Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

23. fundur 06. september 2023 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Brekkulandsvegar nr. 5004-01 af vegaskrá.

2308045

Erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu Brekkulandsvegar af vegaskrá.

Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og hefur það hlutvek skv. 7. grein vegalaga nr. 80/2007 að halda vegaskrá sem er skrá yfir alla þjóðvegi.



Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar er föst búseta ekki lengur fyrir hendi og uppfyllir vegurinn því ekki skilyrði þess að teljast til þjóðvega en skv. 6. grein reglugerðar nr. 774/2010 um héraðsvegi og skv. 3. málsgrein 8. greinar vegalaga er Vegagerðinni skylt að fella veg úr tölu héraðsvega og afskrá úr vegaskrá uppfylli hann ekki lengur skilyrði vegalaga um þjóðvegi. Með vísan til þess er áformað að fella Brekkulandsveg af vegaskrá frá og með næstu áramótum og mun viðhald og þjónusta hans ekki lengur verða á ábyrgð Vegagerðarinnar frá þeim tíma. Gefinn er kostur á koma með athugasemdir við hina fyrirhuguðu ákvörðun sem skulu berast Vegagerðinni innan 4 vikna frá 21. ágúst að telja.

Lagt fram til kynningar.

2.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Litlabotnsvegar nr. 5001-03 af vegaskrá.

2308046

Erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu Litlabotnsvegar af vegaskrá.

Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og hefur það hlutvek skv. 7. grein vegalaga nr. 80/2007 að halda vegaskrá sem er skrá yfir alla þjóðvegi.



Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar er föst búseta ekki lengur fyrir hendi og uppfyllir vegurinn því ekki skilyrði þess að teljast til þjóðvega en skv. 6. grein reglugerðar nr. 774/2010 um héraðsvegi og skv. 3. málsgrein 8. greinar vegalaga er Vegagerðinni skylt að fella veg úr tölu héraðsvega og afskrá úr vegaskrá uppfylli hann ekki lengur skilyrði vegalaga um þjóðvegi. Með vísan til þess er áformað að fella Litlabotnsveg af vegaskrá frá og með næstu áramótum og mun viðhald og þjónusta hans ekki lengur verða á ábyrgð Vegagerðarinnar frá þeim tíma. Gefinn er kostur á koma með athugasemdir við hina fyrirhuguðu ákvörðun sem skulu berast Vegagerðinni innan 4 vikna frá 21. ágúst að telja.
Lagt fram til kynningar.

3.Réttarhagi 2, stofnun lóðar

2109022

Umsókn landeiganda um stofnun lóðarinnar Réttarhaga 2 úr landi Leirár landeignanúmer 133774.

Með erindinu fylgdi hnitsettur uppdráttur ásamt undirritun landeiganda.

Einnig fylgdi með eyðublaðið F-550 um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda.

Stærð lóðarinnar er 1,0 ha.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar með fyrirvara um leiðréttingu lóðarblaðsins, en aðliggjandi lóðarmörk eru einnig að Leirárlandi landeignanúmer 221405.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

4.Svarfhóll - Stofnun lóðar - Miðfellsmúli.

2309003

Erindi frá Mílu.

Sótt er um stofnun lóðar úr landi Svarfhóls landeignanúmer 133207.

Um er að ræða svokallaða millispildu sem mun renna saman við lóðina Miðfellsmúla landeignanúmer 179990, sem er 400 m2 að stærð.

Með erindinu fylgdi hnitsettur uppdráttur á loftmyndagrunni, sem sýnir aðkomu að svæðinu.

Stærð fyrirhugaðrar millispildu úr landi Svarfhóls verður 1.600 m2.

Hin stækkaða lóð Miðfellsmúla verður eftir samruna lóðanna 2.000 m2 að stærð.

Erindi frestað þar til samþykki landeigenda liggur fyrir.

5.Kalastaðir L133190 - Stofnun lóðar - Birkihlíð 47.

2308033

Erindi frá Þorvaldi Magnússyni og Brynju Þorbjörnsdóttur.

Sótt er um stofnun sumarhúsalóðarinnar Birkihlíðar 47 úr landi Kalastaða landeignanúmer 133190.

Með erindinu fylgdi eyðublaðið F-550 sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, undirritað af landeiganda.

Með erindinu fylgdi hnitsett lóðarblað á loftmyndagrunni, skv. gildandi deiliskipulagi.

Stærð lóðarinnar er 7.570 m2.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

6.Litla Botnsland, landeignanúmer 133297, landeignanúmer 224378, landeignanúmer 224379, ósk um samruna lóða.

2304019

Erindi er varðar samruna þriggja lóða og nafnabreytingu.



Um er að ræða eftirfarandi lóðir:



Litla Botnsland, landeignanúmer 133297. Skráð stærð 13.428 m2.



Litla Botnsland 4, landeignanúmer 224378. Skráð stærð 29.600 m2.



Litla Botnsland 5, landeignanúmer 224379. Skráð stærð 700 m2.



Núverandi stærð lóðanna þriggja er 43.728 m2 eða 4,37 ha.



Með erindinu fylgdi hnitsettur uppdráttur af hinum sameinuðu lóðum.

Óskað er eftir að lóðin heiti framvegis Helguland.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir samruna lóðanna og nafn hinnar nýju sameinuðu lóðar með fyrirvara um leiðréttingu á uppdrætti m.a. hvað varðar stærð spildunnar sem er ranglega skráð og bæta þarf við upplýsingum um upprunaland og stærð spildnanna fyrir samruna þeirra.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

7.Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir upplýsingaskilti við Hléseyjarveg, gegnt Grundartangavegi

2309004

Erindi frá Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar.

Sótt er um leyfi til að setja niður upplýsingarskilti.



Á skiltinu verða eftirfarandi upplýsingar:

Úlfar undirdjúpanna girtir úti (kafbátagirðingin).

Katanesdýrið.

Hvalbein í Akrafjalli.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir upplýsingaskilti við Hléseyjarveg, gegnt Grundartangavegi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar