Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

142. fundur 15. júní 2021 kl. 15:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá
Jóhanna Harðardóttir mætti ekki á fundinn.

1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Farið yfir stöðu á vinnslu endurskoðun aðalskipulags 2020-2032
Formaður nefndarinnar fór yfir stöðu mála vegna endurskoðunar Aðalskipulags 2020-2032.

2.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk).

2101013

Erindi frá Akraneskaupstað.
Á 322. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 26.01.2021 var tekið fyrir erindi dags. 13.01.2021 frá Akraneskaupstað þar sem óskað var eftir færslu sveitarfélagamarka þ.e.a.s. breyttum lögsögumörkum milli sveitarfélaganna.
Samþykkti sveitarstjórn að vísa erindinu til umsagnar hjá Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar.
Málið var tekið fyrir á fundi þann 01.06.2021 hjá Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd og var málið frestað til næsta fundar.

Um er að ræða land sem kallað er Grjótkelduflói og Slaga, þar sem fyrirhugað er að atvinnustarfsemi muni rísa í framtíðinni og óskar bæjarstjórn Akraness eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samkomulag verði gert um færslu sveitarfélagamarka (staðarmarka) sbr. fylgigögn sem fylgdu með erindinu.

Í erindi Akraneskaupstaðar var vísað til 3. mgr. 4. gr. laga um sveitarfélög nr. 138 frá 2011, sem tilgreinir staðarmörk sveitarfélaga og getur ráðherra breytt mörkum sveitarfélaga ef samkomulag er um slíkt milli sveitarfélaga.

Með erindinu fylgdu eftirfarandi gögn/skjöl auk fleiri gagna sem skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar hefur aflað í kjölfar erindis Hvalfjarðarsveitar.

1)
Bréf frá bæjarstjóra Akraneskaupstaðar dags. 13.01.2021.
2)
Yfirlýsing um lögsögumörk milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar, ódagssett skjal.
3)
Yfirlitskort af landamerkjum á svæðinu, ódagsett skjal.
4)
Dwg-skrá (Auto-Cad) með landamerkjum sbr. punktur nr. 3.
5)
Punktatafla með skýringum á hnitum í dwg-skrá.
6)
Landamerki Akraneskaupstaðar austan og norðan Berjadalsár dags. 18.05.2020, ásamt viðaukum.

Í kjölfar afgreiðslu sveitarstjórnar var erindið tekið fyrir á 131. fundi umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar þann 16. febrúar 2021 og samþykkti nefndin að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kalla eftir ábendingum/athugasemdum aðliggjandi landeigenda vegna marka landeigna vegna erindisins.

Var landeigendum aðliggjandi lands kynnt erindi Akraneskaupstaðar og boðið að koma með ábendingar eða gera athugasemdir við þau landamerki sem vísað var til í fylgiskjölum í gögnum Akraneskaupstaðar, áður en Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fjallaði um erindið að nýju.
Óskað var eftir að athugsemdir eða ábendingar lægju fyrir í síðasta lagi 18. maí 2021.
Ekki var um að ræða grenndarkynningu eða slíkt, heldur var um að ræða kynningu á þeim landamerkjagögnum sem lágu til grundvallar í erindi Arkaneskaupstaðar og sem kunnu að varða hagsmuni aðliggjandi landeigenda.
Engar athugasemdir bárust frá landeigendum.

Umrætt land sem í daglegu tali er kallað Grjótkelduflói og Slaga hefur verið í eigu Akraneskaupstaðar síðan árið 1928 en er innan sveitarfélagamarka Hvalfjarðarsveitar.
Á svæðinu er skógræktarreitur á vegum Skógræktarfélags Akraness á um 30-40 ha svæði, þar er efnislosunarsvæði eða svokallaður jarðvegstippur á vegum Akraneskaupstaðar, þar er Skotfélag Akraness með æfingasvæði skotfélagsins þar sem er rekstur skotíþróttavalla- og æfingasvæðis ólympískra íþróttagreina en starfsemin hófst árið 1995, á svæðinu eru beitarhólf fyrir hross og sauðfé, þar eru gönguleiðir og útivistarstígar svo sem í tengslum við Akrafjall, reiðleiðir og svo mætti áfram telja. Á svæðinu er því fjölbreytt landnotkun og aðstaða henni tengd
Umrætt heildarsvæði er cirka 233,28 hektarar að stærð ef tekið er mið af Berjadalsá sem landamerkjum milli sveitarfélaganna tveggja.
Skiptist svæðið gróflega í „láglendissvæði“ ca. 154,33 ha og „fjalllendi“ ca. 78,95 ha.
Hagsmunir Hvalfjarðarsveitar vegna lands á láglendi eru óverulegir enda er öll starfssemi á svæðinu á vegum Akraneskaupstaðar. Hins vegar telur nefndin að eðlilegt sé að fjallendið sé áfram innan marka Hvalfjarðarsveitar þar sem það verði heildrænt innan marka sama skipulagssvæðis

Í ljósi erindis Akraneskaupstaðar og þeirra hagsmuna sem Akraneskaupstaður hefur af færslu sveitarfélagamarka/lögsögumarka sveitarfélaganna vegna fyrirliggjandi hugmynda um uppbyggingu á svæðinu, samþykkir umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fyrir sitt leyti færslu sveitarfélagamarka milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar fyrir „láglendi“ svæðisins, skv. línu sem dregin væri milli fjalllendisins og skógræktarsvæðis Skógræktarfélags Akraness (sjá meðfylgjandi uppdrætti).
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

3.Narfastaðaland 1 no. 1A - stofnun lóða Engjalækjar 1-4

2106052

Umsókn um stofnun Þriggja lóða Engjalækar 1-4 úr landi Narfastaðaland 1 no.1A (203933)
Umbeðin gögn bárust ekki fyrir fundinn. Afgreiðslu frestað.4.Fornistekkur 16 - umsókn um byggingarleyfi

2105016

Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð Fornistekk 16
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Fornastekk 14, 15, 17, 18, 24, 26 og landeiganda.


5.Neðstiás 5 - Sumarhús

2007008

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 70m² sumarhús á lóðinni.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Neðstaás 3, 4, 5, 7, 8, 19, 20 og landeiganda.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi

2106050

Sótt er um framkvæmdaleyfi til að leggja hitavatnslöng frá þjóðvegi 1, við Melasveitarvegamót nyrðri, að Ási ásamt 4.97m² dæluhúsi
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi þegar borist hafa jákvæðar umsagnir frá eftirtöldum aðilum: Vegagerðinni, verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar vegna ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar, Rarik vegna dreifikerfis og Minjastofununar.
Fyrir liggur samþykki eiganda Melaleitis, Belgsholts, Mela og Áss.

7.Umhverfismál í Melahverfi.

2104058

Erindi vegna umhverfismála í Melahverfi.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd þakkar bréfritara fyrir innsendar athugasemdir og ábendingarnar og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og byggingarfulltrúa að funda með viðeigandi aðilum, þ.m.t Heilbgrigðiseftirliti Vesturlands um málið.

8.Umhverfismál í Melahverfi.

2106051

Erindi frá Björgvini Þorleifssyni og Hönnu Ásgeirsdóttur íbúum við Lækjarmel 17, Melarhverfi áður Litla-mel, Stóra lambhaga.

Við undirrituð, undrumst hve sóðalegt og subbulegt Melahverfið er, sérstaklega Lækjarmelur. Það fyrsta sem sést þegar keyrt er inn í hverfið er íbúðarhús sem hefur verið í byggingu í sirka 15-20 ár og allt draslið þar í kring, þar er einnig að sjá gám sem þar hefur staðið í mörg ár.
Við undrumst einnig þann fjölda númerslausra bíla sem sjá má við Lækjarmel en þeir telja um 20-25 bíla. Þeim er lagt í innkeyrslum, á göngustígum, stéttum og öðrum opnum svæðum sveitarfélagsins. Lækjarmelur líkist helst iðnaðarhverfi sem okkur hugnast illa, við töldum okkur vera að flytja í íbúðarhverfi. Þar má telja að séu um 2-4 nokkurs konar bílaverkstæði með tilheyrandi sóðaskap, olíu, rafgeyma og fleira.
Við skorum á sveitarstjórn og heilbrigðiseftirlit að taka til hendi og vinna eftir reglugerð byggingarfulltrúa 210 gr. Byggingarreglugerðar.

Með fyrirfram þökk og von um skjót vinnubrögð.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd þakkar bréfritara fyrir innsendar athugasemdir og ábendingarnar og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og byggingarfulltrúa að funda með viðeigandi aðilum, þ.m.t Heilbgrigðiseftirliti Vesturlands um málið.

9.Ósk um leyfi fyrir lagnir í jörð í landi Narfastaða samkvæmt teikningu

2106056

Fyrirhugað er að leggja lagnir í jörðu í landi Narfastaðalandi 6 með afleggjara að norðanverðu, í landi Narfastaða ehf, að tengivirkjum hitaveitu og ljósleiðara upp við þjóðveg.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi þegar borist hafa jákvæðar umsagnir frá eftirtöldum aðilum: Vegagerðinni, verkefnastjóra framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar vegna ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar, Rarik vegna dreifikerfis og Minjastofununar.

10.Breytingar á jarðalögum 1. júlí 2021.

2106001

Erindi vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004
Lagt fram og kynnt.

11.Ályktanir af aðalfundi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2021.

2106054

Ályktuninni er beint til sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveitar, Umhverfisráðherra, Landbúnaðarráðherra, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Faxaflóahafna, Norðuráls, Þróunarfélags Grundartanga, þingmanna Norðvesturkjördæmis og viðkomandi búnaðarfélaga.
Lagt fram og kynnt.

12.Framkvæmdaleyfi fyrir skilti

2106057

Umsókn um uppsetningu fyrir skilti í landi Leirár.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar