Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Íþróttahús - Heiðarborg
2001042
Farið yfir verkstöðu framkvæmda íþróttahússins við Heiðarborg.
2.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd
2409030
Farið yfir verkstöðu gatnaframkvæmda Melahverfis III.
Verkstaða framkvæmda kynnt.
3.Krossland - Opin svæði leiksvæði.
2409033
Framlagðar tillögur verkfræðistofunnar Eflu að nýju leiksvæði í Krosslandi.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna málið áfram.
4.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg
2202016
Opnun tilboða í verkfræðihönnun á nýjum leikskóla Skýjaborgar í Melahverfi.
Tvö tilboð bárust í verkfræðihönnun leikskólans Skýjaborgar:
Efla kr. 42.755.000
Verkís kr. 54.899.703
Tilboðin hafa verið yfirfarin, Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við Eflu verkfræðistofu og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
Efla kr. 42.755.000
Verkís kr. 54.899.703
Tilboðin hafa verið yfirfarin, Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við Eflu verkfræðistofu og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
Jökull Helgason deildarstjóri umhverfis- og skipulagsdeildar sat fundinn undir þessum lið.
5.Gjaldskrá - Gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit.
2302017
Endurskoðun gjaldskrár.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn eftirfarandi breytingar á gr. 3.3 í gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit, hlutfall gatnagerðargjalda fyrir einbýlishús hækki úr 11.55% í 12.00% og hlutfall gatnagerðagjalda fyrir rað-, par- og fjöleignahús (2-6 íbúðir) úr 9.35% í 10.00%.
Jökull Helgason deildarstjóri umhverfis- og skipulagsdeildar sat fundinn undir þessum lið.
6.Reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit
2505032
Reglur um lóðarúthlutun í Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd fór yfir reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
7.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028
2409031
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaráætlunar 2025-2028.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlagða viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2026-2029.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlagða viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2026-2029.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða hönnun og kostnaðaráætlun fyrir pottasvæði og tæknirými við byggingu nýs íþróttahúss.