarfélagið er einnig á þeirri vegferð að gerast barnvænt sveitarfélag og í tengslum við verkefnið hafa verið sendar út spurningakannanir. Jafnframt fór fram barnaþing þar sem öll börn í Heiðarskóla fengu tækifæri til að taka þátt og koma á framfæri sínum áherslum um sveitarfélagið, stöðu þess, mögulegar úrbætur, tækifæri og framtíðarsýn.

Sveitarstjórn mun setja í forgang þær kannanir sem nú þegar hafa verið samþykktar með það að markmiði að þeim verði að fullu lokið fyrir lok kjörtímabilsins. Sveitarstjórn útilokar þó ekki að samhliða þeirri vinnu geti skapast grundvöllur fyrir aðrar kannanir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Höfn 5, L176166 - Flokkur 2

2510009

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Sundabraut - Stofnbraut, nýr þjóðvegur í Reykjavík - umsagnarbeiðni.

2512004

Umsögn vegna aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkurborgar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Þann 18. nóvember sl. var umsögn sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, í tengslum við umhverfismatsskýrslu, send inn til Skipulagsstofnunar. Umsögnin var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 12. nóvember sl.

Sveitarstjórn samþykkir að senda inn sömu umsögn vegna aðalskipulagsbreytingar Reykjarvíkurborgar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar áformum um lagningu Sundabrautar og álítur verkefnið mikilvæga samgöngubót sem auka muni umferðar- og almannaöryggi samhliða því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Sundabraut er jafnframt verkefni sem stuðlar að jákvæðri byggðaþróun, bæði í Hvalfjarðarsveit og á Vesturlandi öllu, líkt og vísað er til í matsskýrslu um umhverfisáhrif Sundabrautar. Með tilkomu Sundabrautar mun ferðatími milli Hvalfjarðarsveitar og höfuðborgarsvæðisins styttast verulega, til mikilla hagsbóta fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að ávinningur væntanlegra notenda Sundabrautar verður umtalsverður og arðsemi verkefnisins mikil.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hvetur til þess að valinn verði hagkvæmasti kosturinn þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Samgönguáætlun 2026-2040.

2512011

Þingsályktunartillaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir ánægju með áform í samgönguáætlun 2026-2040 sem snúa að lagningu Sundabrautar og álítur verkefnið mikilvæga samgöngubót sem auka muni umferðar- og almannaöryggi samhliða því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Sundabraut er jafnframt verkefni sem stuðlar að jákvæðri byggðaþróun, bæði í Hvalfjarðarsveit og á Vesturlandi öllu, líkt og vísað er til í matsskýrslu um umhverfisáhrif Sundabrautar. Með tilkomu Sundabrautar mun ferðatími milli Hvalfjarðarsveitar og höfuðborgarsvæðisins styttast verulega, til mikilla hagsbóta fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að ávinningur væntanlegra notenda Sundabrautar verður umtalsverður og arðsemi verkefnisins mikil. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hvetur til þess að valinn verði hagkvæmasti kosturinn þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum með að ekkert fjármagn sé til sjóvarna í sveitarfélaginu í samgönguáætlun sem og að fjármagn til framkvæmda við aðskilnað akstursstefnu á þjóðvegi 1 í gegnum Hvalfjarðarsveit sé ekki áætlað fyrr en á síðasta tímabili, þ.e. á árunum 2036-2040. Umferð á þjóðvegi 1 í gegnum Hvalfjarðarsveit hefur aukist verulega á undanförnum árum. Meðalumferð við Melahverfi er nú komin í um 6.100 bíla á dag og um Hvalfjarðargöng fara að jafnaði 8.800 bílar á dag á ársgrundvelli. Yfir sumartímann eru tölurnar enn hærri eða um 11.000 bílar í gegnum göngin og 8.000 bílar við Melahverfi á dag.

Sveitarstjórn vill árétta mikilvægi þess að það liggi fyrir sem fyrst hvar gangnamuninn verður staðsettur í Hvalfjarðarsveit, m.a. í ljósi yfirstandandi skipulagsvinnu. Sveitarstjórn lýsir jafnframt þeirri von að sem allra fyrst verði hafist handa við tvöföldun Hvalfjarðarganga. Ljóst er að núverandi göng uppfylla ekki öryggiskröfur samkvæmt Evróputilskipun 2004/54/EB, sem innleidd er í reglugerð nr. 992/2007 um öryggiskröfur fyrir jarðgöng. Samkvæmt reglugerðinni skal neyðarútgangur vera til staðar þegar meðalumferð fer yfir 4.000 ökutæki á dag á hverri akrein í jarðgöngum sem eru styttri en 10 km. Ísland fékk þó sérstaka undanþágu frá tilskipuninni þar sem viðmiðið er almennt 2.000 ökutæki á akrein."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerð 989. fundar.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:36.

Efni síðunnar