Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 431
2511001F
Fundargerðin framlögð.
2.Öldungaráð - 6
2511003F
Fundargerðin framlögð.
3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 86
2510006F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 86 Farið yfir verkstöðu framkvæmda.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða hönnun og kostnaðaráætlun fyrir pottasvæði og tæknirými við byggingu nýs íþróttahúss. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir framlagða hönnun og kostnaðaráætlun fyrir pottasvæði og tæknirými við byggingu nýs íþróttahúss."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 86 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn eftirfarandi breytingar á gr. 3.3 í gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit, hlutfall gatnagerðargjalda fyrir einbýlishús hækki úr 11.55% í 12.00% og hlutfall gatnagerðagjalda fyrir rað-, par- og fjöleignahús (2-6 íbúðir) úr 9.35% í 10.00%. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir eftirfarandi breytingar á gr. 3.3 í gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit, hlutfall gatnagerðargjalda fyrir einbýlishús hækki úr 11,55% í 12,00% og hlutfall gatnagerðagjalda fyrir rað-, par- og fjöleignahús (2-6 íbúðir) úr 9,35% í 10,00%. Breytingin taki gildi þann 1. janúar 2026. Sveitarstjóra falið að uppfæra gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit í samræmi við ofangreint og auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55
2510005F
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill árétta að í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 28. október sl., vitnar stofnunin til umsagna og athugasemda sem ekki hafa borist sveitarfélaginu. Þá er minnt á að eftir er að leggja fram matstilkynningu til Skipulagsstofnunar og deiliskipulag sem unnið er á ábyrgð sveitarfélags þar sem nánar verður gerð grein fyrir mörgum af þeim þáttum sem nefnd eru í bréfi Skipulagsstofnunnar. Sveitarfélagið vill einnig benda á að tillaga að breytingu aðalskipulags sem hér um ræðir er mun ítarlegri en almennt er gert ráð fyrir varðandi útfærslu stefnumörkunar í aðalskipulagi og að umhverfismatsskýrsla sé nokkuð ítarleg að teknu tilliti til nákvæmni aðalskipulags og fyrirliggjandi gagna.
Í umsögn Skipulagsstofnunar er því beint til sveitarstjórnar að „rökstyðja sérstaklega forsendur ákvörðunar sinnar og hvernig almannahagsmunir og náttúruverndarsjónarmið hafa verið metin við heimild til uppbyggingar á svæðinu, sbr. markmið 3. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013“.
Sveitarstjórn telur að almannahagsmunir séu til staðar sem réttlæta breytinguna með því að auka aðgengi að þjónustu, efla ferðaþjónustu og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri sem styrkja byggð og tekjur sveitarfélagsins. Hún fellur að stefnu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar en þar segir m.a. að stuðlað verði að nýjum atvinnutækifærum í dreifbýli á sviði verslunar og þjónustu. Þjónusta við ferðamenn verði efld og möguleikum til afþreyingar fjölgað, til að fjölga atvinnutækifærum og renna styrkari stoðum undir byggðina. Sveitarstjórn telur að með því að fella út frístundabyggð og þess í stað byggja upp fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði sé verið að vinna að stefnu sveitarfélagsins á svæði sem lengi hefur verið ætlað til uppbyggingar. Þar að auki fellur breytingin að markmiðum Landsskipulagsstefnu 2024-2038 um sjálfbæra þróun, vernd náttúru og samkeppnishæft atvinnulíf. Við mat á meðalhófi er ljóst að vægari úrræði, svo sem áframhaldandi frístundabyggð, myndu ekki ná sama markmiði um verðamætasköpun og þjónustu. Áhrif á náttúru eru lágmörkuð með skilmálum um kortlagningu og vernd birkiskógar, endurheimt gróðurs, vistvæna hönnun og góða meðferð fráveitu og vatnsverndar. Uppbygging eykur öryggi þeirra sem fara um svæðið með aukinni viðveru starfsfólks, bættri þjónustu og hagkvæmum rekstri innviða, þar á meðal auknu símasambandi, sem styrkir öryggi og aðgengi viðbragðsaðila. Sveitarfélagið telur að náttúruvernd og fyrirhuguð uppbygging geti farið vel saman. Hvað varðar valkosti fyrir uppbyggingu eru ekki forsendur til að beina uppbyggingu annað þar sem fyrirhuguð uppbygging var hönnuð og útfærð út frá staðbundnum þáttum á Litla-Botnslandi 1 í samráði við landeiganda, sem er samþykkur að svæðið verði hagnýtt með þessum hætti, sem er helsta forsenda uppbyggingar. Magn og umfang uppbyggingar hefur verið útfært í samræmi við náttúruverndarsjónarmið, m.a. að vernda og styrkja útbreiðslu birkis og stuðla að sjálfbærri nýtingu lands. Uppbyggingin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um hagkvæma þróun byggðar og stuðlar að lífsgæðum, atvinnusköpun og sjálfbærri nýtingu lands án þess að ganga lengra en nauðsynlegt er og er því í fullu samræmi við meðalhófsreglu og réttlætanleg vegna ríkra almannahagsmuna.
Gerðar hafa verið nokkrar rökréttar uppfærslur á tillögu í samræmi við ábendingar. Skerpt hefur verið á skipulagsskilmálum í samræmi við þær mótvægisaðgerðir sem ræddar eru í umhverfismati áætlunarinnar og nánar gerð grein fyrir samlegðaráhrifum við aðra landnotkun ásamt því að umfjöllun um náttúruverndarsjónarmið og almannahagsmuni hefur verið bætt við. Óskað er eftir að tillagan verði staðfest hjá Skipulagsstofnun og innsendum athugasemdum og frekari ábendingum sem berast utan lögbundins auglýsingatíma vegna þessarar breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og eftir afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á þeim, verði eftir atvikum, vísað til þeirrar málsmeðferðar sem fylgir gerð deiliskipulags og matsfyrirspurnar framkvæmdar, vegna þessarar fyrirhugaðrar uppbyggingar í Litla-Botnslandi 1, L224375.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem ábendingar sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar hafa eftir atvikum verið hafðar til hliðsjónar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Verður tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Einnig verður tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan og forsendur hennar verður kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Tillagan verður einnig kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með 3 atkvæðum, 1 (ÁH) sat hjá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna og að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Hafnar II - Erlendarhöfða skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og að grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda. Þ.e. Álfheimar 11 L190381, Álfheimar 12 L190382, Álfheimar 10 190380, Álfheimar 8 L190376, Álfheimar 7 L190375 og Höfn II L190371.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Hafnar II - Erlendarhöfða skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og að grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda. Þ.e. Álfheimar 11 L190381, Álfheimar 12 L190382, Álfheimar 10 190380, Álfheimar 8 L190376, Álfheimar 7 L190375 og Höfn II L190371."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna og að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 55 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010, meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Þ.e. Hjallholt 27 L133584, Hjallholt 30 L133587, Hjallholt 1B L239458, Hjallholt 1 L133558, Hjallholt L133560, Hjallholt 4, Hjallholt 25 og Þórisstaðir 2 L233003.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010, meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Þ.e. Hjallholt 27 L133584, Hjallholt 30 L133587, Hjallholt 1B L239458, Hjallholt 1 L133558, Hjallholt L133560, Hjallholt 4 L133561, Hjallholt 25 L133582 og Þórisstaðir 2 L233003."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2026-2029.
2505008
Seinni umræða.
Oddviti fór yfir og kynnti að við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar var tekin ákvörðun um álagningu útsvars og fasteignaskatts fyrir árið 2026 og eru þær eftirfarandi:
Álagning útsvars verði 14,14%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-skattflokkur 0,34% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:
"Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 0,8% af fasteignamati."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði níu talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september og október. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 30.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Aðrar þjónustugjaldskrár, s.s. úrgangs, rotþróa, leikskóla, fæðisgjalda, frístundar, ljósleiðara og hundahalds hækka sbr. ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2026 og fjárhagsáætlunar áranna 2027-2029:
Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2026:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2026 eru áætlaðar 1.827,9mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.764mkr. Þar af eru launagjöld 843mkr., annar rekstrarkostnaður 835,1mkr. og afskriftir 85,9mkr.
Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 1.811,7mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.725,6mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 843mkr., annar rekstrarkostnaður 801,7mkr. og afskriftir 80,9mkr.
Fjármunatekjur eru áætlaðar 87mkr. bæði í A og B hluta og í A hluta.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 150,9mkr. og í A-hluta 150mkr.
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2026 eru áætlaðar 158,6mkr. og 172,3mkr. í A-hluta.
Eigið fé A og B hluta er áætlað 5.318,1mkr. og A hluta 5.306mkr.
Veltufé frá rekstri árið 2026 í A og B hluta er áætlað 237,2mkr. en 231,3mkr. ef einungis er litið til A hluta.
Fjárfesting í A og B hluta, skv. fjárfestingaáætlun er 788mkr. árið 2026.
Afborganir langtímalána eru engar og ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á áætlunartímabilinu.
Áætlað er að í árslok 2026 verði handbært fé um 903,6mkr.
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2027-2029:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun 2027-2029 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2026 að teknu tilliti til framtíðarfjárfestinga, s.s. gatnagerðar, byggingu og rekstri nýs íþróttahúss og leikskóla. Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2026. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu. Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands auk spár um íbúaþróun. Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2027-2029, samantekið A og B hluti:
Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 143,8-239,2mkr. eða uppsafnað á tímabilinu 551,3mkr.
Veltufé frá rekstri verður á bilinu 246,4-355mkr. á ári eða á bilinu 12,8-16,6% af rekstrartekjum, hæst 16,6% árið 2029 og lægst 12,8% árið 2027.
Veltufjárhlutfall er áætlað 5,62 árið 2027, 5,18 árið 2028 og 6,94 árið 2029.
Skuldahlutfall er áætlað 8,5% árið 2027 og 8% árin 2028 og 2029.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2026-2029."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
Álagning útsvars verði 14,14%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-skattflokkur 0,34% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:
"Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 0,8% af fasteignamati."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði níu talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september og október. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 30.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Aðrar þjónustugjaldskrár, s.s. úrgangs, rotþróa, leikskóla, fæðisgjalda, frístundar, ljósleiðara og hundahalds hækka sbr. ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2026 og fjárhagsáætlunar áranna 2027-2029:
Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2026:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2026 eru áætlaðar 1.827,9mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.764mkr. Þar af eru launagjöld 843mkr., annar rekstrarkostnaður 835,1mkr. og afskriftir 85,9mkr.
Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 1.811,7mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.725,6mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 843mkr., annar rekstrarkostnaður 801,7mkr. og afskriftir 80,9mkr.
Fjármunatekjur eru áætlaðar 87mkr. bæði í A og B hluta og í A hluta.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 150,9mkr. og í A-hluta 150mkr.
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2026 eru áætlaðar 158,6mkr. og 172,3mkr. í A-hluta.
Eigið fé A og B hluta er áætlað 5.318,1mkr. og A hluta 5.306mkr.
Veltufé frá rekstri árið 2026 í A og B hluta er áætlað 237,2mkr. en 231,3mkr. ef einungis er litið til A hluta.
Fjárfesting í A og B hluta, skv. fjárfestingaáætlun er 788mkr. árið 2026.
Afborganir langtímalána eru engar og ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á áætlunartímabilinu.
Áætlað er að í árslok 2026 verði handbært fé um 903,6mkr.
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2027-2029:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun 2027-2029 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2026 að teknu tilliti til framtíðarfjárfestinga, s.s. gatnagerðar, byggingu og rekstri nýs íþróttahúss og leikskóla. Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2026. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu. Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands auk spár um íbúaþróun. Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2027-2029, samantekið A og B hluti:
Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 143,8-239,2mkr. eða uppsafnað á tímabilinu 551,3mkr.
Veltufé frá rekstri verður á bilinu 246,4-355mkr. á ári eða á bilinu 12,8-16,6% af rekstrartekjum, hæst 16,6% árið 2029 og lægst 12,8% árið 2027.
Veltufjárhlutfall er áætlað 5,62 árið 2027, 5,18 árið 2028 og 6,94 árið 2029.
Skuldahlutfall er áætlað 8,5% árið 2027 og 8% árin 2028 og 2029.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2026-2029."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
6.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2026-2029.
2511015
Seinni umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, fyrir sitt leyti, framlagða fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2026-2029."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, fyrir sitt leyti, framlagða fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2026-2029."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2026.
2510030
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, fyrir sitt leyti, framlagða fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, fyrir sitt leyti, framlagða fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Tillaga bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar um könnun á kostum og göllum sameiningar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
2510038
Erindi frá Akraneskaupstað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar bæjarstjórn Akraneskaupstaðar fyrir erindið, dags. 14. október 2025, þar sem óskað er eftir því að hafin verði vinna við óháða úttekt á sameiningarkostum sveitarfélaganna tveggja.
Sveitarstjórn tekur undir að sameiningarmál sveitarfélaga hafi verið til umfjöllunar á landsvísu um árabil og slík mál varða hagsmuni allra íbúa. Mikilvægt er að þau séu unnin af yfirvegun og í nánu samtali við íbúa. Gæta þarf varfærni áður en ráðist er í viðamikla vinnu, á lokametrum yfirstandandi kjörtímabils, sem gæti bundið hendur nýrrar sveitarstjórnar. Sitjandi sveitarstjórn telur sig ekki hafa fullt umboð til að hefja slíkt stefnumarkandi verkefni sem beiðni Akraneskaupsstaðar snýr að, ný sveitarstjórn ætti að fá að móta framtíðarsýn sveitarfélagsins á eigin forsendum.
Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á mikilvægi samstarfs sveitarfélaganna tveggja og telur að mögulegur ávinningur kunni að felast í frekari samvinnu.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að íbúar fái að tjá sig með skýrum hætti um jafn veigamikið mál og samþykkir að samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum verði lögð fyrir óbindandi viðhorfskönnun meðal kjörgengra íbúa, þar sem spurt verður um afstöðu til sameiningar við önnur sveitarfélög. Slík óbindandi niðurstaða viðhorfskönnunar gæti nýst sem gagnlegt innlegg í áframhaldandi umræðu og framtíðargreiningar fyrir næstu sveitarstjórn.
Með hliðsjón af framangreindum rökum, telur sveitarstjórn ekki ábyrgt að verða við beiðni Akraneskaupstaðar á þessum tímapunkti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók EÓG.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar bæjarstjórn Akraneskaupstaðar fyrir erindið, dags. 14. október 2025, þar sem óskað er eftir því að hafin verði vinna við óháða úttekt á sameiningarkostum sveitarfélaganna tveggja.
Sveitarstjórn tekur undir að sameiningarmál sveitarfélaga hafi verið til umfjöllunar á landsvísu um árabil og slík mál varða hagsmuni allra íbúa. Mikilvægt er að þau séu unnin af yfirvegun og í nánu samtali við íbúa. Gæta þarf varfærni áður en ráðist er í viðamikla vinnu, á lokametrum yfirstandandi kjörtímabils, sem gæti bundið hendur nýrrar sveitarstjórnar. Sitjandi sveitarstjórn telur sig ekki hafa fullt umboð til að hefja slíkt stefnumarkandi verkefni sem beiðni Akraneskaupsstaðar snýr að, ný sveitarstjórn ætti að fá að móta framtíðarsýn sveitarfélagsins á eigin forsendum.
Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á mikilvægi samstarfs sveitarfélaganna tveggja og telur að mögulegur ávinningur kunni að felast í frekari samvinnu.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að íbúar fái að tjá sig með skýrum hætti um jafn veigamikið mál og samþykkir að samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum verði lögð fyrir óbindandi viðhorfskönnun meðal kjörgengra íbúa, þar sem spurt verður um afstöðu til sameiningar við önnur sveitarfélög. Slík óbindandi niðurstaða viðhorfskönnunar gæti nýst sem gagnlegt innlegg í áframhaldandi umræðu og framtíðargreiningar fyrir næstu sveitarstjórn.
Með hliðsjón af framangreindum rökum, telur sveitarstjórn ekki ábyrgt að verða við beiðni Akraneskaupstaðar á þessum tímapunkti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók EÓG.
9.Söfnun fyrir BiPAP öndunarvél fyrir Lyflækningadeild HVE Akranesi.
2510014
Erindi frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 500.000.- styrk fyrir BiPAP öndunarvél fyrir Lyflækningadeild HVE Akranesi. Gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 500.000.- styrk fyrir BiPAP öndunarvél fyrir Lyflækningadeild HVE Akranesi. Gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Réttir landsins.
2510046
Erindi frá Önnu Fjólu Gísladóttur og Gísla B. Björnssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að styðja verkefnið með 100.000 kr. framlagi en því fylgir samhliða að 2 bækur komi til stuðningsaðila við útgáfu bókarinnar sem fyrirhuguð er seinni hluta ársins 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að styðja verkefnið með 100.000 kr. framlagi en því fylgir samhliða að 2 bækur komi til stuðningsaðila við útgáfu bókarinnar sem fyrirhuguð er seinni hluta ársins 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.
2501032
Umsagnarbeiðnir frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindi framlögð.
12.Opinber þjónusta og jöfnun aðgengis - leiðbeiningar.
2511027
Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Erindi framlagt.
13.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum -Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.
2502009
Fundargerð 165. fundar ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum framlögð.
14.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Faxaflóahafnir sf.
2504040
Fundargerðir 259., 260., 261.og 262. funda.
Fundargerðir framlagðar.
15.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
2503018
Fundargerð 199. fundar og Ársskýrsla 2024.
Fundargerðin og ársskýrsla framlögð.
16.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.
2502003
Fundargerð 988. fundar.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:58.