Fara í efni

Sveitarstjórn

346. fundur 22. febrúar 2022 kl. 15:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen 2. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Daníel Ottesen, varaoddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Varaoddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2202023 - Bókun á fundi stjórnar Faxaflóahafna 18. febrúar 2022. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2102056 - Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka. Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Björgvin Helgason boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 345

2201018F

Fundargerðin framlögð.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 28

2202002F

Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Fræðslunefnd - 37

2202004F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 37 Fræðslunefnd og mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggja til við sveitarstjórn að myndaður verði starfshópur um framtíðarsýn í leikskólamálum í Hvalfjarðarsveit og að hann verði skipaður leikskólastjóra, fulltrúum leikskólakennara, fulltrúa foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, byggingarfulltrúa, frístunda- og menningarfulltrúa, verkefnastjóra framkvæmda og eigna ásamt formönnum fræðslunefndar og mannvirkja- og framkvæmdanefndar. Verkefni starfshópsins verða að taka saman upplýsingar um núverandi stöðu leikskólamála, vinna þarfagreiningu í tengslum við húsnæðismál og þjónustu leikskóla og koma með tillögur að framtíðaráformum í leikskólamálum sveitarfélagsins. Nefndirnar leggja til að hópurinn skili lokaskýrslu fyrir 30. apríl 2022. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um skipan starfshópsins og aðra þá þætti er fram koma í bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Lyngmelur - lóðaumsóknir - lóðaúthlutun.

2201051

Lóðaúthlutun.
Tímabilið 24. janúar til og með 8. febrúar 2022 voru 14 lóðir auglýstar til úthlutunar við Lyngmel í Melahverfi.

Alls sóttu sex aðilar um lóðirnar.

Útdráttur lóðanna fer fram á sveitarstjórnarfundi og dregur varaoddviti sveitarstjórnar um röð umsækjanda viðkomandi byggingarlóða í votta viðurvist, í samræmi við reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit.

A. Lóðin Lyngmelur nr. 10 og 12 (Parhúsalóð)
Fimm umsóknir bárust í lóðina þar af þrjár gildar, frá eftirtöldum umsækjendum Nýsmíði ehf., Hagaflöt ehf. og GG synir slf.
Dreginn var út umsækjandi Hagaflöt ehf., til vara umsækjandi GG synir slf.

B. Lóðin Lyngmelur nr. 14 og 16 (Parhúsalóð)
Fjórar umsóknir bárust í lóðina þar af tvær gildar, frá eftirtöldum umsækjendum GG synir slf. og Trésmiðjan Akur ehf.
Dreginn var út umsækjandi GG synir slf., til vara umsækjandi Trésmiðjan Akur ehf.

C. Lóðin Lyngmelur nr. 2-4-6-8 (Raðhúsalóðir)
Þrjár umsóknir bárust í lóðirnar frá eftirtöldum umsækjendum Trésmiðjan Akur ehf., Hagaflöt ehf. og Nýsmíði ehf.
Dreginn var út umsækjandi Nýsmíði ehf., til vara umsækjandi Hagaflöt ehf.

F. Lóðirnar Lyngmelur nr. 5, 7, 9, 11, 13 og 15 (einbýlishúsalóðir)
Engar umsóknir bárust og fara lóðirnar því á lista yfir lausar lóðir hjá Hvalfjarðarsveit.

Sveitarstjórn þakkar umsækjendum kærlega fyrir umsóknirnar.

Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

5.Reglur um styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum.

2202019

Endurskoðun.
Framlagðar uppfærðar og endurbættar reglur um Styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir uppfærðar reglur um Styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum sem tengdar eru íbúðarhúsum í Hvalfjarðarsveit með þeim breytingum að hámarksfjárhæð styrks í 6. grein reglnanna hækki úr kr. 500.000 í kr. 750.000 og jafnframt að styrkupphæð þar sem rekstur eða frístundabyggð tengist veitunni hækki úr kr. 250.000 í kr. 375.000."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

2202013

Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Erindið framlagt.

7.Vegasamgöngur í Hvalfjarðarsveit.

2202017

Erindi frá Ólafi Óskarssyni fh. eigenda sumarhúsasvæðis í landi Beitistaða.
Svar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar við erindi Ólafs Óskarssonar fh. eigenda sumarhúsasvæðis í landi Beitistaða.

Frá árinu 2019 hefur verið unnið að gerð nýs aðalskipulags í Hvalfjarðarsveit sem nú hefur verið kynnt fyrir íbúum, fyrirtækjum, nágrannasveitarfélögum og opinberum hagsmunaaðilum líkt og lög gera ráð fyrir. Samhliða þessari vinnu hafa fulltrúar sveitarfélagsins ítrekað kallað eftir framtíðarsýn Vegagerðarinnar á legu þjóðvegar 1 í gegnum Hvalfjarðarsveit, enda er það eitt af hlutverkum Vegagerðarinnar að móta tillögur í samgöngumálum og leggja fram. Skemmst er frá því að segja að lengst af voru viðbrögð ekki mikil þó vel hafi verið tekið í erindið.
Vegagerðin hefur nú loks sett þessa vinnu af stað og er nú að kynna sínar fyrstu tillögur sem VSÓ ráðgjöf hefur unnið fyrir Vegagerðina. Það er að okkar mati mjög jákvætt að sú vinna sé hafin og að Vegagerðin hafi nú kynnt sínar frumtillögur og óski eftir athugasemdum og ábendingum frá íbúum við þær svo snemma í ferlinu. Það auðveldar ráðgjöfum og vegagerðinni að taka tillit til þeirra.
Þessar frumtillögur voru kynntar fyrir sveitarstjórn og umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd í desember sl., eða nokkuð áður en þær voru birtar á vef sveitarfélagsins íbúum til kynningar. Fram kom á kynningu Vegagerðarinnar með sveitarstjórn að þessi vinna væri á frumstigi og ekki sé t.d. farið að meta umhverfisáhrif þeirra tillagna sem fram eru komnar sem og fjölmarga aðra þætti.
Vegagerðin hefur á þessu stigi ekki óskað umsagnar sveitarfélagsins á þessum frumtillögum.
Það er sveitarstjórn ljóst að áskorun er falin í því að finna þjóðvegi 1 stað í umhverfi Hvalfjarðarsveitar, hvort sem það er þar sem núverandi þjóðvegur liggur, á þegar röskuðu svæði, eða á nýju óröskuðu svæði. Sveitarstjórn telur jafnframt að við val á legu þjóðvegarins þurfi einnig að huga að legu nýrra Hvalfjarðargangna sem mun án efa skipta miklu máli því staðsetning nýs gangnamunna hefur mikil áhrif á heildarvegalengdir þjóðvegarins. Það er því skoðun sveitarstjórnar að eðlilegt sé að skoða þessar framkvæmdir heildstætt þ.e ný Hvalfjarðargöng og legu þjóðvegarins í gegnum Hvalfjarðarsveit.

Grunnafjarðarleið.
Það er sú leið sem bréfritari leggur til að verði bætt við sem valkost.
Í aðalskipulögum Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps, tveimur af fjórum þeim sveitarfélögum sem í dag mynda Hvalfjarðarsveit, var gert ráð fyrir veglínu yfir Grunnafjörð. Við afgreiðslu þeirra aðalskipulaga komu fram athugasemdir frá Umverfisstofnun og Skipulagsstofnun þess efnis að Grunnafjörður væri friðlýstur og samþykkt Ramsar svæði. Sá hluti aðalskipulaganna sem snéri að fyrirhugaðri veglínu var því ekki staðfestur af ráðherra. Áðurnefnd veglína var því felld út við gerð núgildandi aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.
Til áréttingar má geta þess að Grunnafjörður var friðlýstur árið 1994 og er svæðið friðland. Tilgangur friðlýsingarinnar er að vernda landslag og lífríki svæðisins, sér í lagi fuglalíf sem er mjög mikið í firðinum. Árið 1996 var svæðið samþykkt sem Ramsar svæði og er því verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi. Grunnafjörður er eina Ramsar svæðið á Íslandi sem liggur að sjó.
Umhverfisvitund hefur sem betur fer aukist mjög á undanförnum árum og nauðsyn þess að vernda líffræðilega fjölbreytni og sérkenni. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lítur á það sem skyldu sína að standa við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem felast í samþykkt um Grunnafjörð sem Ramsar svæði sem og friðlýsingu fjarðarins með verndun bæði landslags og lífríkis hans.

Bréfritari fullyrðir að það sé mat ýmissa ráðamanna og annarra ótilgreindra aðila að þetta sé besti kostur fyrir þjóðveg 1 í Hvalfjarðarsveit, bæði fyrir sveitarfélagið og önnur sveitarfélög á Vesturlandi.
Því er til að svara að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa unnið góða vinnu við gerð samgönguáætlunar Vesturlands þar sem áherslur sveitarfélaga í samgöngumálum á Vesturlandi eru settar fram í einni áætlun. Endurskoðun þeirrar áætlunar stendur nú yfir og hefur Hvalfjarðarsveit átt fulltrúa í þeirri vinnu. Því fer fjarri að í þeirri vinnu eða annars staðar sé ákall eða þrýstingur af hálfu nágrannasveitarfélaga eftir vegi um Grunnafjörð. Það er að minnsta kosti alls ekki upplifun sveitarstjórnarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar að svo sé. Það gera sér hins vegar allir grein fyrir nauðsyn þess að byggja upp þjóðveg 1 í gegnum sveitarfélagið, ekki síst öðrum íbúum á Vesturlandi til hagsbóta og öryggis.

Það er mat sveitarstjórnar að við ákvörðun á legu þjóðavegar 1 í gegnum Hvalfjarðarsveit þurfi að líta til margra þátta og í því felist margvíslegar áskoranir. Það er skoðun sveitarstjórnar að það sé verkefni Vegagerðarinnar að finna og leggja til bestu lausnina í þeim efnum í samráði við sveitarstjórn og íbúa sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn vill að lokum hvetja bréfritara, sem og aðra íbúa, að senda sínar athugasemdir eða ábendingar við framkomnar frumtillögur Vegagerðarinnar. Hægt er að nálgast tillögurnar á vefsjá VSÓ á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Með vinsemd og virðingu, sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar

Svarbréf borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók RÍ.

8.Bókun á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf., 18. febrúar 2022.

2202023

Erindi frá Faxaflóahöfnum sf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til USN nefndar vegna vinnu við gerð nýs aðalskipulags."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók GJ.

9.Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka.

2102056

Umhverfismatsskýrsla-umsagnarbeiðni.
Endurupptaka máls frá síðasta sveitarstjórnarfundi þar sem um er að ræða umhverfismatsskýrslu, ekki tillögu að matsáætlun líkt og getið var í fyrri bókun sveitarstjórnar.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða umhverfismatsskýrslu en vísar að öðru leyti til ábendinga í fyrri bókunar sveitarstjórnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál.

2202009

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

11.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

2202010

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

12.174. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2202012

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Efni síðunnar