Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

22. fundur 16. ágúst 2023 kl. 15:30 - 18:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Fjallskil 2023

2308028

Fjallskilaseðill Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2023.

Göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit 2023.
Tillaga til sveitarstjórnar að fjallaskilaseðli Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2023.

A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar.
Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt.
Fyrri Núparétt er sunnudaginn 10. september kl:13 og seinni rétt laugardaginn 23. september þegar smölun lýkur.
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru.
Fyrri Reynisrétt er laugardaginn 16. september þegar smölun lýkur.
Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Sigurgeir Guðni Ólafsson.
Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.

C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir.
Fyrri Svarthamarsrétt sunnudaginn 17. september kl: 10 og seinni rétt sunnudaginn 1. október þegar smölun lýkur.
Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen.
Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.

Þá leggur nefndin til að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar og salernisaðstaða, að höfðu samráði við réttarstjóra og kvenfélagið Lilju.

2.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023.

2307018

Fundarboð.

Umhverfisstofnun bendir fulltrúum náttúruverndarnefnda og starfsmönnum sveitarfélaga á að ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn á Ísafirði þann 12. október 2023.

Að undirbúningi fundarins koma, auk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa.

Nánari upplýsingar um fundinn í ár, dagskrá hans og skráningu verða sendar út í september.

USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að tveir fulltrúar úr nefndinni sæki fundinn.

3.Ágangur búfjár.

2302008

Erindi frá Bændasamtökum Íslands.
Lagt fram til kynningar.

4.Qair, umsögn um matsskyldu vegna vetnisframleiðslu.

2305052

Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um vetnisframleiðslu á Grundartanga en framkvæmdin er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu skv. 19. gr. og lið 6.02 í 1. viðauka í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar kemur m.a. fram að Skipulagsstofnun hefur fallist á matsáætlunina með skilyrðum og telur stofnunin að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Kærufrestur var til 11. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsögn um matsáætlun vegna framleiðslu á vistvænum orkugjöfum á Grundartanga.

2301035

Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um eldsneytisframleiðslu á Grundartanga en framkvæmdin er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar kemur m.a. fram að stofnunin hefur fallist á matsáætlunina með skilyrðum.
Lagt fram til kynningar.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfulltrúi vék af fundi.

6.Efra-Skarð, aðalskipulagsbreyting

2308012

Lögð fram óveruleg breyting á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er varðar breytta landnotkun í landi Efra-Skarðs.

Einnig fylgdi með skýrsla um ofanflóðahættumat.

Breytingin varðar sveitarfélagsuppdrátt, afmörkun frístundabyggðar stækkar og breytist til samræmis við fyrirhugað nýtt deiliskipulag á svæðinu og minnkar skógræktar- og landgræðslusvæði og landbúnaðarland á móti stækkun frístundabyggðar. Afmörkun landnotkunarsvæða breytist svo sem frístundabyggð, skógræktarsvæði og landbúnaðarsvæði.
Að mati USNL-nefndar er breytingin óveruleg og hefur óverulegar breytingar á landnotkun í för með sér og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði sbr. gátlisti fyrir mat á því hvort breytingin sé óveruleg sem fylgir með skipulagstillögunni.
Samþykkt að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

7.Efra-Skarð, deiliskipulagsbreyting.

2305059

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í landi Efra Skarðs.

Einnig fylgdi með skýrsla um ofanflóðahættumat.

Deiliskipulagið er innan frístundabyggðar F6, landbúnaðarsvæðis L2 og svæðis fyrir verslun og þjónustu VÞ13 skv. Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Aðkoma að svæðinu er um heimreiðina að Efra-Skarði frá Svínadalsvegi. Skipulagssvæðið er um 26 ha að stærð og innan þess er skilgreind frístundabyggð tæplega 17 ha að stærð, verslunar- og þjónustusvæði (lóð félagsheimilis) tæplega 4 ha að stærð, tvær íbúðarlóðir á landbúnaðarlandi um 4 ha að stærð og frístundalóð með 29 byggingarreitum. Hluti frístundabyggðar er innan fjarsvæðis vatnsverndar auk þess sem vatnsból VB3 er innan þess. Fyrir er á jörðinni íbúðarhús og útihús.

Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur núverandi deiliskipulag úr gildi.
USNL-nefnd samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum sem skipulagsfulltrúa er falið að koma á framfæri við landeigendur/skipulagshöfund.
Ekki er þörf á lýsingu þar sem um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess sem megin forsendur vegna nýs deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. greinar og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

8.Ós - stofnun lóða - Ós 4 og Ós 5.

2306031

Erindi frá Ólafi Þorsteinssyni f.h. landeigenda.

Sótt er um stofnun tveggja nýrra lóð úr landi Óss, landeignanúmer 133644.

Nýjar lóðir munu heita Ós 4, stærð 8.085 m2 og Ós 5, stærð 7.837 m2.

Umræddar lóðir eru vegna kynslóðaskipta á jörðinni, eru í tengslum við núverandi bæjartorfu á Ósi, eru á jaðri landbúnaðarlands en ekki á samfelldu ræktunarlandi, og samræmast því skilmálum fyrir landbúnaðarland sbr. ákvæði í kafla 7 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Kvöð verður fyrir lóðirnar um aðgang að neysluvatnslögn sem liggur að Ósi 1, einnig kvöð um aðkomuveg/aðgengi að lóðunum um land Óss.

Friðlýsing á Blautósi og Instavogsnesi nær ekki að ströndinni við Ós sbr. vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðirnar Ós 4 og Ós 5 úr landi Óss, landeignanúmer 133644 með fyrirvara um að skilað verði undirrituðu eyðublaði F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

9.Umsögn um endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.

2306040

Erindi frá Borgarbyggð.

Óskað er umsagnar um skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.

Kynning lýsingarinnar er skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið sem varða efni lýsingarinnar berist fyrir 04.09.2023 í gegnum rafræna skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

USNL-nefnd gerir á þessu stigi máls ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

10.Fögruvellir 1 og 3. Fyrirspurn um fjölgun íbúða

2303028

Erindi frá Vali Sigurðssyni hjá Valhönnun f.h. Fasteflis ehf, dags. 8. júní 2023 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Fögruvelli 1-3, en breytingin varðar aðallega lóðina Fögruvelli 1.

Í breytingunni felst að fjölga íbúðum á heildar reitnum úr 60 í 66 og að skyggni/skjólþök megi fara allt að 1 meter út fyrir byggingarreit. Búið er að auka magn bílastæða á lóðunum.

Á lóðinni Fögruvöllum 1 verður skv. breytingunni heimilt að byggja 30 íbúðir, á Fögruvöllum 2 verður heimilt að byggja 14 íbúðir og á Fögruvöllum 3 verður heimilt að byggja 22 íbúðir, samtals 66 íbúðir. Skv. gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir að á heildarreitnum væri heimilt að byggja 60 íbúðir, í stað 66 skv. þessari breytingartillögu. Nýtinarhlutfall lóðar verður óbreytt 0,76.
USNL-nefnd ákveður að fresta málinu, skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.

11.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.

2102151

Sagt frá fundi sem formaður USNL-nefndar og skipulagsfulltrúi áttu með Eflu-Verkfræðistofu vegna skipulagsverkefna í Melahverfi.
Formaður USNL-nefndar og skipulagsfulltrúi sögðu frá fundinum og var þeim falið að vinna áfram að málinu.

12.Litli Botn, samruni lóða.

2307004

Petra Steinunn Sveinsdóttir f.h. Kristínar S. Pétursdóttur, sækir um leyfi fyrir samruna tveggja samliggjandi lóða í landi Litla-Botns.

Um er að ræða lóðirnar Litla Botnland, landeignanúmer 133201, stærð 15.200 m2 og Litla Botnsland 3, landeignanúmer 224377, stærð 26,1 ha.

Lóðirnar eru báðar í eigu sama aðila.

Landeignanúmer hinnar sameinuðu lóðar verður 133201 og heiti hennar Litla-Botnsland.

Allar fasteignir sem eru á lóðunum fylgja með og verða hluti af hinni nýju sameinuðu lóð.
USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að sameina lóðirnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

13.Holtavörðuheiðarlína 1

2012054

Erindi frá Landsneti hf.

Eins kynnt hefur verið m.a. á fundum með landeigendum, verkefnaráði og á vettvangi sveitarfélaga lagði Landsnet fram nýjan valkost varðandi Holtavörðuheiðarlínu 1, um 25 km kafla um Hallarmúla og Grjótháls. Eftir samtöl við hagaðila m.a. landeigendur á línuleið nýs valkostar, leitaði Landsnet til Skipulagsstofnunar og óskaði eftir leiðbeiningum varðandi hvernig best væri fyrirkomið aðkomu hagaðila vegna valkostarins.Skipulagsstofnun hefur nú sent Landsneti sína niðurstöðu. Stofnunin leggur til að Landsnet útbúi greinargerð um hinn nýja valkost, viðbót við matsáætlun, þar sem fjallað er um legu hins nýja valkostar, hvaða umhverfisþætti á að leggja mat á, fyrirhugaðar og fyrirliggjandi rannsóknir sem taka til valkostsins og þess svæðis sem hann mun liggja um og um framsetningu niðurstaðna matsins í umhverfismatsskýrslu. Skipulagsstofnun mun síðan kynna þessa greinargerð um nýjan valkost við Holtavörðuheiðarlínu 1 opinberlega þar sem leyfisveitendum, umsagnaraðilum og hagaðilum verður gefin kostur á að veita umsögn um valkostinn. Kynningartími greinargerðarinnar verður 4 vikur og í kjölfarið mun Skipulagsstofnun veita umsögn sem verður þá viðbót við fyrirliggjandi álit stofnunarinnar um matsáætlun frá 21. júlí 2022.Vinna er hafin við gerð greinagerðar vegna hins nýja valkostar og er vonast eftir að umsagnarferlið geti hafist um eða eftir miðjan ágúst. Boðað verður til fundar þegar greinagerðin er tilbúin, til að fara yfir innihald hennar, umsagnarferlið sem og aðra þætti sem óskað hefur verið eftir að fjallað verði nánar um, s.s. jarðstrengi, segulsvið ofl.
Lagt fram til kynningar.

14.Stóri Lambhagi - stofnun lóðar - Stóri Lambhagi 6.

2307005

Erindi dags. 03.07.2023 frá Sigurði Sverri Jónssyni.

Sótt er um stofnun lóðar úr landi Stóra-Lambhaga 2 (11), landeignanúmer 219271.

Hin nýja lóð á að heita Stóri-Lambhagi 6 og verður stærð hennar 34 x 35 m, samtals 1.190 m2.

Neysluvatn fyrir hina nýju lóð verður fengið með tengingu við heimæð sem liggur að Stóra-Lambhaga 4.

Aðkoma verður um heimreið að Stóra-Lambhaga 4 og 5.

Með erindinu fylgdi hnitsettur uppdráttur af lóðinni unninn af Mannviti, þar sem fram kemur hvaðan neysluvatn verður sótt fyrir lóðina.
USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðina Stóri-Lambhagi 6 úr landi Stóra-Lambhaga 2 (11), landeignanúmer 219271, með fyrirvara um lagfæringu á uppdrætti hvað varðar heiti á upprunalandi og að bætt verði við lóðarblaðið texta um kvöð um aðkomu að lóðinni sem verður um heimreið að Stóra-Lambhaga 4 og 5, og að skilað verði undirrituðu eyðublaði F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

15.Kjaransstaðir 2, landeignanúmer 133699 - Niðurfelling á mhl. og flutningsleyfi

2305022

Erindi frá Laufey H. Geirsdóttur.

Sótt er um heimild til niðurfellingar á matshluta 03 og flutningsleyfi.

Um er að ræða gistiskála, 29,9 m2 / 82,1 m3 að stærð, byggður árið 2020 skv. upplýsingum í fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.

Fyrir liggur bréf með samþykki meðeigenda hússins en húsið er í eigu 4 aðila.

Lóðin er 1400 m2 leigulóð í einkaeigu.
USNL-nefnd samþykkir erindið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

16.Gröf II 207694 - UFF2 - Umsókn um byggingarleyfi

2306036

Erindi frá Redstone ehf.

Sótt er um leyfi til að byggja aðalhús/starfsmannahús og 6 smáhýsi en fyrirhuguð er gististarfsemi á landinu Gröf II, landeignanúmer 207694.Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland L2 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Skv. aðalskipulaginu eru í gildi almennir skilmálar fyrir landbúnaðarland varðandi svona uppbygginu, þannig að ef þarna verður föst búseta þá er heimilt að byggja upp atvinnurekstur ótengdum landbúnaði.Í almennum skilmálum segir:

Þar sem er föst búseta, er heimilt að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengdri landbúnaði, m.a. með gistingu fyrir allt að 15 gesti.

Tryggja skal aðkomu og að næg bílastæði séu innan lóðar til að anna starfseminni. Byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi geta verið allt að 1.200 m².Gröf II er ekki byggð upp í dag með íbúðarhúsi og því er ekki heimilt að stunda atvinnurekstur ótengdum landbúnaði á spildunni nema að byggt sé upp til fastrar búsetu og þá má vera með minniháttar atvinnustarfsemi, t.d. gistirými fyrir allt að 15 gesti. Skv. þessum ákvæðum aðalskipulagsins má reisa lítil útleiguhús án breytingar á aðalskipulagi.USNL-nefnd tekur jákvætt í þau áform sem fyrirhuguð eru í Gröf II og fer fram á að svæðið verði deiliskipulagt.

17.Vestri Leirárgarðar - Deiliskipulagsbreyting

2102006

Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 31.07.2023 vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða.

Óskar stofnunin eftir efnislegri afstöðu sveitarstjórnar við athugasemdum Veiðifélags Leirár og landeigenda Eystri-Leirárgarða en áður höfðu athugasemdum þessara aðila verið hafnað án þess að bókað væri um efnislega niðurstöðu. Er í bréfinu vísað til þess að umsögn sveitarstjórnar skuli vera rökstudd sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og gr. 5.7.1 í skipulagsreglugerð.

Þá er í bréfinu bent á ákvæði 5.7.1 greinar í skipulagsreglugerð, að berist athugasemdir skal niðurstaða sveitarstjórnar auglýst með áberandi hætti.
USNL-nefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa að bregðast við ábendingunum og leggja efnislega afstöðu nefndarinnar við athugasemdum Veiðifélags Leirár og landeigenda Eystri-Leirárgarða, skriflega fyrir USNL-nefnd til afgreiðslu að nýju skv. ábendingum í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar.

18.Breytingar á landsskipulagsstefnu

2308014

Erindi frá Skipulagsstofnun.

Bréfið er sent til þeirra aðila sem skráðir voru á samráðsvettvang vegna vinnu við gerð viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Viðaukinn var lagður fram á Alþingi vorið 2021 en náði ekki fram að ganga. Með nýrri skipan stjórnarráðsins færðust skipulagsmál undir nýtt embætti innviðaráðherra en heyrðu áður undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Nú hefur innviðaráðherra ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Skipulagsstofnun vill því vekja athygli aðila samráðsvettvangsins á breytingum sem gerðar voru á skipulagslögum nr. 123/2010 með nýjum lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála. Breytingarnar snerta m.a. gildistíma stefnunnar og ferlið við gerð landsskipulagsstefnu.Í nýjum lögum er kveðið á um skipun sérstaks húsnæðis- og skipulagsráðs sem vinnur, í samstarfi við Skipulagsstofnun, tillögu að landsskipulagsstefnu ásamt aðgerðaáætlun í samræmi við áherslur ráðherra. Ráðgjafarnefnd, skipuð af ráðherra, verður húsnæðis- og skipulagsráði og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við gerð tillögunnar eftir sem áður.

Í lögunum er jafnframt kveðið á um að landsskipulagsstefna skuli unnin til fimmtán ára, í stað tólf ára áður. Þá er þar einnig að finna nýmæli um aðgerðaáætlun sem lögð skal fram samhliða framlagningu tillögu að landsskipulagsstefnu og hefur að geyma aðgerðir sem ráðast skal í á fyrstu fimm árum gildistíma landsskipulagsstefnu.

Stefnan verður unnin eftir sporbaug stefnumótunar hjá stjórnarráðinu, þ.e. unnið verður stöðumat sem sett er fram í svokallaðri grænbók og drög að stefnu sem sett er fram í hvítbók. Að því loknu leggur innviðaráðherra fram tillögu að þingsályktun um endurskoðaða landsskipulagsstefnu.

Gert er ráð fyrir að grænbók og hvítbók verði kynnt á samráðsgátt stjórnvalda innan tíðar.

Lagt fram til kynningar.

19.Ásvellir 8 - Byggingarleyfi f. einbýlishús

2305023

Erindi dags. 20.07.2023 frá Steinunni Eik Egilsdóttur fyrir hönd lóðarhafa að Ásvöllum 8.

Fyrir hönd lóðarhafa er óskað eftir umfjöllun USNL-nefndar á aðaluppdráttum fyrir lóðina Ásvelli 8 í Krosslandi.

Frávik frá gildandi deiliskipulagi felst m.a. í því að grunnflötur húss fer utan við byggingarreit að hluta til norðurs og vesturs. Að öðru leyti fylgir hönnun hússins þeim fyrirmælum sem settar eru fram í gildandi deiliskipulagi. Tekið er fram í erindinu að byggingarreitur sé ekki fullnýttur og stærð hússins sé undir leyfilegu nýtingarhlutfalli eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd. Leyfilegt er að byggja hús að hámarki 250 m2 á lóðinni, en tillagan gerir ráð fyrir húsi að stærðinni 207.1 m2.

Hámarks nýtingarhlutfall lóðar skv. deiliskipulagi er 0,4 eða 40 % af flatarmáli lóðar miðað við byggingu á einni hæð, en skv. tillögunni er nýtingarhlutfallið 0,34 eða 34 % af flatarmáli lóðar.

Hús fer 1,34 m út fyrir byggingarreit til norðurs en 2,3 m til vesturs. Fermetrar utan byggingareits eru 27,9 m2.

Í tölvupósti frá 06.07.2023 er vitnað til þess að fordæmi séu fyrir því að fara út fyrir byggingarreit í þessari götu og var sérstaklega vitnað til Ásvalla nr. 12 í þeim efnum. Aðaluppdrættir vegna þess húss fylgja einnig hér með.
USNL-nefnd telur að umrædd frávik frá gildandi deiliskipulagi séu það mikil, eða tæplega 28 m2, að ekki sé unnt að samþykkja erindið og er því hafnað.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

20.Hafnarland - Lísuborgir - deiliskipulag.

2110020

Erindi dags. 18.07.2023 frá Eflu.

Lagt fram breytt deiliskipulag þar sem ákvæði um gufubað hefur verið bætt við í kafla 3.1. en þar segir:

"Við hvert hús er heimilt að hafa allt að 10 m2 smáhýsi fyrir geymslu eða gufubað og heitan pott."

Deiliskipulagið var áður á dagskrá USNL-nefndar á 21. fundi nefndarinnar þann 21.06.2023 en þar samþykkti nefndin deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum.

USNL-nefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins, skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga og koma ábendingum nefndarinnar á framfæri.

21.Uppsetning á girðingu og hliði - Hafnarland, Lísuborgir.

2307036

Erindi frá Eiríki Gunnsteinssyni hæstaréttarlögmanni er varðar uppsetningu á girðingu og hliði í landi Hafnarlands Lísuborga.

Fram kemur að landeigandi Lísuborga hyggist setja upp hlið og girðingu yfir reiðveginn sem liggur gegnum land þeirra í landi Hafnar.

Fram kemur að um sé að ræða 3,6 m breitt hlið yfir reiðveginn á tveimur stöðum, við mörk landsins. Út frá hliðunum verður girðing u.þ.b. 10-20 m til hvorrar handar. Fram kemur að hliðið verði opnanlegt.

Tilgangurinn sé að minnka umferð um landið þar sem borið hafi á ónæði, ekki verði komið í veg fyrir umferð eða hún bönnuð.

Er óskað staðfestingar sveitarfélagsins á því að ekki séu gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.
USNL-nefnd gerir athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd og vill benda landeiganda á að hann var ítrekað upplýstur um legu reiðvegarins á þeim tíma þegar vinna við gerð deiliskipulags og undirbúningur framkvæmda við byggingu húsanna hófst og var sveitarfélagið í viðræðum við landeiganda og lögmann hans vegna þess m.a. til að vara við því að hús yrðu byggð of nálægt reiðveginum.
Umræddur reiðvegur í landi Hafnar er flokkaður sem stofnleið þ.e. aðalleið milli sveitarfélaga sbr. kafla 1.2 í leiðbeiningum Vegagerðarinnar og Landssambands hestamanna, en auk þess er um að ræða forna þjóðleið.
Sveitarfélagið harmar að landeigandi ætli sér að hefta för almennings um vinsæla og fjölfarna forna þjóðleið í sveitarfélaginu.

22.Eystri-Leirárgarðar, stofnun lóða, landeignanúmer L133737.

2308011

Erindi frá Magnúsi Hannessyni f.h. landeigenda Eystri-Leirárgarða.

Ósk um stofnun lóða úr landi Eystri-Leirárgarða landeignanúmer L133737.

Með erindinu fylgdi eyðublað F-550, umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirrituð af landeigendum.

Með erindinu fylgdu lóðarblöð frá Mannviti ásamt yfirlitsmynd sem sýnir afstöðu allra lóða.

Upprunaland lóða er Eystri-Leirárgarðar landeignanúmer 133737.

Lóðir eru formaðar með hliðsjón af gildandi deiliskipulagi, nema þar sem ekki voru tiltækar upplýsingar skv. deiliskipulaginu.Nýjar lóðir eru eftirfarandi:

Eystri-Leirárgarðar 2, gestahús.

Eystri-Leirárgarðar 3, fjárhús með áburðarkjallara. Matshuti 22.

Eystri-Leirárgarðar 4, fjós með áburðarkjallara. Matshluti 04.

Eystri-Leirárgarðar 5, geymsla/véla- og verkfærageymsla. Matshluti 08.

Eystri-Leirárgarðar 6, litla geymsla / véla- og verkfærageymsla. Matshluti 16.

Eystri-Leirárgarðar 7, stöðvarhús. Matshluti 24.Lóðunum fylgja eftirtalin mannvirki:

Matshluti 04 og 25

Matshluti 08 og 23

Matshluti 16

Matshluti 24

matshluti 22
USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðirnar Eystri-Leirárgarðar 2 til og með 7 úr landi Eystri-Leirárgarða, landeignanúmer 133737, með fyrirvara um að bætt verði við lóðarblaðið texta um kvöð um aðkomu að lóðunum um land Eystri-Leirárgarða.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

23.Umsögn um Grænbók, skipulagsmál.

2307037

Með erindi frá Innviðaráðuneyti dags. 27.07.2023 er vakin athygli á að grænbók um skipulagsmál er nú í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda, sjá frétt á vef ráðuneytisins. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 24. ágúst nk.
Skipulagsfulltrúa falið að kynna sér málið og upplýsa nefndina um niðurstöðu.

24.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skólastígur 3 - Flokkur 2,

2301002

Erindi frá byggingarfulltrúa.Erindi dags. 02.02.2023 frá byggingarfulltrúa en upphaflega barst erindið frá MA1 ehf. Umsókn um breytta notkun húsnæðis á svæði ÞS2 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2022.

Á lóðinni við Skólastíg 3, landeignanúmer L221409, er gamla skólahúsið sem upprunalega var hannað sem heimavistarskóli, og er húsið 4 hæðir, 3 hæðir auk kjallara.

Sótt er um heimild til breytingar á húsnæðinu með hliðsjón af því að starfrækt verði gististarfsemi í húsnæði gamla grunnskólans. Gert er ráð fyrir 51 herbergi fyrir allt að 75 manns í gistingu.

Umrætt svæði er skv. deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar frá árinu 2009.

Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er svæðið Skólastígur 3, skilgreint sem verslun og þjónusta, númer landnotkunarreits í aðalskipulaginu er VÞ19.

Skv. skipulagsskilmálum eru breytingar á núverandi húsnæði (og/eða nýbyggingar) sem falla að nýtingu svæðisins, heimilar svo sem til gisti- og veitingareksturs. Þá er heimilt að hafa fasta búsetu á svæðinu skv. sömu skipulagsskilmálum.

Svæðið sem umlykur lóð Skólastígs nr. 3 er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreint sem landbúnaðarsvæði L3, sem er víkjandi landbúnaðarland fyrir annarri starfsemi. Í skilmálum aðalskipulagsins segir ennfremur: Megin landnýting verður áfram landbúnaðarstarfsemi, þar til nýta þarf land til annarrar nota. Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland. Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m². Hafa ber í huga að landbúnaðarstarfsemi er víkjandi ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar á 15. fundi nefndarinnar þann 15.02.2023. Þá var samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og fela skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga varðandi svæðið.

Skipulagsfulltrúi hefur fundað með aðalhönnuði hússins, Vali Þór Sigurðssyni, þann 5. júní sl., vegna málsins.

Skv. umsókn er starfsemi hússins gistiskáli/farfuglaheimili, bætt hefur verið við herbergjum í húsinu, ásamt því að kennsluálmu er breytt í gistiaðstöðu, ásamt að bæta við snyrtiaðstöðu og eldhúsi.
USNL-nefnd frestar afgreiðslu málsins, skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.

25.Undirbúningur fyrir nýja 220/132 kV spennistöð á Klafastöðum og flutningur á eldri spennistöð á Brennimel í áföngum yfir á Klafastaði

2201055

Erindi frá Landsneti.

Ósk um framkvæmdaleyfi.

Landsnet er að undirbúa flutning á 220/132 kV hluta af spennistöðinni á Brennimel yfir á Klafastaði í áföngum.

Landsnet áformar tilfærslu háspennulína við tengivirki á Klafastöðum. Um er að ræða tímabundnar tilfærslur á þremur háspennulínum og er hér með sótt um framkvæmdarleyfi vegna þess.

Með erindinu fylgdi með lýsing á fyrirhuguðum áformum, auk fylgibréfs.

Þess er óskað að sveitarstjórn taki umsóknina til umfjöllunar, sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdarleyfi nr. 772/2012.USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem er tímabundin færsla á þremur háspennulínum.
Samþykkt að óska jafnframt eftir nánari skýringum við mynd 5 á bls. 9 í skýrslunni: "Klafastaðir - Línutengingar. Tilfærsla háspennulína við Klafastaði. Lýsingu mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis dags. ágúst 2023" sem unnin var af Eflu verkfræðistofu, þar sem sýnd er línuleið milli Eiðisvatns og Hómavatn.
Enanlegri afgreiðslu vegna framkvæmdaleyfis vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

26.Höfn II - Deiliskipulagsbreyting frístundarbyggðar, Hafnarskógur lóð nr. 81

2112016

Erindi frá Björgu Ingadóttur, lóðarhafa Hafnarskóga 81 í landi Hafnar 2.

Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi er varðar lóð nr. 81.

Í júlí 2023 áttu skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar fund með lóðarhafa þar sem farið var yfir stöðu mála vegna lóðarinnar.

Á fundinum var rætt um hvernig hægt væri að koma hlutum í rétt horf á lóðinni.

USNL-nefnd samþykkir að heimila lóðarhafa að hefja vinnu við deiliskipulagsferli vegna málsins sem unnið verði í fullu samráði við sveitarfélagið og landeigendur.
Skipulagsfulltrúa falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar vegna breytinga deiliskipulagsins á framfæri við lóðarhafa.

27.Narfastaðir, stofnun lóða, Engjalækur 2, 4, 6 og 8

2308020

Erindi frá Júlíusi Víði Guðnasyni f.h. landeigenda.

Ósk um stofnun lóðanna Engjalækjar 2, stærð 7,3 ha, Engjalækjar 4, stærð 6,6 ha, Engjalækjar 6, stærð 6,5 ha og Engjalækjar 8, stærð 8,4 ha, úr upprunalandinu Narfastaðaland 1. nr. 1a, landeignanúmer 203933.

Með erindinu fylgdi hnitsettur uppdráttur frá Eflu Verkfræðistofu.

Stærð upprunalandsins er 28,8 ha og skiptist nú í 4 spildur og mun vestasta spildan, nr. 8, halda landeignanúmeri upprunalandsins.

Útlínur spildunnar eru skv. þinglýstum hnitum skv. landeignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar. Landamerki á móts við Belgsholt, hnit 3 og 19 eru skv. þinglýstu skjali dags. 15.11.2005.

Að norðan og vestan liggur spildan að núverandi heimreið að Narfastöðum, að sunnan liggur landið að Belgsholti, og að austan að Narfaseli.

Ekkert mannvirki er á landinu.

Undirritað eyðublað F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá vantar.
USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðirnar Engjalæk 2 til og með 8, úr upprunalandinu Narfastaðalandi 1. nr. 1a, landeignanúmer 203933, með fyrirvara um lagfæringu á misritun á uppdrætti en þar stendur ranglega að Engjalækur nr. 1 haldi landeignanúmeri upprunalandsins, en átt er við Engjalæk nr. 8. Einnig með fyrirvara um athugun á annars vegar stærð lóðar á lóðarblaði sem er 28,8 ha og hinsvegar stærð skráðrar lóðar í fasteignaskrá hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, sem er skráð 28,5 ha en þar munar 0,4 ha. Einnig að bætt verði við lóðarblöðin kvöð um aðgengi að neysluvatni eða gerð grein fyrir neysluvatnsöflun. Einnig að skilað verði inn undirrituðu eyðublaði F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

28.Ósk um stofnun lóðar úr landi Hafnar landeignanúmer L133742

2308010

Fyrirspurn um stofnun lóðar.

Erindi dags. 18.07.2023 frá Ólafi Kjartanssyni lögmanni, þar sem spurst er fyrir um afstöðu sveitarfélagsins til stofnunar lóðar úr landi Hafnar og um gögn sem fylgdu fyrirspurninni.

Í svari skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar til lögmannsins þann 02.08.2023 kemur fram að rétt sé að gera á lóðarblaði ráð fyrir kvöð um umferð til viðhalds og viðgerða á hitaveitulögn. Einnig að skilgreina hvar kalt neysluvatn verði sótt, ef til kemur. Loks kom fram að landeigandi landsins þurfi að fylla út og undirrita eyðublað F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Senda þurfi sveitarfélaginu eyðublaðið undirritað af landeigendum og erindi frá landeigendum þar sem óskað er eftir umfjöllun skipulagsnefndar um stofnun nýrrar lóðar.

Með erindinu fylgdi hnitsettur uppdráttur af fyrirhugaðri lóð, gerður af Mannviti, þar sem fram kemur að stærð lóðar sé 50.064 m2 eða um 5 ha.

Skv. lóðarblaðinu vantar samþykki aðliggjandi lóðarhafa eða að skilgreina hvort umrædd hnit lóða séu skv. þinglýstum skjölum og eða skv. gildu hnitsettu deiliskipulagi.

USNL-nefnd vísar til samskipta skipulagsfulltrúa við aðila málsins og þeirra lagfæringa sem gera þarf á umsóknargögnum vegna málsins, og tekur nefndin jákvætt í fyrirhugaða stofnun lóðarinnar.
Nefndin vill að gefnu tilefni upplýsa um að landnotkun svæðisins er skilgreind í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og takmarkast notkun fyrirhugaðrar lóðar við þá landnotkun sem aðalskipulagið kveður á um.

29.Höfn II, L 174854, stofnun lóða, Hafnarskógur 26, 28, 38 og 40.

2308021

Ósk um stofnun lóða.

Sótt er um stofnun lóðanna Hafnarskógs nr. 26, 28, 38 og 40, úr landi Hafnar 2, landeignanúmer 174854.

Með erindinu fylgdi eyðublað F-550 um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá undirritað af Pétri Þór Hall Guðmundssyni f.h. landeigenda skv. umboði.

Lóðirnar eru í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir Höfn 2, frístundabyggð frá árinu 2008, unnið af Teiknistofu Vesturlands, Borgarnesi.

USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðirnar Hafnarskóg 26, 28, 38 og 40, úr upprunalandinu Höfn 2, landeignanúmer 174854 skv. gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

30.Stóra-Aðalskarð - Nafnabreyting-Byrgislækur, L 205665.

2305001

Ósk um nafnabreytingu á landi.

Með erindi dags. 28.04.2023 óskaði Sigurður Arnar Sigurðsson f.h. Draumhesta slf. eftir breytingu á nafni landsins Stóra-Aðalskarðs landeignanúmer 205665, í Byrgislæk, en nafnið er dregið af örnefnum á svæðinu nánar tiltekið af lækjum sem renna um landið.

Erindið var áður tekið fyrir á 19. fundi USNL-nefndar þann 03.05.2023 og samþykkti nefndin þá að óska álits Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnastofnunar, varðandi hið nýja nafn landeignarinnar, en stofnunin hefur m.a. það hlutverk að vera sveitarfélögum til ráðgjafar um ný örnefni skv. lögum um örnefni nr. 22/2015. Með bréfi Árnastofnunar dags. 11.08.2023 gerir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fyrir sitt leyti enga athugasemd við nafnabreytinguna og telur að Byrgislækur sé vel valið nafn.
USNL-nefnd samþykkir breytingu á nafni landsins Stóra-Aðalskarð og samþykkir að breyta því í Byrgislæk.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar