Fara í efni

Sveitarstjórn

225. fundur 13. september 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
 • Brynja Þorbjörnsdóttir 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
Ása Helgadóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 223

1608004F

Fundargerð framlögð.

2.Sveitarstjórn - 224

1608006F

Fundargerð framlögð.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 70

1609001F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 70 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa nýtt deiliskipulag skv. 37. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  USN nefnd fer fram á að áætluðum byggingum verði komið fyrir á gróðurlitlum svæðum og rask á náttúrulegum birkiskógi, sem er náttúruminjasvæði, verði í lágmarki. Nefndin tekur undir mat Umhverfisstofnunar um að mikilvægt sé að öll umgengni og framkvæmdir á svæðinu séu til fyrirmyndar og að forðast verði allt óþarfa rask.
  Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hótel Hafnarfjall og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við ákvæði 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er dagsett 26. ágúst 2016 og sett fram á uppdrætti og í greinargerð með kafla um umhverfisáhrif dags, og felur m.a. í sér byggingarreiti og byggingarskilmála fyrir svæðið."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 70 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
  Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu og vísar málinu að nýju til USN-nefndar til frekari umfjöllunar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fræðslu- og skólanefnd - 130

1608005F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar færir Jóni Rúnari Hilmarssyni, fráfarandi skólastjóra þakkir fyrir hans störf við stjórnun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og óskar honum velfarnaðar.
Vegna fyrirspurnar í 12. lið fundargerðarinnar vill sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar taka fram að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2017 sé til skoðunar að ráðinn verði frístundafulltrúi í hlutastarf.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 130 Nefndin samþykkir framlagða starfsáætlun Skýjaborgar 2016/17. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir framlagða starfsáætlun Skýjaborgar 2016-2017."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 130 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fara af stað með tilraunaverkefni varðandi lengda viðveru frá og með 17.okt næstkomandi.
  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði tryggt fjármagn fram að áramótum og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu fræðslu- og skólanefndar um að setja af stað tímabundið tilraunaverkefni um lengda viðveru nemenda í 1.-4. bekk í Heiðarskóla frá og með 17. október nk. til vors. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt framlagða gjaldskrá og viðmið sem um starfsemina gilda. Viðauki vegna þessa verður lagður fram þegar fyrir liggja upplýsingar um þátttöku."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.39. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1609016

Fundargerð framlögð.
BÞ fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

6.Viðhaldsáætlun 2016 - Tillaga um færslu fjármuna.

1609017

Frá byggingarfulltrúa og umsjónarmanni fasteigna Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu byggingarfulltrúa og umsjónarmanns fasteigna um tilfærslu fjármuna á viðhaldsáætlun ársins 2016 sbr. eftirfarandi:
1.
Fannahlíð kr. 800.000,- yfir á Heiðarskóla
2.
Hitaveitu kr. 560.000,- yfir á Heiðarborg
3.
Hlaðir sundlaug kr. 500.000,- yfir á Heiðarskóla
4.
Skýjaborg kr. 500.000,- yfir á Heiðarskóla
5.
Vatnsveitu kr. 400.000,- yfir á Innrimel 3
6.
Núparétt kr. 400.000,- yfir á Heiðarskóla
7.
Reynisrétt kr. 100.000,- yfir á Heiðarborg
Samantekið er um að ræða færslu á fjármunum alls 2,2 millj. kr. á Heiðarskóla, 660 þús. kr. á Heiðarborg og 400 þús. kr. á Innrimel 3"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Haustþing SSV.

1609021

Fundarboð frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Fundarboð framlagt.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á haustþingi SSV og aðalfundi SSV á komandi vori verði Björgvin Helgason og Ása Helgadóttir. Til vara Daníel Ottesen og Skúli Þórðarson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Kvörtun vegna lagningar ljósleiðara.

1608016

Erindi frá Tjörnum ehf.
Erindi framlagt.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að eiga viðræður við bréfritara.

9.Fjárhagsáætlun 2017-2020.

1609013

Forsendur og tímaplan frá fjármálastjóra og sveitarstjóra.
Sveitarstjóri lagði fram forsendur og tímasetta áætlun um gerð fjárhagsáætlunar 2017-2020.

10.Verndar- og orkunýtingaráætlun Vesturland.

1609022

Frá Orkustofnun.
Lagt fram til kynningar.

11.Varðar brot á starfsleyfi þauleldisbús á Melum.

1609023

Afrit af bréfi eigenda Melaleitis til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Erindið lagt fram til kynningar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir athugasemdir bréfritara og hvetur stjórn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til að taka umkvartanirnar til ítarlegrar skoðunar."
Framlögð bókun samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Ferðaáætlun strætó bs, á Vesturlandi - Ósk um breytingar.

1609024

Erindi frá Ásu Hólmarsdóttur sem hún sendi til SSV.
Erindið lagt fram til kynningar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hvetur stjórnir SSV og Strætó bs. til að taka tillögur bréfritara um breytingar á tímaáætlun strætó, leið 57 Akranes-Borgarnes, til gagngerrar skoðunar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir og styður tillögur bréfritara."
Framlögð bókun samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016.

1609018

Frá Jöfnunarsjóði.
Fundarboð lagt fram.

14.83. - 85. fundir Sorpurðunar Vesturlands.

1609019

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

15.19. Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

1609020

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar