Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 433
2512002F
Fundargerðin framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57
2512003F
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum þ.e. Hagamel 3 og 5, Lækjarmel 4 og 6, Innrimel 3, og Háamel 1, 1b, 1c og 1d.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum, þ.e. Hagamel 3 og 5, Lækjarmel 4 og 6, Innrimel 3 og Háamel 1, 1b, 1c og 1d."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Sveitarfélagið gerir á þessu stigi ekki athugasemdir við vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Kjósarhrepps.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila landeiganda að vinna að breytingu á skipulagi svæðisins í samráði við sveitarfélagið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að heimila landeiganda að vinna að breytingu á skipulagi svæðisins í samráði við sveitarfélagið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila landeiganda að vinna að breytingu á skipulagi svæðisins í samráði við sveitarfélagið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að heimila landeiganda að vinna að breytingu á skipulagi svæðisins í samráði við sveitarfélagið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun að nýju með áorðnum breytingum, til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun að nýju með áorðnum breytingum, til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á aðalskipulagi fyrir Læk Hafnarlandi og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 2.-3.mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir breytingu á aðalskipulagi fyrir Læk Hafnarlandi og að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 2.-3.mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. "
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir lóðina Læk Hafnarlandi með áorðnum breytingum og að gildistaka deiliskipulagsins verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulag fyrir lóðina Læk Hafnarlandi með áorðnum breytingum og að gildistaka deiliskipulagsins verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deilskipulagi Hafnar II fyrir lóðina Álfheima 9, L190379, og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir óverulega breytingu á deilskipulagi Hafnar II fyrir lóðina Álfheima 9, L190379, og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að breyta heiti lóðarinnar Vestri-Leirárgarðalandi, L176071 í Bæjarstæði.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að breyta heiti lóðarinnar Vestri-Leirárgarðalandi, L176071 í Bæjarstæði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Skilað verði leiðréttum aðaluppdráttum.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að svara þeirri fyrirspurn sem barst vegna málsins vegna vegar sem liggur í gegnum lóðina Hjallholt 2 og að Hjallholti 4.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skilað verði leiðréttum aðaluppdráttum. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að svara þeirri fyrirspurn sem barst vegna málsins vegna vegar sem liggur í gegnum lóðina Hjallholt 2 og að Hjallholti 4."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á afmörkun Skógræktarsvæðisins skv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir breytingar á afmörkun Skógræktarsvæðisins skv. meðfylgjandi merkjalýsingu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 57 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við drög að húsnæðisáætlun fyrir árið 2026.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Velferðar- og fræðslunefnd - 7
2601001F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Velferðar- og fræðslunefnd - 7 Velferðar- og fræðslunefnd þakkar fyrir erindið. Heiðarskóli hefur oft tekið þátt í Skólahreysti og verið sveitarfélaginu til sóma. Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja styrk, upphæð 150.000 kr. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir styrk til Skólahreysti að fjárhæð 150.000 kr."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Velferðar- og fræðslunefnd - 7 Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samþykkja og staðfesta tilnefningu frá Nemendafélagi Heiðarskóla um fulltrúa í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar. Fulltrúar verða Valgarður Orri Eiríksson og Sölvi Hrafn Vignisson.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að tilnefna Anton Teit Ottesen sem fulltrúa í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir tilnefningar Nemendafélags Heiðarskóla og Velferðar- og fræðslunefndar um fulltrúa í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar. Tilnefndir fulltrúar eru Valgarður Orri Eiríksson og Hrafn Sölvi Vignisson af hálfu Nemendafélags Heiðarskóla og Anton Teitur Ottesen af hálfu Velferðar- og fræðslunefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Velferðar- og fræðslunefnd - 7 Velferðar- og fræðslunefnd leggur til 7,5% hækkun tekjumarka eða í takt við breytingar á launavísitölu milli áranna 2024 og 2025.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir 7,5% hækkun tekjumarka, í takt við breytingar á launavísitölu milli áranna 2024 og 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Velferðar- og fræðslunefnd - 7 Velferðar- og fræðslunefnd leggur til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr 241.103 kr. í 252.608 kr. Einnig voru gerðar efnislegar breytingar á reglunum ásamt fjárhæðarbreytingum.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr 241.103 kr. í 252.608 kr. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt fjárhagslegar og efnislegar breytingar á reglunum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Velferðar- og fræðslunefnd - 7 Farið var yfir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og gerðar voru efnislegar breytingar ásamt uppfærslu á stuðningsfjárhæðum.
Nefndin vísar uppfærðum reglum til samþykktar hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir uppfærðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Velferðar- og fræðslunefnd - 7 Sigríður Lára Guðmundsdóttir sagði upp starfi skólastjóra í maí 2025 og mun láta af störfum í lok skólaárs 2025-2026.
Á 421. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var sveitastjóra ásamt deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar falið að hefja undirbúning að ráðningarferli nýs skólastjóra, sem taki við starfi eigi síðar en 1. ágúst 2026.
Velferðar- og fræðslunefnd þakkar fyrir yfirferð á tímalínu á ráðningu nýs skólastjóra. Samið hefur verið MSHA með aðkomu að ráðningu á nýjum skólastjóra. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar um framlagða tímalínu vegna auglýsingar um starf skólastjóra Heiðarskóla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt fyrirkomulag ráðningarferlis skólastjóra, sem MSHA mun hafa aðkomu að. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar, formanni Velferðar- og fræðslunefndar auk fulltrúa frá MSHA að meta umsóknir, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fram tillögu um ráðningu skólastjóra Heiðarskóla fyrir sveitarstjórn, að undangenginni umsögn Velferðar- og fræðslunefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Umsagnarbeiðni - rekstur gististaðar í flokki II-H, Lísuborgir 16.
2512026
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Bókasafnsþjónusta - samstarf sveitarfélaganna.
2502021
Erindi frá Akraneskaupstað.
Það var með tölvupósti Akraneskaupstaðar þann 22. janúar 2025 sem erindi barst þess efnis að Akraneskaupstaður vildi kanna vilja Hvalfjarðarsveitar til að gera þjónustusamning við Akraneskaupstað um almenningsbókasafnsþjónustu. Vísað var til þess í erindinu að tölur um fjölda lánþega úr Hvalfjarðarsveit gæfu vísbendingar um að íbúar sveitarfélagsins kysu eða teldu þörf á að nýta sér þjónustuna á Akranesi. Í erindinu kom auk þess fram að á árum áður hefði verið í gildi samstarfssamningur um bókasafnsþjónustu sem Akraneskaupstaður hefði sagt upp þann 27. desember 2007.
Þann 13. febrúar 2025 sendi Hvalfjarðarsveit svar við erindi Akraneskaupstaðar þar sem óskað var frekari upplýsinga frá Akraneskaupstað um hverskonar þjónustusamning kaupstaðurinn hefði í huga, þ.e. hvað ætti að felast í slíkum samningi og á hvaða grundvelli. Sama dag barst svar Akraneskaupstaðar um að hann kæmi til baka með sínar hugmyndir ásamt spurningu um hvort Hvalfjarðarsveit hefði engar sérstakar tillögur fram að færa í málinu á þessu stigi þess. Því var svarað af hálfu Hvalfjarðarsveitar á þann veg að rétt þætti að heyra frá málshefjanda varðandi tillögur í þessum efnum þar sem málið hefði að líkindum verið rætt þeim megin varðandi tilefni og forsendur samnings.
Frá febrúar dró lítið til tíðinda þar til þann 15. desember sl. þegar Hvalfjarðarsveit fékk senda afgreiðslu bæjarráðs Akraneskaupstaðar á málinu með óskum um að brugðist yrði sem fyrst við erindinu í stjórnsýslu Hvalfjarðarsveitar. Afgreiðsla Akraneskaupstaðar var á þann veg að formgerður yrði þjónustusamningur milli sveitarfélaganna á grundvelli sveitarstjórnarlaga og bókasafnslaga og að til grundvallar verðlagningar yrði m.a. rekstrarkostnaður bókasafns að viðbættum tilteknum umsýslukostnaði. Auk þess yrði við kostnaðarskiptinguna horft til fyrirkomulags sveitarfélaganna vegna Höfða og Byggðasafns sem er 90% Akraneskaupstaður og 10% Hvalfjarðarsveit. Þá er þess einnig getið að tillagan geri ekki ráð fyrir að Hvalfjarðarsveit greiði ekki fjárfestingakostnað vegna uppbyggingar aðstöðunnar nema að mjög litlu leyti í formi innri leigu. Að lokum kemur fram að gert sé ráð fyrir að útgáfa nýrra bókasafnskorta árið 2026 taki mið af ofangreindri meginreglu.
Hvalfjarðarsveit svaraði þann 22. desember sl. með því að óska eftir frekari upplýsingum til úrvinnslu erindisins, sem yrði lagt fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi þann 14. janúar. Gögn sem óskað var eftir var t.a.m. rekstrarkostnaður bókasafns sundurliðaður sl. sex ár, 2020-2025, fjöldi virkra bókasafnskorta eftir lögheimilisskráningu, áætlunarfjárhæð umsýslukostnaðar og hvort starfsemi bókasafns fæli í sér aðra þjónustu en tilgreind er í bókasafnslögum. Óskað var eftir að fá umbeðin gögn send tímanlega fyrir sveitarstjórnarfundinn 14. janúar 2026 svo unnt væri að taka málið til umfjöllunar sökum þess hve fyrirvari væri skammur líkt og fram kom í niðurlagi bókunar bæjarráðs Akraneskaupstaðar.
Staðfesting á móttöku barst frá Akraneskaupstað þann 29. desember sl. og svör bárust 11. janúar sl., þó vantaði svar vegna áætlunarfjárhæðar umsýslukostnaðar þar sem Akraneskaupstaður vildi vinna þann þátt nánar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar Akraneskaupstað fyrir svör og gögn sem lögð hafa verið fram. Við yfirferð þeirra hafa komið fram nokkur atriði sem kalla á frekari skýringar auk þess sem veigamikinn þátt vantar til ákvarðanatöku af hálfu Hvalfjarðarsveitar þar sem óljóst er og ósvarað um þann umsýslukostnað sem Akraneskaupstaður fer fram á við gerð þjónustusamnings um bókasafn. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að heildarkostnaður liggi skýrt fyrir áður en lengra er haldið í samningaviðræðum og er því ekki unnt að ljúka afgreiðslu málsins að svo stöddu. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hyggst óska eftir fundi með fulltrúum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að halda áfram samningaumleitan. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi með fulltrúum Akraneskaupstaðar.
Sveitarstjórn lýsir áhyggjum vegna niðurlags bókunar bæjarráðs um að útgáfa nýrra bókasafnskorta árið 2026 verði með breyttum hætti. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir svörum frá Akraneskaupstað um hvernig móttöku íbúa Hvalfjarðarsveitar á Bókasafni Akraness verði háttað á meðan samningaviðræður standa yfir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Þann 13. febrúar 2025 sendi Hvalfjarðarsveit svar við erindi Akraneskaupstaðar þar sem óskað var frekari upplýsinga frá Akraneskaupstað um hverskonar þjónustusamning kaupstaðurinn hefði í huga, þ.e. hvað ætti að felast í slíkum samningi og á hvaða grundvelli. Sama dag barst svar Akraneskaupstaðar um að hann kæmi til baka með sínar hugmyndir ásamt spurningu um hvort Hvalfjarðarsveit hefði engar sérstakar tillögur fram að færa í málinu á þessu stigi þess. Því var svarað af hálfu Hvalfjarðarsveitar á þann veg að rétt þætti að heyra frá málshefjanda varðandi tillögur í þessum efnum þar sem málið hefði að líkindum verið rætt þeim megin varðandi tilefni og forsendur samnings.
Frá febrúar dró lítið til tíðinda þar til þann 15. desember sl. þegar Hvalfjarðarsveit fékk senda afgreiðslu bæjarráðs Akraneskaupstaðar á málinu með óskum um að brugðist yrði sem fyrst við erindinu í stjórnsýslu Hvalfjarðarsveitar. Afgreiðsla Akraneskaupstaðar var á þann veg að formgerður yrði þjónustusamningur milli sveitarfélaganna á grundvelli sveitarstjórnarlaga og bókasafnslaga og að til grundvallar verðlagningar yrði m.a. rekstrarkostnaður bókasafns að viðbættum tilteknum umsýslukostnaði. Auk þess yrði við kostnaðarskiptinguna horft til fyrirkomulags sveitarfélaganna vegna Höfða og Byggðasafns sem er 90% Akraneskaupstaður og 10% Hvalfjarðarsveit. Þá er þess einnig getið að tillagan geri ekki ráð fyrir að Hvalfjarðarsveit greiði ekki fjárfestingakostnað vegna uppbyggingar aðstöðunnar nema að mjög litlu leyti í formi innri leigu. Að lokum kemur fram að gert sé ráð fyrir að útgáfa nýrra bókasafnskorta árið 2026 taki mið af ofangreindri meginreglu.
Hvalfjarðarsveit svaraði þann 22. desember sl. með því að óska eftir frekari upplýsingum til úrvinnslu erindisins, sem yrði lagt fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi þann 14. janúar. Gögn sem óskað var eftir var t.a.m. rekstrarkostnaður bókasafns sundurliðaður sl. sex ár, 2020-2025, fjöldi virkra bókasafnskorta eftir lögheimilisskráningu, áætlunarfjárhæð umsýslukostnaðar og hvort starfsemi bókasafns fæli í sér aðra þjónustu en tilgreind er í bókasafnslögum. Óskað var eftir að fá umbeðin gögn send tímanlega fyrir sveitarstjórnarfundinn 14. janúar 2026 svo unnt væri að taka málið til umfjöllunar sökum þess hve fyrirvari væri skammur líkt og fram kom í niðurlagi bókunar bæjarráðs Akraneskaupstaðar.
Staðfesting á móttöku barst frá Akraneskaupstað þann 29. desember sl. og svör bárust 11. janúar sl., þó vantaði svar vegna áætlunarfjárhæðar umsýslukostnaðar þar sem Akraneskaupstaður vildi vinna þann þátt nánar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar Akraneskaupstað fyrir svör og gögn sem lögð hafa verið fram. Við yfirferð þeirra hafa komið fram nokkur atriði sem kalla á frekari skýringar auk þess sem veigamikinn þátt vantar til ákvarðanatöku af hálfu Hvalfjarðarsveitar þar sem óljóst er og ósvarað um þann umsýslukostnað sem Akraneskaupstaður fer fram á við gerð þjónustusamnings um bókasafn. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að heildarkostnaður liggi skýrt fyrir áður en lengra er haldið í samningaviðræðum og er því ekki unnt að ljúka afgreiðslu málsins að svo stöddu. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hyggst óska eftir fundi með fulltrúum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að halda áfram samningaumleitan. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi með fulltrúum Akraneskaupstaðar.
Sveitarstjórn lýsir áhyggjum vegna niðurlags bókunar bæjarráðs um að útgáfa nýrra bókasafnskorta árið 2026 verði með breyttum hætti. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir svörum frá Akraneskaupstað um hvernig móttöku íbúa Hvalfjarðarsveitar á Bókasafni Akraness verði háttað á meðan samningaviðræður standa yfir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.
2501032
Erindi frá Innviðaráðuneyti - Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Erindi framlagt.
7.Sveitarstjórnarkosningar 2026.
2601007
Samráðsgátt-breyting á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík.
Erindi framlagt.
8.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum -Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.
2502009
Fundargerð 166. fundar ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin framlögð ásamt fylgigögnum.
9.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.
2502003
Fundargerðir 990. og 991. fundar.
Fundargerðirnar framlagðar.
Fundi slitið - kl. 15:47.