Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Þorsteinn Ólafsson og Svenja Auhage boðuðu forföll.
1.Endurskoðun aðalskipulags - Skilmálabreytingar
2206043
Sveitarstjórn samþykkti 24. september 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir skilmálabreytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til breytinga á almennum skilmálum fyrir frístundabyggð (F), landbúnaðarsvæði (L3), skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og varúðar og þynningarsvæði. Gerð var sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingar á landnotkunarflokkunum en eftir atvikum verða unnar aðskildar aðalskipulagsbreytingar. Gerð verður breyting á skipulagsskilmálum í greinargerð aðalskipulags ásamt númerum landnotkunarflokka landbúnaðarsvæða.
Skipulagslýsingin var auglýst í Skipulagsgátt 2. - 23. október s.l. og bárust ábendingar frá 15 aðilum á auglýsingatímanum.
Lögð er fram samantekt umsagna og drög að breytingum á skilmálum til auglýsingar.
Breytingin tekur til breytinga á almennum skilmálum fyrir frístundabyggð (F), landbúnaðarsvæði (L3), skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og varúðar og þynningarsvæði. Gerð var sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingar á landnotkunarflokkunum en eftir atvikum verða unnar aðskildar aðalskipulagsbreytingar. Gerð verður breyting á skipulagsskilmálum í greinargerð aðalskipulags ásamt númerum landnotkunarflokka landbúnaðarsvæða.
Skipulagslýsingin var auglýst í Skipulagsgátt 2. - 23. október s.l. og bárust ábendingar frá 15 aðilum á auglýsingatímanum.
Lögð er fram samantekt umsagna og drög að breytingum á skilmálum til auglýsingar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu til samræmis við umræður á fundinum.
2.Litla-Botnsland 1, L224375- Aðalskipulagsbreyting.
2311012
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 27. nóvember 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á náttúruferðamennsku samhliða skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Heildar byggingarmagn svæðis verður allt að 5.000 m2.
Unnin var matstilkynning til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Auglýsingatími aðalskipulagsbreytingarinnar var frá 30.01.-17.03.2025 og bárust 8 athugasemdir í Skipulagsgátt. Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, miðvikudaginn 12. mars 2025.
Sveitarstjórn samþykkti breytingu á aðalskipulagi 9. júlí 2025 og voru þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna svarað og tillagan send Skipulagstofnun þann 21. júlí 2025 til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun fór yfir framlögð gögn og benti á atriði sem bregðast þurfti við og lagæra áður en stofnunin gæti staðfest aðalskipulagsbreytinguna.
Sveitartjórn samþykkti 25. september 2025 að senda samantekt með viðbrögðum við ábendingum Skipulagsstofnunar og lagði til að tillagan yrði send Skipulagstofnun að nýju, til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Viðbrögð Skipulagsstofnunar bárust 28. október s.l. þar sem Skipulagsstofnun beinir því til sveitarstjórnar að skoða nánar umhverfismatsskýrslu tillögunnar og að skipulagsákvæði verði sett á grundvelli hennar. Fram kemur að stofnuninni bárust ábendingar og athugasemdir utan lögbundsins kynningartíma, m.a. frá landeigendum í Stóra-Botni, þar sem nánar er óskað eftir skýringum á þeim atriðum sem fram koma í athugasemdum og svörum sveitarstjórnar við þeim.
Lögð eru fram svör við umsögn Skipulagsstofnunar og uppfærsla á tillögu aðalskipulagsbreytingar.
Unnin var matstilkynning til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Auglýsingatími aðalskipulagsbreytingarinnar var frá 30.01.-17.03.2025 og bárust 8 athugasemdir í Skipulagsgátt. Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, miðvikudaginn 12. mars 2025.
Sveitarstjórn samþykkti breytingu á aðalskipulagi 9. júlí 2025 og voru þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna svarað og tillagan send Skipulagstofnun þann 21. júlí 2025 til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun fór yfir framlögð gögn og benti á atriði sem bregðast þurfti við og lagæra áður en stofnunin gæti staðfest aðalskipulagsbreytinguna.
Sveitartjórn samþykkti 25. september 2025 að senda samantekt með viðbrögðum við ábendingum Skipulagsstofnunar og lagði til að tillagan yrði send Skipulagstofnun að nýju, til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Viðbrögð Skipulagsstofnunar bárust 28. október s.l. þar sem Skipulagsstofnun beinir því til sveitarstjórnar að skoða nánar umhverfismatsskýrslu tillögunnar og að skipulagsákvæði verði sett á grundvelli hennar. Fram kemur að stofnuninni bárust ábendingar og athugasemdir utan lögbundsins kynningartíma, m.a. frá landeigendum í Stóra-Botni, þar sem nánar er óskað eftir skýringum á þeim atriðum sem fram koma í athugasemdum og svörum sveitarstjórnar við þeim.
Lögð eru fram svör við umsögn Skipulagsstofnunar og uppfærsla á tillögu aðalskipulagsbreytingar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill árétta að í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 28. október sl., vitnar stofnunin til umsagna og athugasemda sem ekki hafa borist sveitarfélaginu. Þá er minnt á að eftir er að leggja fram matstilkynningu til Skipulagsstofnunar og deiliskipulag sem unnið er á ábyrgð sveitarfélags þar sem nánar verður gerð grein fyrir mörgum af þeim þáttum sem nefnd eru í bréfi Skipulagsstofnunnar. Sveitarfélagið vill einnig benda á að tillaga að breytingu aðalskipulags sem hér um ræðir er mun ítarlegri en almennt er gert ráð fyrir varðandi útfærslu stefnumörkunar í aðalskipulagi og að umhverfismatsskýrsla sé nokkuð ítarleg að teknu tilliti til nákvæmni aðalskipulags og fyrirliggjandi gagna.
Í umsögn Skipulagsstofnunar er því beint til sveitarstjórnar að „rökstyðja sérstaklega forsendur ákvörðunar sinnar og hvernig almannahagsmunir og náttúruverndarsjónarmið hafa verið metin við heimild til uppbyggingar á svæðinu, sbr. markmið 3. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013“.
Sveitarstjórn telur að almannahagsmunir séu til staðar sem réttlæta breytinguna með því að auka aðgengi að þjónustu, efla ferðaþjónustu og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri sem styrkja byggð og tekjur sveitarfélagsins. Hún fellur að stefnu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar en þar segir m.a. að stuðlað verði að nýjum atvinnutækifærum í dreifbýli á sviði verslunar og þjónustu. Þjónusta við ferðamenn verði efld og möguleikum til afþreyingar fjölgað, til að fjölga atvinnutækifærum og renna styrkari stoðum undir byggðina. Sveitarstjórn telur að með því að fella út frístundabyggð og þess í stað byggja upp fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði sé verið að vinna að stefnu sveitarfélagsins á svæði sem lengi hefur verið ætlað til uppbyggingar. Þar að auki fellur breytingin að markmiðum Landsskipulagsstefnu 2024-2038 um sjálfbæra þróun, vernd náttúru og samkeppnishæft atvinnulíf. Við mat á meðalhófi er ljóst að vægari úrræði, svo sem áframhaldandi frístundabyggð, myndu ekki ná sama markmiði um verðamætasköpun og þjónustu. Áhrif á náttúru eru lágmörkuð með skilmálum um kortlagningu og vernd birkiskógar, endurheimt gróðurs, vistvæna hönnun og góða meðferð fráveitu og vatnsverndar. Uppbygging eykur öryggi þeirra sem fara um svæðið með aukinni viðveru starfsfólks, bættri þjónustu og hagkvæmum rekstri innviða, þar á meðal auknu símasambandi, sem styrkir öryggi og aðgengi viðbragðsaðila. Sveitarfélagið telur að náttúruvernd og fyrirhuguð uppbygging geti farið vel saman. Hvað varðar valkosti fyrir uppbyggingu eru ekki forsendur til að beina uppbyggingu annað þar sem fyrirhuguð uppbygging var hönnuð og útfærð út frá staðbundnum þáttum á Litla-Botnslandi 1 í samráði við landeiganda, sem er samþykkur að svæðið verði hagnýtt með þessum hætti, sem er helsta forsenda uppbyggingar. Magn og umfang uppbyggingar hefur verið útfært í samræmi við náttúruverndarsjónarmið, m.a. að vernda og styrkja útbreiðslu birkis og stuðla að sjálfbærri nýtingu lands. Uppbyggingin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um hagkvæma þróun byggðar og stuðlar að lífsgæðum, atvinnusköpun og sjálfbærri nýtingu lands án þess að ganga lengra en nauðsynlegt er og er því í fullu samræmi við meðalhófsreglu og réttlætanleg vegna ríkra almannahagsmuna.
Gerðar hafa verið nokkrar rökréttar uppfærslur á tillögu í samræmi við ábendingar. Skerpt hefur verið á skipulagsskilmálum í samræmi við þær mótvægisaðgerðir sem ræddar eru í umhverfismati áætlunarinnar og nánar gerð grein fyrir samlegðaráhrifum við aðra landnotkun ásamt því að umfjöllun um náttúruverndarsjónarmið og almannahagsmuni hefur verið bætt við. Óskað er eftir að tillagan verði staðfest hjá Skipulagsstofnun og innsendum athugasemdum og frekari ábendingum sem berast utan lögbundins auglýsingatíma vegna þessarar breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og eftir afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á þeim, verði eftir atvikum, vísað til þeirrar málsmeðferðar sem fylgir gerð deiliskipulags og matsfyrirspurnar framkvæmdar, vegna þessarar fyrirhugaðrar uppbyggingar í Litla-Botnslandi 1, L224375.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Í umsögn Skipulagsstofnunar er því beint til sveitarstjórnar að „rökstyðja sérstaklega forsendur ákvörðunar sinnar og hvernig almannahagsmunir og náttúruverndarsjónarmið hafa verið metin við heimild til uppbyggingar á svæðinu, sbr. markmið 3. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013“.
Sveitarstjórn telur að almannahagsmunir séu til staðar sem réttlæta breytinguna með því að auka aðgengi að þjónustu, efla ferðaþjónustu og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri sem styrkja byggð og tekjur sveitarfélagsins. Hún fellur að stefnu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar en þar segir m.a. að stuðlað verði að nýjum atvinnutækifærum í dreifbýli á sviði verslunar og þjónustu. Þjónusta við ferðamenn verði efld og möguleikum til afþreyingar fjölgað, til að fjölga atvinnutækifærum og renna styrkari stoðum undir byggðina. Sveitarstjórn telur að með því að fella út frístundabyggð og þess í stað byggja upp fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði sé verið að vinna að stefnu sveitarfélagsins á svæði sem lengi hefur verið ætlað til uppbyggingar. Þar að auki fellur breytingin að markmiðum Landsskipulagsstefnu 2024-2038 um sjálfbæra þróun, vernd náttúru og samkeppnishæft atvinnulíf. Við mat á meðalhófi er ljóst að vægari úrræði, svo sem áframhaldandi frístundabyggð, myndu ekki ná sama markmiði um verðamætasköpun og þjónustu. Áhrif á náttúru eru lágmörkuð með skilmálum um kortlagningu og vernd birkiskógar, endurheimt gróðurs, vistvæna hönnun og góða meðferð fráveitu og vatnsverndar. Uppbygging eykur öryggi þeirra sem fara um svæðið með aukinni viðveru starfsfólks, bættri þjónustu og hagkvæmum rekstri innviða, þar á meðal auknu símasambandi, sem styrkir öryggi og aðgengi viðbragðsaðila. Sveitarfélagið telur að náttúruvernd og fyrirhuguð uppbygging geti farið vel saman. Hvað varðar valkosti fyrir uppbyggingu eru ekki forsendur til að beina uppbyggingu annað þar sem fyrirhuguð uppbygging var hönnuð og útfærð út frá staðbundnum þáttum á Litla-Botnslandi 1 í samráði við landeiganda, sem er samþykkur að svæðið verði hagnýtt með þessum hætti, sem er helsta forsenda uppbyggingar. Magn og umfang uppbyggingar hefur verið útfært í samræmi við náttúruverndarsjónarmið, m.a. að vernda og styrkja útbreiðslu birkis og stuðla að sjálfbærri nýtingu lands. Uppbyggingin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um hagkvæma þróun byggðar og stuðlar að lífsgæðum, atvinnusköpun og sjálfbærri nýtingu lands án þess að ganga lengra en nauðsynlegt er og er því í fullu samræmi við meðalhófsreglu og réttlætanleg vegna ríkra almannahagsmuna.
Gerðar hafa verið nokkrar rökréttar uppfærslur á tillögu í samræmi við ábendingar. Skerpt hefur verið á skipulagsskilmálum í samræmi við þær mótvægisaðgerðir sem ræddar eru í umhverfismati áætlunarinnar og nánar gerð grein fyrir samlegðaráhrifum við aðra landnotkun ásamt því að umfjöllun um náttúruverndarsjónarmið og almannahagsmuni hefur verið bætt við. Óskað er eftir að tillagan verði staðfest hjá Skipulagsstofnun og innsendum athugasemdum og frekari ábendingum sem berast utan lögbundins auglýsingatíma vegna þessarar breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og eftir afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á þeim, verði eftir atvikum, vísað til þeirrar málsmeðferðar sem fylgir gerð deiliskipulags og matsfyrirspurnar framkvæmdar, vegna þessarar fyrirhugaðrar uppbyggingar í Litla-Botnslandi 1, L224375.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
3.Kross L198194 og Krossland Eystra L205470- Aðalskipulagsbreyting
2509028
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 24. september 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Kross L198194 og Krosslands eystra L205470.
Breytingin nær til svæðis sem skilgreint er sem samfélagsþjónusta (S8) og verður íbúðarbyggð (ÍB5).
Lýsingin var auglýst frá 2. - 12. október 2025 og bárust 7 umsagnir í Skipulagsgátt á auglýsingatíma.
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 22.10.2025 og aðalskipulagsbreyting þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar dags. 22.10.2025 og eftir atvikum þeirra umsagna sem bárust á auglýsingatíma lýsingar í Skipulagsgátt.
Breytingin nær til svæðis sem skilgreint er sem samfélagsþjónusta (S8) og verður íbúðarbyggð (ÍB5).
Lýsingin var auglýst frá 2. - 12. október 2025 og bárust 7 umsagnir í Skipulagsgátt á auglýsingatíma.
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 22.10.2025 og aðalskipulagsbreyting þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar dags. 22.10.2025 og eftir atvikum þeirra umsagna sem bárust á auglýsingatíma lýsingar í Skipulagsgátt.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem ábendingar sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar hafa eftir atvikum verið hafðar til hliðsjónar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Verður tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Einnig verður tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Verður tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Einnig verður tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
4.Katanesvegur, Grundartanga- aðalskipulagsbreyting.
2504025
Sveitarstjórn samþykkti 2. júlí 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með breytingunni verður athafnasvæði (AT5) austan til á Grundartangasvæðinu breytt í iðnaðarsvæði.
Svæðið er 49 ha að stærð og heyrir undir Faxaflóahafnir sem annast rekstur hafnar og tengdrar starfsemi á Grundartanga.
Skipulagslýsingin var auglýst frá 16. júlí - 20. september 2025 og bárust 14 umsagnir á auglýsingatímanum.
Fyrir liggur tillaga á vinnslustigi þar sem eftir atvikum hefur verið tekið tillit til þeirra umsagna sem bárust á auglýsingatíma skipulagslýsingar í Skipulagsgátt.
Með breytingunni verður athafnasvæði (AT5) austan til á Grundartangasvæðinu breytt í iðnaðarsvæði.
Svæðið er 49 ha að stærð og heyrir undir Faxaflóahafnir sem annast rekstur hafnar og tengdrar starfsemi á Grundartanga.
Skipulagslýsingin var auglýst frá 16. júlí - 20. september 2025 og bárust 14 umsagnir á auglýsingatímanum.
Fyrir liggur tillaga á vinnslustigi þar sem eftir atvikum hefur verið tekið tillit til þeirra umsagna sem bárust á auglýsingatíma skipulagslýsingar í Skipulagsgátt.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu til samræmis við umræður á fundinum.
Afgreiðslu málsins frestað.
Afgreiðslu málsins frestað.
5.Galtarlækur - Aðalskipulagsbreyting
2405015
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 25. september 2025 að auglýsa og kynna vinnslutillögu í Skipulagsgátt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.a. fyrir íbúum, landeigendum og hagsmunaaðilum.
Auglýst var frá 2. - 23. október í Skipulagsgátt og kynningarfundur haldinn um verkefnið í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, mánudaginn 20. október 2025.
13 umsagnir bárust á kynningartíma vinnslutillögu og ágæt þátttaka var á kynningarfundi.
Við gerð aðalskipulagsbreytingar hafa umsagnir sem borist hafa á vinnslustigi, eftir atvikum verið hafðar til hliðsjónar.
Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu.
Auglýst var frá 2. - 23. október í Skipulagsgátt og kynningarfundur haldinn um verkefnið í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, mánudaginn 20. október 2025.
13 umsagnir bárust á kynningartíma vinnslutillögu og ágæt þátttaka var á kynningarfundi.
Við gerð aðalskipulagsbreytingar hafa umsagnir sem borist hafa á vinnslustigi, eftir atvikum verið hafðar til hliðsjónar.
Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með 3 atkvæðum, 1 (ÁH) sat hjá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Samþykkt með 3 atkvæðum, 1 (ÁH) sat hjá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
6.Holtaflöt - Deiliskipulagsbreyting - Tækjahús við Hvalfjarðargöng
2504012
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 27. ágúst 2025 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Holtaflöt í landi Kirkjubóls L133697 og Innri-Hólms L133691, til samræmis við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni er nýrri lóð bætt við, byggingarreit og skilmálum fyrir þjónustuhúsi við Hvalfjarðargöng.
Tillagan var auglýst 4. september - 16. október 2025 og bárust 2 umsagnir í Skipulagsgátt á auglýsingatíma.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir ekki athugasemdir.
Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi, en vekur athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Í tillögunni er nýrri lóð bætt við, byggingarreit og skilmálum fyrir þjónustuhúsi við Hvalfjarðargöng.
Tillagan var auglýst 4. september - 16. október 2025 og bárust 2 umsagnir í Skipulagsgátt á auglýsingatíma.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir ekki athugasemdir.
Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi, en vekur athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
7.Álfheimar 9 L190379 - deiliskipulagsbreyting
2511018
Lóðarhafi Álfheima 9, L190379, sækir um breytingu á deiliskipulagi Hafnar II - Erlendarhöfða. Breytingin nær til hliðrunar á byggingarreit um 1,2 m til austurs. Byggingarreitur er 400m2 og verður óbreyttur.
Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar í landi Hafnar II frá 07.10.2025.
Á lóðinni Álfheimar 9 er í dag 85 m2 frístundahús og fyrirhuguð er stækkun í 110 m2 sbr. nýafstaðin deiliskipulagsbreyting sem heimilar aukið byggingarmagn.
Hafnarskógur nýtur verndar sem gamall birkiskógur og er á náttúruminjaskrá skv. Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og gilda um hann lög um náttúruvernd nr. 60/2013 sbr. gr. 61.
Stuðla skal að því að byggingarframkvæmdir valdi sem minnstri röskun og hafði það áhrif á staðsetningu fyrirhugaðrar viðbyggingar en það kallar á lítils háttar hliðrun á byggingarreit.
Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar í landi Hafnar II frá 07.10.2025.
Á lóðinni Álfheimar 9 er í dag 85 m2 frístundahús og fyrirhuguð er stækkun í 110 m2 sbr. nýafstaðin deiliskipulagsbreyting sem heimilar aukið byggingarmagn.
Hafnarskógur nýtur verndar sem gamall birkiskógur og er á náttúruminjaskrá skv. Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og gilda um hann lög um náttúruvernd nr. 60/2013 sbr. gr. 61.
Stuðla skal að því að byggingarframkvæmdir valdi sem minnstri röskun og hafði það áhrif á staðsetningu fyrirhugaðrar viðbyggingar en það kallar á lítils háttar hliðrun á byggingarreit.
Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Hafnar II - Erlendarhöfða skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og að grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda. Þ.e. Álfheimar 11 L190381, Álfheimar 12 L190382, Álfheimar 10 190380, Álfheimar 8 L190376, Álfheimar 7 L190375 og Höfn II L190371.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
8.Leirá - Torfholt - Deiliskipulag
2508017
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitarsamþykkti 27. ágúst 2025 að auglýsa deiliskipulag fyrir Torfholt í landi Leirár L133774, til samræmis við 1. mgr. 41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni felst að byggja íbúðarhús, 6 gestahús og hesthús/vélageymslu á 4 ha lóð.
