Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Skýjaborg - laus kennslustofa.
2512022
Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Sótt er um byggingarleyfi fyrir lausa kennslustofu við lóð leikskólans Skýjaborgar, Innrimel 1 í Melahverfi.
Grunnflötur kennslustofunnar verður 6,06 x 12,24 m, alls 74,17 m2.
Staðsetning verður utan lóðarmarka leikskólans, meðfram götunni Innrimel. Aðgengi að húsnæðinu verður innan lóðar leikskólans.
Með þessari staðsetningu mun bílastæðum tímabundið fækka um 3 stæði framan við leikskólann en næg bílastæði eru talin vera á næstu lóð við Innrimel 3.
Kennslustofan er ætluð sem tímabundin lausn fyrir nemendur og starfsfólk leikskólans vegna aukinnar aðsóknar í leikskólann.
Til stendur að byggja nýjan leikskóla í Melahverfi á árunum 2026 - 2027 og er kennslustofan því ætluð til að brúa bilið þar til nýr leikskóli verður tekinn í gagnið árið 2027.
Lausa kennslustofan verður fjarlægð í framhaldi af því þegar nýr leikskóli hefur verið tekinn í notkun.
Sótt er um byggingarleyfi fyrir lausa kennslustofu við lóð leikskólans Skýjaborgar, Innrimel 1 í Melahverfi.
Grunnflötur kennslustofunnar verður 6,06 x 12,24 m, alls 74,17 m2.
Staðsetning verður utan lóðarmarka leikskólans, meðfram götunni Innrimel. Aðgengi að húsnæðinu verður innan lóðar leikskólans.
Með þessari staðsetningu mun bílastæðum tímabundið fækka um 3 stæði framan við leikskólann en næg bílastæði eru talin vera á næstu lóð við Innrimel 3.
Kennslustofan er ætluð sem tímabundin lausn fyrir nemendur og starfsfólk leikskólans vegna aukinnar aðsóknar í leikskólann.
Til stendur að byggja nýjan leikskóla í Melahverfi á árunum 2026 - 2027 og er kennslustofan því ætluð til að brúa bilið þar til nýr leikskóli verður tekinn í gagnið árið 2027.
Lausa kennslustofan verður fjarlægð í framhaldi af því þegar nýr leikskóli hefur verið tekinn í notkun.
2.Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps - vinnslutillaga.
2512009
Kjósarhreppur hefur óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar á vinnslutillögu vegna endurskoðunar aðalskipulags Kjósarhrepps 2024-2036 skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. mál nr. 1527/2025 í Skipulagsgátt.
Í vinnslutillögunni er Hvalfjörður tilgreindur á B-hluta náttúruminjaskrár vegna fjöruvistgerða, fugla og sela og jafnframt skilgreindur sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.
Um er að ræða breytingu frá núgildandi aðalskipulagi sem rakin er í umhverfismati tillögunnar og byggir á stefnumörkun íslenskra stjórnvalda.
Í vinnslutillögunni kemur fram aukin heimild til uppbyggingar stærri gististaða og hótela.
Ekki er um að ræða umfangsmiklar breytingar á landnotkun við sveitarfélagamörk.
Kynningartími var frá 14.11.2025 til 12.12.2025 en Hvalfjarðarsveit óskaði eftir lengri fresti til að svara erindinu og fékk frest til 16.12.2025.
Í vinnslutillögunni er Hvalfjörður tilgreindur á B-hluta náttúruminjaskrár vegna fjöruvistgerða, fugla og sela og jafnframt skilgreindur sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.
Um er að ræða breytingu frá núgildandi aðalskipulagi sem rakin er í umhverfismati tillögunnar og byggir á stefnumörkun íslenskra stjórnvalda.
Í vinnslutillögunni kemur fram aukin heimild til uppbyggingar stærri gististaða og hótela.
Ekki er um að ræða umfangsmiklar breytingar á landnotkun við sveitarfélagamörk.
Kynningartími var frá 14.11.2025 til 12.12.2025 en Hvalfjarðarsveit óskaði eftir lengri fresti til að svara erindinu og fékk frest til 16.12.2025.
Sveitarfélagið gerir á þessu stigi ekki athugasemdir við vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Kjósarhrepps.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
3.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Eiðisvatnsvegar (5033-01) af vegaskrá.
2512002
Með bréfi dags. 26. nóvember 2025 tilkynnir Vegagerðin um fyrirhugaða niðurfellingu Eiðisvatnsvegar nr. 5033-01 af vegaskrá.
Í erindinu kemur fram að Vegagerðin sé veghaldari þjóðvega og haldi skrá yfir þá skv. 7. gr. vegalaga nr. 80/2007.
Í erindinu er vísað til ákvæðis c. liðar 2. mgr. 8. gr. vegalaga, um héraðsvegi, sem séu einn flokkur þjóðvega, þar sem eftirfarandi komi fram:
"Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Landeigandi skal þó kosta og vera veghaldari síðustu 50 m að framangreindum stöðum ef vegur endar þar. Jafnframt er heimilt að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum sem tengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg."
Jafnframt er vísað til þess að í 3. mgr. 8. gr. vegalaga sé Vegagerðinni skylt að fella veg úr tölu héraðsvega og afskrá úr vegaskrá, uppfylli hann ekki lengur skilyrði vegalaga um þjóðvegi. Eiðisvegur sé skráður á vegaskrá sem héraðsvegur og hafi Vegagerðin sinnt veghaldi hans, en skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar hafi þéttbýlismörk verið útvíkkuð og sé hluti Eiðisvegar nr. 5033-01 nú innan þéttbýlismarka.
Því sé með vísan til ofangreinds tilkynnt að fyrirhugað sé að fella fyrstu 300 m Eiðisvatnsvear nr. 5033-01 af vegaskrá og frá og með áramótum 2025 / 2026 muni viðhald og þjónusta vegarins ekki vera á ábyrgð Vegagarðarinnar.
Er sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma að athugasemdum við hina fyrirhuguðu ákvörðun innan 4 vikna frá dagsetningu bréfsins.
Í erindinu kemur fram að Vegagerðin sé veghaldari þjóðvega og haldi skrá yfir þá skv. 7. gr. vegalaga nr. 80/2007.
Í erindinu er vísað til ákvæðis c. liðar 2. mgr. 8. gr. vegalaga, um héraðsvegi, sem séu einn flokkur þjóðvega, þar sem eftirfarandi komi fram:
"Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Landeigandi skal þó kosta og vera veghaldari síðustu 50 m að framangreindum stöðum ef vegur endar þar. Jafnframt er heimilt að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum sem tengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg."
Jafnframt er vísað til þess að í 3. mgr. 8. gr. vegalaga sé Vegagerðinni skylt að fella veg úr tölu héraðsvega og afskrá úr vegaskrá, uppfylli hann ekki lengur skilyrði vegalaga um þjóðvegi. Eiðisvegur sé skráður á vegaskrá sem héraðsvegur og hafi Vegagerðin sinnt veghaldi hans, en skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar hafi þéttbýlismörk verið útvíkkuð og sé hluti Eiðisvegar nr. 5033-01 nú innan þéttbýlismarka.
Því sé með vísan til ofangreinds tilkynnt að fyrirhugað sé að fella fyrstu 300 m Eiðisvatnsvear nr. 5033-01 af vegaskrá og frá og með áramótum 2025 / 2026 muni viðhald og þjónusta vegarins ekki vera á ábyrgð Vegagarðarinnar.
Er sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma að athugasemdum við hina fyrirhuguðu ákvörðun innan 4 vikna frá dagsetningu bréfsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill benda Vegagerðinni á að miða breytinguna við það land sem er í eigu sveitarfélagsins, sem er Melahverfi 2 L133639 en útvíkkun þéttbýlis í Melahverfi á eingöngu við það land, þótt ónákvæm mörk aðalskipulagsins sýni stærra svæði.
Því telur sveitarfélagið að niðurfellingin eigi ekki að gilda fyrir vegi innan Litla-Lambhagalands L133640 og Eiðisvatn 1 L207940.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að fylgja málinu eftir.
Því telur sveitarfélagið að niðurfellingin eigi ekki að gilda fyrir vegi innan Litla-Lambhagalands L133640 og Eiðisvatn 1 L207940.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að fylgja málinu eftir.
4.Fellsendi L 133625 - Aðalskipulagsbreyting - efnisnáma.
2512027
Erindi frá Skagastáli ehf.
Með erindinu er óskað eftir stækkun á skilgreindri efnisnámu (E4) á jörðinni Fellsenda, L133625.
Með erindinu er óskað eftir stækkun á skilgreindri efnisnámu (E4) á jörðinni Fellsenda, L133625.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila landeiganda að vinna að breytingu á skipulagi svæðisins í samráði við sveitarfélagið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
5.Fellsendi L 133625 - Aðalskipulagsbreyting - breyting á landnotkun.
2512028
Erindi frá Skagastáli ehf.
Ósk um breytingu á aðalskipulagi jarðarinnar vegna lóðar undir atvinnustarfsemi.
Ósk um breytingu á aðalskipulagi jarðarinnar vegna lóðar undir atvinnustarfsemi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila landeiganda að vinna að breytingu á skipulagi svæðisins í samráði við sveitarfélagið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
6.Kúludalsárland - Aðalskipulagsbreyting.
2409001
Lögð var fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt tilheyrandi fylgigögnum í Skipulagsgátt, sem samþykkt hafði verið af sveitarstjórn 25. september s.l. og óskað var staðfestingar Skipulagsstofnunar á í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Svar stofnunarinnar barst 19.12.2025 sem farið hafði yfir framlögð gögn og benti stofnunin á nokkur atriði sem bregðast þyrfti við og lagfæra áður en stofnunin staðfestir aðalskipulagsbreytinguna.
Lögð eru fram uppfærð gögn.
Lögð eru fram uppfærð gögn.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun að nýju með áorðnum breytingum, til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
7.Lækur Hafnarlandi L210327 - Aðalskipulagsbreyting
2506025
Sveitarstjórn samþykkti 25.09.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. fyrir nýtt verslunar- og þjónustusvæði í landi Lækjar Hafnarlands L210327. Samhliða er auglýst deiliskipulag fyrir svæðið.
Kynningartími auglýsingar var 12.11. - 24.12.2025 og bárust 3 umsagnir.
Um er að ræða tæplega 15 ha svæði sem nú er skilgreint sem frístundabyggð en verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til fastrar búsetu og ferðaþjónustu innan svæðis.Gert er ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum ásamt allt að 13 gistihúsum til útleigu og þremur þjónustubyggingum fyrir ferðaþjónustu og allt að 60 gestum í gistingu.
Lögð er fram samantekt umsagna og viðbrögð við þeim ásamt uppfærðri greinargerð.
Kynningartími auglýsingar var 12.11. - 24.12.2025 og bárust 3 umsagnir.
Um er að ræða tæplega 15 ha svæði sem nú er skilgreint sem frístundabyggð en verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til fastrar búsetu og ferðaþjónustu innan svæðis.Gert er ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum ásamt allt að 13 gistihúsum til útleigu og þremur þjónustubyggingum fyrir ferðaþjónustu og allt að 60 gestum í gistingu.
Lögð er fram samantekt umsagna og viðbrögð við þeim ásamt uppfærðri greinargerð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á aðalskipulagi fyrir Læk Hafnarlandi og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 2.-3.mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
8.Lækur Hafnarlandi L210327 - Deiliskipulag
2510024
Sveitarstjórn samþykkti 22.10.2025 að auglýsa tillögu nýju deiliskipualagi landi Lækjar Hafnarlands L210327 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið með breytingu frá frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
Kynningartími auglýsingar var 12.11. - 24.12.2025 og bárust 8 umsagnir.
Um er að ræða tæplega 15 ha svæði sem nú er skilgreint sem frístundabyggð en verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til fastrar búsetu og ferðaþjónustu innan svæðis. Gert er ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum ásamt allt að 13 gistihúsum til útleigu og þremur þjónustubyggingum fyrir ferðaþjónustu og allt að 60 gestum í gistingu.
Lögð er fram samantekt umsagna og viðbrögð við þeim.
Kynningartími auglýsingar var 12.11. - 24.12.2025 og bárust 8 umsagnir.
Um er að ræða tæplega 15 ha svæði sem nú er skilgreint sem frístundabyggð en verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til fastrar búsetu og ferðaþjónustu innan svæðis. Gert er ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum ásamt allt að 13 gistihúsum til útleigu og þremur þjónustubyggingum fyrir ferðaþjónustu og allt að 60 gestum í gistingu.
Lögð er fram samantekt umsagna og viðbrögð við þeim.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir lóðina Læk Hafnarlandi með áorðnum breytingum og að gildistaka deiliskipulagsins verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
9.Álfheimar 9 L190379 - deiliskipulagsbreyting.
2511018
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 26.11.2025 að grenndarkynna skyldi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hafnar II, vegna færslu á byggingarreit 1,2 m til austurs fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda þ.e. Álfheimar 11 L190381, Álfheimar 12 L190382, Álfheimar 10 190380, Álfheimar 8 L190376, Álfheimar 7 L190375 og Höfn II L190371.
Byggingarreitur er óbreyttur að stærð þ.e. 400 m2.
Kynningartími í Skipulagsgátt var 28.11. - 29.12.2025 og engar athugasemdir bárust.
Byggingarreitur er óbreyttur að stærð þ.e. 400 m2.
Kynningartími í Skipulagsgátt var 28.11. - 29.12.2025 og engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deilskipulagi Hafnar II fyrir lóðina Álfheima 9, L190379, og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
10.Merkjalýsing - Kross og Krossland eystra
2601001
Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Lögð fram merkjalýsing fyrir Kross og Krossland eystra vegna makaskipta á landi milli Hvalfjarðarsveitar eiganda Kross og SPV Fagrahöða ehf, eiganda Krosslands eystra.
Úr landi Kross verður til millispilda, 1.617 m2 að stærð sem sameinast landi Krosslands eystra L205470. Landnotkun spildunnar verður íbúðarbyggð skv. breytingu á aðalskipulagi sem unnið er að.
Úr landi Krosslands eystra verður til millispilda, 2.735 m2 að stærð sem sameinast landi Kross L198194. Landnotkun spildunnar er íbúðarbyggð, á svæðinu eru göngustígar en einnig verður á svæðinu leiksvæði fyrir m.a. íbúa svæðisins.
Lögð fram merkjalýsing fyrir Kross og Krossland eystra vegna makaskipta á landi milli Hvalfjarðarsveitar eiganda Kross og SPV Fagrahöða ehf, eiganda Krosslands eystra.
Úr landi Kross verður til millispilda, 1.617 m2 að stærð sem sameinast landi Krosslands eystra L205470. Landnotkun spildunnar verður íbúðarbyggð skv. breytingu á aðalskipulagi sem unnið er að.
Úr landi Krosslands eystra verður til millispilda, 2.735 m2 að stærð sem sameinast landi Kross L198194. Landnotkun spildunnar er íbúðarbyggð, á svæðinu eru göngustígar en einnig verður á svæðinu leiksvæði fyrir m.a. íbúa svæðisins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
11.Vestri-Leirárgarðaland - Nafnabreyting -Bæjarstæði, L 176071.
2512017
Erindi frá Marteini Njálssyni og Dóru Líndal Hjartardóttur.
Með erindinu er óskað eftir að fá að breyta heiti á staðfangi fasteignarinnar Vestri-Leirárgarðalandi L176071, sem er 5.000 m2 íbúðarhúsalóð en á lóðinni eru tveir matshutar, 01 íbúðarhús og 02 bílskúr.
Nýtt staðfang verður Bæjarstæði.
Í rökstuðningi með umsókn kemur fram að með þessu nafni sé verið að tengja við þann stað er gamli bærinn stóð.
Með erindinu er óskað eftir að fá að breyta heiti á staðfangi fasteignarinnar Vestri-Leirárgarðalandi L176071, sem er 5.000 m2 íbúðarhúsalóð en á lóðinni eru tveir matshutar, 01 íbúðarhús og 02 bílskúr.
Nýtt staðfang verður Bæjarstæði.
Í rökstuðningi með umsókn kemur fram að með þessu nafni sé verið að tengja við þann stað er gamli bærinn stóð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að breyta heiti lóðarinnar Vestri-Leirárgarðalandi, L176071 í Bæjarstæði.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 2 - Flokkur 1
2510025
Erindi frá byggingarfulltrúa.
Fylgigögn: Umsókn, skránignartafla og aðaluppdrættir.
Bókun af 114. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 7.11.2025: Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar á 55. fundi nefndarinnar þann 19.11.2025.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Sótt er um leyfi til að byggja 164,7 m2 frístundahús á lóðinni Hjallholt 2, L133559 í landi Þórisstaða 2.
Erindinu er vísað til nefndarinnar frá byggingarfulltrúa vegna skipulags. Ekki er deiliskipulag fyrir hendi.
Lóðin Hjallholt 2 er skráð sumarbústaðaland og 9.400 m2 að stærð skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og
Mannvirkjastofnunar.
Landið er frístundabyggð skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Burðarvirki hússins er steinsteypt en burðarvirki þaks er úr timbri.
Stærð hússins er 164,7 m2 að brúttóflatarmáli en brúttórúmmál er 707,4 m3.
Mesta mænishæð/vegghæð er 5,44 m frá gólfkóta.
Aðkoma er frá götunni Hjallholti, og um veg innan lóðar Hjallholts 2, en samsíða lóðarmörkum Hjallholts
27, L133584.
Sveitarstjórn samþykkti 26.11.2025 að grenndarkynnt skyldi skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010, meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda þ.e. Hjallholt 27 L133584, Hjallholt 30 L133587, Hjallholt 1B L239458, Hjallholt 1 L133558, Hjallholt L133560, Hjallholt 4 L133561, Hjallholt 25 L133582 og Þórisstaðir 2 L233003.
Kynningartími var í Skipulagsgátt frá 01.12. - 30.12.2025 og barst samþykki 6 aðila og ein fyrirspurn vegna vegar sem liggur í gegnum lóðina Hjallholt 2 og að Hjallholti 4.
Fyrir liggur tillaga að svari vegna fyrirspurnarinnar.
Fylgigögn: Umsókn, skránignartafla og aðaluppdrættir.
Bókun af 114. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 7.11.2025: Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar á 55. fundi nefndarinnar þann 19.11.2025.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Sótt er um leyfi til að byggja 164,7 m2 frístundahús á lóðinni Hjallholt 2, L133559 í landi Þórisstaða 2.
Erindinu er vísað til nefndarinnar frá byggingarfulltrúa vegna skipulags. Ekki er deiliskipulag fyrir hendi.
Lóðin Hjallholt 2 er skráð sumarbústaðaland og 9.400 m2 að stærð skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og
Mannvirkjastofnunar.
Landið er frístundabyggð skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Burðarvirki hússins er steinsteypt en burðarvirki þaks er úr timbri.
Stærð hússins er 164,7 m2 að brúttóflatarmáli en brúttórúmmál er 707,4 m3.
Mesta mænishæð/vegghæð er 5,44 m frá gólfkóta.
Aðkoma er frá götunni Hjallholti, og um veg innan lóðar Hjallholts 2, en samsíða lóðarmörkum Hjallholts
27, L133584.
Sveitarstjórn samþykkti 26.11.2025 að grenndarkynnt skyldi skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010, meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda þ.e. Hjallholt 27 L133584, Hjallholt 30 L133587, Hjallholt 1B L239458, Hjallholt 1 L133558, Hjallholt L133560, Hjallholt 4 L133561, Hjallholt 25 L133582 og Þórisstaðir 2 L233003.
Kynningartími var í Skipulagsgátt frá 01.12. - 30.12.2025 og barst samþykki 6 aðila og ein fyrirspurn vegna vegar sem liggur í gegnum lóðina Hjallholt 2 og að Hjallholti 4.
Fyrir liggur tillaga að svari vegna fyrirspurnarinnar.
Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Skilað verði leiðréttum aðaluppdráttum.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að svara þeirri fyrirspurn sem barst vegna málsins vegna vegar sem liggur í gegnum lóðina Hjallholt 2 og að Hjallholti 4.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Skilað verði leiðréttum aðaluppdráttum.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að svara þeirri fyrirspurn sem barst vegna málsins vegna vegar sem liggur í gegnum lóðina Hjallholt 2 og að Hjallholti 4.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
13.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.
2210038
Frá síðasta fundi hefur verið komið upp grenndarstöð við Hlíðarbæ fyrir textíl, gler og málma.
Vegna ákvörðunar Sorpu að loka fyrir móttöku maíspoka, var ákveðið í samstarfi við Björgunarfélagið að keyra út körfur og bréfpoka fyrir lífrænan úrgang, á hvert heimili í sveitarfélaginu fyrir hátíðarnar.
Kynnt og rædd staða móttökustöðva.
Vegna ákvörðunar Sorpu að loka fyrir móttöku maíspoka, var ákveðið í samstarfi við Björgunarfélagið að keyra út körfur og bréfpoka fyrir lífrænan úrgang, á hvert heimili í sveitarfélaginu fyrir hátíðarnar.
Kynnt og rædd staða móttökustöðva.
Til kynningar.
14.Samningur dags. 17.02.2000 um svæði undir landgræðsluskóga - endurskoðun
2512013
Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Lóðin Melahverfi Litla-Lambhagaland L191618, er nú skráð 13,3 hektarar (ha) í fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, en afmörkun svæðisins má sjá á svarthvítri yfirlitsmynd sem var fylgiskjal með samningi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps dags. 17.02.2000, en einnig má sjá lögun og stærð lóðarinnar í fasteignaskrá.
Samningur við Skógræktarfélagið frá árinu 2000 hljóðar uppá ca. 9 ha, sbr. þinglýst skjal nr. 257/2000, sem fylgir hér með sem fylgiskjal.
Með samningi og lóðauppdrætti frá árinu 2019 afsalaði Skógræktarfélagið sér 2.826 m2 spildu eða 0,2826 ha, sbr. þinglýst skjal nr. 3631/2020.
Eftir stendur þá 90.000 m2 - 2.826 m2 = 87.174 m2 eða 9,0 ha - 0,2826 ha = 8,7174 ha eða samtals um 8,72 ha sem er samningsbundið land Skógræktarfélagsins.
Með erindinu fylgir merkjalýsing sem sýnir afmörkun þessa 8,72 ha svæðis.
Afmörkun svæðis meðfram Hagamelsvegi er 18,5 m frá miðlínu vegar.
Lóðin Melahverfi Litla-Lambhagaland L191618, er nú skráð 13,3 hektarar (ha) í fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, en afmörkun svæðisins má sjá á svarthvítri yfirlitsmynd sem var fylgiskjal með samningi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps dags. 17.02.2000, en einnig má sjá lögun og stærð lóðarinnar í fasteignaskrá.
Samningur við Skógræktarfélagið frá árinu 2000 hljóðar uppá ca. 9 ha, sbr. þinglýst skjal nr. 257/2000, sem fylgir hér með sem fylgiskjal.
Með samningi og lóðauppdrætti frá árinu 2019 afsalaði Skógræktarfélagið sér 2.826 m2 spildu eða 0,2826 ha, sbr. þinglýst skjal nr. 3631/2020.
Eftir stendur þá 90.000 m2 - 2.826 m2 = 87.174 m2 eða 9,0 ha - 0,2826 ha = 8,7174 ha eða samtals um 8,72 ha sem er samningsbundið land Skógræktarfélagsins.
Með erindinu fylgir merkjalýsing sem sýnir afmörkun þessa 8,72 ha svæðis.
Afmörkun svæðis meðfram Hagamelsvegi er 18,5 m frá miðlínu vegar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á afmörkun Skógræktarsvæðisins skv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
15.Nýjir staðlar Minjastofnunar Íslands fyrir fornleifaskráningu frá árinu 2013
2512014
Þegar aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 var auglýst á sínum tíma sendi Minjastofnun inn umsögn dags. 22. júní 2022 sem viðbrögð við auglýstri tillögu sveitarfélagsins.
Benti Minjastofnun á að skráningar fornminja skv. aðalskipulaginu, væru barn síns tíma og uppfylltu ekki að öllu leyti þær kröfur sem gerðar væru til fornleifaskráninga í dag og að æskilegt væri að fornleifaskráning í sveitarfélaginu öllu yrði uppfærð í samræmi við nýjustu staðla.
Fornminjaskráningar í Hvalfjarðarsveit voru að mestu leyti gerðar fyrir árið 2012, en þá setti Minjastofnun Íslands fram nýja staðla fyrir fornleifaskráningu og varð notkun þeirra lögbundinn 1. janúar 2013.
Í reglum um skráningu jarðfastra menningarminja nr. 620/2019 er ítarleg útskýring á því hvernig slík skráning fer fram.
Það er æskilegt að í aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nákvæm afmörkun minjasvæða, sem liggir fyrir þegar farið er í nánari skipulagsgerð s.s. deiliskipulag þar sem eru oft gerðar ítarlegri kröfur um skráningu, og einnig svo framkvæmdaraðilar geti tekið mið af þessum svæðum við undirbúning framkvæmda.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 kemur fram að stefnt verði að því að uppfæra skráninguna á skipulagstímabilinu þ.e. fram til ársins 2032.
Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar hefur rætt við Fornleifastofnun um möguleika þess að annast þessa vinnu þ.e. um samræmingu og uppfærslu á skráningu menningarminja og er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á skipulagstímabilinu áður en farið verður í næstu heildarendurskokðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Verkefnið verður unnið innan ramma fjárhagsáætlunar fyrir Umhverfis- og Skipulagsdeild.
Með erindinu fylgir verkefnatillaga Fornleifastofnunar.
Þar kemur m.a. fram eftirfarandi:
Verkefninu verði skipt upp í nokkra verkþætti og lagt til að byrjað verði á því einfaldasta sem er þó jafnframt hvað mikilvægast, þ.e. að yfirfara og lagfæra hnit allra skráðra minjastaða þannig að þau séu sem réttust.
Jafnframt yrðu helgunarsvæði hvers staðar afmörkuð eftir bestu getu, gömul heimatún skilgreind o.s.frv.
Í framhaldi af því vakna spurningar um hvernig best sé að bæta skráninguna. Þar má t.d. nefna fornleifar sem hafa bæst við á síðustu 20 árum (eru orðnar 100 ára síðan þá), eða finnast vísbendingar um í heimildum sem ekki var farið yfir á fyrstu árum fornleifaskráningar og svo tóftir sem kunna að leynast á eldri og yngri loftmyndum. Einnig er spurning hvort það gæti verið snjallt á þessum tímapunkti að sundurgreina minjaþyrpingar í einstakar fornleifar (minjaeiningar). Í eldri skráningum voru minjaþyrpingar oft skráðar saman undir einu númeri, en samkvæmt nýjustu leiðbeiningum Minjastofnunar á að skrá hverja minjaeiningu sérstaklega. Það væri því vel mögulegt að vinna slíka sundurgreiningu samhliða og gefa hverri fornleif eininganúmer og hnit.
Allt ofangreint yrði fyrri hluti fyrirhugaðrar vinnu og felur í sér vinnu með heimildir, loftmyndir og eldri skráningu, fyrst og fremst í tölvu og á kortum.
Seinni hluti fyrirhugaðrar vinnu felur í sér að vettvangsvinnu sem yrði alltaf að gerast í samráði við Minjastofnun. Ýmislegt kemur til álita þegar kemur að mögulegri vettvangsvinnu, t.d. að skrá "nýjar minjar", eða endurskrá áður skráðar minjar og mæla upp, t.d. minjar á framkvæmdasvæðum eða í stórhættu af öðrum sökum.
Benti Minjastofnun á að skráningar fornminja skv. aðalskipulaginu, væru barn síns tíma og uppfylltu ekki að öllu leyti þær kröfur sem gerðar væru til fornleifaskráninga í dag og að æskilegt væri að fornleifaskráning í sveitarfélaginu öllu yrði uppfærð í samræmi við nýjustu staðla.
Fornminjaskráningar í Hvalfjarðarsveit voru að mestu leyti gerðar fyrir árið 2012, en þá setti Minjastofnun Íslands fram nýja staðla fyrir fornleifaskráningu og varð notkun þeirra lögbundinn 1. janúar 2013.
Í reglum um skráningu jarðfastra menningarminja nr. 620/2019 er ítarleg útskýring á því hvernig slík skráning fer fram.
Það er æskilegt að í aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nákvæm afmörkun minjasvæða, sem liggir fyrir þegar farið er í nánari skipulagsgerð s.s. deiliskipulag þar sem eru oft gerðar ítarlegri kröfur um skráningu, og einnig svo framkvæmdaraðilar geti tekið mið af þessum svæðum við undirbúning framkvæmda.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 kemur fram að stefnt verði að því að uppfæra skráninguna á skipulagstímabilinu þ.e. fram til ársins 2032.
Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar hefur rætt við Fornleifastofnun um möguleika þess að annast þessa vinnu þ.e. um samræmingu og uppfærslu á skráningu menningarminja og er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á skipulagstímabilinu áður en farið verður í næstu heildarendurskokðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Verkefnið verður unnið innan ramma fjárhagsáætlunar fyrir Umhverfis- og Skipulagsdeild.
Með erindinu fylgir verkefnatillaga Fornleifastofnunar.
Þar kemur m.a. fram eftirfarandi:
Verkefninu verði skipt upp í nokkra verkþætti og lagt til að byrjað verði á því einfaldasta sem er þó jafnframt hvað mikilvægast, þ.e. að yfirfara og lagfæra hnit allra skráðra minjastaða þannig að þau séu sem réttust.
Jafnframt yrðu helgunarsvæði hvers staðar afmörkuð eftir bestu getu, gömul heimatún skilgreind o.s.frv.
Í framhaldi af því vakna spurningar um hvernig best sé að bæta skráninguna. Þar má t.d. nefna fornleifar sem hafa bæst við á síðustu 20 árum (eru orðnar 100 ára síðan þá), eða finnast vísbendingar um í heimildum sem ekki var farið yfir á fyrstu árum fornleifaskráningar og svo tóftir sem kunna að leynast á eldri og yngri loftmyndum. Einnig er spurning hvort það gæti verið snjallt á þessum tímapunkti að sundurgreina minjaþyrpingar í einstakar fornleifar (minjaeiningar). Í eldri skráningum voru minjaþyrpingar oft skráðar saman undir einu númeri, en samkvæmt nýjustu leiðbeiningum Minjastofnunar á að skrá hverja minjaeiningu sérstaklega. Það væri því vel mögulegt að vinna slíka sundurgreiningu samhliða og gefa hverri fornleif eininganúmer og hnit.
Allt ofangreint yrði fyrri hluti fyrirhugaðrar vinnu og felur í sér vinnu með heimildir, loftmyndir og eldri skráningu, fyrst og fremst í tölvu og á kortum.
Seinni hluti fyrirhugaðrar vinnu felur í sér að vettvangsvinnu sem yrði alltaf að gerast í samráði við Minjastofnun. Ýmislegt kemur til álita þegar kemur að mögulegri vettvangsvinnu, t.d. að skrá "nýjar minjar", eða endurskrá áður skráðar minjar og mæla upp, t.d. minjar á framkvæmdasvæðum eða í stórhættu af öðrum sökum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur æskilegt að hefja undirbúning að uppfærslu skráningargagna vegna fornminja í Hvalfjarðarsveit í samræmi við nýja staðla Minjastofnunar Íslands og með hliðsjón af verkefnatillögu Fornleifastofnunar.
Nefndin samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að afla samþykkis Minjastofnunar fyrir tilhögun verksins, leggja mat á kostnað vegna verkefnisins ofl., og að fjallað verði um verkefnið að nýju í USNL-nefnd þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Nefndin samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að afla samþykkis Minjastofnunar fyrir tilhögun verksins, leggja mat á kostnað vegna verkefnisins ofl., og að fjallað verði um verkefnið að nýju í USNL-nefnd þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
16.Erindi Landsnets um skipan sérstakrar raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
2404092
Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Stjórnsýslukæra og fylgiskjöl í máli nefndarinnar nr. UUA2512002 hafa verið send viðkomandi ráðuneyti og Landsneti hf. til umsagnar og eru send sveitarfélaginu til upplýsinga.
Stjórnsýslukæra og fylgiskjöl í máli nefndarinnar nr. UUA2512002 hafa verið send viðkomandi ráðuneyti og Landsneti hf. til umsagnar og eru send sveitarfélaginu til upplýsinga.
Lagt fram til kynningar.
17.Samgönguáætlun 2026-2040.
2512011
Samgönguáætlun 2026-2040 / Þingsályktunartillaga.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fjallaði um málið á 433. fundi sínum sem haldinn var 10.12.2025 og sendi Innviðaráðuneyti svarbréf um afgreiðslu málsins dags. 11.12.2025.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fjallaði um málið á 433. fundi sínum sem haldinn var 10.12.2025 og sendi Innviðaráðuneyti svarbréf um afgreiðslu málsins dags. 11.12.2025.
Lagt fram til kynningar.
18.Vindorkugarður á Þorvaldsstöðum.
2502031
Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna vindorkugarðs á Þorvaldsstöðum liggur nú fyrir. Niðurstöðu Skipulagsstofnunar, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila við þeim má finna í Skipulagsgátt, mál nr. 0242/2025.
Lagt fram til kynningar.
19.Vindorkugarður á Hælsheiði.
2412020
Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna Vindorkugarðs á Þorvaldsstöðum liggur nú fyrir.
Niðurstöðu Skipulagsstofnunar, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila við þeim má finna í Skipulagsgátt, mál nr. 0242/2025.
Niðurstöðu Skipulagsstofnunar, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila við þeim má finna í Skipulagsgátt, mál nr. 0242/2025.
Lagt fram til kynningar.
20.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar 2026.
2201029
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun 2026.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við drög að húsnæðisáætlun fyrir árið 2026.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.