Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

86. fundur 11. nóvember 2025 kl. 15:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá

1.Íþróttahús - Heiðarborg

2001042

Farið yfir verkstöðu framkvæmda íþróttahússins við Heiðarborg.
Farið yfir verkstöðu framkvæmda.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða hönnun og kostnaðaráætlun fyrir pottasvæði og tæknirými við byggingu nýs íþróttahúss.

2.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd

2409030

Farið yfir verkstöðu gatnaframkvæmda Melahverfis III.
Verkstaða framkvæmda kynnt.

3.Krossland - Opin svæði leiksvæði.

2409033

Framlagðar tillögur verkfræðistofunnar Eflu að nýju leiksvæði í Krosslandi.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna málið áfram.

4.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg

2202016

Opnun tilboða í verkfræðihönnun á nýjum leikskóla Skýjaborgar í Melahverfi.
Tvö tilboð bárust í verkfræðihönnun leikskólans Skýjaborgar:
Efla kr. 42.755.000
Verkís kr. 54.899.703
Tilboðin hafa verið yfirfarin, Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við Eflu verkfræðistofu og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
Jökull Helgason deildarstjóri umhverfis- og skipulagsdeildar sat fundinn undir þessum lið.

5.Gjaldskrá - Gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit.

2302017

Endurskoðun gjaldskrár.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn eftirfarandi breytingar á gr. 3.3 í gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit, hlutfall gatnagerðargjalda fyrir einbýlishús hækki úr 11.55% í 12.00% og hlutfall gatnagerðagjalda fyrir rað-, par- og fjöleignahús (2-6 íbúðir) úr 9.35% í 10.00%.
Jökull Helgason deildarstjóri umhverfis- og skipulagsdeildar sat fundinn undir þessum lið.

6.Reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit

2505032

Reglur um lóðarúthlutun í Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd fór yfir reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

7.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028

2409031

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaráætlunar 2025-2028.

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlagða viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2026-2029.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar