Fara í efni

Sveitarstjórn

378. fundur 28. júní 2023 kl. 15:16 - 16:41 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2306046 - Yfirlýsing sveitarstjórnar vegna tímabundinnar stöðvunar hvalveiða. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 377

2306003F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 50

2306006F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 50 Fræðslunefnd hafnar beiðni um viðauka en samþykkir tilfærslu fjárheimilda milli einstakra liða undir rekstri Heiðarskóla samkvæmt ákvörðun skólastjóra vegna þessa kostnaðar.

    Fræðslunefnd vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að hafna beiðni um viðauka en samþykkir tilfærslu fjárheimilda milli óbundinna einstakra liða undir rekstri Heiðarskóla samkvæmt ákvörðun skólastjóra vegna þessa kostnaðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 50 Vegna breytinga sem hafa orðið á barnafjölda hefur útreikningur á stöðugildaþörf í Skýjaborg breyst og leggur Fræðslunefnd til við sveitarstjórn að samþykkja breytta áætlaða stöðugildaþörf í Skýjaborg fyrir skólaárið 2023-2024 í samræmi við þau gögn sem leikskólastjóri lagði fram.


    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og breytta áætlaða stöðugildaþörf í Skýjaborg fyrir skólaárið 2023-2024 í samræmi við fyrirliggjandi gögn frá leikskólastjóra en vegna breytinga sem orðið hafa á barnafjölda hefur útreikningur á stöðugildaþörf í Skýjaborg breyst."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 21

2306004F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 21 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar bendir á að áætluð áform um efnistökumagn úr Kiðafellsnámu eru upp á allt að 5 milljón rúmmetra, í stað 1,6 milljón rúmmetra sem núgildlandi leyfi er fyrir. Í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 er miðað við að efnistaka þar sem áætlað er að raska 25 ha svæði eða stærra eða efnismagn er 500.000 rúmmetrar eða meira, skuli ávallt háð umhverfismati.
    Í tilkynningunni kemur fram að í matsskýrslu Björgunar frá 2009 segir m.a. að botndýralíf sé fábreytt á svæðinu og að um algengar tegundir lífvera sé að ræða. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um þennan þátt og hvaða rannsóknir liggi til grundvallar um líffræði og lífríki á sjávarbotninum á þessu svæði, enda ljóst að efnistakan hefur neikvæð og óafturkræf áhrif á botndýralíf á efnistökusvæðunum.
    Einnig bendir Hvalfjarðarsveit á að fjörur utarlega í Hvalfirði hafa tekið breytingum undanfarin ár og áratugi og minna um fínefni en áður, hverju svo sem um er að kenna.
    Gildistími leyfisins er til 14. janúar 2051 og óskar Hvalfjarðarsveit eftir ástæðum og rökstuðningi fyrir því hvers vegna gildistíminn er svo langur sem raun ber vitni.
    Að öðru leiti gerir USNL-nefnd Hvalfjarðarsveitar ekki athugasemd við tilkynninguna og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og bendir á að áætluð áform um efnistökumagn úr Kiðafellsnámu eru upp á allt að 5 milljón rúmmetra í stað 1,6 milljón rúmmetra sem núgildlandi leyfi er fyrir. Í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 er miðað við að efnistaka þar sem áætlað er að raska 25 ha svæði eða stærra eða efnismagn er 500.000 rúmmetrar eða meira skuli ávallt háð umhverfismati.
    Í tilkynningunni kemur fram að í matsskýrslu Björgunar frá 2009 segi m.a. að botndýralíf sé fábreytt á svæðinu og að um algengar tegundir lífvera sé að ræða. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um þennan þátt og hvaða rannsóknir liggi til grundvallar um líffræði og lífríki á sjávarbotninum á þessu svæði enda ljóst að efnistakan hefur neikvæð og óafturkræf áhrif á botndýralíf á efnistökusvæðunum.
    Hvalfjarðarsveit bendir einnig á að fjörur utarlega í Hvalfirði hafa tekið breytingum undanfarin ár og áratugi og minna er um fínefni en áður, hverju svo sem um er að kenna.
    Gildistími leyfisins er til 14. janúar 2051 og óskar Hvalfjarðarsveit eftir ástæðum og rökstuðningi fyrir því hvers vegna gildistíminn er svo langur sem raun ber vitni.
    Að öðru leyti gerir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ekki athugasemd við tilkynninguna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 21 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd bendir á að til umsagnar hjá sveitarfélaginu er einnig annað efnistökusvæði til umsagnar (E17 í landi Kúludalsár), en aðeins þunnt haft og landamerkjagirðing skilur efnistökusvæðin að. Ekki hefur farið fram umhverfismat fyrir það svæði vegna stærðar þess. Það er hins vegar mat Hvalfjarðarsveitar að erfitt sé að aðskilja þessi svæði og áhrifasvæði þeirra og beinir því til Skipulagsstofnunar hvort ekki sé eðlilegra að fjalla um efnistökusvæðin í sameiginlegri tilkynningu og meta þar með heildaráhrifin (samlegðaráhrif), frekar en að búta svæðið niður.

    Árið 2009 var unnið umhverfismat fyrir Hólabrúarnámuna og þá kom fram að Skipulagsstofnun teldi ekki þörf á sérstöku deiliskipulagi fyrir námuna að því undanskildu að unnin yrði efnistökuáætlun í samræmi við aðalskipulag, sem m.a. greini frá því hvernig frágangi er háttað. Hvalfjarðarsveit óskar eftir áliti Skipulagsstofnunar nú, þar sem fyrirhugað er að stækka núverandi efnistökusvæði og einnig efnistökusvæðið til austurs í landi Kúludalsár, hvort þessar nýju forsendur kalli á deiliskipulag fyrir efnistökusvæðin.

    Í framkvæmdalýsingu er talað um færslu á rafstreng, vegna stækkunarinnar. Ekki er minnst á göngu- og reiðleið sem merkt er inn á aðalskipulagsuppdrátt en ekki verður betur séð en að hann verði fyrir áhrifum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Óskar Hvalfjarðarsveit eftir umfjöllun um þennan þátt.

    Í kafla 2 er einnig fjallað um umferð við námuna, að hún muni ekki aukast og að ekki verði gerð breyting á aðkeyrslu inn og út af námusvæðinu. Hvalfjarðarsveit bendir á að innkeyrslan inn á svæðið er í blindbeygju og hættulegar aðstæður geta skapast (og hafa skapast) við akstur í og úr námunni, þar sem stórir bílar eru jafnvel að hluta inni á þjóðveginum, þegar beygt er inn á námusvæðið. Það ætti að skoða það að færa hliðið í námunni innar, til að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Einnig hafa skapast aðstæður þar sem grjót og möl hefur dregist inn á þjóðveginn við námuna.

    Í kafla 3.2 er fjallað um áhrifasvæði og því haldið fram að engin sjónræn áhrif hljótist af viðbótinni frá veginum séð. Ekki er fjallað um sjónræn áhrif efnistökunnar annars staðar en frá veginum en þess má geta að náman sést víða að og sjónræn áhrif hennar talsverð t.d. sunnan Hvalfjarðar og með þessari viðbót má gera ráð fyrir talsverðum sjónrænum áhrifum til viðbótar þar sem stækkunin er til norðurs upp í áttina að Akrafjalli. Hvalfjarðarsveit telur nauðsynlegt að gera betur grein fyrir sjónrænum áhrifum efnistökunnar víðar en frá þjóðveginum alveg við námuna.

    Í tilkynningunni kemur fram að núverandi námusvæði er nánast fullnýtt. Í matsskýrslu fyrir Hólabrú frá árinu 2009 kemur fram að áform framkvæmdaraðila eru þau að ganga frá svæðinu í áföngum eftir því sem efnistökunni vindur fram. Hvalfjarðarsveit óskar eftir upplýsingum um frágang á námusvæðinu í samræmi við það sem kemur fram í matsskýrslunni.

    Ekki er rætt um hljóðvist í tilkynningunni, en Hvalfjarðarsveit bendir á að töluverður hávaði berst frá stórvirkum vinnuvélum og malarbrjótum á svæðinu.

    Efnistökusvæðið E13 í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar heitir Innri-Hólmur sem er þá nokkuð villandi nafn, þar sem stækkunin er úr öðru landi. Leyfilegt magn skv. aðalskipulagi er 1.200.000 rúmmetrar og 26 ha. Það má því ljóst vera að umrædd framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Það er hins vegar stefna sveitarfélagsins að takmarka efnistöku við núverandi staði og forðast efnistöku á svæðum sem hafa sérstakt verndargildi. Það má því segja að stækkun á núverandi námum sé í samræmi við stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

    Við þetta má bæta að öll efnistökusvæði skulu hafa framkvæmdaleyfi og eftir atvikum gilt deiliskipulag.

    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og bendir á að til umsagnar hjá sveitarfélaginu er einnig annað efnistökusvæði, E17 í landi Kúludalsár, en aðeins þunnt haft og landamerkjagirðing skilur efnistökusvæðin að. Ekki hefur farið fram umhverfismat fyrir það svæði vegna stærðar þess. Það er hins vegar mat Hvalfjarðarsveitar að erfitt sé að aðskilja þessi svæði og áhrifasvæði þeirra og beinir því til Skipulagsstofnunar hvort ekki sé eðlilegra að fjalla um efnistökusvæðin í sameiginlegri tilkynningu og meta þar með heildaráhrifin (samlegðaráhrif), frekar en að búta svæðið niður.

    Árið 2009 var unnið umhverfismat fyrir Hólabrúarnámuna og þá kom fram að Skipulagsstofnun teldi ekki þörf á sérstöku deiliskipulagi fyrir námuna að því undanskildu að unnin yrði efnistökuáætlun í samræmi við aðalskipulag, sem m.a. greini frá því hvernig frágangi er háttað. Hvalfjarðarsveit óskar eftir áliti Skipulagsstofnunar nú, þar sem fyrirhugað er að stækka núverandi efnistökusvæði og einnig efnistökusvæðið til austurs í landi Kúludalsár, hvort þessar nýju forsendur kalli á deiliskipulag fyrir efnistökusvæðin.

    Í framkvæmdalýsingu er talað um færslu á rafstreng, vegna stækkunarinnar. Ekki er minnst á göngu- og reiðleið sem merkt er inn á aðalskipulagsuppdrátt en ekki verður betur séð en að hann verði fyrir áhrifum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Óskar Hvalfjarðarsveit eftir umfjöllun um þennan þátt.

    Í kafla 2 er einnig fjallað um umferð við námuna, að hún muni ekki aukast og að ekki verði gerð breyting á aðkeyrslu inn og út af námusvæðinu. Hvalfjarðarsveit bendir á að innkeyrslan inn á svæðið er í blindbeygju og hættulegar aðstæður geta skapast (og hafa skapast) við akstur í og úr námunni, þar sem stórir bílar eru jafnvel að hluta inni á þjóðveginum, þegar beygt er inn á námusvæðið. Það ætti að skoða það að færa hliðið í námunni innar, til að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Einnig hafa skapast aðstæður þar sem grjót og möl hefur dregist inn á þjóðveginn við námuna.

    Í kafla 3.2 er fjallað um áhrifasvæði og því haldið fram að engin sjónræn áhrif hljótist af viðbótinni frá veginum séð. Ekki er fjallað um sjónræn áhrif efnistökunnar annars staðar en frá veginum en þess má geta að náman sést víða að og sjónræn áhrif hennar talsverð t.d. sunnan Hvalfjarðar og með þessari viðbót má gera ráð fyrir talsverðum sjónrænum áhrifum til viðbótar þar sem stækkunin er til norðurs upp í áttina að Akrafjalli. Hvalfjarðarsveit telur nauðsynlegt að gera betur grein fyrir sjónrænum áhrifum efnistökunnar víðar en frá þjóðveginum alveg við námuna.

    Í tilkynningunni kemur fram að núverandi námusvæði er nánast fullnýtt. Í matsskýrslu fyrir Hólabrú frá árinu 2009 kemur fram að áform framkvæmdaraðila eru þau að ganga frá svæðinu í áföngum eftir því sem efnistökunni vindur fram. Hvalfjarðarsveit óskar eftir upplýsingum um frágang á námusvæðinu í samræmi við það sem kemur fram í matsskýrslunni.

    Ekki er rætt um hljóðvist í tilkynningunni en Hvalfjarðarsveit bendir á að töluverður hávaði berst frá stórvirkum vinnuvélum og malarbrjótum á svæðinu.

    Efnistökusvæðið E13 í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar heitir Innri-Hólmur sem er þá nokkuð villandi nafn, þar sem stækkunin er úr öðru landi. Leyfilegt magn skv. aðalskipulagi er 1.200.000 rúmmetrar og 26 ha. Það má því ljóst vera að umrædd framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Það er hins vegar stefna sveitarfélagsins að takmarka efnistöku við núverandi staði og forðast efnistöku á svæðum sem hafa sérstakt verndargildi. Það má því segja að stækkun á núverandi námum sé í samræmi við stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

    Við þetta má bæta að öll efnistökusvæði skulu hafa framkvæmdaleyfi og eftir atvikum gilt deiliskipulag."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 21 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd bendir á að til umsagnar hjá sveitarfélaginu er einnig annað efnistökusvæði til umsagnar (E13 í landi Kirkjubóls), en aðeins þunnt haft og landamerkjagirðing skilur efnistökusvæðin að. Það er mat Hvalfjarðarsveitar að erfitt sé að aðskilja þessi svæði og áhrifasvæði þeirra og beinir því til Skipulagsstofnunar hvort ekki sé eðlilegra að fjalla um efnistökusvæðin í sameiginlegri tilkynningu og meta þar með heildaráhrifin (samlegðaráhrif), frekar en að búta svæðið niður.

    Vegna sama áhrifasvæðis vísar Hvalfjarðarsveit í umsögn sína um fyrirhugaða stækkun efnistökusvæðis í Hólabrú í landi Kirkjubóls.

    Efnistökusvæðið E17 í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar heitir Kúludalsá. Leyfilegt magn skv. aðalskipulagi er 50.000 rúmmetrar og 3 ha. Það má því ljóst vera að umrædd framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Það er hins vegar stefna sveitarfélagsins að takmarka efnistöku við núverandi staði og forðast efnistöku á svæðum sem hafa sérstakt verndargildi. Það má því segja að stækkun á núverandi námum sé í samræmi við stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

    Við þetta má bæta að öll efnistökusvæði skulu hafa framkvæmdaleyfi og eftir atvikum gilt deiliskipulag.

    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og bendir á að til umsagnar hjá sveitarfélaginu er einnig annað efnistökusvæði, E13 í landi Kirkjubóls, en aðeins þunnt haft og landamerkjagirðing skilur efnistökusvæðin að. Það er mat Hvalfjarðarsveitar að erfitt sé að aðskilja þessi svæði og áhrifasvæði þeirra og beinir því til Skipulagsstofnunar hvort ekki sé eðlilegra að fjalla um efnistökusvæðin í sameiginlegri tilkynningu og meta þar með heildaráhrifin (samlegðaráhrif), frekar en að búta svæðið niður.

    Vegna sama áhrifasvæðis vísar Hvalfjarðarsveit í umsögn sína um fyrirhugaða stækkun efnistökusvæðis í Hólabrú í landi Kirkjubóls.

    Efnistökusvæðið E17 í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar heitir Kúludalsá. Leyfilegt magn skv. aðalskipulagi er 50.000 rúmmetrar og 3 ha. Það má því ljóst vera að umrædd framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Það er hins vegar stefna sveitarfélagsins að takmarka efnistöku við núverandi staði og forðast efnistöku á svæðum sem hafa sérstakt verndargildi. Það má því segja að stækkun á núverandi námum sé í samræmi við stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

    Við þetta má bæta að öll efnistökusvæði skulu hafa framkvæmdaleyfi og eftir atvikum gilt deiliskipulag."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 21 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við samninginn og vísar málinu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 21 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir erindið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 21 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Fundarhlé gert frá kl. 15:35 til kl. 16:33.

4.Skipulags- og byggingarfulltrúi.

2305019

Engin umsókn barst um starfið.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá tímabundinni ráðstöfun verkefna vegna starfsins meðan leitað er framtíðarlausnar auk þess að gera aðrar þær ráðstafanir sem þarf í ljósi stöðunnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf.

2306026

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Björgvin Helgason aðalfulltrúi Hvalfjarðarsveitar í Þróunarfélagi Grundartanga ehf. og varaformaður félagsins mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar Björgvini fyrir hans mikilvægu störf í félaginu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Helga Pétur Ottesen sem aðalmann í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf. og Andreu Ýr Arnarsdóttur sem varamann. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, umboð til að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Þróunarfélagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 29. júní nk. kl. 10 að Innrimel 3."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. árið 2023.

2306023

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð og atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður föstudaginn 30. júní nk. kl. 14. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tilnefna Helgu Harðardóttur, til áframhaldandi setu, sem aðalfulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar og Andreu Ýr Arnarsdóttur sem varafulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sameiginlegur fulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar verði Páll S. Brynjarsson. Sveitarstjórn lýsir ánægju með tillögur að stefnum og stefnumörkun félagsins er liggja fyrir aðalfundinum til staðfestingar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ágangsbúfé.

2306024

Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bíður eftir leiðbeinandi reglum frá Innviðaráðuneytinu varðandi skilgreiningar á mikilvægum atriðum sem enn ríkir óvissa um, s.s. réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár og fleiri veigamiklum atriðum. Það er ekki hvað síst vegna mismunandi túlkana er komið hafa fram í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis og úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins í upphafi ársins en í áliti Umboðsmanns beindi hann m.a. þeim tilmælum til Innviðaráðuneytisins að taka umræddar leiðbeiningar til endurskoðunar en tók að öðru leyti ekki afstöðu til réttinda og skyldna málsaðila.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur sér ekki fært að setja reglur á málefnalegum grunni og gæta að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt, fyrr en ofangreindar leiðbeiningar frá ráðuneytinu liggja fyrir enda verða skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum að vera fyrirliggjandi og skýrar áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn felur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að vinna að gerð verklagsreglna um leið og leiðbeinandi reglur liggja fyrir frá Innviðaráðuneytinu og í kjölfarið vísa verklagsreglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar Ragnheiði fyrir erindið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Hafnarskógur 73 - rekstrarleyfi.

2306012

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Vatnaskógur-Sæludagar 2023, tækifærisleyfi.

2306041

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Yfirlýsing sveitarstjórnar vegna tímabundinnar stöðvunar hvalveiða

2306046

Yfirlýsing sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í tengslum við tímabundna stöðvun hvalveiða lögð fram.
Yfirlýsingin var send Matvælaráðuneytinu, þingmönnum Norðvesturkjördæmis og helstu fréttamiðlum þann 22. júní síðastliðinn.
Fylgiskjöl:

11.Endurbætur á Höfða

2008006

Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili lagt fram en heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Höfða framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til endurnýjunar á þak- og veggjaklæðningu Höfða.

12.Aðalfundur Nývest ses.

2305042

Skýrsla stjórnar Nývest 2023 og ársreikningur 2022.
Skýrsla stjórnar Nývest 2023 lögð fram ásamt ársreikningi 2022.

13.Úrgangsmál - innleiðing nýrra úrgangslaga.

2306039

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi vegna innleiðingar nýrra úrgangslaga lagt fram.

14.182. og 183. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2306025

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

15.929. og 930. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2306032

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 16:41.

Efni síðunnar