Tillagan var auglýst í Skipulagsgátt 4. september - 16. október og bárust 4 umsagnir á auglýsingatíma.
Engar athugasemdir bárust.
Í tillögunni felst að byggja íbúðarhús, 6 gestahús og hesthús/vélageymslu á 4 ha lóð.
Tillagan var auglýst í Skipulagsgátt 4. september - 16. október og bárust 4 umsagnir á auglýsingatíma.
Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagstillöguna og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
9.Framkvæmdaleyfi fyrir losun í flæðigryfjur Elkem.
2511023
Erindi frá Elkem Íslandi ehf um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri flæðigryfju á Grundartanga.
Sótt er um leyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.
Losun framleiðsluúrgangs í flæðigryfjur er aðferð sem notuð hefur verið hér á landi í meira en 50 ár eða allt frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Á Grundartanga hefur framleiðsluúrgangur verið losaður í flæðigryfjur frá árinu 1998 og er reynsla af notkun þessarar aðferðar góð. Þar sem rými er á þrotum í þeim flæðigryfjum sem Elkem losar framleiðsluúrgang í er ljóst að útbúa þarf nýja flæðigryfju.
Faxflóahafnir, sem eru landeigendur á fyrirhuguðu flæðigryfjusvæði, hyggjast áfram stækka hafnarsvæðið á Grundartanga, en með því að fylla í áformaða flæðigryfju nýtist það efni sem burðarhæft fyllingarefni, sem Faxaflóahafnir þyrftu annars að afla annars staðar frá.
Flæðigryfjunni er skipt upp í þrjú hólf, samtals 4,2 ha að stærð, eftir því um hvers konar efni og afurðir er að ræða og frá hvoru fyrirtæki, en ásamt Elkem losar Norðurál framleiðsluúrgang í flæðigryfjur.
Þannig er austasta hólfið, sem er 12.000 m2 eða 1,2 hektari að stærð, ætlað undir kerbrot frá Elkem, en svæðið á að rúma 110.500 m3 efnis.
Að fráskildum kvartssandi er gert ráð fyrir að Elkem losi árlega um 3.000 til 6.000 tonn í flæðigryfjuna.
Gert er ráð fyrir að nýja flæðigryfjan endist í a.m.k. 13 ár.
Samkvæmt skipulagi og náttúruminjaskrá eru engin friðlýst eða vernduð svæði á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Flæðigryfja á svæði 1 er utan marka mikilvægs fuglasvæðis (IBA skrá) sem nær yfir stóran hluta af Hvalfirði.
Í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er fyrirhugað svæði undir nýja flæðigryfju í landnotkunarflokknum Hafnir og er Grundartangahöfn skilgreind sem H1.
Í greinargerð með skipulagsuppdrætti kemur fram í lýsingu og skilmálum fyrir Grundartangahöfn að á svæðinu sé heimilt að vera með athafnastarfsemi, afmarka þar flæðigryfjur fyrir úrgang, sem heimilt sé að urða í samræmi við starfsleyfi.
Staðsetning og ákvæði um flæðigryfjur skuli sett fram í deiliskipulagi.
Samkvæmt framangreindu er því urðun í flæðigryfjur heimiluð skv. aðalskipulagi.
Flæðigryfjan eru á vestursvæði Grundartanga þar sem til staðar er deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæðis, upphaflega samþykkt árið 2007. Síðari breytingar á deiliskipulaginu gerðu ráð fyrir flæðigryfjum og stækkun þeirra innan landfyllinga Grundartangahafnar. Í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi hefur deiliskipulaginu verið breytt (dagsett 22/07/2024) þar sem staðsetning nýrrar flæðigryfju er afmörkuð innan fyrirhugaðrar landfyllingar Grundartangahafnar.
Flæðigryfjan fellur undir töluliði 11.02 og 13.01 í 1. viðauka við lög nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þessir töluliðir hljóða svo:
Töluliður 11.02: „Förgunarstöðvar þar sem spilliefni eru brennd, meðhöndluð með efnum eða urðuð. Aðrar förgunarstöðvar úrgangs sem meðhöndla meira en 500 tonn af úrgangi á ári.“
Töluliður 13.01: „Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki A þegar breytingin eða viðbótin sjálf fer yfir þau viðmið sem flokkur A setur.“
Þar sem um er að ræða meira en 500 tonn sem verða meðhöndluð ár hvert í flæðigryfjunni, er framkvæmdin í flokki A og því matsskyld.
Í ljósi þess að um matsskylda framkvæmd er að ræða var unnin umhverfismatsskýrsla þar sem gerð var grein fyrir framkvæmdinni og mögulegum umhverfisáhrifum. Í janúar 2023 fór umhverfismatsskýrslan í kynningu og lauk ferlinu með áliti Skipulagsstofnunar 17. ágúst 2023.
Undirbúningur að því að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir flæðigryfjuna ásamt endurskoðun á starfsleyfum fyrirtækjanna hófst árið 2024 með gerð áhrifamats fyrir strandsjávarhlotið Hvalfjörð, en flæðigryfjan liggur út í það vatnshlot.
Niðurstaða áhrifamatsins sýndi að eldri stækkanir virðast ekki hafa haft sérstök greinanleg áhrif og því ætti stækkun flæðigryfjunnar til suðvesturs ekki að hafa áhrif á umhverfismarkmið strandsjávarvatnshlotsins Hvalfjörð skv. Vatnaáætlun Íslands 2022-2027.
