Fara í efni

Sveitarstjórn

377. fundur 14. júní 2023 kl. 15:01 - 15:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Helga Harðardóttir varaoddviti
 • Helgi Pétur Ottesen ritari
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
 • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
 • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
 • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
 • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Helga Harðardóttir, varaoddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Andrea Ýr Arnarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 376

2305006F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 20

2305004F

Fundargerðin framlögð.

ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 20 Umhverfisfulltrúi fór yfir nauðsynlegar breytingar á verklagsreglum um hreinsunarátak, m.a. tímasetningar og fyrirkomulag.
  Samþykkt að vísa breyttum verklagsreglum um hreinsunarátak til sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir framlagðar verklagsreglur um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 20 Qair Iceland og Íslenska vetnisfélagið undirbúa framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga. Framkvæmdin er sjálfstætt verkefni, en er tilraunaframleiðsla sem tengist stærri áformum Qair, sem fjallað er um í matsáætlun fyrir framleiðslu rafeldsneytis á sömu lóð. Um er að ræða tilraunaframleiðslu á vetni með rafgreiningu.

  Framleiðslubúnaðurinn kemst fyrir í tveimur 40 feta gámum sem staðsettir verða á steyptri plötu, ásamt hjálparbúnaði sem tilheyrir framleiðslunni. Stækkunarmöguleiki er til að unnt verði að mæta eftirspurn eftir vetni í samgöngum ef til þess kemur. Að mati Hvalfjarðarsveitar mætti koma skýrar fram hverjir mögulegir stækkunarmöguleikar framleiðslunnar eru.

  Helstu áhrifaþættir verkefnisins eru framkvæmdir við að setja upp starfsemina og á rekstrartíma búnaður og rekstur stöðvarinnar. Áhrifin eru helst rask og ásýndarbreytingar. Losun í andrúmsloft er hreint súrefni og ekki verður losun í jörð eða vatn. Umhverfisþættir sem fjallað er um eru loftgæði, hljóðvist, gróðurfar, ásýnd, vatn, lífríki, menningarminjar, loftslag, öryggi og heilsa.

  Fyrir vetnisframleiðslu með 5 MW rafgreini er ársframleiðsla um 750 tonn og mikilvægustu aðföng eru rafmagn og vatn og skv. magntölum (tafla 2 í skýrslunni) er talað um allt að 12 MW og 2.000 lítra af vatni á klst. Hvalfjarðarsveit bendir á, að þrátt fyrir góða innviði á Grundartanga þá er ekki um ótakmarkaðar auðlindir að ræða og því m.a. nauðsynlegt að gera betur grein fyrir vatnsöflun og öflun raforku fyrir verkefnið.

  Hvalfjarðarsveit bendir einnig á verndarsvæði í nágrenni framkvæmdarsvæðisins en þar eru svæði á náttúruminjaskrá vegna fjölbreytts landslag, fuglalífs, fjöruvistgerða og sela. Einnig er Hvalfjörður skilgreindur alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði (Important Bird Areas). Að mati Hvalfjarðarsveitar þarf álit sérfræðinga á því hvort fyrirhuguð framleiðsla hafi áhrif lífríki og/eða vistgerðir.

  Hvað varðar hljóðvist, þá er tekið fram að hávaði frá tækjabúnaði verði undir viðmiðunarmörkum reglugerða. Hvalfjarðarsveit vill beina því til Skipulagsstofnunar að gerðar verði hljóðvistarmælingar á Grundartanga en talsvert hefur borið á því að kvartanir berist vegna hávaðamengunar frá svæðinu. Það er því ljóst að þó hávaði sé innan skilgreindra marka, þá hefur hann áhrif og veldur óþægindum langt útfyrir framkvæmdasvæðið.

  Í tilkynningunni er talað um að gengið verði frá hættulegum efnum þannig að ekki sé hætta á að þau berist út í umhverfið og valdi mengunaróhöppum. Það mætti koma skýrar fram um hvaða hættulegu efni er verið að ræða.

  Þá er rætt um fornleifar og þjóðminjavernd og það orðað sem svo að ólíklegt sé að þær minjar sem fyrir eru raskist. Hvalfjarðarsveit finnst mikilvægt að framkvæmdaraðili tryggi að ekki verði röskun minja við framkvæmdina og að náið samráð verði haft við Minjastofnun Íslands þar sem staðsetning framleiðslunnar gæti haft áhrif á fornminjar.

  Vegna sprengihættu leggur Hvalfjarðarsveit ríka áherslu á að gert verði áhættumat fyrir framleiðsluna. Einnig þarf að staðsetja útblástur súrefnis þannig að ekki skapist hætta fyrir fólk og dýr, en hreint súrefni er varasamt fyrir lífverur.

  Í umfjölluninni er vísað í aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Nýtt aðalskipulag hefur öðlast gildi og því mikilvægt að uppfæra upplýsingar til samræmis við það.

  Í deiliskipulagi er afmarkaður byggingarreitur og falla mannvirkin undir skilmála sem þar eru settir fram. Rætt er um að mögulega verði valin staðsetning utan byggingareitar en þá þarf að óska eftir breytingu á deiliskipulagi.

  Sækja þarf um byggingarleyfi til Hvalfjarðarsveitar.

  Að þessum skilyrðum uppfylltum telur Hvalfjarðarsveit ólíklegt að framkvæmdin valdi verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum í skilningi laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir umsögn umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar og gerir hana að sinni. Að mati sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar mætti koma skýrar fram hverjir mögulegir stækkunarmöguleikar framleiðslunnar eru. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bendir á, að þrátt fyrir góða innviði á Grundartanga þá er ekki um ótakmarkaðar auðlindir að ræða og því m.a. nauðsynlegt að gera betur grein fyrir vatnsöflun og öflun raforku fyrir verkefnið. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bendir einnig á verndarsvæði í nágrenni framkvæmdarsvæðisins en þar eru svæði á náttúruminjaskrá vegna fjölbreytts landslag, fuglalífs, fjöruvistgerða og sela. Einnig er Hvalfjörður skilgreindur alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði (Important Bird Areas). Að mati sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þarf álit sérfræðinga á því hvort fyrirhuguð framleiðsla hafi áhrif á lífríki og/eða vistgerðir. Hvað varðar hljóðvist, þá er tekið fram að hávaði frá tækjabúnaði verði undir viðmiðunarmörkum reglugerða. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vill beina því til Skipulagsstofnunar að gerðar verði hljóðvistarmælingar á Grundartanga en talsvert hefur borið á því að kvartanir berist vegna hávaðamengunar frá svæðinu. Í tilkynningunni er talað um að gengið verði frá hættulegum efnum þannig að ekki sé hætta á að þau berist út í umhverfið og valdi mengunaróhöppum. Það mætti koma skýrar fram um hvaða hættulegu efni er verið að ræða. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar finnst mikilvægt að framkvæmdaraðili tryggi að ekki verði röskun minja við framkvæmdina og að náið samráð verði haft við Minjastofnun Íslands þar sem staðsetning framleiðslunnar gæti haft áhrif á fornminjar. Vegna sprengihættu leggur Hvalfjarðarsveit ríka áherslu á að gert verði áhættumat fyrir framleiðsluna. Einnig þarf að staðsetja útblástur súrefnis þannig að ekki skapist hætta fyrir fólk og dýr. Í umfjölluninni er vísað í aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Nýtt aðalskipulag hefur öðlast gildi og því mikilvægt að uppfæra upplýsingar til samræmis við það. Í deiliskipulagi er afmarkaður byggingarreitur og falla mannvirkin undir skilmála sem þar eru settir fram. Rætt er um að mögulega verði valin staðsetning utan byggingarreitar en þá þarf að óska eftir breytingu á deiliskipulagi. Að þessum skilyrðum uppfylltum telur Hvalfjarðarsveit ólíklegt að framkvæmdin valdi verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum í skilningi laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 20 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og stofnun lóðanna."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 20 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og stofnun lóðanna."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 20 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og stofnun lóðanna."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 20 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fór yfir þær athugasemdir sem bárust á kynningartímanum og er öllum athugasemdum sem bárust frá eigendum Eystri-Leirárgarða og frá Veiðifélagi Leirár hafnað af nefndinni og er skipulagsfulltrúa falið að svara bréfriturum.

  Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og auglýsa staðfestingu þess í B-deild Stjórnartíðinda.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið, sem auglýst hefur verið skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að staðfesting þess efnis verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 20 Fyrirhugaðar framkvæmdir eru á jaðri birkiskógar svæðisins, á svæði þar sem þegar hafa verið byggð nokkur hús og er hluti fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis á lítt vöxnu trjásvæði.
  Engu að síður tekur umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd undir ábendingar Umhverfisstofnunar um að röskun á náttúrulegum birkiskógum verði haldið í lagmarki og hvetur landeiganda/framkvæmdaraðila til mótvægisaðgerða vegna þess.
  Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og staðfesta gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið, sem auglýst hefur verið skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að staðfesting þess efnis verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 20 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vísar til fyrri afgreiðslu vegna málsins og telur að umrædd útleiguhús skv. skipulagstillögunni séu frístundahús, utan þéttbýlis sem nýtt séu til tímabundinnar dvalar og skuli skilgreina fjarlægðir þeirra frá stofn- og tengivegum skv. 1. málsgrein d. liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
  Samkvæmt greininni er ekki heimilt að byggja umrædd hús nær stofn- og tengivegum en 100 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.

  d-liður greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð: Fjarlægð milli bygginga og vega.

  1. mgr. Utan þéttbýlis skal ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
  2. mgr. Aðrar byggingar skal ekki staðsetja nær stofn- og tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
  3. mgr. Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði.
  4. mgr. Óheimilt er að færa þjóðveg eða byggja nýjan veg utan þéttbýlis þannig að fjarlægð milli bygginga og vega verði minni en framangreind mörk segja til um án undangenginnar málsmeðferðar um deiliskipulag.

  Land sem skipulagstillagan tekur til, er landbúnaðarland L2 skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
  Skv. aðalskipulaginu er heimilt að byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur bús s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði.
  Heimilt er að byggja upp á stökum landspildum, 2 ha eða stærri til fastrar búsetu.
  Heimilt er að byggja stök frístundahús á 0,25 - 2 ha lóðum. Verði frístundalóðir 4 eða fleiri samliggjandi skal skilgreina svæðið sem frístundabyggð.

  Að mati nefndarinnar fellur frístundahús til útleigu undir d-lið greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, hvort heldur sem það sé á skilgreindu frístundabyggðasvæði eða landbúnaðarsvæði eins og raunin er skv. aðalskipulagi.

  Að mati nefndarinnar falla skemmur og útihús undir aðrar byggingar skv. 2. mgr. d-liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð.

  Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill benda á, að skv. 3. mgr. d-liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, segir að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um fjarlægðir frá stofn- og tengivegum þegar um sé að ræða verslunar- og þjónustubyggingar, en nefndin vill í því sambandi benda á að skv. almennum skilmálum um landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, segi að þar sem sé föst búseta, sé heimilt að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengdri landbúnaði, m.a. með gistingu fyrir allt að 15 gesti.

  Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur ekki afstöðu til annarra atriða í tillögunni.
  Umsókninni er hafnað. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og hafnar umsókninni."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 61

2305007F

Fundargerðin framlögð.

HH fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 61 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að slíta viðræðum við GG verk og að forsendur fyrir því að bjóða verkið út að nýju verði metnar í haust. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar um viðræðuslit og að forsendur fyrir að bjóða verkið út að nýju verði metnar í haust."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 61 Tilboðin hafa verið yfirfarin án athugasemda.
  Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Jónas Guðmundsson ehf
  og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Jónas Guðmundsson ehf. og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi þar um og undirritun hans."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Menningar- og markaðsnefnd - 41

2305012F

Fundargerðin framlögð.

BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

5.Menningar- og markaðsnefnd - 42

2306002F

Fundargerðin framlögð.

BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

6.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 46

2305009F

Fundargerðin framlögð.

HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • 6.11 2305056 Öldungaráð
  Fjölskyldu- og frístundanefnd - 46 Lagt fram fundargerð 1. fundar Öldungaráðs sem fram fór þann 30.05.2023. Bókun fundar Fundargerðin framlögð.

7.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

2306011

Aðalfundarboð.
Aðalfundur Vatnsveitufélagsins mun fara fram þann 29. júní nk. kl. 14 í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3, Melahverfi.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á fundinum verði Helga Harðardóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Björgunarfélag Akraness - beiðni um fund.

2207015

Erindi frá Björgunarfélagi Akraness.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindi bréfritara um fund og felur varaoddvita og sveitarstjóra að finna fundartíma."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Skógrækt á Grundartanga og nágrenni.

2306010

Viljayfirlýsing um skógrækt.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða viljayfirlýsingu um skógrækt á Grundartanga og nágrenni og felur sveitarstjóra undirritun hennar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Rekstraryfirlit janúar til mars 2023.

2306009

Framlagt fjárhagsyfirlit.
Framlagt rekstraryfirlit janúar til mars 2023.

Rekstrarniðurstaða fyrstu þrjá mánuði ársins er 48,4mkr. betri en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir, fyrst og fremst vegna 27mkr. hærri útsvarstekna og 10,6mkr. hærri vaxtatekna veltufjármuna auk þess sem flestir málaflokkar eru undir áætlun tímabilsins. Áhrifa nýrra kjarasamninga og verðbólgu gætir enn að litlu leyti þessa fyrstu þrjá mánuði ársins en þau áhrif munu, að öllu óbreyttu, koma inn af meiri þunga á næstu mánuðum í rekstri sveitarfélagsins.

11.Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.

2305057

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Framlagt bréf EFS til allra sveitarstjórna þar sem Eftirlitsnefndin kynnir áhersluatriði nefndarinnar fyrir árið 2023 og þær aðgerðir sem framkvæmdar verða á árinu vegna eftirlits með fjármálum sveitarfélaga.

12.Betra Ísland - og grænna.

2305040

Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands.
Erindið framlagt þar sem Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar m.a. við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til upplýsingagjafar og áframhaldandi vinnu með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri skógrækt.

13.Ágangur búfjár - minnisblað.

2302008

Erindi frá forsvarsmönnum umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár.
Erindið framlagt og vísað til USNL nefndar.

14.137. og 138. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

15.181. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2305039

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

16.926. og 927. fundargerðir Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2305041

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

17.928. fundargerð Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2306004

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

18.231. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2306005

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Efni síðunnar