Fara í efni

Sveitarstjórn

332. fundur 22. júní 2021 kl. 15:03 - 15:48 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Marteinn Njálsson aðalmaður
 • Helgi Magnússon 1. varamaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Brynja Þorbjörnsdóttir boðaði forföll.

Vegna tæknilegra örðugleika misfórst upptaka fundarins.

1.Sveitarstjórn - 331

2106001F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók EÓG.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 142

2106004F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 142 Umrætt heildarsvæði er cirka 233,28 hektarar að stærð ef tekið er mið af Berjadalsá sem landamerkjum milli sveitarfélaganna tveggja.
  Skiptist svæðið gróflega í „láglendissvæði“ ca. 154,33 ha og „fjalllendi“ ca. 78,95 ha.
  Hagsmunir Hvalfjarðarsveitar vegna lands á láglendi eru óverulegir enda er öll starfssemi á svæðinu á vegum Akraneskaupstaðar. Hins vegar telur nefndin að eðlilegt sé að fjallendið sé áfram innan marka Hvalfjarðarsveitar þar sem það verði heildrænt innan marka sama skipulagssvæðis

  Í ljósi erindis Akraneskaupstaðar og þeirra hagsmuna sem Akraneskaupstaður hefur af færslu sveitarfélagamarka/lögsögumarka sveitarfélaganna vegna fyrirliggjandi hugmynda um uppbyggingu á svæðinu, samþykkir umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fyrir sitt leyti færslu sveitarfélagamarka milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar fyrir „láglendi“ svæðisins, skv. línu sem dregin væri milli fjalllendisins og skógræktarsvæðis Skógræktarfélags Akraness (sjá meðfylgjandi uppdrætti).
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um færslu á sveitarfélagamörkum á láglendi milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Mörk sveitarfélaganna verði óbreytt í Akrafjalli sbr. meðfylgjandi uppdrætti."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, HH sat hjá og EÓG var á móti.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 142 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Fornastekk 14, 15, 17, 18, 24, 26 og landeiganda.


  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum við Fornastekk 14, 15,17,18,24,26 og landeiganda, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 142 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Neðstaás 3, 4, 5, 7, 8, 19, 20 og landeiganda.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum við Neðstaás 3,4,5,7,8,19,20 og landeiganda, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 142 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi þegar borist hafa jákvæðar umsagnir frá eftirtöldum aðilum: Vegagerðinni, verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar vegna ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar, Rarik vegna dreifikerfis og Minjastofununar.
  Fyrir liggur samþykki eiganda Melaleitis, Belgsholts, Mela og Áss.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að veita framkvæmdaleyfi þegar jákvæðar umsagnir hafa borist frá Vegagerðinni, Verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar vegna ljósleiðara, Rarik vegna dreifikerfis og Minjastofnun."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

  Elín Ósk Gunnarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 142
  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi þegar borist hafa jákvæðar umsagnir frá eftirtöldum aðilum: Vegagerðinni, verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar vegna ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar, Rarik vegna dreifikerfis og Minjastofununar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að veita framkvæmdaleyfi þegar jákvæðar umsagnir hafa borist frá Vegagerðinni, Verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar vegna ljósleiðara, Rarik vegna dreifikerfis og Minjastofnun."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 142 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að veita framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar skiltisins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 37

2106002F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 37 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitastjórn að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða verkið út, ganga frá verksamningi og hefja framkvæmdir. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða verkið út, ganga frá verksamningi og hefja framkvæmdir."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • 3.2 2103093 Krossland
  Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 37 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að taka upp malbik á um 50 m kafla á götunni Krossvöllum, skipta út efsta hluta fyllingar með betra styrktarlagi og malbika að nýju. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að leita tilboða,ganga frá verksamningi og hefja framkvæmdir á verkinu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar vegna endurbóta á götunni Krossvöllum og að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita tilboða, ganga frá verksamningi og hefja framkvæmdir á verkinu. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 5mkr. á deild 10030, lykil 4636 en auknum útgjöldum verður mætt annars vegar með 2mkr. lækkun af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971 og hins vegar með 3mkr. lækkun á handbæru fé."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  Til máls tók DO.

4.Fræðslunefnd - 30

2106003F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Fræðslunefnd - 30 Leiðrétting á fyrri útreikningi tímaúthlutunar í Heiðarskóla. Heildartímafjöldi fyrir skólaárið 2021-2022 verður 305,4 kennslustundir. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að leiðréttum útreikningum tímaúthlutunar í Heiðarskóla. Heildartímafjöldi fyrir skólaárið 2021-2022 verður 305,4 kennslustundir. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 3.260.000 á deild 04022, lykla 1180, 1810, 1820, 1830, 1910 og 1940 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 30 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tímabundna fjölgun stöðugilda stuðningsfulltrúa við Heiðarskóla sem nemur 75% starfi frá 16. ágúst 2021 - 8. júní 2022. Stöðugildi stuðningsfulltrúa við skólann verða þá 3,0.

  Samkvæmt fyrri samþykktum verður jafnframt aukning sem nemur 0,8 stöðugildum í sérkennslu/stoðþjónustu í Heiðarskóla næsta skólaár 2021-2022 og verða stöðugildi fagaðila í sérkennslu/stoðþjónustu því 1,8. Umtalsverð stöðugildaaukning verður því í stoðþjónustu skólans á milli skólaára.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að tímabundinni fjölgun stöðugilda stuðningsfulltrúa við Heiðarskóla eða sem nemur 75% starfi frá 16. ágúst 2021 til 8. júní 2022. Stöðugildi stuðningsfulltrúa verða þá 3,0. Samkvæmt fyrri samþykktum verður jafnframt aukning sem nemur 0,8 stöðugildum í sérkennslu/stoðþjónustu í Heiðarskóla næsta skólaár 2021-2022 og verða stöðugildi fagaðila í sérkennslu/stoðþjónustu því 1,8. Umtalsverð stöðugildaaukning verður því í stoðþjónustu skólans á milli skólaára. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 2.150.000 á deild 04022, lykla 1210, 1235, 1810, 1816, 1820, 1830, 1910 og 1940 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Rekstraryfirlit janúar-apríl 2021.

2106066

Framlagt fjárhagsyfirlit.
Rekstraryfirlitið framlagt.
Ingunn Stefánsdóttir, skrifstofustjóri, sat fundinn undir þessum lið og fór yfir yfirlitið.

Til máls tók DO.

6.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - tækjabúnaður.

2103114

Minnisblað frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir kostnaðarþátttöku vegna kaupa á útkallsbíl fyrir slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar sbr. framlagt minnisblað frá slökkviliðsstjóra. Sveitarstjórn samþykkir að gerður verði viðauki nr. 3 við samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftirlit á sama grundvelli og viðauki nr. 2. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun ársins 2021 en um er að ræða 1,4mkr. fjárfestingu á deild 32051, lykil 7327, aukinni fjárfestingu verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. árið 2021.

2106063

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Styrktarbeiðni.

2106064

Erindi frá S.E.M, samtökum endurh. mænuskaddaðra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og veita styrk að fjárhæð kr. 50.000."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Samstarf safna á Vesturlandi.

2106065

Samantekt unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Erindið framlagt.

10.206. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2106016

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

11.899. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2106062

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:48.

Efni síðunnar