Framangreint áhrifamat var unnið áður en Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) gaf út leiðbeiningar um gerð áhrifamats fyrir vatnshlot. Sérstakt stuðningsskjal sem stofnunin hefur bent á að unnt sé að nota við við gerð skriflegs áhrifamats, fylgir með þessari umsókn, þrátt fyrir að það hafi ekki legið fyrir þegar áhrifamatið var unnið á sínum tíma.
Í gildi er starfsleyfi fyrir Elkem þar sem fram kemur að heimilt sé að losa efni og afurðir í flæðigryfjur, sem ekki fara í sölu, endurvinnslu eða endurnýtingu.
Sótt er um leyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.
Losun framleiðsluúrgangs í flæðigryfjur er aðferð sem notuð hefur verið hér á landi í meira en 50 ár eða allt frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Á Grundartanga hefur framleiðsluúrgangur verið losaður í flæðigryfjur frá árinu 1998 og er reynsla af notkun þessarar aðferðar góð. Þar sem rými er á þrotum í þeim flæðigryfjum sem Elkem losar framleiðsluúrgang í er ljóst að útbúa þarf nýja flæðigryfju.
Faxflóahafnir, sem eru landeigendur á fyrirhuguðu flæðigryfjusvæði, hyggjast áfram stækka hafnarsvæðið á Grundartanga, en með því að fylla í áformaða flæðigryfju nýtist það efni sem burðarhæft fyllingarefni, sem Faxaflóahafnir þyrftu annars að afla annars staðar frá.
Flæðigryfjunni er skipt upp í þrjú hólf, samtals 4,2 ha að stærð, eftir því um hvers konar efni og afurðir er að ræða og frá hvoru fyrirtæki, en ásamt Elkem losar Norðurál framleiðsluúrgang í flæðigryfjur.
Þannig er austasta hólfið, sem er 12.000 m2 eða 1,2 hektari að stærð, ætlað undir kerbrot frá Elkem, en svæðið á að rúma 110.500 m3 efnis.
Að fráskildum kvartssandi er gert ráð fyrir að Elkem losi árlega um 3.000 til 6.000 tonn í flæðigryfjuna.
Gert er ráð fyrir að nýja flæðigryfjan endist í a.m.k. 13 ár.
Samkvæmt skipulagi og náttúruminjaskrá eru engin friðlýst eða vernduð svæði á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Flæðigryfja á svæði 1 er utan marka mikilvægs fuglasvæðis (IBA skrá) sem nær yfir stóran hluta af Hvalfirði.
Í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er fyrirhugað svæði undir nýja flæðigryfju í landnotkunarflokknum Hafnir og er Grundartangahöfn skilgreind sem H1.
Í greinargerð með skipulagsuppdrætti kemur fram í lýsingu og skilmálum fyrir Grundartangahöfn að á svæðinu sé heimilt að vera með athafnastarfsemi, afmarka þar flæðigryfjur fyrir úrgang, sem heimilt sé að urða í samræmi við starfsleyfi.
Staðsetning og ákvæði um flæðigryfjur skuli sett fram í deiliskipulagi.
Samkvæmt framangreindu er því urðun í flæðigryfjur heimiluð skv. aðalskipulagi.
Flæðigryfjan eru á vestursvæði Grundartanga þar sem til staðar er deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæðis, upphaflega samþykkt árið 2007. Síðari breytingar á deiliskipulaginu gerðu ráð fyrir flæðigryfjum og stækkun þeirra innan landfyllinga Grundartangahafnar. Í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi hefur deiliskipulaginu verið breytt (dagsett 22/07/2024) þar sem staðsetning nýrrar flæðigryfju er afmörkuð innan fyrirhugaðrar landfyllingar Grundartangahafnar.
Flæðigryfjan fellur undir töluliði 11.02 og 13.01 í 1. viðauka við lög nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þessir töluliðir hljóða svo:
Töluliður 11.02: „Förgunarstöðvar þar sem spilliefni eru brennd, meðhöndluð með efnum eða urðuð. Aðrar förgunarstöðvar úrgangs sem meðhöndla meira en 500 tonn af úrgangi á ári.“
Töluliður 13.01: „Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki A þegar breytingin eða viðbótin sjálf fer yfir þau viðmið sem flokkur A setur.“
Þar sem um er að ræða meira en 500 tonn sem verða meðhöndluð ár hvert í flæðigryfjunni, er framkvæmdin í flokki A og því matsskyld.
Í ljósi þess að um matsskylda framkvæmd er að ræða var unnin umhverfismatsskýrsla þar sem gerð var grein fyrir framkvæmdinni og mögulegum umhverfisáhrifum. Í janúar 2023 fór umhverfismatsskýrslan í kynningu og lauk ferlinu með áliti Skipulagsstofnunar 17. ágúst 2023.
Undirbúningur að því að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir flæðigryfjuna ásamt endurskoðun á starfsleyfum fyrirtækjanna hófst árið 2024 með gerð áhrifamats fyrir strandsjávarhlotið Hvalfjörð, en flæðigryfjan liggur út í það vatnshlot.
Niðurstaða áhrifamatsins sýndi að eldri stækkanir virðast ekki hafa haft sérstök greinanleg áhrif og því ætti stækkun flæðigryfjunnar til suðvesturs ekki að hafa áhrif á umhverfismarkmið strandsjávarvatnshlotsins Hvalfjörð skv. Vatnaáætlun Íslands 2022-2027.
Framangreint áhrifamat var unnið áður en Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) gaf út leiðbeiningar um gerð áhrifamats fyrir vatnshlot. Sérstakt stuðningsskjal sem stofnunin hefur bent á að unnt sé að nota við við gerð skriflegs áhrifamats, fylgir með þessari umsókn, þrátt fyrir að það hafi ekki legið fyrir þegar áhrifamatið var unnið á sínum tíma.
Í gildi er starfsleyfi fyrir Elkem þar sem fram kemur að heimilt sé að losa efni og afurðir í flæðigryfjur, sem ekki fara í sölu, endurvinnslu eða endurnýtingu.
Afgreiðslu málsins frestað. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að afla frekari upplýsinga.
10.Merkjalýsing - Torfholt - Stofnun lóðar
2510047
Sótt er um stofnun fasteignarinnar / lóðarinnar Torfholt, 35.688,7 m2 / 3,6 ha að stærð úr jörðinni Leirá, L133774. Leirá er skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar skráð 121,6 ha og verður 118 ha eftir stofnun nýrrar fasteignar / lóðar.
Enginn matshluti fylgir fasteigninni / lóðinni, kvöð er á Leirá um lagnaleið og aðkomu að Torfholti.
Afmörkun fasteignar / lóðar er í samræmi við deiliskipulag fyrir Torfholt.
Meðfylgjandi eru undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.
Enginn matshluti fylgir fasteigninni / lóðinni, kvöð er á Leirá um lagnaleið og aðkomu að Torfholti.
Afmörkun fasteignar / lóðar er í samræmi við deiliskipulag fyrir Torfholt.
Meðfylgjandi eru undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
11.Merkjalýsing - Klafastaðavegur 6
2511019
Sótt er um stofnun nýrrar fasteignar/lóðar, sem ber heitið Klafastaðavegur nr. 6, og er stærð fasteignarinnar/lóðarinnar 1.977,5 m2 og stofnast úr landi Grundartanga Klafastaðir, L133674.
Upprunajörðin Grundartangi Klafastaðir, L133674, er 1.788.929 m2 að stærð og verður 1.786.951,5 m2 eftir stofnun nýrrar fasteignar/lóðar.
Afmörkun lóðar er í samræmi við deiliskipulag fyrir Grundartanga, Vestursvæði frá 07.11.2013.
Réttindi og kvaðir eru til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Ekkert mannvirki fylgir hinni nýju fasteign/lóð.
Með erindinu fylgdu undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.
Upprunajörðin Grundartangi Klafastaðir, L133674, er 1.788.929 m2 að stærð og verður 1.786.951,5 m2 eftir stofnun nýrrar fasteignar/lóðar.
Afmörkun lóðar er í samræmi við deiliskipulag fyrir Grundartanga, Vestursvæði frá 07.11.2013.
Réttindi og kvaðir eru til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Ekkert mannvirki fylgir hinni nýju fasteign/lóð.
Með erindinu fylgdu undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúhalli 14 - Flokkur 1
2509022
Sótt var um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Kúhalli 14, L133546, í landi Þórisstaða 2, L1233003, 29,3 m2 að stærð dags. 05.09.2025, en þar sem ekkert deiliskipulag var fyrir hendi á svæðinu var málinu vísað nefndarinnar frá byggingarfulltrúa vegna skipulags.
Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar 17. september s.l. og samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfið í Skipulagsgátt. Kynningin var frá frá 1.- 29. október 2025 og bárust engar athugasemdir.
Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar 17. september s.l. og samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfið í Skipulagsgátt. Kynningin var frá frá 1.- 29. október 2025 og bárust engar athugasemdir.
Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
13.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúhalli 3 - Flokkur 1
2510036
Sótt er um leyfi til að byggja 37,4 m2 frístundahús á lóðinni Kúhalli 3 L133535, í landi Þórisstaða 2. Erindinu er vísað til nefndarinnar frá byggingarfulltrúa vegna skipulags. Ekki er deiliskipulag fyrir hendi.
Lóðin Kúhalli 3 er skráð sumarbústaðaland og 9.640 m2 að stærð skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.
Landið er frístundabyggð skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Um er að ræða bjálkahús á einni hæð, en burðarvirki þaks er úr timbri. Undirstöður eru steyptir sökkulveggir.
Stærð hússins er 37,4 m2 að brúttóflatarmáli en brúttórúmmál er 146,1 m3.
Mænishæð er 4,64 m frá gólfkóta, vegghæð er 2,77 m frá gólfkóta.
Aðkoma er frá götunni Kúhalla.
Lóðin Kúhalli 3 er skráð sumarbústaðaland og 9.640 m2 að stærð skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.
Landið er frístundabyggð skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Um er að ræða bjálkahús á einni hæð, en burðarvirki þaks er úr timbri. Undirstöður eru steyptir sökkulveggir.
Stærð hússins er 37,4 m2 að brúttóflatarmáli en brúttórúmmál er 146,1 m3.
Mænishæð er 4,64 m frá gólfkóta, vegghæð er 2,77 m frá gólfkóta.
Aðkoma er frá götunni Kúhalla.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að óska eftir gögnum fyrir næsta fund nefndarinnar.
Afgreiðslu málsins frestað.
Afgreiðslu málsins frestað.
14.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 2 - Flokkur 1
2510025
Sótt er um leyfi til að byggja 164,7 m2 frístundahús á lóðinni Hjallholt 2, L133559 í landi Þórisstaða 2. Erindinu er vísað til nefndarinnar frá byggingarfulltrúa vegna skipulags. Ekki er deiliskipulag fyrir hendi.
Lóðin Hjallholt 2 er skráð sumarbústaðaland og 9.400 m2 að stærð skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.
Landið er frístundabyggð skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Burðarvirki hússins er steinsteypt en burðarvirki þaks er úr timbri.
Stærð hússins er 164,7 m2 að brúttóflatarmáli en brúttórúmmál er 707,4 m3.
Mesta mænishæð/vegghæð er 5,44 m frá gólfkóta.
Aðkoma er frá götunni Hjallholti, og um veg innan lóðar Hjallholts 2, en samsíða lóðarmörkum Hjallholts 27, L133584.
Lóðin Hjallholt 2 er skráð sumarbústaðaland og 9.400 m2 að stærð skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.
Landið er frístundabyggð skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Burðarvirki hússins er steinsteypt en burðarvirki þaks er úr timbri.
Stærð hússins er 164,7 m2 að brúttóflatarmáli en brúttórúmmál er 707,4 m3.
Mesta mænishæð/vegghæð er 5,44 m frá gólfkóta.
Aðkoma er frá götunni Hjallholti, og um veg innan lóðar Hjallholts 2, en samsíða lóðarmörkum Hjallholts 27, L133584.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010, meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Þ.e. Hjallholt 27 L133584, Hjallholt 30 L133587, Hjallholt 1B L239458, Hjallholt 1 L133558, Hjallholt L133560, Hjallholt 4, Hjallholt 25 og Þórisstaðir 2 L233003.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
15.Stjórnsýslukæra nr. 125-2025 - framkvæmdaleyfi, lagning fallpípu í landi Þórisstaða.
2508031
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála máls nr. 125/2025. Kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 9. júlí 2025 um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fallpípu og gerð vegslóða vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Kúhallará.
Nefndin hafnaði kröfu kærenda um að ógilda ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 9. júlí 2025 um að hafna umsókn þeirra um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fallpípu og gerð vegslóða vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Kúhallará.
Nefndin hafnaði kröfu kærenda um að ógilda ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 9. júlí 2025 um að hafna umsókn þeirra um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fallpípu og gerð vegslóða vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Kúhallará.
Lagt fram til kynningar.
16.Lögheimili í frístundabyggð.
2510033
Lögð er fram samantekt úr vinnustofu - Samband íslenskra sveitarfélaga.
Sambandið hélt vinnustofu þann 11. september sl. fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Markmið vinnustofunnar var að greina áskoranir og tækifæri við fasta búsetu í frístundabyggð sem og ræða lausnir og næstu skref varðandi málefnið.
Óskað var eftir afstöðu stjórnar til áframhaldandi vinnslu málsins af hálfu Sambandsins.
Stjórn tók minnisblaðið fyrir á fundi sínum þann 26. september sl. og bókaði eftirfarandi:
„Stjórn felur framkvæmdastjóra að funda með viðeigandi ráðuneytum og stofnunum til að óska eftir nauðsynlegum breytingum á lögum og verklagi í samræmi við niðurstöður vinnustofunnar.“
Sambandið er í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp um að fá fundi með viðeigandi ráðuneytum og stofnunum til að fylgja þessu máli sérstaklega eftir en mun jafnframt fylgja málinu eftir á reglulegum fundum sínum með ráðherrum.
Sambandið hélt vinnustofu þann 11. september sl. fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Markmið vinnustofunnar var að greina áskoranir og tækifæri við fasta búsetu í frístundabyggð sem og ræða lausnir og næstu skref varðandi málefnið.
Óskað var eftir afstöðu stjórnar til áframhaldandi vinnslu málsins af hálfu Sambandsins.
Stjórn tók minnisblaðið fyrir á fundi sínum þann 26. september sl. og bókaði eftirfarandi:
„Stjórn felur framkvæmdastjóra að funda með viðeigandi ráðuneytum og stofnunum til að óska eftir nauðsynlegum breytingum á lögum og verklagi í samræmi við niðurstöður vinnustofunnar.“
Sambandið er í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp um að fá fundi með viðeigandi ráðuneytum og stofnunum til að fylgja þessu máli sérstaklega eftir en mun jafnframt fylgja málinu eftir á reglulegum fundum sínum með ráðherrum.
Lagt fram til kynningar.
17.Félags- og húsnæðismálaráðuneytið vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
2206050
Bréf dags. 13. nóvember 2025 sem er afrit af svari félags- og húsnæðismálaráðuneytis við beiðni Landsnets um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Svar ráðuneytisins var sent Landsneti, hlutaðeigandi sveitarfélögum þ.e. Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppi, Borgarbyggð, Húnaþingi vestra og Skipulagsstofnun.
Svar ráðuneytisins var sent Landsneti, hlutaðeigandi sveitarfélögum þ.e. Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppi, Borgarbyggð, Húnaþingi vestra og Skipulagsstofnun.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:30.