Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

127. fundur 01. desember 2020 kl. 16:00 - 18:50 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.DSK-Krossland enduskoðað skipulag.

2002004

Í gildandi deiliskipulagi sem fellur úr gildi við samþykkt nýs deiliskipulags eru nokkrar breytingar sem hafa verið gerðar á því og talin er þörf á að taka saman þær breytingar og gera fyrirhugaðar breytingar í nýju endurskoðuðu skipulagi.
Tillagan gerir ráð fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu með mismunandi húsagerðum til að mæta auknum kröfum varðandi uppbyggingu og stækkun í kringum þéttbýlið í nálægð við Akranes og höfuðborgarsvæði. Gert er ráð fyrir allt að 126 íbúðum á 31 lóð.
Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir athugsemdir og ábendingar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Minjastofnunar Íslands og Veitna. Nefndin vill benda á að deiliskipulagið er unnið með tilliti til inntaksrýma og lögna úr hönnunargrunni frá Veitum.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 40. og 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.

2.Br, á deiliskipulagi Melahverfi II

2007004

Deiliskipulagsbreytingin felst í meginatriðum að breyta skipulagsmörkum með hliðsjón af skógræktarsvæðinu og draga úr umfangi íbúðarbyggðar þar. Innan breyttra deiliskipulagsmarka Melahverfis II er fyrirkomulagi lóða og skilmálum um íbúðalóðir breytt.
Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ein athugsemd barst á auglýstum tíma sem gerir athugsemd við göngustíg neðan Háamels.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til að halda göngustígum þar sem íbúar sveitarfélagsins geti notið umhverfisins og skógræktarsvæðisins sem verður hluti af stígakerfi Melahverfis.
Nefndin tekur undir athugasemdir og ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.

3.Hlíðarbær-nýtt deiliskipulag

2007003

Ný deiliskipulagstillaga sem fellir eldra skipulag úr gildi. Í nýju deiliskipulagi er svæðið töluvert minna og ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu.
Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir athugasemdir og ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 40. og 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.

4.Bjarkarás-breyting á deiliskipulagi

2011057

Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Bjarkáráss í Hvalfjarðarsveit sem felur í sér breytingu á skipulags- og byggingarskilmálum íbúðarbyggðar fyrir lóð Bjarkarás 6. Skipulagsuppdráttur er óbreyttur.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa br. á deiliskipulaginu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Draghálsvirkjun

1809044

Mögulegar breytingar á stíflu og inntaksmannvirkjum Draghálsvirkjunar.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að boða málsaðila á fund með nefndinni.

6.Umsagnarbeiðni vegna efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit

2011019

Tillaga að matsáætlun á umhverfisáhrifum á efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit.
Hvalfjarðarsveit barst í nóvember 2020 bréf þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun vegna efnistöku BM Vallár í Skorholtsnámu við Grunnafjörð. Í dag er náman skilgreind sem
setnáma/sjávarkambur þar sem áætlað er að taka um 500-800 þúsund m³ af efni úr námunni á
4,8 ha svæði. Til stendur að stækka efnistökusvæðið í 12,5 ha og vinna allt að 2,5 milljón m3 af malarefni sem verður notað til steypugerðar.
Í tillögu að matsáætlun kemur fram að fjallað verði sérstaklega um eftirfarandi umhverfisþætti:
- Jarðfræði og jarðmyndanir
- Landslag og sjónrænir þættir
- Umferð
- Fornleifar.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd vill koma eftirfarandi athugasemd á framfæri.
Gert er ráð fyrir að fjarlægja allt að 70 cm þykkt moldar- og leir jarðvegslag af yfirborðsefni. 70 cm þykkt lag á 12,5 ha svæði eru alls 87.500 m³.
Tryggt verði að ekki skapist fokhætta af yfirborðsefni.
Gerð verði frekari grein fyrir frágangi námunnar að efnistöku lokinni.
Að öðru leyti gerir nefndin ekki frekari athugasemdir við tillögu að matsáætlun.

7.Álfheimar 10 - Gestahús

2011052

Óskað er eftir umsögn nefndarinnar vegna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir gestahúsi.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd getur ekki heimilað byggingarleyfi fyrir gestahúsi á lóðinni þar sem skipulagið heimilar ekki framkvæmdir utan byggingarreits sem er 20X20m eða 400m² og einnig er áréttað í lóðarleigusamningi, "leigutaka er heimilt að reisa bústað á leigulóðinni og skal hann vera innan byggingarreits, eins og hann er sýndur á lóðarkorti".

8.Stóri-Lambhagi 3 - L133658 - Breyting á notkun - Mhl.04+05

2011054

Eigandi lóðarinnar Stóri-Lambhagi 3, L133658 óskar eftir breytingum á mhl.04 og 05.
Óskað er eftir að breyta notkun á mhl.04 úr fjárhúsi í hesthús og mhl.05 úr hlöðu í frístundahús og vélageymslu.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarsjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir nærliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Narfastaðir 4-reitur 2

2011046

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir neysluvatni í landi Narfastaða 4 - reitur 2.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.

10.Reiðvegur í landi Kúludalsá.

2008007

Erindi frá Jóni Valgeiri Björgvinssyni vegna lagningu reiðvegar í landi Kúludalsár.
Umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd fór yfir málsmeðferð og afgreiðslu þess tíma sem fór í aðalskipulagsferli.
Gerðar voru breytingar á aðalskipulagi 2008-2020 Hvalfjarðarsveitar fyrir Kúludalsá, Kirkjuból og Innra-Hólmi þar sem tillagan var kynnt í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga á opnun íbúarfundi 27. janúar 2011, sbr. auglýsingar frá 22. og 26. janúar 2011. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laganna frá 4.apríl til 23. maí 2011.
Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum og var tillagan samþykkt í sveitarstjórn 14.júní 2011 með þeirri breytingu að tengingu á milli göngu- og reiðleiða var hliðrað til austurs úr landi Kúludalsár 2 yfir á land Kúludalsár. Sveitarstjórn auglýsti aðalskipulagsbreytinguna í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Skessuhorni 28. og 29. júní 2011.
Ekki hafa fundist gögn sem staðfesta útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir reiðveginum.

11.Tilkynning um niðurfellingu Eystri-Leirárgarðavegar 1 - 5062-01 af vegaskrá

2011031

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er föst búseta ekki lengur fyrir hendi og uppfyllir vegurinn því ekki skilgreint skilyrði þess að teljast til þjóvegar. Áformað er að fella Eystri-Leirárgarðavegar 1 -5062-01 af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

12.Skilti-Fyrirspurn

2010083

Erindi frá Alexander Eiríkssyni.
Umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd tók fyrir fyrirspurn um uppsetningu á skilti við hringtorg við Hvalfjarðargöngin. Nefndin hafnar beiðninni þar sem hún fellur ekki að reglum um gr. 6.4 og gr. 6.9.2 um skilti í Hvalfjarðarsveit sem samþykkt var 14. desember 2010.

13.Fyrirspurn-deiliskipulag Túnfótar

2011011

Erindi frá Axel Helgasyni vegna afgreiðslu á deiliskipulagi Túnfótar í landi Þórisstaða.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram.

14.Skotsvæði Akranes-starfsleyfi

2011053

Óskað er eftir framlengingu á timabundnu starsfleyfi fyrir æfingasvæði Skotfélags Akranes fyrir árið 2021.
Afgreiðslu frestað.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa og formanni nefndarinnar er falið að funda með málsaðilum í samræmi við umræður á fundinum.
AH vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Efni síðunnar