Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

130. fundur 08. september 2016 kl. 16:15 - 16:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Dagný Hauksdóttir varaformaður
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Helena Bergström áheyrnafulltrúi
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Ingibjörg María Halldórsdóttir aðalmaður
  • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Halldórsdóttir ritari
Dagskrá

1.Kosning ritara.

1609009

Ingibjörg María Halldórsdóttir kosinn ritari.

2.Starfsáætlun Skýjaborgar 2016-2017.

1609008

Nefndin samþykkir framlagða starfsáætlun Skýjaborgar 2016/17.

3.Lengd viðvera - könnun hjá foreldrum barna í 1.-4.bekk

1606048

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fara af stað með tilraunaverkefni varðandi lengda viðveru frá og með 17.okt næstkomandi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði tryggt fjármagn fram að áramótum og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

4.Skólastefna Hvalfjarðarsveitar.

1205004

Berglind, Sigríður og Eyrún kynntu vinnu við skólastefnuna.

5.Fjárhagsáætlun 2017.

1609013

Nefndin vill koma ákveðnum áhersluverkefnum fyrir næsta fjárhagsár. Nefndarmönnum falið að koma með tillögur á næsta fund nefndarinnar.

6.Skrásetning sögu Heiðarskóla.

1608015

Afgreiðslu frestað. Formanni falið að afla frekari upplýsinga.

7.Samantekt veturinn 2015-2016 - Félagsmiðstöðin 301.

1607009

Nefndin þakkar Guðnýju Birnu Ólafsdóttur fyrir greinargóða samantekt og gott starf síðastliðinn vetur.

8.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1602004

Lagt fram.

9.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2016.

1609004

Lagt fram.

10.Ráðstefna um mat og mælingar á árangi skólastarfs.

1609010

Berglind Jóhannesdóttir mun sækja ráðstefnuna fyrir hönd nefndarinnar.

11.Ályktanir frá Félagi stjórnenda leikskólakennar.

1609011

Lagt fram.

12.Starfsmannamál.

1609012

Nefndin þakkar Jóni Rúnari Hilmarssyni, fráfarandi skólastjóra, fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar.
Sigríður Lára Guðmundsdóttir mun gegna störfum skólastjóra tímabundið í Heiðarskóla.
Eyrún Jóna Reynisdóttir mun gegna störfum leikskólastjóra tímabundið í Skýjaborg.
Nefndin óskar eftir upplýsingum um hvort og hvenær fyrirhugað sé að ráða frístundarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Efni síðunnar