Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

18. fundur 29. mars 2023 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Skotíþróttasvæði á Álfsnesi.

2303043

Erindi dags. 22.03.2023 frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Þann 21. mars 2023 samþykkti Borgarstjórn Reykjavíkur verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, er varðar skotíþróttasvæði á Álfsnesi. Í lýsingunni eru einnig sett fram fyrstu drög að mögulegri útfærslu breytingartillögu. Með vísan til 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, þar sem segir m.a. að aðalskipulagstillögu skuli kynna sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og jafnframt kynna öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins, eru umrædd gögn lögð fram til kynningar og umsagnar.
Óskað er eftir því að athugasemdum verði komið á framfæri fyrir 21. apríl 2023.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð gögn vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi skotæfingasvæðis á Álfsnesi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

2.Gandheimar, efnistaka - umsögn um matsáætlun.

2302030

USNL-nefnd fjallaði um málið á 16. fundi sínum þann 01.03.2023, eftirfarandi bókun var gerð:

"Erindi dags. 22.02.2023 frá Skipulagsstofnun.
Námufjélagið ehf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um ofangreinda framkvæmd, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Óskað er eftir að gefin verði umsögn um matsáætlunina skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort sveitarfélagið hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu.
Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum sveitarfélagið telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar.
Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsfólki tæknideildar Hvalfjarðarsveitar að gera tillögu að umsögn og leggja fyrir fund nefndarinnar til afgreiðslu."

Á fundinum kynnti umhverfisfulltrúi helstu atriði í umsögn sveitarfélagsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur starfsfólki tæknideildar sveitarfélagsins að svara erindinu á grundvelli umræðna um málið og þeirra áherslna sem fram komu í kynningu umhverfisfulltrúa vegna málsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

3.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Á 372. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 22.3.2023 var tekið fyrir erindisbréf stýrihóps fyrir verkefnið.
Eftirfarandi bókun var gerð:

"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins Barnvænt sveitarfélag.
Hlutverk stýrihóps er að;
Samræma og stýra innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna innan Hvalfjarðarsveitar.
Hafa umsjón með stöðumati á réttindum og velferð barna innan sveitarfélagsins.
Meta þörf fyrir fræðslu um réttindi barna innan sveitarfélagsins.
Gera aðgerðaráætlun sem byggir á stöðumatinu.
Fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar.
Miðla upplýsingum um verkefnið og kynna aðgerðaáætlun á barnvænan hátt, hafa samskipti við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið, ásamt skýrslugjöf."

Með erindinu fylgdu einnig kynningargögn vegna kynningarfundar um innleiðingu á verkefninu sem haldinn var á vegum Hvalfjaðrarsveitar.
Lagt fram til kynningar.

4.Stefna vegna þynningarsvæðis - Fellsendi og Galtalækur.

2303049

Lögð fram stefna á hendur m.a. Hvalfjarðarsveit til þingfestingar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. mars n.k.
Varnarþingið þ.e. Héraðsdómur Reykjavíkur, byggir á þeirri heimild að meðstefndi, íslenska ríkið, hefur þar varnarþing.
Gögn málsins eru auk stefnu sem er 33 bls. að lengd, 63 skjöl skv. skjalalista málsins, en skjölin verða lögð fram við þingfestingu málsins.
Samkvæmt dómkröfum krefjast stefnendur m.a. "viðurkenningar á skaðabótaskyldu" úr hendi íslenska ríkisins og Hvalfjarðarsveitar vegna þynningarsvæðis, en aðild Hvalfjarðarsveitar að málinu er grundvölluð á ákvæðum í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar um þynningarsvæði.
Stefnendur í málinu eru Skagastál ehf, At Iceland ehf, Gunnar Þór Gunnarsson og Inga Guðrún Gísladóttir.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að taka til varnar fyrir sveitarfélagið í málinu. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

5.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Hreinsunarátak 2023.
Árlega hefur farið fram vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit, þar sem gámum undir úrgang er komið fyrir á þremur stöðum í sveitarfélaginu og íbúar hvattir til að nýta þá til góðra verka í þágu umhverfisins. Þá hafa íbúar í dreifbýli getað sótt um gáma til afnota í tvo sólarhringa yfir sumarmánuðina.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd stefnir á árlega vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit á tímabilinu 16.-29. maí nk. Þá verði gámar fyrir timbur, járn og dekk, gróðurúrgang, óflokkaðan úrgang og moltu staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og Krosslandi. Frá 1. júní-31. ágúst gefst íbúum í dreifbýli kostur á að fá tvær gerðir af gámum til afnota í tvo sólarhringa (timbur, járn og dekk, gróðurúrgangur, óflokkaður úrgangur), skv. verklagsreglum um hreinsunarátak. Tímabil hreinsunar í frístundabyggðum er frá 1. júní til 31. ágúst og er hægt að fá gáma undir timbur, járn og gróðurúrgang í 11 daga samfellt innan tímabilsins sbr. verklagsreglur um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfisfulltrúa falið að undirbúa og auglýsa vorhreinsun 2023 í Hvalfjarðarsveit.

6.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Samtaka um hringrásarhagkerfið.
Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfisins.
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur reglulega fyrir fræðslu fyrir sveitarfélög og þann 22. mars sl. var einn slíkur haldinn undir yfirskriftinni: Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfis.

Tilefnið eru breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og komu til framkvæmda um síðustu áramót. Í lögunum er lögð áhersla á fræðslu til almennings og lögaðila og bera Umhverfisstofnun, sveitarfélög, Úrvinnslusjóður og Endurvinnslan ákveðna ábyrgð á henni.

Lagt fram.

7.Vorráðstefna FENÚR 2023 - Byggjum upp hringrásarhagkerfi

2303050

Vorráðstefna FENÚR verður haldin fimmtudaginn 30. mars milli kl. 10.00 - 15.00 í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík.
Eitt mikilvægasta samfélagsmál næstu ára er uppbygging innviða í átt að hringrásarhagkerfi. Mikið verkefni en sömuleiðis tækifæri og áskoranir fyrir atvinnulíf og sveitarfélög.

Sömuleiðis eru mikil tækifæri í ábyrgri kolefnisjöfnun og kolefnisbindingu þegar kemur að endurvinnslu. Þetta og fleira verður m.a. rætt á vorráðstefnunni.

Ráðstefnustjóri verður Freyr Eyjólfsson, Verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá SORPU.
Pallborðsumræðum stýrir Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur í umhverfis- og úrgangsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar