Fara í efni

Fræðslunefnd

30. fundur 18. júní 2021 kl. 08:00 - 08:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Dagný Hauksdóttir formaður
 • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Brynjólfur Sæmundsson ritari
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
 • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
 • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
 • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
 • Bára Tómasdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
 • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
 • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
 • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfsáætlun Skýjaborgar 2021-2022

2106058

Starfsáætlun Skýjaborgar.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun Skýjaborgar 2021-2022.

2.Tímaúthlutun í Heiðarskóla 2021-2022

2104014

Leiðrétt skjal - óskir um tímaúthlutun 2021-2022 í Heiðarskóla.
Leiðrétting á fyrri útreikningi tímaúthlutunar í Heiðarskóla. Heildartímafjöldi fyrir skólaárið 2021-2022 verður 305,4 kennslustundir.

3.Beiðni um tímabundna aukningu á stöðugildum stuðningsfulltrúa í Heiðarskóla

2105031

Beiðni um fjölgun stöðugilda stuðningsfulltrúa í Heiðarskóla.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tímabundna fjölgun stöðugilda stuðningsfulltrúa við Heiðarskóla sem nemur 75% starfi frá 16. ágúst 2021 - 8. júní 2022. Stöðugildi stuðningsfulltrúa við skólann verða þá 3,0.

Samkvæmt fyrri samþykktum verður jafnframt aukning sem nemur 0,8 stöðugildum í sérkennslu/stoðþjónustu í Heiðarskóla næsta skólaár 2021-2022 og verða stöðugildi fagaðila í sérkennslu/stoðþjónustu því 1,8. Umtalsverð stöðugildaaukning verður því í stoðþjónustu skólans á milli skólaára.

4.Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats í Skýjaborg Hvalfjarðarsveit 2018

1810034

Framkvæmd umbótaáætlunar í Skýjaborg.
Lagt fram til kynningar.

5.Stöðugildi í Skýjaborg 2021-2022

2104015

Endurskoðun á barnafjölda og starfsmannaþörf í Skýjaborg 2021-22.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Efni síðunnar