Fara í efni

Sveitarstjórn

173. fundur 27. maí 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Brynjar Ottesen 1. varamaður
  • Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðar dagskrár.
Oddviti leitaði afbrigða að taka inn mál 1404014 erindi frá ívilnunarnefnd vegna fjárfestingar. Samþykkt með 6 atkvæðum SSJ SAF BO ÁH SÁ HV. AH greiðir atkvæði gegn því að taka málið á dagskrá. AH gerði grein fyrir atkvæði sínu. Jafnframt að leita afbrigða að fá að taka lið 10 mál 1405051 viðauki við fjárhagsáætlun fyrst á dagskrá samþykkt.
Að auki sat fjármálastjóri KHÓ fundinn undir lið 10
og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. SÁ vék af fundi kl 20.40.

1.Sveitarstjórn - 172

1405001F

SSJ ræddi lið 3 hefur fengið ábendingar um hversu vel hafi verið gert varðandi málefni eldri borgara, félagsstarf, sund fleira frá þeim sem þjónustu hafa þegið. Eldri borgarar vilja koma á framfæri þakklæti vegna góðrar þjónustu. SAF benti á að á fundinum hafi verið dreift gögnum varðandi samantekt frá Verkís ehf varðandi hitaveituvæðingu. Fagnaði fram kominni samantekt og benti á mikilvægi þess að samantektin verði birt sem fyrst. Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 39

1405003F

SAF fór yfir fundargerðina. HV ræddi lið 6 breyting á aðalskipulagi, benti á að á fyrri stigum hafi verið fyrirhugaður vegur frá Katanesi til austurs benti á að um væri að ræða verulega styttingu vegarins til austurs. LJ ræddi lið 4. og benti á að athugasemdir hafi borist varðandi umsögn nefndarinnar lagði til að gera breytingu á orðalagi og lagði til að breyta orðalagi eftirfarandi; Hvalfjarðarsveit leggur áherslu á að samhliða framleiðsluaukningunni verði jafnt og þétt unnið að bætingu afsogs á meðan á afkastaaukningunni stendur með það að markmiði að áhrif útblásturs aukist ekki á tímabilinu.
Verði unnið á þann hátt sem framkvæmdaraðili hefur sett fram verður ekki séð að afkastaaukningin feli í sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og því er ekki talið að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Eða vísa málinu aftur til umfjöllunar í USN nefnd.
AH ræddi fram komna tillögu og styður framkomna umsögn nefndarinnar. SAF ræddi fram komnar breytingartillögur. AH ræddi fram komna umsögn og tillögur. LJ rædd fram komnar ábendinga.
SAF ræddi erindið og lagði til orðalagsbreytingu; Hvalfjarðarsveit fer fram á að samhliða framleiðsluaukningu verði settur upp búnaður. LJ dregur tillögur sínar til baka. Breytingartillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Fundargerðin framlögð.
  • 2.2 1405024 Bláskógar 3 - Viðbygging
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 39 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Bláskóga 1, 5, 6 og 8, Dynskóga 6 og Hléskóga 2 og 4 sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er að ræða óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.4 1405001 Eystra Miðfell - Landskipting - Stofnun lóða
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 39 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila landskipti á landi Eystra Miðfells (133167). Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.5 1405025 Eystra Súlunes - Stofnun lóðar
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 39 BH vék af fundi. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Eystra Súlunes II að því gefnu að neysluvatn og aðkoma sé tryggð. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.6 1405026 Eystra Súlunes 2
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 39 BH vék af fundi. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á umræddu svæði. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.7 1402002 Ferstikla 1 - Stofnun lóðar - Ferstikla 3
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 39 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Ferstiklu 3 úr landi Ferstiklu að því gefnu að neysluvatn og aðkoma sé tryggð. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.8 1402050 Ferstikla 3 - Byggingarleyfisumsókn
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 39 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á umræddu svæði. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.11 1405028 Hallgrímskirkja í Saurbæ - undirbúningur friðlýsingar.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 39 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við hugmyndir um friðlýsingu ytra borðs kirkjunnar og kirkjuskips. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.12 1404017 Afkastaaukning álvers Norðuráls á Grundartanga í allt að 350.000 tonn á ári beiðni um umsögn
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 39 Í kynningum framkvæmdaaðila á fyrirhugaðri stækkun hefur komið fram að afkastaaukningin felst í því að hægt sé að auka framleiðslu með aukinni spennu án þess að fjölga kerum. Fram hefur komið að framkvæmdaaðili telur sig geta náð betri árangri í að hefta útblástur með bættu afsogi frá kerum og að það geti vegið á móti afkastaaukningunni á stækkunartímabilinu, sem nær yfir nokkur ár.
    Með hliðsjón af framangreindum upplýsingum frá framkvæmdaraðila virðist framleiðsluaukningin ekki fela í sér stækkun eða breytingar á byggingum eða mikla breytingu á umfangi starfseminnar, svo sem starfsmannahaldi. Þó má gera ráð fyrir meiri afsetningu t.d. í starfsleyfisskyldar flæðigryfjur.
    Í úttekt á umhverfisáhrifum sem Faxaflóahafnir létu vinna í maí 2013 er meðal annars komist að þeirri meginniðurstöðu að þolmörkum sé náð á Grundartanga hvað varðar styrk brennisteinstvíoxíðs við jaðar þynningarsvæðis. Meðal annars með vísan til þessa samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hinn 25. mars 2014 lýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, nánar tiltekið um breytingu á stefnumörkun um iðnaðarsvæði. Lýsing skipulagsverkefnisins er m.a. til kynningar á vefsíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.
    Hvalfjarðarsveit gerir kröfu á að samhliða framleiðsluaukningu verði settur upp búnaður með bættu afsogi frá kerum sem í notkun eru og að það geti vegið á móti framleiðsluaukningunni á stækkunartímabilinu, í samræmi við það sem Norðurál hefur kynnt opinberlega. Þannig sé unnið markvisst að því að losun flúors og brennisteinstvíoxíðs aukist ekki á iðnaðarsvæðinu, þrátt fyrir fyrirhugaða framleiðsluaukningu. Verði unnið á þann hátt sem framkvæmdaraðili hefur sett fram verður ekki séð að afkastaaukningin feli í sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfissáhrifum nr. 106/2000 og því er ekki talið að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
    Um lóð Norðuráls er í gildi deiliskipulag lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, samþykkt af skipulagstjóra ríkisins 25. mars 1997. Þá er í gildi breyting deiliskipulags frá 2004 birt í Stjórnartíðindum 312/2004 um nýja veglínu að iðnaðarsvæðinu og Grundartangahöfn. Afkastaaukning upp í 350.000 t/ári er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og því fyrirsjáanlegt að vinna þarf nýtt deiliskipulag vegna fyrirhugaðrar afkastaaukningar.
    Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Með áorðnum orðalagsbreytingum; Hvalfjarðarsveit gerir kröfu fellur út en í staðinn kemur; Hvalfjarðarsveit fer fram á.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 40

1405004F

SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. HV ræddi vegamál við Katanes til austurs til samræmis við aðalskipulag. SAF ræddi að málið hafi verið rætt í nefndinni og ábendingum verði komið á framfæri. AH gerð grein fyrir athugasemdum sínum varðandi lið 3. mál 1311026 og lagði fram eftirfarandi bókun;
Varðandi breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar og stækkun á iðnaðarsvæði á kostnað athafnasvæðis, ítrekar undirrituð vilja sinn til þess að í þessu máli hefði hugur íbúa Hvalfjarðarsveitar verið kannaður. Það hefði verið tilvalið að gera í tengslum við kosningar sem framkvæmdar verða hvort eð er næstkomandi laugardag. Hér er um er að ræða stefnumarkandi ákvörðun sem hefur áhrif til framtíðar. AH. Fundargerðin framlögð.
  • 3.2 1403029 Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 40 A) USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð við efni lýsingar verði svarað á þá leið að Hvalfjarðarsveit gefur ekki út starfsleyfi og ákveður því ekki þau mörk sem þar eru sett. Hvalfjarðarsveit hefur hins vegar í mörg undanfarin ár átt samstarf við Elkem og Norðurál um að dregið sé úr losun mengandi efna frá starfseminni með endurbótum á hreinsibúnaði.Þetta starf hefur þegar skilað árangri og gert er ráð fyrir að samstarfið haldi áfram. Ábendingar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð eru ekki taldar hafa áhrif á umrædda tillögu til breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingar Elkem Ísland efh. við efni lýsingar verði svarað á þá leið að Hvalfjarðarsveit þekkir starfsleyfi Elkem Ísland ehf. Í umfjöllun með lýsingunni er gerð grein fyrir því að skv. starfsleyfum er ekki verið að nýta nema hluta þeirra losunarheimilda sem fyrirtækið hefur. Tilgangur skipulagsverkefnisins er ekki að setja núverandi starfsleyfi skorður enda er það ekki í valdi Hvalfjarðarsveitar að breyta gildandi starfsleyfum. Tilgangur skipulagsverkefnisins er að móta stefnu til framtíðar um hvers konar starfsemi geti byggst upp á svæðinu í viðbót við þá starfssemi sem fyrir er. Ábendingar Elkem Ísland ehf. eru ekki taldar hafa áhrif á umrædda tillögu til breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
    B) USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting stefnumörkunar aðalskipulags um iðnaðarsvæði verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lokinni kynningu verði aðalskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar A) Tillaga USN nefndar varðandi svör við ábendingum samþykkt samhljóða 7-0.
    B) Tillaga USN nefndar varðandi kynningu og afgreiðslur á stefnumörkunartillögu samþykkt samhljóða 7-0.
  • 3.3 1311026 Breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 40 A) USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingar Kjósarhrepps við efni lýsingar verði svarað á þá leið að Hvalfjarðarsveit skilur áhyggjur af áhrifum iðnaðarstarfssemi við Grundartanga og áhrifum á matvælaframleiðslu, ferðamennsku og upplifun ferðamanna á hreinni náttúru, sem allt skiptir einnig máli í Hvalfjarðarsveit. Sú tillaga sem hér er til umfjöllunar um breytta landnotkun í aðalskipulagi tekur á þessu með því að þar er gert ráð fyrir að á þeim svæðum sem skilgreind verða til iðnaðar verði ekki leyfð starfsemi sem auki losun á flúor eða brennisteinstvíoxíði. Í úttekt sem Faxaflóahafnir létu vinna í maí 2013 á umhverfisáhrifum við Grundartanga kom fram að þolmörkum væri náð vegna brennisteinstvíoxíð við ytri mörk þynningarsvæðis. Ekki liggja fyrir mælingar um slíkt umhverfisálag utan þynningarsvæðis en Hvalfjarðarsveit fylgist grannt með umhverfisvöktun á svæðinu. Hvalfjarðarsveit telur sig hafa farið að lögum við undirbúning þeirrar aðalskipulagsbreytingarinnar. Við meðferð hefur verið haft samráð við alla sem samkæmt lögum ber að hafa samráð við. Með því að svara ábendingum við lýsingu skipulagsverkefnis telur Hvalfjarðarsveit sig hafa gengið lengra en lög krefjast við undirbúning aðalskipulagsbreytingar. Ábendingar Kjósarhrepps eru ekki taldar hafa áhrif á umrædda tillögu um breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð við efni lýsingar verði svarað á þá leið að með þeirri skipulagsbreytingu, sem lýsing hefur verið lögð fram um, er Hvalfjarðarsveit að stækka iðnaðarsvæði við Grundartanga. Í tillögunni eru skýr ákvæði um að ekki sé heimil starfsemi sem eykur losun flúors eða brennisteinstvíoxíðs á því svæði sem tillagan nær til. Hvalfjarðarsveit skilur áhyggjur af áhrifum iðnaðarstarfssemi við Grundartanga á matvælaframleiðslu, ferðamennsku og upplifun ferðamanna á hreinni náttúru í Hvalfjarðarsveit. Sú tillaga sem hér er til umfjöllunar um breytta landnotkun í aðalskipulagi tekur á þessu með því að heimila ekki starfsemi sem losar flúor eða brennisteinstvíoxíði. Í úttekt sem Faxaflóahafnir létu vinna í maí 2013 á umhverfisáhrifum við Grundartanga kom fram að þolmörkum væri náð vegna brennisteinstvíoxíð við ytri mörk þynningarsvæðis. Ekki liggja fyrir mælingar um slíkt umhverfisálag utan þynningarsvæðis en Hvalfjarðarsveit fylgist grannt með umhverfisvöktun. Hvalfjarðarsveit gefur ekki út starfsleyfi og ákveður því ekki þau mörk sem þar eru sett. Hvalfjarðarsveit hefur í mörg ár átt samstarf við stærstu iðjuverin við Grundartanga um að dregið sé úr losun mengandi efna frá starfseminni með endurbótum á hreinsibúnaði. Þetta starf hefur þegar skilað árangri og og gert er ráð fyrir að samstarfið haldi áfram. Hvalfjarðarsveit rekur slökkvilið í samstarfi við Akraneskaupstað og náið samstarf er við slökkvilið nágrannasveitarfélaga. Stöðugt er unnið að uppfærslu verklags og viðbragðsáætlana sem heyra undir starfssvið slökkviliðsins. Ábendingar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð eru ekki taldar hafa áhrif á umrædda tillögu um breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
    Afgreiðsla: samþykkt með atkvæðum DO.SAF.BH.ÓJ.
    AH situr hjá.
    B) USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting landnotkunar aðalskipulags við Grundartanga verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lokinni kynningu verði aðalskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Afgreiðsla: samþykkt með atkvæðum DO.SAF.BH.ÓJ.
    AH situr hjá.
    Bókun fundar A) Tillaga USN nefndar varðandi svör við ábendingum samþykkt með 6 atkvæðum, AH situr hjá við afgreiðsluna.
    B) Tillaga USN nefndar varðandi kynningu og afgreiðslu á breytingu landnotkunar í aðalskipulagstillögu samþykkt með 6 atkvæðum. AH situr hjá við afgreiðsluna

4.18. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1405039

Fundargerðin framlögð

5.Fundir kjörstjórnar Hvalfjarðarsveitar 10. maí og 21. maí 2014.

1405040

Seinni fundargerðin verður send rafrænt.
HV ræddi umræður varðandi leiðbeiningar við kosningar og beindi þeim athugasemdum til kjörstjórnar að koma skilaboðum til íbúa varðandi hversu marga aðila þarf kjósandi að velja á kjörseðli þannig að hann sé gildur. SAF ræddi athugasemdir við vefinn hvalfjordur2014.is og hvernig upplýsingar eru settar fram á vefnum. Hægt væri að koma upplýsingum um hvernig á að kjósa á vefnum hvalfjordur2014.is.
Fundargerðin framlögð

6.18. fundur starfshóps vegna hitaveituvæðingar.

1405049

HV ræddi fundarbókun. Fundargerðin framlögð

7.Samningur um kaldavatnsveitu milli Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar og ábúenda að Hlíðarfæti.

1405043

a) Óskað er eftir að sveitarstjórn samþykki samninginn við landeigendur að Hlíðarfæti. b) Óskað er eftir fjárframlagi vegna þessa að upphæð 2,3 milljónir. c) Óskað er eftir framlagi til að fara í viðbótaraðgerðir í Tungu, kostnaður allt að 4 milljónum á sveitarfélagið.
LJ ræddi erindið og lagði til að:
A) Sveitarstjórn samþykkir samninginn með fyrirvara um að ekki komi athugasemdir frá Fiskistofu, Veiðimálastofnun og fl. vaðandi vatnstökuna samanber grein 5 og 7 í samningnum samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi.
B) og C) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 6.200.000 kr. samkvæmt 1. máls. 2 mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé að sömu upphæð.
SÁ spurðist fyrir varðandi upplýsingar um magn vatns sem heimilt væri til að taka við Tungu og lagði til að fresta afgreiðslu þar til öll tilskilin leyfi liggja fyrir.
HV ræddi erindið og lagði til að fresta erindinu þar til öll tilskilin leyfi liggja fyrir. HV ræddi hvort að í samningi við Elkem komi fram eitthvað um minnkun á kælivatni hjá Elkem. SSJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja samninginn og vísaði til 5. greinar samningsins.
SAF ræddi erindið og lagði til að samþykkja samninginn enda væru í honum fyrirvarar um öflun leyfa. Ræddi vatnstöku við Hlíðarfót og Tungu. Því komi ekki til fjárútláta nema að leyfi fáist hjá umsagnar aðilum.
SÁ ræddi ábendingar um vatnstöku við Tungu og Súluá. Ítrekaði að hann óskaði eftir að fresta málinu.
ÁH ræddi fram kominn samningsdrög. Lagði til að samþykkja samninginn. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi ábendingar varðndi vatnstöku í Svínadal og rannsóknir sem fyrir liggja varðandi vatnstöku. SSJ ræddi samningsdrögin og lagði til að samþykkja samninginn. AH bar upp spurningar varðandi samningsdrögin. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi aðferðafræðina við samningsgerðina og ræddi vatnstöku í Svínadal. ÁH ræddi erindið og lagði til að samþykkja samningsdrögin. SÁ benti á að ekki liggi fyrir öll gögn í málinu.

Breytingartillaga SÁ.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta samþykkt á samningi um kaldavatnsveitu milli Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar og ábúenda að Hlíðarfæti
Þar til tilskilin leyfi liggja fyrir s.s. frá veiðimálastofnun og Orkustofnun.
Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum SÁ, AH, HV og BO.
Atkvæði gegn tillögunni greiða; SSJ SAF og ÁH.
Tillaga SÁ samþykkt.

SSJ lagði til að fresta allri afgreiðslu á þessum lið. Samþykkt samhljóða 7-0

8.Hitaveituvæðing.

1405044

Minnisblað frá sveitarstjóra og samantekt frá Verkís, verður send rafrænt.
LJ fór yfir erindið og lagði til leita samninga við Hitaveitufélag Hvalfjarðar og Elkem um nánari uppbyggingu á hitaveitu og stækkun dreifikerfis frá Tungu að Beitistöðum stofnkostnaður áætlaður um 60 milljónir. Tekjur af þessari veitu standa vel undir láni og fjármagnskostnaði af eftirstöðvum fjárfestinganna eins og fram kemur í drögum af samantekt frá Verkís ehf. SÁ þakkaði fram lögð gögn. Benti á að upplýsingar vantar í samantektina. Lagði til að fresta afgreiðslunni. ÁH ræddi fram komna tillögu og tekur undir að ganga til viðræðna við Hitaveitufélag Hvalfjarðar. AH ræddi fram komna samantekt og samþykkti að hefja viðræður við Hitaveitufélagið. Ræddi auk þess áframhaldandi viðræður við Leirárskóg og áður samþykktar könnunarborholur. HV þakkaði framlögð gögn. Ræddi að sveitarstjóri setji sveitarstjórn í vonda stöðu með tillögu sinni. Ræddi aðferðafræði við verkefnið. SSJ svaraði fram komnum athugasemdum. SAF ræddi samantektina. Benti á mikilvægi þess að koma sem mestu af upplýsingum á framfæri við íbúa og ræddi mikilvægi þess að hefja viðræður við aðrar eigendur.
Tillaga sveitarstjóra samþykkt með atkvæðum SSJ, ÁH, SAF og AH. HV, SÁ og BO sitja hjá við afgreiðsluna. HV gerði grein fyrir atkvæði sínu.
SÁ gerði grein fyrir atkvæði sínu. BO gerði grein fyrir atkvæði sínu.

9.Viðauki fjárhagsáætlunar janúar - maí 2014.

1405051

Erindi frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
KHÓ fór yfir þær breytingar sem áður hafa verið samþykktar. Fór yfir tillögu um millifærslur samkvæmt framlögðu minnisblaði og lagði til að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2014. Millifærslur á milli liða. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

10.Sveitarstjórnarkosningar 2014.

1405031

Erindi frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 14. maí 2014. Kjörskrá liggur frammi. Tillaga um að sveitarstjórn samþykki kjörskrá eins og hún liggur fyrir. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að veita oddvita og sveitarstjóra fullnaðarheimild til að gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag.
Erindi frá Þjóðskrá Íslands framlagt.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða kjörskrá samhljóða 7-0.
Sveitarstjórn samþykkir að veita oddvita og sveitarstjóra fullnaðarheimild til að gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

11.Ósk um fjárveitingu til að uppfæra og laga fartölvur kennara í Heiðarskóla.

1405036

Erindi frá skólastjóra Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, dagsett 13. maí 2014.
LJ ræddi erindið. SAF ræddi erindið. AH ræddi erindið. Fram kom tillaga um að fresta erindinu til næsta fundar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

12.Beiðni um sumaropnun hálfan daginn alla virka daga í sundlauginni Heiðarborg.

1405037

Beiðni frá Jóhönnu Harðardóttur. Undirskriftarlisti liggur frammi.
LJ fór yfir erindið. Gerði grein fyrir að til stæði að fara í lagfæringar m. a. á anddyri Heiðarborgar. Gerði grein fyrir að viðbótarkostnaður við opnun er u.þ.b ein miljón á mánuði. Lagði til að skoðað verði að gera tilraun með opnun júní mánuði. SAF gerði grein fyrir að hann óskar að víkja af fundi vegna tengsla. AH ræddi erindið og telur jákvætt að hafa sundlaugina opna. SÁ styður hugmyndir varðandi opnun í júní. ÁH styður fram komna tillögu um opnun í júní.
Sveitarstjórn samþykkir að sundlaugin í Heiðarborg verði opin í júní.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð ein miljón kr. samkvæmt 1. máls. 2 mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé að sömu upphæð. Tillagan samþykkt samhljóða 5-0.
SÁ víkur af fundi að loknum þessum lið. SAF tekur aftur þátt í fundinum.

13.Hátíðarkaffi á 17. júní, beiðni um fjárstyrk, upphæð 100.000 kr.

1405050

Erindi frá menningar- og atvinnuþróunarnefnd, dagsett 22. maí 2014.
LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja það. Fjármögnun komi af liðnum menningarmál. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0

14.Beiðni um umsögn vegna fjárfestingarverkefnis.

1404014

Sveitarstjórn hefur áður fjallað um málið og samþykkt á fundi sínum 30. apríl
Á fundi sveitarstjórnar þann 30. apríl 2014 var eftirfarandi bókað
"Fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hafa verið kynntar hugmyndir Silicor Materials, er varða byggingu og rekstur sólarkísilverksmiðju í landi Kataness, við Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur tekið jákvætt í hugmyndir um fyrirhugaða uppbyggingu og hefur t.a.m. unnið að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem eru til þess fallnar að fyrirhuguð framkvæmd geti átt sér stað. Stefnt er að að þeirri vinnu ljúki í ágúst eða september 2014, samhliða verður unnið að breytingum á deiliskipulagi á svæðinu, líkt og skipulagslög heimila.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar styður verkefnið og álítur að það geti haft jákvæð áhrif á þróun byggðar og eflingu atvinnulífs á Vesturlandi
Bókunin samþykkt samhljóða 7-0.

Bókun;
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er reiðubúin að veita þær ívilnanir sem snúa að sveitarfélaginu og heimilaðar eru samkvæmt lögum og reglugerðum sem í gildi eru.
Hvalfjarðarsveit er reiðubúin til þess að styðja við verkefnið í hvívetna.
SAF ræddi erindið. AH ræddi erindið og telur ekki rétt staðið að málsmeðferðinni.
Bókunin samþykkt með 5 atkvæðum AH situr hjá við afgreiðsluna og lagði fram svohljóðandi bókun; þar sem erindið barst ekki á tilskildum tíma fyrir fundinn tel ég eðlilega málsmeðferð að vísa erindinu til næsta fundar sveitarstjórnar ásamt viðeigandi gögnum. Á þeim forsendum sit ég hjá við atkvæðagreiðsluna.

15.Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

1405035

Erindi frá Akraneskaupstað, dagsett 6. maí 2014.
Erindið framlagt

16.120. fundur Faxaflóahafna.

1405041

Fundargerðin framlögð

17.816. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1405048

Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar