Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

63. fundur 05. september 2023 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá

1.Hitaveita

2009013

Farið yfir verkstöðu framkvæmda hitaveitunnar og ákvörðun um næstu skref framkvæmda hitaveitunnar að Vestri Leirárgörðum.
Formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna málefni hitaveitunnar áfram og eiga viðræður við landeigendur Vestri Leirárgarða.

2.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Yfirferð á stöðu verkefnisins.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að kostnaðaráætlun verksins verði uppfærð og útboðsferlið endurskoðað.

3.Hlíðarbær 1a - 5b - Sökklar

2308051

Verðkönnun í niðurrif og förgun á sökklum á þremur lóðum í Hlíðarbæ. Hlíðarbær 1a, 1b, 3a, 3b, 5a, 5b.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagt tilboð að upphæð kr 1.800.000 frá Urð og Grjót ehf og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi.

4.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2023-2026

2209041

Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlunargerð 2024-2027.

Verkstaða framkvæmda kynnt.
Formaður nefndarinnar og verkefnastjóri framkvæmda og eigna fóru yfir tillögur viðhalds- og framkvæmdaáætlunar 2024-2027.

5.Hvítbók um húsnæðismál.

2308039

Erindi frá Innviðaráðuneyti - umsögn.
Erindið framlagt.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar