Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
Helgi Pétur Ottesen boðar forföll
1.Íþróttahús - Heiðarborg
2001042
Verkstaða framkvæmda íþróttahúss við Heiðarborg.
Nefndarfólk Mannvirkja- og framkvæmdanefndar fóru í skoðunarferð um íþróttahúsið fyrir fund.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu framkvæmda.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu framkvæmda.
2.Krossland - Opin svæði leiksvæði.
2409033
Leikvöllur í Krosslandi og landlagshönnun.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 26. nóvember 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Kross L198194 og Krosslands eystra L205470, í kjölfar þess var tillagan auglýst í Skipulagsgátt og rennur auglýsingarfrestur út þann 17. desember n.k.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að panta þau leiktæki sem um ræðir og undirbúa verkframkvæmdina.
Fjárhæðin er í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2025.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að panta þau leiktæki sem um ræðir og undirbúa verkframkvæmdina.
Fjárhæðin er í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2025.
3.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu
2001040
Undirbúningur framkvæmda við gerð áframhaldandi göngustígs við Eiðisvatn og í gegnum land Klafastaða, í samvinnu við Faxaflóahafnir.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til að hafin verði vinna við hönnun göngustígs frá núverandi stíg við Eiðisvatn og í gegnum land Klafastaða. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna í samvinnu við Umhverfis- og skipulagsdeild verði falið að hefja vinnu við verðkönnun og gerð kostnaðaráætlunar.
4.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg
2202016
Framlenging götu Innrimels, að nýjum leikskóla.
Umrædd framlenging götunnar Innrimels er skv. deiliskipulagi Melahverfis I og II sem staðfest var í B-deild Stjórnartíðinda þann 4. nóvember 2025.
Samþykkt að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að láta vinna hönnun á verkframkvæmd nýrrar götu og samhliða því að vinna kostnaðarmat og útboðsgögn vegna verksins.
Hönnunin verði unnin í samráði við veitufyrirtæki.
Framkvæmd verksins er í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Samþykkt að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að láta vinna hönnun á verkframkvæmd nýrrar götu og samhliða því að vinna kostnaðarmat og útboðsgögn vegna verksins.
Hönnunin verði unnin í samráði við veitufyrirtæki.
Framkvæmd verksins er í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028
2409031
Verkstaða viðhalds- og framkvæmdaáætlunar.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025
Fundi slitið - kl. 17:30.