Velferðar- og fræðslunefnd
Dagskrá
Berglind Ósk Jóhannesdóttir, Eyrún Jóna Reynisdóttir og Jóhanna S Vilhjálmsdóttir boðuðu forföll.
1.Frístundastyrkur
2512001
Endurskoðun á frístundastyrk fyrir árið 2026.
Á barnaþingi sem haldið var í Heiðarskóla 23. apríl kom fram að börn vilja betri frístundastyrk því ekki fá allir jöfn tækifæri á að stunda íþróttir. Árlegur frístundastyrkur til barna 0-18 ára í Hvalfjarðarsveit hefur verið 70.000 kr.- frá 1. janúar 2021. Frístundastyrkur er ætlaður til að styðja við þátttöku barna og ungmenna í íþrótta-og tómstundastarfi.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að hækka styrkinn í 80.000 kr. til að mæta auknum kostnaði við æfingagjöld.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að hækka styrkinn í 80.000 kr. til að mæta auknum kostnaði við æfingagjöld.
2.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg
2202016
Farið yfir stöðu dvalarrýma og starfsaðstæður í Skýjaborg.
Á 5. fundi Velferðar- og fræðslunefndar var farið yfir stöðu dvalarrýma og starfsaðstæður í Skýjaborg og Velferðar- og fræðsludeild og leikskólastjóra var falið að vinna málið áfram.
Nefndin hefur nú farið yfir stöðuna og áætlaðan barnafjölda fyrir árið 2026. Ljóst er að leikskólinn verður fullnýttur í janúar 2026 og að umsóknir fyrir vor og haust 2026 eru þegar umfram það rými sem til staðar er. Þróun barnahóps bendir jafnframt til áframhaldandi fjölgunar næstu ár.
Velferðar- og fræðslunefnd telur því brýna þörf á að bæta við dvalarrými í leikskólanum Skýjaborg. Í ljósi þess að núverandi húsnæði er fullnýtt og umsóknir liggja fyrir umfram áætlaðan hámarksfjölda barna, leggur nefndin til við sveitarstjórn að sett verði færanleg kennslustofa við Skýjaborg til að mæta fyrirliggjandi og fyrirsjáanlegri þörf.
Nefndin hefur nú farið yfir stöðuna og áætlaðan barnafjölda fyrir árið 2026. Ljóst er að leikskólinn verður fullnýttur í janúar 2026 og að umsóknir fyrir vor og haust 2026 eru þegar umfram það rými sem til staðar er. Þróun barnahóps bendir jafnframt til áframhaldandi fjölgunar næstu ár.
Velferðar- og fræðslunefnd telur því brýna þörf á að bæta við dvalarrými í leikskólanum Skýjaborg. Í ljósi þess að núverandi húsnæði er fullnýtt og umsóknir liggja fyrir umfram áætlaðan hámarksfjölda barna, leggur nefndin til við sveitarstjórn að sett verði færanleg kennslustofa við Skýjaborg til að mæta fyrirliggjandi og fyrirsjáanlegri þörf.
Eyrún Jóna Reynisdóttir sat undir þessum lið.
3.Miðstöð skólaþróunar-stjórnun-kennsluráðgjöf og starfsþróun
2208034
Áætlun verkefna í samvinnu við MSHA árið 2026.
Farið yfir áætlun verkefna sem eru unnin í samvinnu við MSHA - Miðstöð skólaþróunar fyrir árið 2026.
4.Úrsögn úr ungmennaráði.
2511031
Oddur Ottesen hefur óskað eftir úrlausn úr Ungmennaráði með tölvupósti þann 17. nóvember 2025.
Velferðar- og fræðslunefnd tók til umfjöllunar erindi frá Oddi Ottesen þar sem hann hefur óskað lausnar frá störfum sínum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir að verða við ósk Odds frá og með 4. desember. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar Oddi kærlega fyrir hans störf í sveitarfélaginu og óskar honum velfarnaðar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.Úrsögn úr ungmennaráði.
2511025
Mikael Bjarki hefur óskað eftir úrlausn úr Ungmennaráði með tölvupósti þann 17. nóvember 2025.
Velferðar- og fræðslunefnd tók til umfjöllunar erindi frá Mikael Bjarka Ómarssyni þar sem hann hefur óskað lausnar frá störfum sínum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir að verða við ósk Mikaels frá og með 17. nóvember. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar Mikael Bjarka kærlega fyrir hans störf í sveitarfélaginu og óskar honum velfarnaðar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
6.Úrsögn úr ungmennaráði.
2511026
Rakel Sunna hefur óskað eftir úrlausn úr Ungmennaráði með tölvupósti þann 17. nóvember 2025.
Velferðar- og fræðslunefnd tók til umfjöllunar erindi frá Rakel Sunnu Bjarnadóttur þar sem hún hefur óskað lausnar frá störfum sínum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir að verða við ósk Rakelar frá og með 17. nóvember. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar Rakel kærlega fyrir hennar störf í sveitarfélaginu og óskar honum velfarnaðar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
7.Ungmennaráð Vesturlands
2304031
Tilnefning í Ungmennaráð Vesturlands.
Óskað var eftir að fulltrúar ungmennaráðs gæfu kost á sér í Ungmennaráð Vesturlands. Einn fulltrúi gaf kost á sér.
Velferðar- og fræðsludeild tilnefndir Veroniku Jöru Heimisdóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í Ungmennaráð Vesturlands.
Velferðar- og fræðsludeild tilnefndir Veroniku Jöru Heimisdóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í Ungmennaráð Vesturlands.
Inga María Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
8.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar 2025.
2504019
Umsóknir í afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar- Seinni úthlutun.
Engin umsókn barst í afrekssjóð Hvalfjarðarsveit.
9.Trúnaðarmál Velferðar- og fræðslunefndar
2504003
Trúnaðarmál tekin fyrir í Velferðar- og fræðslunefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Velferðar- og fræðslunefnd.
10.Skólapúlsinn- kannanir
2412024
Kynning á niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúlsins.
Skólastjóri kynnti niðurstöður skólapúlsins. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar fyrir greinagóða kynningu.
11.Fundargerðir skólaráðs
2309030
Fundargerð skólaráðs lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
12.Öldungaráð
2305056
Lagt fram fundargerð 6. fundar Öldungaráðs sem fram fór þann 4. nóvember 2025.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:37.