Fara í efni

Sveitarstjórn

382. fundur 13. september 2023 kl. 15:11 - 15:33 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 381

2308002F

Fundargerðin framlögð.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 43

2308004F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 63

2308006F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 63 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að kostnaðaráætlun verksins verði uppfærð og útboðsferlið endurskoðað. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna og formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar í samstarfi við ráðgjafa verkefnisins, ASK arkitekta, að endurskoða útboðsferlið og uppfæra kostnaðaráætlun verksins og að því loknu leggja málið aftur fyrir sveitarstjórn með það að markmiði að verkið verði boðið út í upphafi næsta árs."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 23

2308003F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 23 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar með fyrirvara um leiðréttingu lóðarblaðsins, en aðliggjandi lóðarmörk eru einnig að Leirárlandi landeignanúmer 221405.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir stofnun lóðarinnar með fyrirvara um leiðréttingu lóðarblaðsins, en aðliggjandi lóðarmörk eru einnig að Leirárlandi landeignanúmer 221405."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 23 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir stofnun lóðarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 23 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir samruna lóðanna og nafn hinnar nýju sameinuðu lóðar með fyrirvara um leiðréttingu á uppdrætti m.a. hvað varðar stærð spildunnar sem er ranglega skráð og bæta þarf við upplýsingum um upprunaland og stærð spildnanna fyrir samruna þeirra.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir samruna lóðanna og nafn hinnar nýju sameinuðu lóðar með fyrirvara um leiðréttingu á uppdrætti m.a. hvað varðar stærð spildunnar sem er ranglega skráð og bæta þarf við upplýsingum um upprunaland og stærð spildnanna fyrir samruna þeirra."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 23 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir upplýsingaskilti við Hléseyjarveg, gegnt Grundartangavegi.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir söguskilti við Hléseyjarveg, gegnt Grundartangavegi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 48

2309001F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 48 Nefndin fór yfir drög að samningi Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar um barnaverndarþjónustu. Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn og vísar honum til sveitastjórnar til samþykktar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir ánægju með framlögð samningsdrög, afgreiðslu frestað til næsta fundar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2024-2027.

2308042

Tekjuáætlun 2024.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Skatttekjuáætlun 2024 lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir áætlunina til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Breytingar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar.

2204043

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að breytingum á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar og vísar þeim til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Útivistarsvæðið í Melahverfi - nafngift.

2309019

Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar kærlega fyrir allar nafnahugmyndirnar sem bárust á útivistarsvæðið í Melahverfi en þær voru margar og fjölbreyttar. Sveitarstjórn samþykkir nafnið Vinavöllur og hvetur öll til að koma í Melahverfi og nýta þá flottu aðstöðu sem er á lokametrunum í framkvæmd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Samstarfsnefnd Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar.

2309018

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagt erindisbréf samstarfsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar sem hefur það að markmiði að hafa/eiga formlegan vettvang til samtals bæði vegna núverandi sameiginlegra verkefna sem og mögulegra framtíðarverkefna. Nefndinni er ætlað að tryggja upplýsingaflæði, samráð, samtal og samstarf milli kjörinna fulltrúa sveitarfélaganna.

Samstarfsnefndin skal skipuð sex kjörnum fulltrúum, þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi auk þess munu framkvæmdastjórar sveitarfélaganna beggja sitja fundi nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna eftirfarandi fulltrúa til setu í nefndinni: Andreu Ýr Arnarsdóttur, Helgu Harðardóttur og Helga Pétur Ottesen.

Fundir samstarfsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupsstaðar falla undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

2309012

Erindi frá sóknarnefnd Innri Hólmskirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og veita sóknarnefnd Innri Hólmskirkju endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði 8. október nk. og fyrstu helgina í aðventu 2. og 3. desember nk. Þann 8. október verður Innra Hólmskirkja tekin formlega í notkun eftir miklar endurbætur og hundrað og þrjátíu ára afmælis hennar minnst með hátíðarmessu og kaffisamsæti á eftir í Miðgarði. Fyrstu helgina í aðventu verður haldinn árlegur jólamarkaður til styrktar kirkjunni.
Sveitarstjórn samþykkir að afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.

2309017

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. var haldinn í ferðaþjónustunni á Bjarteyjarsandi þriðjudaginn 12. september sl. kl. 19:30. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti að Andrea Ýr Arnarsdóttir færi með atkvæði Hvalfjarðarsveitar á fundinum og Birkir Snær Guðlaugsson til vara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Haustþing SSV 2023.

2309015

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Haustþing SSV verður haldið á Fosshótel Reykholti 4. október nk.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum verði Andrea Ýr Arnarsdóttir, Birkir Snær Guðlaugsson og Inga María Sigurðardóttir og til vara Helga Harðardóttir, Ómar Örn Kristófersson og Helgi Pétur Ottesen. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu.

Haustþing SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

2309002

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 20. september nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Umsögn um beiðni um undanþágu frá ákvæði 5., 3., 2. og 14 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90-2013.

2309008

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til USNL nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024.

2309001

Erindi frá Stígamótum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 100.000 á árinu 2024, gert verður ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun þess árs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu.

2309006

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að ýtt verði úr vör vinnu við málstefnu sveitarfélagsins, oddvita og sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Vegur frá Hótel Glym að Vatnaskógi.

2309016

Erindi frá Sigurði Kristjánssyni.
Bréfritari óskar eftir við sveitarstjórn að sveitarfélagið fari í lagfæringar á vegi frá Hótel Glym að Vatnaskógi vegna ástands hans.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bendir á að vegurinn sem um ræðir er á forræði og í umsjón Vegagerðarinnar og beinir bréfritara á að senda erindi sitt, beiðni um lagfæringu á veginum, til veghaldara.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Umsögn um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.

2211034

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Erindið framlagt.

19.Samkeppnishindranir í flutningum - Álit.

2309020

Erindi frá Samkeppniseftirliti.
Erindið framlagt.

20.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf.

2306026

Aðalfundargerð.
Fundargerðin framlögð.

21.175. og 176. fundargerðir stjórnar SSV.

2309007

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

22.139. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2308049

Fundargerð ásamt fylgiskjölum.
Fundargerðin ásamt fylgiskjölum framlagt.

Fundi slitið - kl. 15:33.

Efni síðunnar