Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

37. fundur 16. júní 2021 kl. 16:00 - 17:10 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson aðalmaður
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
  • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá

1.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Verkís hefur lokið við vinnu við hönnunar- og útboðsgögn frá Háamel að Eiðisvatni.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitastjórn að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða verkið út, ganga frá verksamningi og hefja framkvæmdir.

2.Krossland

2103093

Hjálagt er minnisblað Mannvits vegna úttektar á götum Krosslands.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að taka upp malbik á um 50 m kafla á götunni Krossvöllum, skipta út efsta hluta fyllingar með betra styrktarlagi og malbika að nýju. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að leita tilboða,ganga frá verksamningi og hefja framkvæmdir á verkinu.

3.Heiðarskóli - Þak

2008023

Verkís hefur lokið við úttekt á þaki Heiðarskóla og hefur skilað inn minnisblaði varðandi úrbætur.
Beðið er eftir kostnaðaráætlun Verkís til frekari ákvarðana.

4.Hitaveita

2009013

Vinna vegna hönnunar stofn og dreifikerfis hitaveitu frá stút Veitna ohf við Beitistaði og inn Leirársveitina er langt komin. T.S.V s/f hefur skilað inn minnisblaði sem sýna þrjár leiðir (sviðsmyndir) til kynningar.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að vinna málið áfram með T.S.V. s/f í samræmi við umræður fundarins.

5.Viðhaldsáætlun - 2021-2023

2010046

Viðhaldsáætlun kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhaldsáætlunar 2021.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Efni síðunnar