Fara í efni

Sveitarstjórn

262. fundur 24. apríl 2018 kl. 16:45 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 261

1804003F

Fundargerð framlögð.

2.Tillaga um breytingu á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013.

1803036

Frá sveitarstjóra. Seinni umræða.
HS tók til máls og ítrekaði skoðun sína sem fram kom á síðasta fundi, en hún telur að ganga hefði mátt lengra í breytingum á samþykktinni en raun er á.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu um breytingar á ákvæðum Samþykktar um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013.
Sveitarstjóra falið að óska eftir staðfestingu ráðherra á breytingu samþykktarinnar og birtingu í Stjórnartíðindum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
HS greiddi atkvæði gegn tillögunni.

3.Eingreiðsla til starfsmanna.

1804007

Frestað á síðasta fundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að hafna erindinu, eingreiðslur ná eingöngu til ófaglærðra starfsmanna í leik- og grunnskóla sem eru í föstu starfshlutfalli.
Ákvörðun um eingreiðslu er tímabundin til 31. mars 2019".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
SÞ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar vegna vanhæfis.

4.Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, apríl 2018.

1804018

Alls bárust 5 umsóknir í styrktarsjóðinn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir veita eftirtöldum fjárstyrk úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar:
Fimleikafélag Akraness v/ menntunar þjálfara kr. 100.000-
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar v/ vorhátíðar kr. 100.000-
Ásta Marý Stefánsdóttir v/ tónleika kr. 75.000-
Kór Saurbæjarprestakalls v/ nótnakaupa, undirleiks, tónleika og viðburða kr. 200.000-
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
SGÁ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar vegna vanhæfis.
HS situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.

5.Ósk um frí afnot af Fannahlíð fyrir vorhátíðina.

1804020

Frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fái frí afnot af Fannahlíð v/ vorhátíðar félagsins sem fram fer þann 22. maí nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

1804022

Höfði - Trúnaðarmál.
Afgreitt í lok fundar. Slökkt á upptöku.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu stjórnar Höfða dags 20. apríl sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Erindi - Færsla fyrri leitar og réttardags í Svarthamarsrétt 2018.

1804023

Erindi frá sauðfjárbændum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framkomið erindi bænda og fjáreigenda sem smala til Svarthamarsréttar, dags. 18. apríl sl. og leggur til við stjórn fjallskilaumdæmis Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps að fyrri leit og réttardagur í Svarthamarsrétt verði þann 9. september nk. í stað 16. september nk. eins og kveðið er á um í fjallskilareglugerð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Afskriftabeiðni.

1804025

Frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 10. apríl sl. v/ útsvarstekna auk vaxtagjalda. Skuldirnar voru fyrndar að fullu 1.12.2015 samtals að fjárhæð kr. 1.068.894-"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Starfshópur um byggingu reiðhallar.

1804024

Tillaga og fundargerðir.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Hestamannafélaginu Dreyra fjárstyrk v/ byggingar reiðhallar á félagssvæði Dreyra í Æðarodda. Um er að ræða alls kr. 10 millj. kr. sem koma til greiðslu á árinu 2018, kr. 5.000.000- og á árinu 2019, kr. 5.000.000- Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að árlegt framlag sveitarfélagsins til reiðvegagerðar í Hvalfjarðarsveit falli niður á árunum 2018, 2019 og 2020 kr. 1,4 millj. kr. á hverju ári um sig. Kostnaði vegna gjaldfærslu á árinu 2018 verði mætt með lækkun á handbæru fé alls kr. 3,6 millj. kr. og kostnaði vegna gjaldfærslu á árinu 2019 verði mætt með lækkun á handbæru fé alls kr. 3,6 millj kr. Áhrifin á árinu 2020 eru að handbært fé hækkar um 1,4 millj. kr. Heildaráhrifin á fjárhagsáætlun áranna 2018-2021 eru lækkun á handbæru fé alls kr. 5,8 millj. kr."
Eftirfarandi viðaukar lagðir fram framangreindu til staðfestingar:
Málaflokkur/deild: 13026 Bókhaldslykill: 5946 Dagsetning: 24.04.2018 Fjárhæð kr.: 3.600.000 kr.
Ástæða og rökstuðningur:
Útfærsla á því hvernig auknum útgjöldum eða tekjulækkun skuli mætt:
Gerð er eftirfarandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018:
Sveitarstjórn samþykkir viðbótarfjárheimild á deild 13026 vegna styrks til byggingar reiðhallar á félagssvæði Dreyra í Æðarodda, samtals kr. 3.600.000.- , er skiptist á eftirfarandi lykla:
5946: kr. 3.600.000.-
Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 nr. 1.
Málaflokkur/deild: 13026 Bókhaldslykill: 5946 Dagsetning: 24.04.2018 Fjárhæð kr.: 3.600.000 kr.
Ástæða og rökstuðningur:
Útfærsla á því hvernig auknum útgjöldum eða tekjulækkun skuli mætt:
Gerð er eftirfarandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019:
Sveitarstjórn samþykkir viðbótarfjárheimild á deild 13026 vegna styrks til byggingar reiðhallar á félagssvæði Dreyra í Æðarodda, samtals kr. 3.600.000.- er skiptist á eftirfarandi lykla:
5946: kr. 3.600.000.-
Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 nr. 1.
Málaflokkur/deild: 13026 Bókhaldslykill: 4636 Dagsetning: 24.04.2018 Fjárhæð kr.: 1.400.000 kr.
Ástæða og rökstuðningur:
Útfærsla á því hvernig auknum útgjöldum eða tekjulækkun skuli mætt:
Gerð er eftirfarandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020:
Sveitarstjórn samþykkir lækkun á fjárheimild á deild 13026 vegna styrks til byggingar reiðhallar á félagssvæði Dreyra í Æðarodda, samtals kr. 1.400.000.- er skiptist á eftirfarandi lykla:
4636: kr. 1.400.000.-
Lækkun útgjalda mun leiða til hækkunar á handbæru fé.

Tillagan ásamt framlögðum viðaukum borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
SGÁ tók til máls og færði starfshópi um byggingu reiðhallar í Æðarodda þakkir fyrir vel unnin störf. SGÁ telur að bygging reiðhallar muni vera til mikilla hagsbóta fyrir starfssemi Dreyra.

10.Mál gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu - mál nr. E-137/2017.

1803020

Niðurstaða dóms og ákvörðun um áfrýjun.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að áfrýja til Hæstaréttar niðurstöðu fyrirliggjandi dóms í máli nr. E-137/2017, Hvalfjarðarsveitar gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu. Samþykktin er gerð með fyrirvara um samþykki annarra sveitarfélaga sem í hlut eiga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
HS situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.

11.Ársreikningur Höfða 2017.

1804027

Til samþykktar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan ársreikning Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2017."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Tillaga lögreglustjóra að lögreglusamþykkt fyrir umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.

1804029

Tillaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti tillögu lögreglustjóra um sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi. "
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Eigendastefna Faxaflóahafna sf. - beiðni um umsögn.

1804030

Frá Faxaflóahöfnum, dagsett 13. apríl 2018.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við framlagða eigendastefnu fyrir Faxaflóahafnir sf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Erindi VLFA fyrir hönd Hannesínu Ásgeirsdóttir.

1804031

Ósk um eingreiðslu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Beiðni um frí afnot af Fannahlíð, 27. janúar sl.

1804032

Erindi frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar fái frí afnot af Fannahlíð v/ þorrablóts félagsins þann 27. janúar sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Ályktun um loftslagsmál.

1804021

Frá Faxaflóahöfnum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir framlagða ályktun stjórnar Faxaflóahafna sf. um loftslagsmál."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018.

1803006

480. mál til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.
454. mál til umsagnar - Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta).
479. mál til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029.
Frumvörp og þingsályktunartillögur lagðar fram til kynningar.

18.Sameining almannavarnarnefnda á Vesturlandi.

1712017

Samkomulag um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.
Samkomulag lagt fram til kynningar.

19.4. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar,Borgarbyggðar,Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

1804019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

20.81. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1804026

Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.167. fundur Faxaflóahafna sf.

1804028

Fundargerð lögð fram til kynningar.

22.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar