Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

48. fundur 07. september 2023 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá: Mál nr. 2308004 - Drög að samningi um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar. Málið verður nr. 4 á dagskrá verður það samþykkt.

Samþykkt. 5:0

1.Trúnaðarmál

2010017

Málsnúmer 2011023.
Fært í trúnaðarbók.

2.Samstarf við Hvalfjarðarsveit.

2308009

Erindi frá ADHD samtökunum er varðar samstarf við Hvalfjarðarsveit og fjárveitingu til samtakanna er lagt fram.
Á fundi sveitarstjórnar þann 09.08.2023 var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til afgreiðslu hjá Fjölskyldu- og frístundanefnd. Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar fyrir innsenda beiðni. Nefndin samþykkti að veita ADHD samtökunum styrk að upphæð kr. 100.000.- í nóvember 2022. Í styrknum fólst samstarf við Hvalfjarðarsveit og var fengin fræðsla fyrir foreldra og starfsfólk í leik-og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit. Nefndin felur félagsmálastjóra að afla frekari upplýsinga um þjónustu og fræðslu til íbúa frá ADHD samtökunum.

3.Ósk um samstarf.

2308034

Erindi frá Ægir Gym.
Fjölskyldu og frístundanefnd þakkar fyrir innsent erindi. Nefndin tekur jákvætt í erindið en hafnar beiðninni. Vakin er athygli á að Hvalfjarðarsveit úthlutar einu sinni á ári styrkjum úr Íþrótta- og æskulýðssjóði til íþrótta og æskulýðsmála í Hvalfjarðarsveit. Úthlutun úr sjóðnum skal lokið fyrir 1. júní ár hvert en auglýst skal eftir umsóknum í sjóðinn eigi síðar en 1. mars ár hvert.

4.Drög að samningi um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar

2308004

Drög að samningi um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar lagður fram.
Nefndin fór yfir drög að samningi Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar um barnaverndarþjónustu. Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn og vísar honum til sveitastjórnar til samþykktar.

5.SumarGaman 2023 (Vor- og haust frístund)

2301024

Samantekt á SumarGaman 2023.
Farið yfir SumarGaman 2023. Nefndin þakkar starfsfólki sumarfrístundar fyrir vel unnin störf í sumar.

6.Félagsstarf eldri borgara 2023

2305015

Farið yfir Félagsstarf eldri borgara haustönn 2023.
Félagsmálastjóri fór yfir tómstundastarf eldri borgara á haustönn.

7.Félagsmiðstöð 301, starfsárið 2023-2024

2210011

Fara yfir starf Félagsmiðstöðvarinnar 301 skólaárið 2023-2024.
Félagsmálastjóri fór yfir starfsemi og skipulag Félagsmiðstöðvarinnar 301.

8.Vinnuskólinn 2023

2303003

Starfsemi Vinnuskólans sumarið 2023.
Skýrsla Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir sumarið 2023 var lögð fyrir nefndina.
Nefndin þakkar starfsfólki Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir vel unnin störf í sumar.

9.Frístundastefna.

2204059

Drög að aðgerðaráætlun Frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar 2023-2026 kynnt.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

10.Förum alla leið-Samþætt þjónusta í heimahúsum

2306006

Á stjórnarfundi SSV þann 23. ágúst 2023 var rætt um og gerð bókun um þátttöku í verkefninu: Förum alla leið- Samþætt þjónusta í heimahúsum.Stjórn SSV samþykkti að senda inn umsókn í verkefnið og bókaði eftirfarandi: Með hliðsjón af umræðu á opnum fundi á vegum SSV um samþættingu öldrunarþjónustu með fulltrúum sveitarfélaga og öðrum aðilum sem þjónusta eldri borgara á Vesturlandi, sem fram fór 14. ágúst s.l. samþykkir stjórn eftirfarandi:Stjórn SSV felur framkvæmdastjóra í samráði við vinnuhóp SSV um eflingu öldrunarþjónustu að senda inn umsókn í verkefnið: Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum.
Fjölskyldu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með sameiginlegri þátttöku á Vesturlandi í verkefninu: Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar