Fara í efni

Velferðar- og fræðslunefnd

7. fundur 08. janúar 2026 kl. 15:33 - 18:04 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helga Harðardóttir formaður
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir varaformaður
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ritari
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Diljá Marín Jónsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Katrín Rós Sigvaldadóttir áheyrnafulltrúi
  • Sólrún Jörgensdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Svala Ýr Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Deildarstjóri Velferðar- og fræðsludeildar
Dagskrá
Marie Greve Rasmusse boðaði forföll.

Sigurbjörg Friðriksdóttir og Hildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúar boðuðu einnig forföll.

1.Styrkbeiðni vegna Skólahreysti.

2512005

Erindi frá stofnanda Skólahreysti og Hreystismiðjunni ehf.
Velferðar- og fræðslunefnd þakkar fyrir erindið. Heiðarskóli hefur oft tekið þátt í Skólahreysti og verið sveitarfélaginu til sóma. Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja styrk, upphæð 150.000 kr.

2.Samstarf við Hvalfjarðarsveit - 2026.

2511036

Erindi frá ADHD samtökunum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 10.12.2025 var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til afgreiðslu hjá Velferðar- og fræðslunefnd."

Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir að veita ADHD samtökunum styrk að upphæð kr. 150.000.- Nefndin felur Velferðar- og fræðsludeild að afla upplýsinga um þjónustu og fræðslu til íbúa frá ADHD samtökunum.

3.ÍÞróttamanneskja Borgarfjarðar

2312005

Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) óskar eftir fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit í valnefnd á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2025 skv. 4.gr. reglugerðar um íþróttamanneskju Borgarfjarðar.
Velferðar- og fræðslunefnd tilnefnir Andreu Ýr Arnarsdóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í valnefnd á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2025 skv. 4.gr. reglugerðar um íþróttamanneskju Borgarfjarðar.

4.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - tilnefning fulltrúa.

2411023

Tilnefna þarf þrjá fulltrúa í ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar. Tvær tilnefningar eru frá Nemendafélagi Heiðarskóla og ein tilnefning er frá Velferðar- og fræðslunefnd.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samþykkja og staðfesta tilnefningu frá Nemendafélagi Heiðarskóla um fulltrúa í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar. Fulltrúar verða Valgarður Orri Eiríksson og Hrafn Sölvi Vignisson.

Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að tilnefna Anton Teit Ottesen sem fulltrúa í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar.

5.Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2026

2601003

Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2026.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til 7,5% hækkun tekjumarka eða í takt við breytingar á launavísitölu milli áranna 2024 og 2025.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.

6.Reglur um fjárhagsaðstoð

2002002

Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr 241.103 kr. í 252.608 kr. Einnig voru gerðar efnislegar breytingar á reglunum ásamt fjárhæðarbreytingum.

Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar.

7.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning í Hvalfjarðarsveit

1909004

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning endurskoðaðar.
Farið var yfir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og gerðar voru efnislegar breytingar ásamt uppfærslu á stuðningsfjárhæðum.

Nefndin vísar uppfærðum reglum til samþykktar hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.

8.Trúnaðarmál Velferðar- og fræðslunefndar

2504003

Trúnaðarmál tekin fyrir í Velferðar- og fræðslunefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Velferðar- og fræðslunefnd.

9.Ráðning skólastjóra Heiðarskóla

2601002

Sigríður Lára Guðmundsdóttir hefur sagt upp störfum sem skólastjóri í Heiðarskóla og mun láta af störfum vorið 2026.



Auglýsa þarf starf skólastjóra og verður það gert í samvinnu við MSHA.
Sigríður Lára Guðmundsdóttir sagði upp starfi skólastjóra í maí 2025 og mun láta af störfum í lok skólaárs 2025-2026.

Á 421. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var sveitastjóra ásamt deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar falið að hefja undirbúning að ráðningarferli nýs skólastjóra, sem taki við starfi eigi síðar en 1. ágúst 2026.

Velferðar- og fræðslunefnd þakkar fyrir yfirferð á tímalínu á ráðningu nýs skólastjóra. Samið hefur verið MSHA með aðkomu að ráðningu á nýjum skólastjóra.

10.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg

2202016

Færanleg kennslustofa hefur verið í skoðun hjá sveitarfélaginu á undanförnu og hefur Velferðar- og fræðsludeild lagt til við sveitastjórn að setja slíka kennslustofu við Skýjaborg til að fyrirliggjandi og fyrirsjáanlegri þörf. Á 433. fundi sveitastjórnar var bókað að "sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmynd um færanlega kennslustofu, við leikskólann Skýjaborg, á grundvelli framlagðs minnisblaðs og felur Velferðar- og fræðsludeild að fullvinna útfærslu framkvæmdarinnar í samstarfi við leikskólastjóra og verkefnastjóra framkvæmda og eigna. Að lokinni þeirri vinnu verði málið lagt aftur fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu."



Fyrir liggur endanleg útfærsla.
Lagt fram til kynningar.

11.Farsældarráð Vesturlands.

2509021

Fyrsti fundur farsældaráðs Vesturlands verður haldinn 22. janúar næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:04.

Efni síðunnar