Fara í efni

Fræðslunefnd

37. fundur 17. febrúar 2022 kl. 16:30 - 17:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Unnur Tedda Toftum áheyrnafulltrúi
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Inga María Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Helga Jóna Björgvinsdóttir boðaði forföll. Sólrún Jörgensdóttir mætti ekki.

Sigríður Lára Guðmundsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Elín Ósk Gunnarsdóttir og Unnur Tedda Toftum sitja fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Hlynur Sigurdórsson verkefnastjóri framkvæmda og eigna, Guðjón Jónasson formaður mannvirkja- og framkvæmdanefndar, Einar Engilbert Jóhannesson og Marteinn Njálsson sitja fundinn undir þessum lið. Helga Harðardóttir situr fundinn í gegnum fjarfundarbúnað undir þessum lið.

1.Leikskólahúsnæði - þarfagreining 2022

2202016

Sameiginlegur fundur fræðslunefndar og mannvirkja- og framkvæmdanefndar vegna þarfagreiningar á leikskólahúsnæði Skýjaborgar.
Fræðslunefnd og mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggja til við sveitarstjórn að myndaður verði starfshópur um framtíðarsýn í leikskólamálum í Hvalfjarðarsveit og að hann verði skipaður leikskólastjóra, fulltrúum leikskólakennara, fulltrúa foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, byggingarfulltrúa, frístunda- og menningarfulltrúa, verkefnastjóra framkvæmda og eigna ásamt formönnum fræðslunefndar og mannvirkja- og framkvæmdanefndar. Verkefni starfshópsins verða að taka saman upplýsingar um núverandi stöðu leikskólamála, vinna þarfagreiningu í tengslum við húsnæðismál og þjónustu leikskóla og koma með tillögur að framtíðaráformum í leikskólamálum sveitarfélagsins. Nefndirnar leggja til að hópurinn skili lokaskýrslu fyrir 30. apríl 2022.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Efni síðunnar