Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

70. fundur 07. september 2016 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun - þingskjal 1102 - 674. mál til umsagnar.

1608017

Frestur til að senda inn athugasemdir vegna frumvarpsins er liðinn.
Lagt fram.

2.Gróðursýnataka 2016 - Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga

1609001

Gróðursýnataka ársins 2016 við iðnaðarsvæði Grundartanga.
Formanni falið að ræða við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um þátttöku í gróðursýnatöku næsta árs.

3.Breyting á deiliskipulagi-Grundartangi-Austursvæði-Iðnaðarsvæði 1-Leynisvegur 1.

1512015

Skipulagsfulltrúa falið að ræða við Skipulagsstofnun.
Málinu frestað.

4.Deiliskipulag - Hótel Hafnarfjall

1603029

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa nýtt deiliskipulag skv. 37. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
USN nefnd fer fram á að áætluðum byggingum verði komið fyrir á gróðurlitlum svæðum og rask á náttúrulegum birkiskógi, sem er náttúruminjasvæði, verði í lágmarki. Nefndin tekur undir mat Umhverfisstofnunar um að mikilvægt sé að öll umgengni og framkvæmdir á svæðinu séu til fyrirmyndar og að forðast verði allt óþarfa rask.
Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

5.Hafnarskógur 69 - fyrirspurn, breyting á deiliskipulagi

1609007

Fyrir hönd RK ehf er lögð inn fyrirspurn um breytt deiliskipulag.
Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir um að umræddum lóðareit verði hliðrað og deiliskipulagi breytt að því gefnu að skriflegt samþykki allra landeigenda liggi fyrir.
Varðandi fyrirspurn um þakgerð húsa er óskað eftir áliti byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar á því sem og skriflegu samþykki allra landeigenda.

6.Litla-Botns svæði - fyrirspurn, skipulagsmál

1609006

Fyrir hönd hluta landeigenda á Litla-Botns svæðinu er lögð fram fyrirspurn er varðar hækkun hæðar frístundabyggðar úr 60 í 80 - 100 m. og þar með breytingu á aðalskipulagi.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

7.Ógilding deiliskipulags í landi Glammastaða - erindi frá Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála

1606016

Borist hefur úrskurður dags. 11. ágúst 2016 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Lagt fram.

8.Skjólgarður með viðlegu á austursvæði Grundartangahafnar í Hvalfjarðarsveit

1608001

Framhald frá síðasta fundi: Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum skjólgarður með viðlegu á austursvæði Grundartangahafnar skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Erindinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að leita nánari upplýsinga um efnistöku og afsetningu fylliefnis. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að skoða framkvæmdarleyfi vegna námu.
Í ljósi upplýsinga frá Skipulagsstofnun telur USN nefnd að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

9.Skipulagsdagurinn 2016

1609003

Skipulagsdagurinn 2016 verður haldinn fimmtudaginn 15. september næstkomandi. Um er að ræða heils dags ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík sem Skipulagsstofnun stendur að í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hún er ætluð öllum sem koma að gerð skipulags, þ.e sveitarstjórnarmönnum, skipulagsfulltrúum sveitarfélaga, skipulagsráðgjöfum og hönnuðum.
Fulltrúi frá nefndinni mun sækja ráðstefnuna.

10.Framkvæmdaleyfi - Grundartanga, gerð garða og lagningu lagna á austursvæði

1609014

Faxaflóahafnir sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð garða og lagningu lagna á austursvæði skv. meðfylgjandi gögnum.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar