Fara í efni

Sveitarstjórn

208. fundur 24. nóvember 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaoddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Björgvin Helgason, oddviti boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 207

1511002F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 61

1511003F

Fundargerð framlögð
Fundargerð framlögð.
AH. fór yfir og skýrði einstaka liði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 61 USN nefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að verða við viðbótarumsókn bréfritara og greiða helming kostnaðar við endurbæturnar, krónur 24.194. Bókun fundar Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að greiða viðbótarframlag, kr. 24.194-, vegna vatnslagnar á Kúludalsá. Um er að ræða 50% kostnaðar v/ verkhluta sem ekki var tilgreindur í upphaflegu erindi umsækjanda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 61 USN nefnd fór yfir drög að athugasemdum vegna starfsleyfis og samþykkir að vísa þeim til afgreiðslu sveitastjórnar. Bókun fundar Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að gera umsögn USN-nefndar að sinni og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda umsögnina til Umhverfisstofnunar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
    Umsögn sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar má sjá hér.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 61 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingu á deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðis á austursvæði Grundartanga sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að auglýsa tillöguna sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 61 Skipulagsfulltrúi hefur kynnt sér málið.
    USN nefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
    Bókun fundar Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að svara erindinu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 61 Skipulagsfulltrúi lagði fram svör við athugsemdum sem unnin eru af honum og lögmanni sveitarfélagsins í samvinnu við USN nefnd. USN nefnd samþykkir framlagðar tillögur að svörum og vísar málinu til sveitarstjórnar til staðfestingar. USN nefnd vekur athygli á því að athugsemdir bárust frá Faxaflóahöfnum eftir að auglýsingum fresti til að skila inn athugasemdum var lokið. USN nefnd mun því ekki taka efnislega afstöðu til þeirra ábendinga við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar tillögur að svörum við athugasemdum sem bárust við skipulagstillöguna og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda þær til hlutaðeigandi aðila."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
    Athugasemdir og svör sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar við þeim má sjá hér.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 61 Lagt fram og kynnt. USN gerir ekki athugsemdir við breytingar skipulagsins sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Bókun fundar Varoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.8. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

1511017

Fundargerð framlögð.

4.13. og 14. fundir stjórnar nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.

1511029

Fundargerðir framlagðar.
SÁ fór yfir og skýrði efni fundargerðanna.

5.34. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1511030

Fundargerð framlögð.

6.Fjárhagsáætlun 2016-2019.

1509002

Álagning útsvars 2016.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að álagning útsvar á tekjur ársins 2016 skuli vera 13,14%.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Álagning lóðarleigu.

1511009

Frá fjármálastjóra.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu sveitarstjóra og fjármálastjóra um tilhögun endurgreiðslu lóðarleigu ásamt eftirfarandi viðauka:
Viðauki 11 - vegna framangreindrar tillögu að fjárhæð kr. 995.000- á
00035 (Lóðarleiga). Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan ásamt viðauka 11 borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Viðaukar.

1511022

Erindi frá fjármálastjóra.
Viðauki 12 - Á árinu 2015 er búið að úthluta úr styrktarsjóði fjárhæð kr. 855.000-. Sveitarstjórn samþykkir að færa 855.000 kr. af óvissum útgjöldum 21085 og yfir á eftirfarandi deildir:
02089 - 40.000 kr. 04089 - 315.000 kr. 05089 - 200.000 kr. 06089 - 200.000 kr. 07089 - 100.000 kr.
Viðauki 12 borin undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Viðauki 13 - Leiðrétting á starfsmati fór fram í júní 2015. Leiðréttingin gilti frá 1. maí 2014. Sveitarstjórn samþykkir viðbótarfjármagn vegna leiðréttingarinnar 04012 - 861.000 kr. 04022 - 948.000 kr. 04027 - 357.000 kr og 04030 - 330.000 kr. samtals fjárhæð 2.496.000 kr. Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Viðauki 13 borin undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun 2016 og fjárhagsáætlun 2017-2019.

1511014

Frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilinu, dagsett 10. nóvember 2015.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir árið 2016 og 2017-2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Eigendastefna Faxaflóahafna.

1511020

Óskað er eftir því að Hvalfjarðarsveit tilnefni fulltrúa í eigendanefnd Faxaflóahafna sf.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Björgvin Helgason í eigendanefnd Faxaflóahafna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Skipan almannavarna í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi.

1511018

Erindi frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti að kannaðir verði kostir og gallar þess að skipa eina almannavarnarnefnd á Vesturlandi í stað þeirra þriggja sem nú eru starfandi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sér ekki ástæðu til þess að ráðinn verði starfsmaður í hlutastarf komi til slíkrar sameiningar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Beiðni um fund með kjörnum fulltrúum Hvalfjarðarsveitar.

1511023

Frá Skorradalshreppi, dagsett 16. nóvember 2015.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við erindinu og eiga fund með hreppsnefnd Skorradalshrepps. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að finna hentugan fundartíma í samráði við oddvita Skorradalshrepps."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Verksamningur - Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. og Hvalfjarðarsveitar.

1511025

Til samþykktar.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan verksamning og felur sveitarstjóra undirritun hans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
AH og HS sitja hjá við afgreiðsluna.

14.Ósk um framlag til tækjakaupa.

1511026

Erindi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, dagsett 18. nóvember 2015.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kr. 100.000- fjárframlag til tækjakaupa."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Drög að tillögu - viðmið um akstur skólabifreiða.

1511031

Erindi frá sveitarstjóra.
Fyrir fundinum liggja drög að tillögu frá sveitarstjóra, oddvita og formanni fræðslu- og skólanefndar um viðmið um akstur nemenda í Heiðarskóla.
HS tók til máls og lagði fram skriflegar hugmyndir sínar um viðmið varðandi skólaakstur nemenda.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa framlögðum drögum að tillögu ásamt framlögðum hugmyndum HS til umsagnar í fræðslu- og skólanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Drög að nýrri gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

1511032

Erindi frá Akraneskaupstað.
Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Rekstraryfirlit janúar - september 2015.

1511021

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit janúar - september 2015 lagt fram.

18.Glammastaðir - deiliskipulag milli þjóðvegar og Þórisstaðarvatns

1506031

Bréf til Veiðif. Laxár frá Fiskistofu, bréf til Fiskistofu frá Land Lögmönnum og frá Fiskistofu til VALZ ehf.
Bréf lögð fram til kynningar.

19.55. og 56. fundir stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1511013

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

20.138. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

1511019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.82. fundur Sorpurðunar Vesturlands.

1511027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar